Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 14

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Sj álfstæðisstefnan „eins o g hún Um málatilbúnað Borgaraflokksins eftir GeirH. Haarde Albert Guðmundsson lét þess getið þegar hann yfirgaf Sjálfstæð- isflokkinn að hann væri sjálfstæðis- maður að hugsjón og fylgdi sjálfstæðisstefnunni „eins og hún var“. Var hvenær kom ekki fram, enda vandséð. Hitt er ljóst að Albert Guðmunds- son hefur ekki verið sá af forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins sem mest hefur verið umhugað um pólitíska stefnumótun á liðnum árum, t.d. hefur hann ekki skipt sér af stefnumótun á landsfundum. Hann hefur ekki hreyft efnislegum andmælum við þeirri stefnu sem mótuð hefur verið innan flokksins og getur því sjálfum sér um kennt ef hann telur, að sjálfstæðisstefn- una hafí hrakið af leið meðan hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn. Hann ber auðvitað jafnmikla ábyrgð á sjálfstæðisstefnunni eins og hún er og aðrir þeir sem verið hafa í forystu fyrir flokkinn undan- farin ár. Tal hans og annarra frambjóð- enda Borgaraflokksins um að gamall málefnaágreiningur innan Sjálfstæðisfloksins sé orsökin fyrir stofnun hins nýja flokks er blekking ein. Þar komu að sjálfsögðu allt aðrir hlutir. Mótsagnir og misskilningur En í málflutningi frambjóðenda Borgaraflokksins kennir margra forvitnilegra grasa. Hér skai aðeins drepið á þrjú atriði, hlaðin inn- byrðis mótsögnum, sem sýna að með þessum aðilum getur venjulegt sjálfstæðisfólk ekki átt samleið. 1. í stefnuskrá flokksins er talað um að marka þurfí „nýja stefnu í iðnaðar- og orkumálum". Samt var foringi flokksins iðnaðarráðherra þar til fyrir örfáum vikum. Er verið að lýsa vantrausti á störf hans og stefnu á þessu sviði? Efsti maður á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi, Júlíus Sólnes, hefur harðlega gagnrýnt stóriðju- stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðleitni hans til að fá erlend fýrir- tæki til samstarfs á því sviði. Er skemmst að minnast stóryrtrar greinar hans í DV um þetta efni. En sá aðili sem unnið hefur að fram- kvæmd stefnu Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði undanfarin misseri er auðvitað enginn annar en Albert Guðmundsson í embætti sínu sem iðnaðarráðherra. Skiptir skoðana- munur þeirra félaga þá engu máli í þessu sambandi? Eða er það eitt- hvað annað en skoðanir og stefna sem tengt hefur þá framboðsbönd- um í Borgaraflokknum? 2. Júlíus Sólnes skrifaði greinar um skattamál seint á síðasta ári. Albert Guðmundsson stóð sem ráð- herra að stjómarfrumvörpum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu- kerfi skatta, en Júlíus andmælti hvoru tveggja hástöfum. Albert lagði reyndar sjálfur fram fmmvarp um virðisaukaskatt, ekki einu sinni eins og Þorsteinn Pálsson, heldur tvisvar. Ágreiningur Borgara- flokksins um skattamál virðist ekki standa þeim fyrir þrifum nú fyrir kosningar. 3. í utanríkismálum ætlar Borg- araflokkurinn að fylgja þeirri stefnu var“ Alþýðubandalagsins að endurskoða vamarsamninginn við Bandaríkin reglulega. Er það í þeim tilgangi að draga úr vömum landsins og auka óvissu um afstöðu Islands inn- an Atlantshafsbandalagsins, eins og gamlir herstöðvaandstæðingar innan Borgaraflokksins eflaust vilja? Eða á að endurskoða vamar- samninginn reglulega til að fylgja fram þeirri stefnu Ásgeirs H. Eiríkssonar, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ítrekað hafnað, að kría peninga út úr Bandaríkjamönnum fyrir þá áðstöðu sem Islendingar láta bandamönnum sínum í té hér- lendis? Þannig mætti halda áfram að tína til hin undarlegustu mál, sem Borgaraflokkurinn hefur tekið upp á sína arma. Öll ber stefnuskrá flokksins merki þess að forysta hins nýja flokks telur pólitísk málefni skipta minna máli en pólitískur frami og metnaður einstakra manna. Fmmlegast er þó ef til vill eftirfarandi fyrirheit í stefnuskrá flokksins: „Lög landsins verði end- urskoðuð og einfölduð í áföngum og gefín út í nýju lagasafni." „Fijálshyggja ekki leyfð“ Albert Guðmundsson hefur hald- ið því fram að svokölluð „nýfrjáls- hyggja" hafí tekið völdin í Sjálfstæðisflokknum og rekur það sem miður hefur farið hjá flokknum til þessa. Stuðningsmenn hans hafa þó flestir látið sér nægja að tala um „ftjálshyggju". í nýútkomnu málgagni Borgara- flokksins kvartar Ingi Bjöm Al- bertsson, 1. maður á S-lista á Vesturlandi, hins vegar yfír því að Geir H. Haarde „Þannig' mætti halda áfram að tína til hin undarlegnstu mál, sem Borgaraflokkurinn hefur tekið upp á sína arma. Oll ber stefnu- skrá flokksins merki þess að forysta hins nýja flokks telur pólitísk málefni skipta minna máli en pólitísk- ur frami og metnaður einstakra manna.“ fijálshyggja eigi ekki lengur upp á pallborðið í Sjálfstæðisflokknum. Hann segir: „Miðstýringin er orðin svo mikil að frjálshyggja er ekki lejrfð." Þarf að hafa fleiri orð um þennan málatilbúnað allan? Höfundur er aðstoðarmaður fjir- málaráðherra ogskipar 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Útvegsbanki Islands hf: Guðmundur Hauksson ráðinn bankastjóri BANKARÁÐ Útvegsbanka ís- lands hf. ákvað á miðvíkudag að ráða Guðmund Hauksson, spari- sjóðsstjóra hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar, í starf bankastjóra. Guðmundur er 37 ára gamall, viðskiptafræðingur að mennt. Ekki hefur verið gengið frá ráðn- ingu annars bankastjóra, en bankaráðið hefur ákveðið að tveir bankastjórar muni starfa við bank- ann. Ennfremur samþykkti banka- ráðið samkvæmt tillögai banka- stjóra, að bjóða útibússtjórum bankans endurráðningu. Útvegsbanki íslands hf. hefur formlega starfsemi sína 1. maí næstkomandi samkvæmt lögum um bankann. Guðmundur Hauksson, banka- stjóri Útvegsbanka íslands hf. Á landsbyggðinni er vaxtar- broddur íslensks atvinnulífs eftir Trausta Þorsteinsson Senn lýkur stuttri en snarpri kosn- ingabaráttu. Þessi kosningabarátta hefur tekið ýmsar stefnur og óvænt mál hafa komið upp. Hæst ber þar þá ákvörðun formanns Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteins Pálssonar, að óska eftir því við Albert Guðmunds- son að hann segði af sér ráðherra- dómi vegna yfírsjóna sem ekkj samrýmdust ábyrgðarstöðu hans. I kjölfar þess tók Albert þá ákvörðun að segja skilið við Sjálfstæðisflokk- inn og stofna nýjan stjómmálaflokk og bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Þor og dugur formanns Sjálfstæðisflokksins hefur vakið undrun og aðdáun víða en jafnframt ýmsum tekist að leika svo á tilfínn- ingar fólks að siðferðis- og réttlætis- kennd þess hefur ruglast og snúist gegn formanninum. Jafnvel sama fólkinu og krafðist afsagnar Alberts fyrir ári fínnst nú ómaklega að hon- um vegið. Pólitískir andstæðingar hafa reynt að gera viðbrögð Þor- steins Pálssonar tortryggileg og kosningabaráttan hefur með þeim hætti orðið persónulegri og heiftúð- ugri en oft áður. Fjölmiðlar hafa ekki verið fleiri fyrir nokkrar kosn- ingar og er með ólíkindum hvemig þeir hafa flallað um þetta mál. Hafa þeir Ieitað skýringa á þessu máli langt aftur í tímann og virðast hafa gleymt upphrópunum sínum varð- andi sama mál fyrir rúmu ári. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þetta nýja framboð hafí tölu- vert fylgi og má telja næsta ótrúlegt hversu margir kjósendur eru tilbúnir að lýsa stuðningi við framboð Borg- araflokksins sem byggir stefnu sína á yfírboðum og óraunsæi. Er einn af forystumönnum flokksins var spurður um það á hvem hátt hægt væri að stórauka framlög til flestra málaflokka, s.s. skólamála, heil- brigðismála og félagsmála, fella niður skatta af launatekjum og fella niður tolla var svarið að spara skyldi í ríkisrekstri með því að flytja verk- efnin yfír til sveitarfélaganna. Þetta er afar auðvelt að segja en gaman væri að fá nánari útskýringar á því á hvem hátt þetta mætti verða. Er það skilningur Borgaraflokksins að hægt sé að flytja verkefni yfir til sveitarfélaga án þess að til komi tekjustofnar á móti? Hvar á þá að taka þær tekjur? Við sem búum úti á landsbyggðinni skyldum fara var- lega í að trúa og treysta þessum málflutningi. Helstu talsmenn Borg- araflokksins hafa hingað til ekki verið talsmenn landsbyggðarinnar. Mikil umfjöllun hefur orðið um byggðamál { þessari kosningabar- áttu. Því miður hefur umræðan verið fremur neikvæð fyrir landsbyggðina og ekki til að auka tiltrú ungs fóiks á búsetu úti á landsbyggðinni. Flest- ir em sammála því að taka þurfi til gagngerrar endurskoðunar byggða- mál en það verður ekki best gert með því að reisa upp einhveija grát- múra og telja ungu fólki trú um að Trausti Þorsteinsson úti á landi sé vart lífvænlegt. Við þurfum á að halda tiltrú á landinu og vilja til athafna. Þrátt fyrir allt virðist nokkur bjartsýni ríkja úti á landsbyggðinni nú um þessar mund- ir og má í því sambandi benda á að ungt fólk vill hefja húsbyggingar í kaupstöðunum, en nú um nokkurt skeið hafa þær að mestu legið niðri. Þrátt fyrir allt er vaxtarbroddur á landsbyggðinni. Nýjum atvinnufyrir- tækjum fjölgar og þar með fjöl- „Á lista sjálfstæðis- manna á Norðurlandi eystra hefur kvatt sér hljóðs ný rödd sem hlot- ið hefur hljómgrunn hjá öllum þeim sem hugsað hafa um byggðamál. Tómas Ingi Olrich, sem skipar 3. sæti á lista sjálfstæðis- manna, hefur vakið athygli með málflutn- ingi sínum á stöðu landsbyggðarinnar gagnvart þéttbýlinu og beitt einkum fyrir sig efnahagslegum rök- um.“ breyttari atvinnutækifæri, en það ér einmitt það sem þarf til þess að skapa vöxt og viðgang í hinum dreifðu byggðum. Ný tæknibylting sem haldið hefur innreið sína skapar aðra stöðu fyrir dreifbýlið gagnvart þéttbýlinu og finna þarf svar við því. Á lista sjálfstæðismanna á Norð- urlandi eystra hefur kvatt sér hljóðs ný rödd sem hlotið hefur hljómgrunn hjá öllum þeim sem hugsað hafa um byggðamál. Tómas Ingi Olrich, sem skipar 3. sæti á lista sjálfstæðis- manna, hefur vakið athygli með málflutningi sínum á stöðu lands- byggðarinnar gagnvart þéttbýlinu og beitt einkum fyrir sig efnahags- legum rökum. Hann hefur bent á að veik staða landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu sé bein afleiðing miðstýringar sem gætir á öllum stigum þjóðfélagsins. Á grundvelli þessa hafa sjálfstæðis- menn kynnt skýrar tillögur um breytingar, tillögur sem þeir kalla „byggðastefnu nýrra tíma“. Það er rík ástæða til að benda fólki á þetta og gefa gaum að því sem þar stend- ur. Þessar tillögur eru byggðar á bjartsýni og trú á að á landsbyggð- inni sé að fínna vaxtarbrodd íslensks atvinnulífs. Trú á að sá efnahags- bati sem orðið hefur hjá þjóðinni muni skila sér út í hinar dreifðu byggðir. Með stöðvun erlendrar skuldasöfnunar getur landsbyggðin fyrst keppt ájafnréttisgrundvelli um unga fólkið því útflutningsgreinam- ar, sem frekar eru staðsettar á landsbyggðinni, hafa staðið höllum fæti í samkeppninni um fólkið, flár- magn og þjónustu vegna erlends lánsfjár og falskrar eyðslugetu. Það er sjaldgæft að ungir menn komi á þennan hátt inn í íslenska pólitík með svo fastmótuð og skýr rök fyrir málflutningi sínum. Tómas Ingi Olrich skipar 3. sætið á lista sjálfstæðismanna og hefur sýnt og sannað að hann á fullt erindi inn á Alþingi íslendinga. Skoðanakannan- ir hafa gefíð til kynna að ekki sé óraunhæfur möguleiki að hann nái kjöri þótt brotsjóir hafi gengið yfír þann tíma sem kosningabaráttan hefur staðið. Ef vel er róið getum við náð heilir í höfn með þriðja mann af lista Sjálfstæðisflokksins innan- borðs. Höfundur er skólastjóri á Dalvík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.