Morgunblaðið - 01.04.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 01.04.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Herðablaðið og margt fleira í viðtali á Bamasíðunni í dag er Eyrún Edda Hjörleifsdóttir. Það er hún sem hefur sent okkur skemmtilegu brandaramyndirnar. Við vindum okkur strax í viðtalið. — Teiknarðu mikið? Já, ég teikna alveg á fuilu. — Hvað gerirðu við teikning- arnar? Ég set þær í möppu og geymi þær. — Hefurðu lært mikið í teikn- ingu? Nei, nei, en ég var í myndlistar- skóla í tvo vetur. — Lærðuð þið fleira en að teikna þar? Já, t.d. bjuggum við til hluti úr leir og brenndum. — Ertu í teikningu í skólanum? Já, við erum í tvo tíma í viku, en bara hálfan veturinn, svo það er soldið lítið. — Gætirðu hugsað þér að verða teiknari að atvinnu? Já,það er svo gaman að teikna. — I hvaða skóla ertu? Ég er í Austurbæjarskólanum. v I p , Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Pennavinir Guðrún Erla Gunnlaugsdóttir, Oddnýjarbraut 5, 245 Sandgerði, vill gjarnan skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum núll til hundrað ára. Hún lofar að svara öllum bréfum sem hún fær. Áhugamál hennar eru: íþróttir, lestur, dýr, límmiðar, Madonna og pennavinir. Ánna Hjartardóttir, Tunguvegi 12, 108 Reykjavík. Ánna er 11 ára og vill skrifast á við 10—13 ára stelpur. Helstu áhugamál Önnu eru sund, skíði og hestar. Nú er bara að ná sér í blað og blýant. — Hvað gerið þið í skólanum? Við lærum auðvitað! Einu sinni í viku eru frjálsir tímar. Þá eru það smáhópar úr bekknum sem sjá um efnið. Við förum í leiki og gerum það sem okkur dettur í hug. — Hvað finnst þér skemmtileg- ast að læra í skólanum? Það er misjafnt, en mér finnst leiðinlegt í reikningi og stafsetn- ingu. — Hafið þið farið eitthvað með skólanum, á söfn eða í starfskynn- ingar? — Já, svona við og við. í fyrra fórum við á Þjóðminjasafnið og svo förum við bráðlega í safn Ein- ars Jónssonar. Við höfum farið í Ásmundarsafn. — Er bókasafn í ykkar skóla? Já, það var einmitt rétt fyrir framan bókasafnið sem kviknaði í í vetur. En það var enginn inni þar þá, sem betur fer. — Hvað gerirðu annað en vera í skólanum? Ég er í Tónskóla Sigursveins. Ég læri á píanó. Það eru tveir Myndagátan Loksins fengum við rétt svar við myndagátunni. Á myndinni sem við höfum birt á undanfömum bamasíðum er kona að leira. Kona sem vinnur við að búa til krukkur og skálar úr leir. Það voru tvær stelpur sem sendu inn rétt svör, þær Sjöfn Ólafsdóttir í Vestmanna- eyjum og Anna Hjartardóttir úr Reykjavík. Héma með birtum við myndina eins og hún er öll. spilatímar í viku og einn tónfræði- tími. — Hefur þú einhveijum skyld- um að gegna heima fyrir? Já, en það gleymist nú oft að ég á að búa til matinn á fimmtu- dögum. Svo er það bara að halda herberginu mínu í sæmilegu ástandi. — Finnst þér erfitt að hafa skyldur heima? Nei, nei það er ágætt að fá að vera með. — Hvað gerirðu á sumrin? Ferðu í sveit? Ég hef bara farið í sveit í tvær vikur. Annars hef ég verið heima að passa bróður minn. Svo hef ég farið til Danmerkur. Við vorum þar í þijá mánuði þegar ég var átta ára. I apríl erum við svo að fara til Finnlands í fjóra mánuði. — Er gaman að vera svona á fartinni? Já, ég var í skóla í Danmörku, en kunni lítið í dönsku. En þá skildi ég alla vega ekki þegar mér var strítt. — Er rétt að þú sért með í að gefa út blað? Já, við erum 9 eða 10 í bekkn- um, stelpur, sem erum að hugsa um að gefa út blað. Það heitir Herðablaðið. — Ilvenær heldurðu að útgáfan verði? Einhvern tíma á næstunni, fyr- ir páska. — Skrifið þið efnið sjálfar? Já, við skrifum og teiknum sjálfar. Við setjum það á tölvu og ætlum svo að ljósrita það. Nú Ijúkum við spjallinu við Eyrúnu Eddu. Það var gaman að tala við hana. Við óskum henni góðs gengis í blaðaútgáfunni, áframhaldandi teiknistarfi og ekki síst í Finnlandsferðinni. Við von- um að Barnasíðan fái eintak af fyrsta tölublaði Herðablaðsins. O/CEÍ J' E.6 GEF HÓNJ) AI/NA ÍM F/\W\i ívoi BL0P-BAMKINN $6 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllitf Fleiri myndir Hérna fáum við tvær myndir í viðbót eftir Eyrúnu Eddu. Jarðar- berjaís Sjöfn Ólafsdóttir í Vestmanna- eyjum sendi okkur uppskrift að jarðarbeijaís. Við skulum láta hana fljóta hér með: 1 stórt box jarðarbeijajógúrt, 2 msk. jarðarbeijamauk, 1 peli ijómi. Þeytið ijómann. Hrærið saman jógúrtinu og jarðarbeijamaukinu. Blandið ijómanum saman við (geymið svolítið til að nota sem skraut). Hellið blöndunni í há glös. Látið glösin í frystikistuna í 1 klukkustund. Takið út og skreytið með afganginum af ijómanum áður en þið berið réttinn fram. Þessi uppskrift á að nægja fyr- ir fjóra. Verði ykkur að góðu. P.s. spyijið mæður eða aðra húsráðendur hvaða glös má setja inn í frysti, svo þið skemmið ekki neitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.