Morgunblaðið - 01.04.1987, Page 40

Morgunblaðið - 01.04.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sölustarf Innflutningsfyrirtæki í Reykjavík með einka- umboð fyrir þekktar gæðavörur óskar eftir að ráða sölumann til kynningar og sölu á vélum og verkfærum. Við leitum að stundvísum, heiðarlegum og reglusömum manni með iðnaðarmenntun og reynslu af sölustörfum. Launakjör byggjast á fastakaupi og bónus af sölu, og færa sölumanni, sem skilar árangri í starfi, álitlegar tekjur. Tilboð er greini menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. apríl nk. merkt: „Hæfileikamaður — 1410“. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu félagsmálastjóra við Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf berist undirrituðum eigi síðar en 13. apríl nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Ritari — afleysingar Viljum ráða ritara í bifreiðadeild til afleysinga í 5-6 mánuði vegna forfalla. Þarf að hafa góða kunnáttu í íslensku, vélritun og vera töluglöggur. Vinnutími frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-18.00 mánudaga til föstudaga. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma- verði. IhIHEKLAHF I M * Laugavegi 170-172. Sími 695500. Starfsfólk vantar í Nýjabæ Okkur vantar röska starfskrafta til ýmiss konar starfa í heilsdags eða hálfsdags vinnu og kvöld- og helgarvinnu. Upplýsingar veitir verslunarstjóri í síma 622200. £SÍ \w IVIR VÖRUHÚSIÐ EIÐISTORGI Offsetfjölritun Prentstofa Flugleiða óskar eftir að ráða starfsmann í offsetfjölritun sem fyrst. Starfsreynsla æskileg. Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs- mannaþjónustu félagsins, Reykjavíkurflug- velli, fyrir 7. apríl nk. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Siglufjörður Blaðberar óskast í Suðurgötu, Laugaveg, Hafnartún, Hafnargötu. Upplýsingar í síma 71489. pttrijitmMaMfo Skrifstofuhúsgögn — lagerstörf Okkur vantar starfsmann á lager og til sam- setninga í húsgagnadeild. Hann þarf að: - Hafa góða framkomu, - geta unnið sjálfstætt, - vera handlaginn, námfús og samviskusamur, - geta byrjað vinnu fljótlega. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Frekari upplýsingar veitir Einar í síma 83509 frá kl. 9.00-11.00. Umsóknir sendist Pennanum, Hallarmúla 2, merkt: „Skrifstofuhúsgögn“ fyrir 8. apríl. Fullum trúnaði heitið. Hársnyrtir Hárgreiðslu- eða hárskerasveinn óskast. Vinnutími eftir samkomulagi. Papilla, Laugavegi 24, sími 15137. Aukatekjur — aukavinna Traust innflutningsfyrirtæki óskar eftir sam- starfsaðila til dreifingar og sölu á rekstrar- vöru til iðnaðar sem nú þegar er dreift reglulega til fjölda viðskiptamanna. Viðkomandi þarf að vera ábyggilegur og fylg- inn sér, hafa lageraðstöðu (t.d. bílskúr) og bíl og geta fjárfest í rekstrinum 5-600 þús. kr. Reikna má með brúttótekjum 5-700 þús. kr. á ári og vinnuframlag í 1-2 daga í viku. Hér er kjörið tækifæri t.d. fyrir vaktavinnu- mann eða aðra sem hafa rúman tíma. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Tækifæri — 1409“. ST. JÓSEFSSPITALI, LANDAKOTI Eldhús Starfsfólk óskast í eldhús Landakotsspítala nú þegar og einnig til sumarafleysinga. Upplýsingar hjá matreiðslumanni í síma 19600 (212) milli kl. 13.00-16.00. Verksmiðjuvinna Óskum að ráða konur og karla nú þegar til verksmiðjustarfa. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 18700. Verksmiðjan Vífilfellhf. Hlutastarf Þjónustufyrirtæki vill ráða starfskraft á skrif- stofu (9-5). Þarf að vera töluglöggur og lipur í umgengni. Starfið er laust strax og er til loka september. Góð laun. Öllum umsóknum svarað og þær sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Hlutastarf — 729" fyrir fimmtudagskvöld. Elliheimili ísafjarðar Starfsfólk vantar Forstöðumaður óskast til starfa á elliheimilið nú þegar. Menntun í hjúkrunarfræðum æskileg. Matráðskona óskast á elliheimilið nú þegar. Upplýsingar um ofangreind störf veitir undir- ritaður í síma 94-3722 eða á bæjarskrifstof- unum, Austurvegi 2. Bæjarstjórinn á ísafirði. ÁLFTÁRÓS HF SMIÐJUVEG 11 - 200 KÓPAVOGI - S: 91-641340 Trésmiðir óskast í nýbyggingavinnu. Uppl. í síma 641340 milli kl. 13.00 og 17.00. ÁLFTÁRÓS HF SMIÐJUVEG 11 - 200 KÓPAVOGI - S: 91-641340 Verkamenn óskast í byggingarvinnu. Mikil vinna. Uppl. í síma 641340 milli kl. 13.00 og 17.00. Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar óskar eftir félagsráðgjafa til starfa. Um heilsdags starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 10. apríl 1987. Upplýsingar um stöðuna veitir félagsmála- stjóri Keflavíkurbæjar, Hafnargötu 32, 3. hæð og í síma 92-1555. Félagsmálastjóri. Afgreiðslumaður Óskum að ráða afgreiðslumann í varahluta- verslun okkar. Upplýsingar gefur verslunarstjóri, fyrir há- degi. (Ekki í síma). KRISTINN GUÐNASON NF. Suðurlandsbraut 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.