Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.04.1987, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 32 Háskólaróðurinn á Tempsá: Sveit Oxford sigraði óvænt London, AP. RÓÐRASVEIT Oxford vann óvænt hina árlegn róðra- keppni háskólanna á Tempsá á laugardag. Keppnin var sú 133. í röðinni. Sveit Oxford tók strax forystu í keppninni og hélt henni alla leið í mark. Kom sigurinn á óvart þar sem sveitin var án fjögurra beztu ræðara sinna. Deilur voru miklar í Oxford í vetur um skipan róðrasveitar skólans. Lyktaði þeim nýlega á því að fjórir beztu ræðraramir, allt Bandaríkjamenn, vora settir úr liðinu. Var því ekki við miklu búist af sveitinni. Vegna ýfing- anna í Oxford um skipan róðra- sveitarinnar vora ræðaramir frá Cambridge mjög sigurvissir. Það kom þeim rækilega í koll því sveit Oxford náði góðu viðbragði og varð sveit Cambridge að láta sér lynda að róa alla leiðina, 6,8 kíló- metra, í kjölvatni andstæðing- anna. í markinu vora fimm bátslengdir milli bátanna og var þetta 63. sigur Oxford. Sveit Cambridge hefur sigrað 69 sinn- um, en í einni siglingunni komu sveitirnar hnífjafnar í mark. ERLENT Japan: Reuter Leikarinn Richard Dreyfuss afhendir leikstjóranum Steven Spiel- berg Thalberg-minningarverðlaunin. Þessi sérstök Óskarsverðlaun voru veitt Spielberg fyrir framlag hans til kvikmyndanna. Heyrnarlausa leikkonan Marlee Matlin þakkaði fyrir sig á fingra- máli þegar hún tók við Óskarsverðlaununum á mánudag. Óskarsverðlaun afhent 59. sinni: Víetnam-myndin Platoon hlaut fjöffur verðlaun Los Angeles, Reuters, AP. KVIKMYNDIN Platoon, sem enginn kvikmyndaframleiðandi í Hollywood vildi taka að sér að gera, leikarinn Paul Newman og heyrnarlausa leikkonan Marlee Matlin báru sigur úr býtum þegar Óskarsverðlaunin voru afhent á mánudagskvöld. Platoon hlaut fjögur Óskarsverð- laun, þar á meðal fyrir bestu kvikmyndina, og var hlutskörpust þetta árið. Myndin lýsir þátttöku fótgönguliða í stríðinu í Víetnam. Leikstjóri hennar, Oliver Stone, sem sjálfur var sendur til Víetnam, reyndi í tíu ár að finna framleið- anda til að fjármagna kvikmynd eftir handriti sínu. Þegar enginn í Hollywood vildi líta við Stone gerði hann samning við breska fyrirtæk- ið Hemdale og var myndin gerð fyrir sex milljónir dollara, sem telst víst lítið fé vestra. „Eg tel að nú loksins hafið þið skilið hvað gerðist þarna. Og ég held að með þessu viljið þið segja að slíkt ætti aldrei að gerast aft- ur,“ sagði Stone þegar hann tók hræður við verðlaunum sínum fyrir leikstjóm. Áhorfendur fögnuðu Stone, sem særðist tvisvar í Víetnam, ákaft. Paul Newman, sem er 62 ára gamall, hafði verið útnefndur til Oskarsverðlauna sjö sinnum áður og var hann ekki viðstaddur verð- launaafhendinguna. „Alltaf hef ég komið þama og hvert skipti farið tómhentur heim. Ef til vill vinn ég ef ég sit heima,“ sagði Newman fyrir afhendinguna. 0g orð hans rættust. Newman hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Peninga- liturinn (Color of Money), sem er framhald af kvikmyndinni Hustler (Krytjarinn). Þar leikur hann Eddie „fljóta" Felson, ballskákarleikara. Hustler var gerð fyrir 26 ámm og var Newman fyrsta skipti útnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Hin 21 árs gamla Marlee Matlin hlaut verðlaunin fyrir fyrsta hlut- verk sitt í kvikmynd, Guð gaf mér eyra (Children of a Lesser God). Hún þakkaði fyrir sig á táknmáli þegar hún tók við verðlaununum. Mynd Woody Allen, Hanna og systur hennar (Hannah and her sisters) og breska myndin Herbergi með útsýni (A Room With a View) sigldu í kjölfarið á Platoon og hlutu þrjú Óskarsverðlaun hvor. Michael Caine, einn fárra leik- ara, sem enn gegnir störfum með gleraugu á nefinu, fékk Óskar fyr- ir bestan leik í aukahlutverki í Hönnu og systrum hennar. Caine gat ekki tekið við verðlaununum sjálfur þar sem hann var staddur á Bahama-eyjum að gera fjórðu myndina um Ökindina (Jaws IV). Dianne Wiest, sem einnig lék í mynd Allens, hlaut viðurkenningu fyrir bestan leik í aukahlutverki. Reyna að koma í veg fyrir verzlunarstríð Óskarsverðlaunahafar 1987 Los Angeles, AP. HÉR fer listi yfir þá sem hlutu Óskarsverðlaun á mánudagskvöld: Kvikmynd: Platoon Leikkona: Marlee Matlin, Guð gaf mér eyra (Children of a Lesser God) Leikari: Paul Newman, Peningaliturinn (Color of Money) Leikkona í aukahlutverki: Dianne West, Hanna og systur hennar (Hannah and her Sisters) Leikari í aukahlutverki: Michael Caine, Hanna og systur hennar Leikstjóri: Oliver Stone, Platoon Handrit: Woody Allen, Hanna og systur hennar Handrit byggt á öðru efni: Ruth Prawer Jhabvala, Herbergi með útsýni (A Room with a View) Erlend kvikmynd: Árásin (The Assault), Hollandi Heimildamyndir: Time Is AIl You’ve Got og Down and Out in Amer- ica voru jafnar Stuttar heimildamyndir: Women — for America, for the World Klipping: Platoon Förðun: Flugan (The Fly) Frumsamin tónlist: Herbie Hancock, Round Midnight Frumsamið lag: Take my Breath Away (Top Gun) Stutt teiknimynd: Grískur harmleikur (A Greek Tragedy) Hljóð: Platoon Hljóðbrellur: Aliens Tæknibrellur: Aliens Listræn stjóm: Herbergi með útsýni (A Room With a View) Kvikmyndataka: Trúboðsstöðin (The Mission) Búningar: Herbergi með útsýni (A'Room With a View) Tókýó, Reuter, AP. JAPANSKA stjórnin fór þess á leit í gær við Bandaríkjastjórn, að fulltrúar þeirra kæmu saman til fundar hið bráðasta til að ræða deilu landanna um verzlun með hálfleiðara. Lundúnalögreglan aftur á reiðhjólum London, AP. Lögregluþjónar í Lundúnum munu senn sjást á reiðhjólum eins og í gamladaga, að sögn talsmanns Scotland Yard. Helzta ástæðan fyrir þessu er að fegra ímynd lögreglunnar. Síðustu reiðhjólasveitir lögregl- unnar voru lagðar niður árið 1965, en nú er talið að það hafi verið mi- stök, því reiðhjólalöggumar þóttu vingjamlegir og nutu virðingar íbú- anna. Til að byrja með hafa verið pöntuð 200 reiðhjól og verða þau öll með „gamla laginu", þ.e. kolsvört, sterk- lega byggð, ómerkt og til að þau verði ósvikin verða þau smíðuð í Bret- landi. Það er hins vegar tímanna tákn að sum þeirra verða kvenreiðhjól, þ.e. sláarlaus. Tilgangurinn með því að endur- reisa reiðhjólasveitir Lundúnalögregl- unnar er að bæta ímynd lögreglunnar í augum almennings. Talsmaður lög- reglunnar sagði þó að hjólandi lögreglumenn hefðu mikla yfírferð og væm fljótari í útkall en gangandi löggur. Clayton Yeutter, aðstoðarviðskipta- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að stjóm sín væri reiðubúin til þess að falla frá fyrirhuguðum tollum á tölvukubba og rafeinda- búnað frá Japan, ef Japanir stæðu við áður gert samkomulag og opn- uðu heimamarkað sinn fyrir bandarískum vörum. Reagan forseti tilkynnti þessa ákvörðun um tolla á japanskar raf- eindavörur á föstudaginn var og bar það fyrir sig, að Japanir hefðu ekki sýnt það í verki, að þeir væru reiðubúnir til þess að opna markaði sína fyrir bandarískar vörur. Mikil óvissa ríkti enn í gær í kaupahallarviðskiptum víða um heim, eftir að verðbréf hríðféllu á mánudag í kjölfar þess, að Banda- ríkjadollar lækkaði enn og komst neðar en nokkru sinni gagnvart japanska jeninu. Talið er, að jap- anska jenið og vestur-þýzka markið taki enn að hækka gagnvart dollar- num síðar í þessari viku. Landlæknir Bandaríkjanna: Ekkert bóluefni til- tækt fyrir aldamótin New York. AP. FLÓKIN gerð alnæmisvírussins kemur að öllum líkindum í veg fyrir, að alnæmisbóluefni verði tiltækt fyrir aldamót, að því er Everett Ko- op, landlæknir Bandaríkjanna, sagði á sunnudag. „Ég held, að um bóluefni gegn þessum mjög svo flókna vírus verði ekki að ræða fyrir aldamót," sagði Koop í sjónvarpsþætti. Hann sagði enn fremur, að lækning yrði „miklum vandkvæðum háð“. í síðustu viku sögðu sérfræðingar í Washington, þeirra á meðal dr. Robert Gallo, sem starfar hjá Banda- rísku krabbameinsstofnuninni - einn þeirra sem fundu alnæmisvírusinn - að bóluefni yrði komið á almennan markað um miðjan næsta áratug. En Koop var ekki eins bjartsýnn og nefndi sérstaklega seiglu og flókna gerð vírussins. „Bóluefni eru ævinlega lengi í bígerð," sagði Koop og minnti á, að það hefði tekið 19 ár að fullgera bóluefni við lifrar- bólgu. „En alnæmisvírusinn er miklu flóknari að allri gerð og aðeins hafn- ar fyrstu prófanir með bóluefni," sagði Koop. „Ég held, að það sé enn langt í, að það verði tilbúið til notkun- ar.“ Landlæknirinn og aðrir sérfræð- ingar, sem komu fram í sama sjónvarpsþætti, hvöttu til aukinna átaka við að fræða almenning um smitleiðir sjúkdómsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.