Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 16

Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Pólitískii' tækifærissinnar eftir Óla Björn Kárason Hver er málefnagrunnur hins nýja stjómmálaflokks Alberts Guð- mundssonar? Hver er hugsjón þeirra, _sem gengið hafa til liðs við hann? í flokkakynningu á Stöð 2 svaraði Albert þessum spumingum: „Stefnuskrá Borgaraflokksins er stefnuskrá mannúðar og mildi, hún er gegn nýfijálshyggjunni, sem hefur hefur tekið bólfestu í Sjálf- stseðisflokknum og víðar." Daginn eftir að Albert lagði fram framboðslista sinn í Reykjavík sagði Guðmundur Ágústsson, sem skipar annað sætið í viðtali við Morgun- blaðið að hann gæti ekki greint frá stefnu Borgaraflokksins, að svo stöddu, þar sem hann hefði ekki haft tíma til þess að kynna sér hana. Með öðrum orðum: Þegar Guðmundur ákvað að gefa kost á sér til framboðs hafði hann enga hugmynd um stefnu nýja flokksins. Stefnuskrá Borgaraflokksins var samin eftir að tugir manna víðs vegar um landið höfðu ákveðið að ganga til liðs við flokkinn, eða öllu heldur Albert Guðmundsson. Krist- ján Ingvarsson, verkfræðingur lýsir ágætlega hvemig að málum var staðið í grein í DV 15. apríl síðast- liðinn. Hann segist hafa átt þátt í að semja stefnuskrána: „Þama voru saman komin til að semja stefnu- skrá verkalýðsformaður, atvinnu- rekandi, guðfræðingur, náttúru- vemdarmaður, hvalveiðisinni, vísindamaður og leikmaður svo ein- hveijir séu nefndir. Og stefnuskráin átti að liggja fyrir eftir 21 klukku- tíma. Á fjölmennum fundi fram- bjóðenda daginn eftir var stefnuskráin samþykkt á sex klukkustundum." Skipt um skoðun í viðtali við Tímann segist Guð- mundur Ágústsson vera hægra megin við miðju, en að stefna flokksins sé enn ekki opinber, en sér sýnist Borgaraflokkurinn stefna í hægri flokk. Og DV hefur það eftir Guðmundi að hann hallist „meira til hægri í skoðunum með aldrinum". Guðmundur er hins veg: ar fljótur að skipta um skoðun. I blaði Borgaraflokksins, 1. tbl. 1987 segir hann: „Að mínu dómi er það úrelt í dag að flokka einstaklinga til hægri og vinstri eða sem kapital- ista eða kommúnista." Guðmundur Ágústsson, er ekki eini frambjóðandi Borgaraflokks- ins, sem hefur skipt um skoðun. Júlíus Sólnes, efsti maður á lista flokksins í Reykjanesi segir í mál- gagni Borgaraflokksins: „Ég hef lengi verið óánægður með Sjálf- stæðisflokkinn vegna stöðnunar hans á seinni árum, og vegna þeirra nýju hugmynda sem upp hafa kom- ið innan Sjálfstæðisflokksins. Þar á ég við nýfijálshyggjuna og þá full- yrðingu að óheft markaðsstefna eigi við í okkar þjóðfélagi." Sinnaskipti frambjóðandans eru ótrúleg. Fyrir u.þ.b. fjórum mánuð- um lagði Júlíus áherslu á nauðsyn þess í blaðagrein, að Sjálfstæðis- flokknum væri veitt „aðhald frá hægri". Orðrétt sagði hann í Morg- unblaðinu 16. desember síðastlið- inn: „Ef ekki verður nein breyting á, er kominn tími til fyrir alvarlega hugsandi menn sem ekki aðhyllast öfgastefnur til vinstri, og vilja láta atvinnulífíð og peningamálin þróast í friði fyrir afskiptum stjómmála- mannanna, að snúa bökum saman. Mynda nýja breiðfylkingu borgara- legs afls, sem veitir Sjálfstæðis- flokknum aðhald frá hægri." Júlíus Sólnes taldi í desember sl. að Sjálfstæðisflokkurinn gengi ekki nægilega langt í því að leyfa mark- aðinum að ráða ferðinni. Nokkrum mánuðum síðar er hann orðinn óánægður með Sjálfstæðisflokkinn vegna hugmynda um „óhefta mark- aðsstefnu"! Sem kjósandi hlýt ég að spyija, Óli Björn Kárason Sem kjósandi hlýt ég að spyrja, hvers vegna Júlíus skipti um skoðun. Var það vegna þess að hann eygði tækifæri á að komast á þing, eftir að hafa reynt árangurs- laust innan Sjálfstæðis- flokksins í tveimur kjördæmum? Er Júlíus Sólnes tilbúinn að greiða fyrir þingsæti með hugsjónum sínum? hvers vegna Júlíus skipti um skoð- un. Var það vegna þess að hann eygði tækifæri á að komast á þing, eftir að hafa reynt árangurslaust innan Sjálfstæðisflokksins í tveimur kjördæmum? Er Júlíus Sólnes tilbú- inn að greiða fyrir þingsæti með hugsjónum sínum? Slíkir menn eru tækifærissinnar og pólitískt líf þeirra er yfírleitt stutt — oft and- vana fætt. Og önnur spuming: Hvaða skoðanir mun frambjóðand- inn hafa að kosningum loknum? í áðumefndu viðtali við Tímann segir Guðmundur Ágústsson: „Auð- vitað er þetta fijálshyggjustefna að einhveiju leyti, en hvemig það kem- ur út ræðst núna á næstu dögum." Það skal tekið fram að þetta sagði Guðmundur nokkm áður en Albert gaf út þá yfirlýsingu að ein ástæða fyrir stofnun Borgaraflokksins væri uppgangur „nýfrjálshyggjunnar" í Sjálfstæðisflokknum. (Það er eftir- tektarvert, eins og vikið verður að síðar, hversu klisjugjamir fomstu- menn Borgaraflokksins em. Getur Albert Guðmundsson skýrt út hvað átt er við með „nýfijálshyggju", „fijálshyggju", „frjálslyndi" og „íhaldssteftiu", og hver munurinn er á þessum hugmyndum?) Pólitískir tækifærissinnar Ákvörðun Alberts Guðmundsson- ar að stofna Borgaraflokkinn á ekkert skylt við hugmyndalegan ágreining við Sjálfstæðisflokkinn. Áður en Borgaraflokkurinn var stofnaður hafði hann aldrei látið í ljós að stefna fyrrverandi félaga væri röng — hvorki á landsfundi, sem haldinn var nýlega né annars staðar. í viðtali við Helgarpóstinn í liðinni viku segir Albert að hann hafí ekkert viljað frekar en að starfa áfram innan Sjálfstæðisflokksins. Albert telur sig hins vegar ekki geta „boðið Reykvíkingum upp á að vera þeirra fyrsti þingmaður - en með skerta starfsaðstöðu," og á þar við yfirlýsingu Þorsteins Páls- sonar um ráðherraembætti að loknum kosningum. Þannig var það hugsanlegt ráðherraembætti, en ekki málefni, sem ásamt hefnigimi réði því að Albert Guðmundsson, stofnaði Borgaraflokkinn. Til Iiðs Tryggjum festu og frísk- leika í sljórn landsins eftir Halldór Blöndal ÞAÐ ER að mörgu leyti uppörvandi að ferðast um þessar vikumar og tala við fólk. Það hefur yfírleitt á því ríkan skilning, að velsæld okkar nú, batnandi hagur einstaklinga og þjóðar, á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess að tekist hefur að koma böndum á verðbólguna. Síðast í gær hitti ég gamlan vin minn fyrir framan KEA og hann hafði orð á þessu. „Ef verðbólgan fer af stað á nýjan leik,“ sagði hann, „endar það með skelfíngu. Einstakl- ingar og fyrirtæki fara lóðbeint á höfuðið." Þessi ummæli heyrir maður efn- islega af munni fólks úr öllum stéttum og hvar sem er á landinu. Efnahagur skiptir ekki máli né ald- ur. Sá kvíði blundar í öllum, að ringulreiðin, sem nú er í framboðs- málunum, færist inn í þingsalina og smiti þaðan út í þjóðlífíð. Menn vilja ekki fjölflokkastjómir. Ekki einu sinni ríkisstjóm þriggja flokka. Nú festa menn augun á áfram- haldandi tveggja flokka ríkisstjóm. Menn þykjast sjá að það sé eina vonin til að áfram verði festa og frískleiki í stjóm landsins. Á sunnudagskvöld var ég í beinni útsendingu í Video-Skann í Ólafs- fírði. Þar var ég spurður að því, hvers vegna yið sjálfstæðismenn settum ekki á jafnlangar loforða- ræður og aðrir frambjóðendur. Þessu var ljúft að svara. Og víkur þá aftur sögunni til verðbólgunnar. Það er auðvitað gaman að geta sagt, að kaupið sé of lágt, að meira þurfí að gera fyrir aldna og sjúka, að unga fólkið eigi að fá íbúð til afnota án þess að leggja neitt fram og treysta sér til að bæta við: „Ef ég verð kosinn á Alþingi skal ég gefa ykkur þetta allt og meira til." En þetta treysti ég mér ekki til að segja. Ég festi mig við það, að lyk- illinn að öðm góðu sé stöðugleiki í efnahagsmálum, festa og þó frjáls- ræði. Einungis ef atvinnumálin eru í lagp em skilyrði til þess að ná öðm fram, — mjúku málunum eins og stundum er sagt. í ringulreið 10 listabókstafa heyrir maður æ oftar talað um tveggja flokka ríkisstjóm. Það hef- ur líka komið fram í skoðanakönn- unum, að þorri fólks festir sig við samstjóm Sjáifstæðisflokks og Framsóknarflokks eða Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Ég hef verið spurður hvort sé mér meira að skapi. Þá er gott að geta sagt eins og Tómas Ingi Olrich sagði á framboðsfundinum á Húsavík, að Framsóknarflokkurinn sé eins og kamelljónið. Hann skiptir litum eft- ir umhverfínu. Með Sjálfstæðis- flokknum reynist hann vel. Með öðmm illa. Og Alþýðuflokkurinn hefur margt á sinni stefnuskrá, sem mér fellur vel í geð, eins og mark- aðshyggja Jóns Baldvins. Á hinn bóginn er loforðagleðin eða léttúðin hættuléga mikil, sem við verðum að afsaka með því, að Alþýðuflokk- Halldór Blöndal „Ég- festi mig- við það, að lykillinn að öðru góðu sé stöðugleiki í efnahagsmálum, festa ogþó frjálsræði. Ein- ungis ef atvinnumálin eru í lagi eru skilyrði til þess að ná öðru fram, - mjúku málunum eins og stundum er sagt.“ urinn er búinn að vera utan ríkis- stjómar síðan 1979 og reyndist þá illa. Nú em aðeins tveir dagar til kosninga. Þeir geta reynst örlag- aríkir. Við höfum nú um þriggja ára skeið búið við vaxandi velsæld. Sumpart er það því að þakka, að spilin vom stokkuð upp að nýju eftir stjómarskiptin 1983 og lagður gmnnur að heilbrigðu efnahagslífí. Sumpart er skýringin sú, að við höfum búið við góðæri og borið gæfu til að nýta okkur það. Al- mennur kaupmáttur hefur vaxið, staða atvinnuveganna er allt önnur og betri en áður. Sérstaklega á það við úti á landi, að fyrirtæki í sjávar- útvegi hafa skilað arði gagnstætt því sem var á áranum um og eftir 1980. Það á að tryggja að afrakst- urinn af verðmætasköpuninni verði ávaxtaður í byggðarlögunum inni í fyrirtækjunum sjálfum. Allt horfir þetta til betri tíðar og batnandi mannllfs. Það er ekki alltaf gaman að vera stjómmálamaður. Ég get þó sagt nú, að þegar ég virði fyrir mér allt það sem komist hefur í verk á þessu kjörtímabili hlýt ég að gleðjast yfír árangrinum og geta sagt með góðri samvisku: Ég vil beita mér fyrir því, að áfram verði haldið á sömu braut, af því að ég veit, að við höf- um verið á réttri leið. Höfundur skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðurlands- kjördæmi eystra. við Albert hafa pólitískir tækifæris- sinnar, eins og Júlíus Sólnes gengið, ásamt öðmm sem lítt hafa hugað að stjómmálaum, eins að Guðmund- ur Ágústsson hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum. Enhver er stefna Borgaraflokks- ins? Ég er engu nær eftir að hafa lesið steftiuskrá flokksins. Hér em ekki tök á að gera ýtarlega grein fyrir þessari fullyrðingu — eitt dæmi látið nægja og ekki það versta. Um húsnæðismál segir eftirfar- andi: „Núverandi húsnæðiskerfí verði eflt og helstu annmarkar þess sniðnir af. Húsnæðislánakerfið verði í sífelldri endurskoðun og at- hugað hvort nýta megi hugmyndir frá nágrannalöndunum." Þetta er allt og sumt — ekki orð meira um húsnæðismálin. Les- andinn er engu nær. Og það sem verra er þáð er hekiur ekki hægt að komast að stefnu Borgaraflokks- ins við lestur greina í blöðum eða með því að hlusta á viðtöl við fram- bjóðendur. Stefnuskráin er almennt orðuð og klisjur algengar, líkt og hjá frambjóðendunum sjálfum í íjöl- miðlum. Þannig segir Guðmundur Ágústsson í málgagni flokksins: „Borgaraflokkurinn hyggst vera í tengslum við fólkið en ekki ein- angra sig frá því. Við viljum skapa þau ytri skilyrði, að sem flestir ein- staklingar geti orðið efnahagslega sjálfstæðir. Þetta er markmiðið og leiðin er að skipta þjóðarkökunni öðmvísi en gert hefur verið. Með því má afnema tekjuskatt á venju- leg laun.“ Annað dæmi: Ólafur Gránz, sem skipar annað sætið á Suðurlandi sagði meðal annars í flokkskynn- ingu á Stöð 2 síðastliðinn laugar- dag: „Verkefnin er mýmörg hyert sem litið er í kjördæminu okkar og reyndar um land allt. Það em þessi verkefni sem við viljum takast á við með festu og með reisn. Við erum tilbúnir til þess að starfa fyr- ir ykkur kjósendur góðir, það er víða sem menn líða fyrir það að þeim hefur ekki verið þjónað. Við viljum vera sverð og skjöldur hinna sjúku og við viljum ganga fram fyrir skjöldu og vera sterkt afl.“ Þeir em líklegast fáir stjóm- málamennimir sem ekki geta tekið undir þessi orð Ólafs. Frambjóðendur Borgaraflokksins segjast beijast gegn „flokksræð- inu“, og „nýfijálshyggjunni". Þeir hafa sakað Sjálfstaeðisflokkinn um „flokksræði" og „nýfijálshyggju". Orðið „nýftjálshyggja", hafa þeir fengið frá andstaéðingum sjálfstæð- ismanna, sem hafa reynt að nota það til að sverta sjálfstæðisstefn- una. Það er áhyggjuefni hversu marg- ir stjómmálamenn forðast málefna- legar umræður. Þeir kjósa fremur klisjugjamar og innantómar setn- ingar. Frambjóðendur Borgara- flokksins virðast telja slíkt leið til vinsælda, jafnvel þó þeir verði tvísaga, jafnvel í sömu setning- unni. Um leið og Ásgeir Hannes Eiríksson, segist beijast gegn flokksræðinu, kemst hann að þeirri niðurstöðu í grein í Morgunblaðinu 10. apríl síðastliðinn, að þjóðfélagið sé að breytast fólkinu í hag: „Al- mennir peninga- og ávöxtunarsjóðir em að taka við af bönkum á mark- aði peningalána. Nú em boðnar fram fleiri lóðir en nemur eftir- spum. Flokksblöð láta undan síga fyrir opinni fjölmiðlun. Og svona má áfram telja. Valdsherramir hafa ekki lengur öll ráð í hendi sér.“ Enginn flokkur á stærri þátt í þess- ari þróun en Sjálfstæðisflokkurinn. Albert Guðmundsson, hefði átt að taka sér bókina „Hver er sinnar gæfu smiður“ f hönd og hugleiða eftirfarandi heilræði áður en hann ákvað að snúast gegn félögum sínum: „Ekki skalt þú hefja verk þitt fyrr en þú hefur gefið gaum að, hvað undan því fer og eftir því kemur. Ella munt þú að vísu byija það af ákafa, en síðar, er á tekur að bjáta, munt þú guggna á því og hefur skapraun af, því þú hafðir ekki gert þér ljóst hver böggull fylgdi skammrifi." Höfundur er blaðamaður á Morg- unblaðiau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.