Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Hvernig á að bæta lífskjörin? eftirJón Sigurðsson Síðustu vikur og mánuði hafa verið miklar sviptingar í íslenskum stjómmálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur klofnað niður í rót og brestir eru komnir í Framsóknarflokkinn. Þessar væringar hafa sett sterkan svip á kosningabaráttuna að und- anfömu. En flokkadrættir og átök innan stjórnarflokkanna mega ekki yfirgnæfa hagsmunamál almenn- ings, sem kosningamar eiga að snúast um. Nú þarf bæði nýsköpun í efnahagsmálum og endurnýjun í opinberri þjónustu og öðmm að- gerðum ríkisins til þess að tryggja afkomuöryggi og jafna skiptingu lífskjara í landinu. Hvort tveggja er forsenda þess að unnt verði að bæta lífskjör í landinu í bráð og lengd. Arangursríkasta leiðin til að bæta hag almennings er nú án efa sú, að ríkið dragi úr beinum afskipt- um af atvinnurekstri, fækki boðum og bönnum í atvinnumálum til sjós og lands, hætti íhlutun í verðmynd- un í einstökum greinum en einbeiti sér að því í staðinn að styrkja inn- viði velferðarríkisins, gera tekju- skiptinguna réttlátari og skapa atvinnulífinu góð, almenn vaxtar- skilyrði með stöðugleika í efnahags- málum. Jafnvægi í ríkisbúskapnum Fyrsta og mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjómar verður að lokn- um kosningum að endurskipuleggja ríkisbúskapinn og ná þar betra jafn- vægi. Þegar horft er til framtíðar er í senn nauðsynlegt að endur- skoða og einfalda skattakerfið og fækka útgjaldaliðum hjá ríkinu, sem fela í sér styrki og tilfærslur til atvinnuvega. I ríkisfjármálum á að hafa að leiðarljósi að draga úr fjárhagslegri ábyrgð ríkisins á at- vinnurekstri, en gefa hagsmuna- málum almennings forgang, en í þeim efnum er víða brýnt að taka til hendinni. Má þar nefna að koma verður á fót einum lífeyrissjóði fyr- ir alla landsmenn og gera umbætur á almannatryggingum; tryggja þarf fjárhagsgrundvöll húsnæðislána- kerfisins; það þarf að bæta heil- brigðisþjónustu og menntakerfi; úrbætur { málefnum fatlaðra eru brýnar; nauðsynlegt er að styrkja námslánakerfið; svo nokkuð sé nefnt. Nú er þörf fyrir bæði meiri mark- aðsbúskap í atvinnulífínu og meiri farsæld fýrir fólkið. Þetta eru ekki andstæður eins og sumir halda fram heldur tvær hliðar á sama máli. Sumpart hefur þetta alltaf verið svo en sumpart er það til marks um nýja tíma og ný sjónarmið. I at- vinnulífinu er valddreifing og markaðsbúskapur einfaldlega í flestum tilfellum árangursríkari leið til framfara en miðstýring. Þetta sýnir reynslan, jafnt íslendinga sem annarra þjóða. Ný atvinnustefna Öflugt velferðarríki verður ekki byggt á öðru en traustu atvinnu- lífi. Brýnt er að tekin verði upp ný atvinnustefna, sem tekur tillit til breyttra aðstæðna og breyttra við- horfa — atvinnustefna, sem byggist á valddreifingu og markaðsbúskap. Þessi atvinnustefna er spunnin úr mörgum þáttum. Hér verða nokkrir þeirra nefndir: 1. Nýtt, einfalt og réttlátt skattakerfi. Almennur virðis- aukaskattur komi í stað sölu- skatts. Skattakerfíð má ekki hygla gömlum atvinnugreinum á kostnað nýrra. Aðstöðugjald og launaskattur leggist jafnt á allar greinar og lækki um leið. Lækka þarf skatta af venjuleg- um launatekjum. Almennt gildir að forðast þarf háa jaðarskatta, þannig að ekki sé dregið úr hvatningu til að menn leggi sig fram. Endurskoðun skattanna er í senn réttlætismál og fjár- hagsleg nauðsjm. 2. Endurskipulagning banka- og lánamála. Fækka þarf við- skiptabönkum og draga úr ábyrgð ríkisins á rekstri þeirra. Stefnan í peningamálum á að tryggja hóflega, jákvæða raun- vexti. Gengisstefnan þarf í senn að stuðla að stöðugu verðlagi og veita samkeppnisgreinum fóð starfsskilyrði. sjávarútvegi og landbúnaði þarf sveigjanlegri framleiðslu- stjóm af opinberri hálfu en nú er beitt. Ný framleiðslustjóm í þessum greinum þarf að gefa aukið svigrúm fyrir frjálst fram- tak. Jafnframt þarf að gæta þess, að ekki sé gengið of nærri auðlindum til lands og sjávar. 4. Orva þarf nýsköpun í atvinnu- lífinu ekki síst með öflugu rannsóknar- og þróunarstarfí á vegum hins opinbera. Það er ákaflega mikilvægt, að rann- sóknir og þróunarstarf beinist ekki síður að nýjungum í göml- um atvinnugreinum en nýjum. 5. Auka þarf frelsi í útflutningi, gjaldeyrisverslun og ijár- magnshreyfíngum milli íslands og annarra landa. Aukin samskipti við aðrar þjóðir, opnara þjóðfélag; þetta er krafa tímans. Það er kominn tími til að fylgja á þennan hátt eftir þeirri fríverslunarstefnu, sem innleidd var Hvað viljum við? eftirBjörn Þórhallsson Enn er gengið til alþingiskosn- inga. Þjóðin fær það verkefni að velja sér ráðsmann til næstu fjög- urra ára. Til hvers ætlast menn af ráðs- mönnum sínum? Hvað viljum við? Verðbólgudraugurinn hefur verið glímunautur okkar í meira en íjöru- tíu ár, raunar þó nokkuð missterk- ur. Nú á síðustu misserum hefur afl hans nokkuð dvínað og þar hef- ur mestu valdið samtaka átak, skilningur launþega og atvinnurek- enda, þeirra sem mest eiga undir að verðmæti skapist og skreppi ekki saman áður en gjald fæst fyr- ir. Þetta hefði þó ekki nægt nema vegna viturlegrar afstöðu ríkis- stjómar, sem kaus að vinna eftir forskrift framangreindra aðila fremur en að rembast gegn þeim í sjálfbirgingshætti. Þama sannast að mikilvægara því að vita ailt sjálf- ur og kunna er að hlýða á ráð annarra og greina gott frá illu. Launþegum hefur oft verið borið það á biýn að þeir hugsuðu aðeins um fleiri krónur til sín án þess að athuga hvað fæst af verðmætum fyrir þær. Svokölluð verðtrygging launa hefur oft verið sett á oddinn af verkalýðshreyfingunni (vísitölu- binding launa) og þar með verði aðrir en launþegamir að glíma við verðbólguna. Þeir séu hólpnir. En er þetta rétt? Nei. „Fyrirsjáanlegir erfið- leikar við stjórnar- myndun eftir kosning- arnar virðast, skv. skoðanakönnunum, ekki velkjast fyrir mönnum. Það er líkast því að mönnum finnist kosningarnar vera eins lags sport, en það er annað og ábyrgðar- meira að fara í kjör- klefa heldur en á landsleik.“ Fyrst má nefna að tíminn sem líður frá því að verð er mælt til þess tíma að „verðbætt" laun eru í höndum launþegans er óbættur og þeim mun hraðara sem verð- bólguskriðið er því meira tapast. I öðru lagi má nefna þau vand- ræði sem steðja að þeim sem skuldir þurfa að greiða, en greiðslur þeirra reikna tölvumar uppávið af full- komnu miskunnarleysi jafnhratt verðbólgunni. Margt fleira má nefna. Launþegar skilja þetta. heildar- samhengi, en gjamt er þá einstakl- ingum og „þrýstihópum" að meta málin í smærra samhengi. „Það sem ég eða við náum umfram aðra er ekki valdur verðbólgunnar." Rétt kann að vera, en komið fyllir mæl- inn. Gætni og skilningur flestra manna í almennu verkalýðsfélögun- um er undirstaða þeirrar breytingar efnahagsmála okkar í jafnvægisátt sem orðið hefur. Því virðist þessu fólki að trúnaðarbrestur hafí orðið þegar við aðra er samið um veru- lega meiri hækkanir launa. Að óbreyttu eru með þessu flutt verð- mæti á milli hópa. Þó er rétt að laun opinberra starfsmanna eru oftastnær þau sem samningur segir til um, en annarra eru lágmarks- laun, sem alltof margir verða þó að una við. Framansagt er ekki ætlað til að efla ágreining, því að af honum er nóg með okkar litlu þjóð. Því miður er það svo að sér- drægni og sundrung virðist fara vaxandi. Hver og einn vill leita sinna miða og hafna skiptum með öðrum Iöndum sínum. Lang válegast í þessu efni er sú gjá sem myndast hefur á milli Reykjavíkursvæðis og landsbyggð- ar og klýfur þjóðina. Hver sem nennir að líta yfir sviðið sér þetta. Landsmenn klofna eftir héruðum, stjómmálaflokkar klofna, verka- lýðssamtök klofna. Hvað klofnar ekki og tvístrast síðan? Þetta fínnst mér alltsaman vera mikill váboði og endurspeglast í því hvað mörg framboðin eru nú. Ljóst er að þingmannahópurinn, sem kjörinn verður á laugardaginn kemur, verður margskiptur. Þjóðin á sjálfsagt ekki skilið að fá sér til Jón Sigurðsson „ Aukin samskipti við aðrar þjóðir, opnara þjóðfélag; þetta er krafa tímans. Það er kominn tími til að fylgja á þennan hátt eftir þeirri fríverslun- arstefnu, sem innleidd var hér á landi á sjö- unda áratugnum — viðreisnaráratugnum. Þá mun skapast nýtt andrúmsloft í þjóðfé- laginu, þjóðartekjur fara vaxandi og skilyrði fást til framfara í fé- lags- og menningarmál- um.“ hér á landi á sjöunda áratugnum — viðreisnaráratugnum. Þá mun skapast nýtt andrúmsloft í þjóð- félaginu, þjóðartekjur fara vaxandi og skilyrði fást til framfara í fé- lags- og menningarmálum. Aukinn frítími — betra mannlíf Tiigangurinn með efnahagsleg- um framförum er auðvitað að bæta mannlífíð í landinu. Langur vinnu- dagur hefur um árabil verið eitt Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ. ráðsmennsku annað en þversnið af sjálfri sér. Fyrirsjáanlegir erfiðleikar við stjómarmyndun eftir kosningamar virðast, skv. skoðanakönnunum, ekki velkjast fyrir mönnum. Það er líkast því að mönnum finnist kosn- ingamar vera einslags sport, en það er annað og ábyrgðarmeira að fara í kjörklefa heldur en á landsleik. Flestir þeirra flokka sem nú bjóða fram leggja áherslu á að þeir vilji þjóna einhveijum sérstökum hópum þjóðarinnar og réðu þeir saman nokkrir er vist að einhveijir okkar nytu ekki tillits. Það er aðeins einn flokkur, sem nú eins og ævinlega áður gerir sér grein fyrir nauðsyn allra starfa og stétta og því að við erum þjóð sem vinna þarf saman, en ekki að ösla hvert yfir annað. Þetta er Sjálfstæðisflokkurinn og ég kýs hann og styð af alefli. Höfundurer varaforaeti Alþýðu- aambands íslands. helsta umkvörtunarefni fólks. Á grundvelli nýrrar atvinnustefnu af því tagi, sem lýst var með fáum orðum hér að framan, ætti að vera unnt að hagræða svo í atvinnulífínu að draga megi úr yfírvinnu án þess að tekjur skerðist. Þetta ætti að vera forgangsverkefni á vinnu- markaðnum á næstunni. Daglauna- stefnan eða fastlaunastefnan, sem mótuð var með sólstöðusamningu- um ASÍ og VSÍ í fyrra og fylgt er að nokkm í síðustu samningum opinberra starfsmanna, gæti verið upphafið að slíku átaki. í þessu sambandi vaknar sú spuming, hvort ekki sé vænlegast að ná slíkum árangri með vinnustaðasamningum — valddreifingu í verkalýðshreyf- ingunni — og öðrum nýjum að- ferðum í launasamningum, ef til vill samningum um ábatahlut starfsfólks í fyrirtækjum. Stefna j afnaðarmanna Á undanfömum ámm hafa skammtímalausnir ráðið alltof miklu í landsmálum. Nú er brýn þörf á því að líta lengra fram og búa þróun atvinnuveganna hæfí- lega umgjörð almennra vaxtarskil- yrða, sem í senn hvetji menn til framtaks og tryggi að ekki sé geng- ið svo nærri gæðum lands og sjávar að þau spillist. Til þess að unnt verði að efla efnahagsframfarir til frambúðar þarf að ríkja sanngimi í tekjuskiptingu í landinu. Þess vegna er mikilvægt að bæta opin- bera þjónustu um leið og öflugt atvinnulíf er byggt upp á gmnd- velli einkaframtaks í blönduðu hagkerfi. Hlutverk ríkisins í at- vinnumálum er þá fyrst og fremst að setja atvinnulífínu almennar reglur og hafa með því hóflegt, hlut- laust eftirlit, þannig að ekki séu settar á samkeppnishömlur, eða einstaklingurinn ofríki beittur af valdi stórra fyrirtækja. Valddreif- ing og aukið frelsi í viðskiptum em líklegust til að stuðla að nýsköpun í atvinnulífínu. Á þeim gmndvelli má hefja viðreisn velferðarríkisins. Þetta er vísasti vegurinn til að bæta lífskjörin. Þetta er stefna jafn- aðarmanna í þessum kosningum. Höfundur er hagfræðingur. Hann skipar 1. sæti & iista Alþýðuflokks- ins í Reykjavík í komandi kosning- iim. Borgarráð: Borgin kaupir Ljósmynda- safnið BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að kaupa Ljósmynda- safnið hf. og er kaupverðið 4.850.000 króna sem greiðist að hálfu við samningsgerð. Að sögn Gunnars Eydal skrif- stofustjóra borgarstjóra verður veitt aukafjárveiting, 2.400.000 krónur til kaupanna á þessu ári. I greinagerð Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar og Bjama P. Magnússonar sem fylgir tillög- unni segir að Ljósmyndasafnið hf. hafí ráðstöfunarrétt yfír 13 myndsöfnum og annist að auki varðveislu á 24 myndsöfnum, þar af hefur safnið samninga um afnot höfundarréttar á 16 söfíium. Þá kemur fram að, „söfn þessi hafa að geyma mikil menningarverðmæti, sem að verulegu leyti tengjast sögu Reykjavíkur. í eigu safnsins eru ennfremur ýmsar vélar, tæki og áhöld, sem notuð hafa verið til starfseminar, þ.m.t. skápa og innréttingar. Eftir athugun á máli þessu og all- ítarlegar við- ræður við fulltrúa safnsins er það skoðun okkar, að rétt sé að Reykjavík tryggi áframhaldandi tilvist safnsins og rekstur þess með því að kaupa allar eignir safnsins." Gert er ráð fyrir að safnið verði rekið sem sjálfstæð stofnun og heyri fyrst um sinn beint undir borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.