Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 68

Morgunblaðið - 01.04.1987, Side 68
MIÐVIKIJDAGUR 1. APRÍL 1987 VEIffi í LAUSASÖLU 50 KR. SjúkraJiðar frestuðu uppsögnum í 3 daga Féllust á sáttatillögu Þorsteins Pálssonar í nótt ÞORSTEINN Pálsson fjármálaráðherra gerði seint í gærkvöldi úr- slitatilraun til þess að koma í veg fyrir að á sjötta hundrað sjúkraliðar hættu störfum hjá ríkinu og Reykjavíkurborg. Þorsteinn kom í Karp- húsið undir miðnætti inn á samningafund Starfsmannafélags ríkis- ^stofnana og ríkisins og lagði fram tillögu um lausn deilunnar. Féllust sjúkraliðar á tillöguna og frestuðu uppsögnum í þrjá daga og verður á meðan unnið að heildarlausn deilunnar. Morgunblaöið/Einar Falur Á miðnætti, um leið og uppsagnarfrestur rann út, gengu síðustu 30 sjúkraliðarnir út úr Landspítalan- um. Þeir munu nú snúa aftur til vinnu sinnar. Formenn Starfsmannafélaga ríkisstofnana og Reykjavíkurborg- ar, Einar Ólafsson og Haraldur Hannesson, mæltust til þess við sjúkraliða í þessum félögum, sem sagt höfðu upp störfum frá mið- nætti, að þeir féllust á tillögu Qármálaráðherra og samþykktu þeir það. Starfsmannafélögin fara Morgunblaflið/Ámi Sæberg Níels Marteinsson, sölustjóri Sölufélags garðyrkjumanna, með nýjar íslenskar gúrkur. > Islenskar giírkur komnar í verslanir ÍSLENSKAR gúrkur eru komnar í verslanir. Einnig nýtt íslenskt salat, radísur og steinselja. Þá kemur græn paprika á markaðinn næstu daga. Gúrkumar eru viku seinna á ferðinni en i fyrra, vegna þess að ekki hefur verið eins bjart í vetur og í fyrravetur. Nú er hins vegar kominn snjór á aðal rækt- unarsvæðinu og sést hefur til sólar, þannig að garðyrkju- bændur gera sér vonir um að framleiðslan aukist næstu daga og vikur. Heildsöluverð á einu kílói af gúrkum er nú 195 krónur, að sögn Níelsar Marteinssonar, sölustjóra Sölufélags garðyrkju- manna, og má búast við að út úr búð séu gúrkumar seldar á um 250 krónur. Er það um 18% hærra verð en fyrsta verð í fyrravor. með samningsumboð fyrir sjúkra- liða. Sjúkraliðar hafa lagt áherslu á 35 þúsund króna lágmarkslaun. Að sögn Geirs H. Haarde fólst í tillögu fjármálaráðherra heildar- lausn á samningsmálum Starfs- mannafélags ríkisstofnana, þar sem sérstaklega yrði tekið á launamál- um sjúkraliða og m.a. verulega komið til móts við aðalkröfu þeirra. Starfsemi sjúkrahúsanna hefur raskast veralega vegna uppsagna og verkfalla. í gær ákváðu sjúkra- húsin að hjálpast að við að leysa þau vandamál sem upp koma og fyrirhugað er að starfrælq'a óbreytt vaktakerfí og taka við öllum bráð- veikum sjúklingum. Þá starfar slysadeildin áfram á óbreyttan hátt. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna sagði í samtali við Morgunblaðið að ástandið væri vissulega alvarlegt vegna þessara uppsagna en engin mannslíf væra í hættu. Hins vegar yrði fyöldi fólks fyrir óþægindum og í gær vann starfsfólk spítalanna að því að út- skrifa þá sjúklinga sem hægt er og endurskipuleggja reksturinn. f gær- kvöldi var orðið ljóst að rýma þurfti um 100 færri sjúkrarúm en útlit var fyrir eða milli 350-370 rúm. Davíð Á. Gunnarsson sagði að það VERÐ á loðnumjöli og lýsi hefur verið lágt alla yfirstandandi ver- tíð og hafa loðnuverksmiðjurnar því verið reknar með tapi þrátt fyrir metvertíð, að sögn Jóns Reynis Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja rikisins. Hann segir mikið fram- boð á þessum afurðum og samkeppni við niðurgreiddar landbúnaðarafurðir helztu skýr- ingar lágs verðs. Verð á lýsi hefur að meðaltaii verið 200 til 210 dalir fyrir hveija lest, 8.000 til 8.400 krónur, og fyr- ir lestina af mjöli tæpar 16.000 krónur, 5,70 dalir á hverja prótein- einingu. Lækkandi gengi dalsins hefði tekist með góðri samvinnu við það starfsfólk sem eftir var um breytta vinnutilhögun og með því MIKIÐ hvassviðri var á Norður- landi í gær og urðu viða skemmdir á mannvirkjum. Vind- hraði fór allt upp í 12 stig, sem er fárviðri. Lögreglan hvatti fólk til að halda sig heima við. Ástandið var sýnu verst á Kópa- skeri, Raufarhöfn og Þórshöfn, en hefur valdið útflytjendum erfíðleik- um auk mikils framboðs af fískmjöli og lýsi. Framleiðsla síðasta árs á mjöli í heiminum er taiin hafa verið um 3,3 milljónir lesta, en var í lang- an tíma nálægt 2 milljónum lesta. Megnið af þessu er framleitt í Chile og Perú, 2 milljónir lesta. Jón Reynir sagði, að segja mætti að verð hefði verið lágt eða lækk- andi í langan tíma en allur kostnað- ur við framleiðsluna og verð á hráefiii hækkað. Því væri afkomu verksmiðjanna mjög þröngur stakk- ur skorinn. Útgerðin þyrfti sitt fyrir loðnuna og verksmiðjumar yrðu að greiða nóg til að veiðamar borguðu sig. Ætluðu verksmiðjumar sér að að starfsfólk hefur gengið í ýmis verk til að reyna að aðstoða veik- asta fólkið, sem ekki væri hægt að þar var bæði rafmagns- og síma- sambandslaust fram á kvöld. Fjórar trillur sukku í Leirhöfn og víða fuku þök af húsum. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki í veðurofsan- um. Lögregla og björgunarsveitir vora í viðbragðsstöðu í gærkvöldi, þó veður væri þá tekið að lægja. greiða minna fengju þær einfald- lega enga loðnu, því útgerðin sætti sig tæplega við taprekstur. Verð á mjöli og lýsi hefði staðið í stað eða lækkað með vaxandi framboði og aukinni samkeppni við fóðurbæti og jurtaolíu, meðal annars frá van- þróuðum löndum, þar sem fram- leiðslukostnaður væri lágur, eða löndum, þar sem landbúnaðarvörar væra niðurgreiddar. Hins vegar hefði verð á matfíski hækkað vera- lega og sem dæmi um það mætti nefna, að 1970 hefði þótt gott að fá 25 til 30 sent fyrir þorskblokk- ina, sem nú seldist á 1,75 dali pundið. „Því miður er ekkert sem bendir til þess að verð á þessum afurðum hækki og verði lýsistollur Evrópu- senda heim. Sjá ennfremur viðtöl og mynd- ir á bls. 34, 35 og 36. Veðurfræðingar era nú í verkfalli, en sinna neyðarþjónustu og sendu út aðvöran um illviðrið í gær. Spáð er slæmu veðri áfram á Norður- og Austurlandi. Sjá fréttir af óveðrinu á bls. 2 og 4. bandalagsins að veraleika er útlitið fyrir næstu vertíð ekki björgulegt. Hins vegar er búið að selja megnið af framleiðslu þessarar vertíðar," sagði Jón Reynir Magnússon. Smygl í Isberginu Tollgæslan leitaði í gærkvöldi í flutningaskipinu ísbergi frá Skagaströnd, en skipið liggur í Hafnarfjarðarhöfn. Nokkuð magn af smyglvarningi fannst. Leitin hófst í gærkvöldi og voru meðal annars notaðir við hana tveir leitarhundar lögreglunnar. Um 30 kassar af bjór fundust, auk nokkurs magns af vodka og skinku. Jón Reynir Magnússon, f ramkvæmdastj óri SR: Loðnuverksimðjur rekn- ar með tapi á metvertíð Verð á mjöli og lýsi 1 lágmarki alla vertíðina Fárviðri á Norðurlandi 1 gær: Trillur sukku og plötur fuku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.