Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
Kristín Halldórsdóttir
á kosningafundi Stöðvar 2:
Kvennalistinn and-
vígur NATO og
dvöl varnarliðsins
KVENNALISTINN er andvígur
hernaðarbandalögum og hernað-
arbrölti og þar af leiðandi
andvígur aðild að NATO og dvöl
varnarliðsins í landinu, sagði
Kristín Halldórsdóttir, þingmað-
ur Kvennalistans og frambjóð-
andi á Reykjanesi, á kosninga-
fundi Stöðvar 2 i Háskólabíói í
gærkvöldi.
Kristín Halldórsdóttir tók fram
að hún liti ekki þannig á að vamar-
málin væru á dagskrá núna. Hins
vegar myndi hún sjálf styðja tillögu
um að vamarliðið færi úr landi og
fsland segði sig úr NATO. Hún vildi
dregið yrði úr hemaðaruppbygg-
ingu hér á landi ef við hann yrði
rætt um stjómarmyndun. A hinn
bóginn þyrfti hún að bera það und-
ir fund hja Kvennalistanum, hvort
það yrði sett sem skilyrði fyrir ríkis-
stjómarsetu að landið segði sig úr
NATO og vamarliðið yrði sent úr
landi.
Um stjómarsamstarf sagði
Kristín Halldórsdóttir að Kvenna-
listinn myndi setja bættan hag
bama og kvenna á oddinn. Taldi
hún þá flokka sem kenna sig við
félagshyggju helst styðja þau mál
sem Kvennalistinn ber fyrir bijósti.
> Morgunblaðið/Þorkell
Platters á Islandi
Bandaríska söngsveitin The Platters kom fram i veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi og hlaut
góðar viðtökur. Söngsveitin heldur hér fimm tónleika, þijá í Rcykjavík og tvo á Akureyri. Platt-
ers hafa sungið mörg þekkt lög inn á plötur, þar á meðal „Only you“, sem hljómað hefur oftar í
islenzkum óskalagaþáttum en nokkurt annað lag.
hins vegar minna á, að skoðana-
kannanir sýndu stuðning við aðild
að NATO og vamarsamninginn og
frekar þyrfti að ræða málin og síðan
framkvæma aðra skoðanakönnun
og jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hún sagðist telja að Kvennalist-
inn myndi setja skilyrði um að
Leifsstöð sýnd
almenningi í dag
„FÓLK sem vinnur hérna er al-
mennt í skýjunum," sagði Trausti
Tómasson vaktstjóri í afgreiðslu
Flugleiða í nýju flugstöðinni á
Keflavíkurflugvelli. Flugstöðin
var sýnd almenningi yfir pásk-
ana og verður einnig til sýnis í
dag, sumardaginn fyrsta, milli
kl. 11 og 14.
„Það er mikill munur á allri að-
stöðu fyrir starfsfólk hér miðað við
hvemig hún var í gömlu flugstöð-
inni. Við emm að vísu ekki búin
að koma okkur endanlega fyrir
enda stutt síðan flutt var inn en
þetta lofar góðu. Stöðin hentar
mjög vel fyrir alla, bæði farþega
og starfsfólk. Nú er eins og við
séum að hefja störf á ný.“
Hann sagði að einhveijar efa-
semdir hefðu verið um að hægt
yrði að afgreiða vélar á Norður-
Atlantshafsleiðinni, sem koma við
í Keflavík, á 45 mínútum en það
gengi vonum framar þrátt fyrir að
farþegar fari nú einungis um fremri
dyr vélarinnar þegar henni er lagt
við stöðina.
Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgnnblaðið;
Framsóknarflokkurimi bætir
við sig og er næst stærstur
EKKI hafa orðið miklar breytingar á fylgi stjómmálaflokkanna á
undanförnum dögum samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísinda-
stofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið. AJþýðubandalagið hefur
bætt við sig 1,2% fylgi og Framsóknarflokkurinn 2% og er á ný
orðinn næst stærsti stjómmálaflokkurinn. Fylgi Alþýðuflokksins,
Sjálfstæðisflokksins og Borgaraflokksins er heldur minna en það
var í síðustu könnun Félagsvisindastofnunar.
Könnun Félagsvísindastofnunar,
sem gerð var dagana 18. til 21.
aprfl, hafði það að meginmarkmiði
„Sumarið ’87“
opnuð í dag
SÝNINGIN „Sumarið ’87“ verður
opnuð í dag, sumardaginn fyrsta,
kl. 14.00 i Laugardalshöll.
Yfirskrift sýningarinnar er „Ferða-
lög, frítími og útivera". Hún tengist
því aðallega ferðalögum innanlands
og utan, ferðavörum og þjónustu.
Sýningin verður opin alla virka
daga frá kl. 16.00 til 22.00 og frá
kl. 13.00 til 22.00 um helgar til 3.
maí.
að þessu sinni að athuga breytingar
á afstöðu kjósenda til stjómmála-
flokka í kosningabaráttunni. Leitað
var til 1.010 manna sem tekið höfðu
þátt f könnun stofnunarinnar um
síðustu mánaðarmót og fengust
svör frá 889 manns eða 88% þátt-
takenda.
Niðurstöður könnunarinnar eru
þær að Alþýðuflokkurinn nýtur
fylgis 14% kjósenda en hafði í
síðustu könnun 15,5%, Framsókn-
arflokkurinn 16,6% (14,6%), Sjálf-
stæðisflokkurinn 28,1% (29,6%),
Alþýðubandalagið 13% (11,9%) og
Kvennalistinn 12,8% (12,1%) og
Borgaraflokkurinn 11,3% (12,2%).
Aðrir flokkar hafa um eða innan
við 2% fylgi; Bandalag jafnaðar-
manna 0,1% (0,2), Flokkur manns-
ins 1,1% (1,6%), Samtök um
jafnrétti og félagshyggju 0,9%
(0,8%) og Þjóðarflokkurinn 2,1%
(1,5%).
Þegar litið er á sveiflur á milli
stjómmálaflokka kemur f ljós að
76,7% þeirra sem sögðust ætla að
kjósa Alþýðuflokkinn í mars-aprfl
ætla að kjósa hann nú. 5,5% þeirra
ætla hins vegar að kjósa Kvennalis-
tann og 4,4% Framsóknarflokkinn.
84,2% þeirra sem sögðust ætla að
kjósa Framsóknarflokkinn hyggjast
kjósa hann nú, en 2,6% þeirra ætla
að kjósa Alþýðubandalag eða
Kvennalista. 88,3% þeirra sem
sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn ætla að kjósa hann nú, en
2,8% ætla að kjósa Framsóknar-
flokkinn. 75,6% þeirra sem ætluðu
að kjósa Alþýðubandalagið styðja
flokkinn áfram, en 4,7% ætla að
kjósa Kvennalistann og 10,5% segj-
ast nú ekki hafa gert upp hug sinn.
83,1 þeirra sem sögðust ætla að
kjósa Kvennalistann styðja hann
áfram, en 3,4% ætla að kjósa Al-
þýðuflokkinn. 59,1% þeirra sem
ætluðu að kjósa Borgaraflokkinn
segjast ætla að kjósa hann nú, en
10,4% hyggjast kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn og 12,2% eru óráðnir.
Af þátttakendum sem sögðust
vera óákveðnir í síðustu könnun
ætluðu 6% að kjósa Alþýðuflokkinn,
13,7% Framsóknarflokkinn, 14,5%
Sjálfstæðisflokkinn, 5,1% Alþýðu-
bandalagið, 9,4% Kvennalistann og
9,4% Borgaraflokkinn. 33,3% hinna
óákveðnu höfðu enn ekki tekið af-
stöðu.
Sjá nánar um könnun Félags-
visindastofnunar á bls. 32.
Þórður Friðjónsson, forsijóri Þjóðhagsstofnunar:
Verðlagsþróuniní
1 samræmi við spár
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að allar
tölur um verðlagsþróun fyrstu mánaða þessa árs, bendi til þess
að verðlagsþróunin sé alveg í samræmi við það sem spáð var,
bæði hvað varðar framfærsluvísitölu, lánskjaravísitölu og bygg-
ingarvisitölu.
Þórður sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að fram-
færsluvísitalan í byijun þessa
mánaðar hefði verið 193,2 stig,
en áætlað hefði verið að hún yrði
193,9 stig á þessum tíma. „Verð-
lagsþróunin er því aðeins undir
því sem spáð var,“ sagði Þórður.
Sömuleiðis væri byggingarvísital-
an mjög nálægt því sem spáð
hefði verið að hún yrði í byijun
þessa mánaðar. Hún mældist í
aprflbyijun 306,96 stig, en því
hafði verið spáð að hún yrði 306,9
stig. „Ef litið er á lánskjaravísi-
töluna, þá er alveg sama uppi á
teningnum þar - hún er aðeins
undir áætlun," sagði Þórður.
„Ef við horfum á þetta frá því
sjónarmiði, hver mánaðarhækk-
unin er miðað við heilt ár, þá er
hækkunin 18% miðað við fram-
færsluvísitöluna, en einungis 8%
miðað við byggingarvísitöluna og
á mælikvarða lánskjaravísitölu er
hækkunin á milli 14 og 15%,“
sagði Þórður, „þannig að allar
þessar tölur staðfesta það að
fyrstu fjóra mánuði ársins hefur
ekkert það komið fram eða gerst,
sem var öðru vísi en menn gerðu
ráð fyrir."
Þórður sagði að menn byggðu
umræður um það að verðbólgan
hér á landi yrði á milli 20 og 30%
á þessu ári, á ágiskunum um þró-
un efnahagsmála á síðari hluta
þessa árs. Það væri helst að ætla
að þeir sem væru með slíkar
vangaveltur gerðu ekki ráð fyrir
að gripið yrði til neinna efna-
hagsráðstafana til þess að mæta
breyttum aðstæðum í efnahagslíf-
„Það er auðvitað ekki rétt að
gefa sér forsendur um það hvem-
ig framhaldið verður síðari hluta
ársins, án þess að velta því fyrir
sér hvort og með hvaða hætti
efnahagsstjóm komi til með að
spila þar inn í,“ sagði Þórður.
„Það sem er aðalatriðið er að
á þessu stigi er ekkert hægt að
fullyrða um það að verðbólga sé
farin úr böndum, nema að stjóm
efnahagsmála verði slæm að lokn-
um kosningum. Það sem kemur
til með að ráða úrslitum um efna-
hagsþróunina, er hvemig málum
verður stjómað hér að loknum
kosningum," sagði Þórður Frið-
i jónsson.
Guðmundur Bjarnason
á framboðsfundi
á Akureyri:
Er aðili að
Samtökum
hernáms-
andstæðinga
GUÐMUNDUR Bjamason, al-
þingismaður, efsti maður á
framboðslista Framsóknarflokks
í Norðurlandskjördæmi eystra,
lýsti því yfir á framboðsfundi á
Akureyri i fyrrakvöld, að hann
ætti aðild að „Samtökum her-
námsandstæðinga". Guðmundur
harmaði jafnframt að hann hefði
ekki verið virkur í starfi samtak-
anna undanfarin ár.
Guðmundur Bjamason sagði efn-
islega að Framsóknarflokkurinn
væri fylgjandi aðild íslands að Atl-
antshafsbandalaginu. Hinsvegar
væri hann persónulega andvígur
dvöl vamarliðsins hér á landi.
Málmfríður Sigurðardóttir, sem
skipar efsta sæti á framboðslista
Samtaka um kvennalista, kvaðst
eindregið andvíg hemaðarbanda-
lögum og þar með aðild landsins
að NATO og dvöl vamarliðsins hér
á landi. Hún gagnrýndi Alþýðu-
bandalagið harðlega fyrir það að
hafa ekki gert brottför vamarliðsins
að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir aðild
að ríkisstjómum, sem það hefði
staðið að hér á landi á gildistíma
vamarsamningsins við Bandaríkin.