Morgunblaðið - 23.04.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 23.04.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 ANORÐURPOLNUM Reuter Japaninn Fukashi Kazama stendur við reiðskjóta sinn á Norðurpólnum. Kazama náði á póiinn í fyrradag, en þangað fór hann ásamt fjórum mönnum öðrum, þ.á m. tveimur eskimóum. Héldu þeir frá Ward Hunt-eyju í Kanada á snjósleðum og mótorhjólum og tók ferðalagið á pólinn 45 daga. Kazama er 36 ára atvinnumaður í kapp- akstrí á mótorhjólum. Aukin spenna með- fram landa mærum Indlands og Kína? Peking, Nýja Delhi, Reuter. KÍNVERJAR saka nú Indveija um að draga saman griðarlega fjölmennt herlið meðfram landa- mærum Indlands og Kína. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Peking sagði, að spenna hefði aukizt mjög síðustu daga, vegna þessara aðgerða Indverja. Eins og alkunna er háðu Kínveij- ar og Indveijar hatrammt en skammvinnt stríð árið 1962 vegna ágreinings um landsvæði í Hi- malayafjöllum og þar í grennd. Viðræður um málið hafa staðið árum saman og ekki miðað hætis hót. í fréttum segir að leitað hafí ver- ið álits indverskra sendiráðsmanna í Peking á málinu, en þeir hafí ekki viljað láta hafa neitt eftir sér. í Nýju Delhi skýrði blaðið Times of India frá því í dag að hinn nýi vamarmálaráðherra Indlands Kris- hna Chandra Pant, hafi farið með hinni mestu leynd til Peking í síðustu viku og átt fundi með embættis- mönnum um landamæradeilur ríkjanna. Þetta hefur ekki verið stað- fest. Evrópuflaugarnar: Reagan vamr við mikilli bjartsýni á samkomulag Washington, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, varaði í gær við of mikilli bjartsýni á að samkomulag um meðaldrægar kjarnaflaugar í Evrópu, Evrópuflaugarnar svo- nefndu, væri í augsýn. Ýmsir bandarískir þingmenn hvöttu til varfærni í samningagerðinni og tóku þar með undir sjónarmið ýmissa Evrópuríkja. Á morgun hefst í Genf ný samningalota stórveldanna um flaugarnar. Reagan sagðist vera bjartsýnn á stórveldasamkomulag um Evrópu- flaugamar en sagði að sýna þyrfti visst raunsæi í þeim efnum. A fundi, sem forsetinn átti með þin- gleiðtogum í Hvíta húsinu, sagði hann að heilmikil vinna væri eftir við gerð samkomulags um brott- flutning og eyðingu meðaldrægu kjamaflauganna frá Evrópu. Blaða- menn fylgdust með upphafi fundar- ins og sagði Reagan við þá að hann vildi ekki hætta sér út „í þá tvísýnu" að segja til um hvaða líkur væm á samkomulagi á þessu ári. Georg Shultz, utanríkisráðherra, sat fundinn með þingleiðtogunum og gerði þeim grein fyrir nýafstöðn- um viðræðum sínum við sovézka leiðtoga í Moskvu. Shultz sagði á fundinum að enn væm óleyst lykil- atriði varðandi eftirlit með fram- kvæmd hugsanlegs samkomulags. Hann sagði einnig að Bandaríkja- stjóm myndi ráðfæra sig að öllu leyti við bandamenn sína áður en samkomulag yrði undirritað. „Hugmyndin um Evrópu án kjamorkuvopna hljómar stórkost- lega við fyrstu sín, en þegar máliðer athugað nánar kemur annað í ljós,“ sagði Robert Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeild Bandaríkjaþings. „Staðreyndin er nefnilega sú að það er þörf fyrir kjamavopn í Evrópu. Sovétríkin vilja al- þjóðlega ráðstefnu um styrjöldina í Persaflóa Vopn af þessu tagi stofna ekki frið- inum í hættu. Þau tryggja hann,“ sagði Dole. Undir orð hans tók Robert Byrd, leiðtogi demókrata í deildinni. „Við megum ekki hlaupa á okkur og sitja uppi með samkomu- lag, sem vegur að rótum [Atlants- hafsjbandalagsins og því öryggi, sem unnið hefur verið að því að treysta undanfama áratugi. Það kemur ekki til greina að rita undir samkomulag sem auðveldaði and- stæðingi okkar að ná sínu æðsta takmarki, sem er að kljúfa NATO,“ sagði Byrd. Demókratar eru í meiri- hluta í öldungadeildinni, en það kemur í hennar hlut að staðfesta samkomulag, sem stórveldin kunna að gera um vígbúnaðarmál. Samkvæmt þeim tillögum, sem til umræðu em, myndu stórveldin fjarlægja allar meðaldrægar flaug- ar sínar frá Evrópu og eyða þeim en halda hvort um sig eitthundrað flaugum í Asíu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Agrein- ingur er hins vegar um hvemig taka beri á skammdrægum kjama- flaugum. Á Moskvufundunum í síðustu viku lagði Shultz til að skammdrægu flaugamar yrðu allar fjarlægðar á einu ári frá undirritun samkomulags um eyðingu meðal- drægu flauganna. Ýmsir banda- menn Bandaríkjanna óttast að það hefði í för með sér mikla yfírburði Sovétmanna í hefðbundnum herafla í Evrópu. Einnig óttast þeir að burt- flutningur bandarískra kjamavopna muni leiða smátt og smátt til þver- randi áhuga Bandaríkjamanna á vömum Evrópu. Moskva: Lítil svör um þögn- inaum Chernobyl? Moskvu, Reuter. ÆÐSTU embættismenn í sovéska kjarnorkuiðnaðinum neituðu í gær að skýra frá því hvers vegna þag- að hefði verið yfir Chemobyl- slysinu í rúma tvo sólarhringa eftir að það gerðist. Á fréttamannafundi vörðu emb- ættismennimir upplýsingastefnu stjómarinnar og héldu því mjög á loft, að á síðasta ári hefðu birst í sovéskum fjölmiðlum 460 fréttir og greinar um slysið. Þeir vildu hins vegar ekki svara spumingum um hvers vegna ekkert var sagt um sly- sið strax eftir að það varð. Að minnsta kosti 30 manns létust af völdum slyssins og 135.000 manns voru fluttir brott frá heimilum sínum. Geislunin barst um Evrópu mestalla og víðar og margar þjóðir hafa orðið fyrir verulegum búsiQum af hennar völdum. Valentin Sokolovsky, einn embætt- ismannanna, sagði, að kartöfluupp- skeran á þeim svæðum, sem urðu fyrir mestri geislun, hefði ekki orðið fýrir neinum skakkaföllum í fyrra en annar jarðargróði verið mengaður. Sagði hann, að geislavirka efnið ces- ium-137 hefði síðan gengið niður í jarðveginn og því meiri hætta en áður, að það næði rótunum og ylli skaða. Argentína: Uppreisninni lokið Buenos Aires, Reuter. UPPREISN yfirmanna í her Arg- entínu lauk í gær og sagði talsmaður Rauls Alfonsín forseta að allt væri með kyrrum kjörum í landinu. Með uppreisninni vildu yfírmenn- imir mótmæla þeirri ákvörðun forsetans að skipa Jose Caridi hers- höfðingja yfírmann herafla Arg- entínu. Uppreisnin átti sér stað í borgunum Tucuman og Salta í norðurhluta landsins. Á sunnudag gerðu hermenn einnig uppreisn vegna þeirar ákvörðunar herstjóm- arinnar að draga hershöfðingja og aðra háttsetta yfírmenn innan hers- ins til ábyrgðar fyrir glæpaverk sem framin vom í tíð herforingjastjóm- arinnar í landinu. Kröfðust upp- reisnarmennimir þess að fallið yrði frá ákæmm á hendur herforingj- anna. Alfonsín forseti ræddi við leiðtoga uppreisnarmannanna og ákváðu þeir skömmu síðar að gef- ast upp. Hugo Rios Erenu, yfírmað- ur argentínska heraflans, baðst lausnar í kjölfar uppreisnarinnar. ÍRAKAR ásökuðu stjórnir Bandaríkjanna og ísraels fyrír að halda áfram vopnasendingum til írana og veita þeim auk þess ýmsa aðra hemaðaraðstoð, hvað sem yfirlýsingum um hið gagnstæða liði. Hátt- settur íraskur foringi i flughemum sagði í viðtali við fréttastofu landsins. að nokkur ótiltekin Austur Evrópuriki styddu einnig við bakið á írönum. Foringinn sagði, að það hefði sýnt sig, að lítið og einatt ekkert væri að marka yfírlýsingar ýmissa ríkja, sem þættust vera hlutlaus í stríði írans og íraks. í fréttum frá Abu Dhabi, höfuð- borg Sameinuðu arabisku fursta- dæmanna, segir að Ivanov Galitsin, sem fer með mál Persaflóaríkja í Sovétríkjunum og er nú í heimsókn í Furstadæmunum, hafí lýst því jrfír í blaðaviðtali þar, að Sovétríkin myndu snarlega svara í sömu mynt, ef árás yrði gerð á skip undir sovézkum fána á Persaflóa. Á síðustu þremur árum hefur verið gerð árás á að minnsta kosti 300 skip frá ýmsum löndum, sem hafa verið á siglingu um flóann. Þar hafa ýmist íranir eða írakar verið að verki. Auk þess segjast íranir hafa stöðvað mörg hundruð skip á þessum slóðum síðustu mánuði. Galitsin var spurður, hvemig Sovétríkin gætu lagt fram lið til að binda endi á stytjöldina milli írans og íraks, ellegar hvort mein- ingin væri að halda áfram að senda báðum stríðsaðilum vopn. Galatsin sagði að vopnasendingar væru ekki meginmálið, nema allir hættu slíku. Meðan á heimsókninni hefur staðið hafa sovézku gestimir lagt fram nýjar tillögur frá Gorbasjev um alþjóðlega ráðstefnu, sem hafí að markmiði að leiða stríðið til lykta. SAS og SABENA á leið saman í eina sæng Könnunarviðræður, sem átt hafa sér stað milii samnorræna flugfé- lagsins SAS og belgiska flugfélagsins SABENA um sameiningu félaganna, hafa borið þann árangur, að talið er, að raunverulegar samningaviðræður hefjist þegar í næsta mánuði, að því er fram kemur í danska blaðinu Politiken nýlega. Verði lyktir þeirra við- ræðna eins jákvæðar og búist er við, munu flugfélögin tvö hefja samningaviðræður við finnska rikisflugfélagið Finnair um tengsl þess félags við hið nýja flugfélag SAS og SABENA. Stjómarmenn SAS hafa þegar átt óformlegar viðræður við for- ráðamenn Finnair um hugsanlega þátttöku í sameiningunni, að sögn Tonny Skoglund, upplýsingafull- trúa SAS í Danmörku. Finnamir hafa sett sem skilyrði fyrir samn- ingaviðræðum, að málið væri áður útkljáð milli SAS og SABENA. Jan Carlzon, aðalframkvæmda- stjóri SAS, hefur mikinn áhuga á að fækka flugfélögum í Evrópu til samræmis við það, sem þekkist vestan hafs og í Áusturlöndum fjær. „Eitt af fímm árið 1995,“ er slag- orð Carlzons um framtíð SAS í Evrópu. Carlzon hefur haft auga á aust- urríska flugfélaginu Austria Air- lines og breska flugfélaginu British Caledonian sem vænlegum sam- starfsaðilum í næsta áfanga, en að sögn Skoglund eru viðræður við þau félög enn ekki hafnar. Hann neitar þvf þó ekki, að uppi séu áætlanir um slíkar viðræður, strax og samn- ingar SAS, SABENA og Finnair eru í höfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.