Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 28

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Flokkarnir hafa minnkandi tök á stjómmálaumbrotum Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Frelsi í sumarbyrjun Kosnmgabaráttunni að ljúka: Þjóðfélagsgerðin er að breytast með samdrætti opinberra afskipta Sumardagurinn fyrsti er dagur fagurra fyrirheita. Birtan er að vinna sigur á myrkrinu. Náttúran er að skrýðast sínum fegursta bún- ingi. Farfuglamir heimsækja eyjuna okkar að nýju. Vetur- inn, sem er að kveðja, hefur verið mildur og gjöfull. Til marks um að fólk hafí aflað góðra tekna frá því á síðasta sumri er gífurlegur áhugi á því að nota fríið að þessu sinni til að ferðast til fjarlægra landa. Það eru aðeins fáein ár síðan íslendingar áttu í erfiðleikum með að skipuleggja frí í öðrum löndum vegna opinberrar of- stjómar í gjaldeyrismálum. Þegar viðreisnarstjómin ákvað að afnema viðskipta- og versl- unarhöft fyrir rúmum aldar- fjórðungi var opinber skömmtun á gjaldeyri ekki af- numin. Fæm menn til útlanda skömmtuðu stjómvöld þeim gjaldeyri eftir því hvort þeir voru að fara í frí eða til að reka einhvers konar viðskipti. Eins og öll skömmtunarkerfí kallaði þetta á tilraunir manna til að komast undan því. Það tíðkaðist til dæmis að ferða- skrifstofur seldu viðskiptavin- um sínum á sólarströndum einskonar skömmtunarseðla, sem giltu á veitingastöðum eða í verslunum, sem viðurkenndu seðlana. Fór ekki á milli mála, þegar íslendingar afhentu þessa seðla í stað peninga eins og aðrir, að hjá þeim gilti úr- elt löggjöf í gjaldeyrismálum. Fyrir því vom ákveðin rök hjá viðreisnarstjóminni á sínum tíma að ganga ekki lengra í því að létta af höftum í utanríkisviðskiptum en raun bar vitni. Eftir hennar daga á árinu 1971 tóku vinstri flokk- amir við völdum, flokkar, er lutu forystu manna, sem blösk- raði sú „eyðsla og sóun“ er fólst í ferðalögum til útlanda. Það em ær og kýr flokka af því tagi að halda í opinber skömmtunarkerfí til að stjóm- málamenn hafí tækifæri til að hlutast til um málefni borgar- anna; flokkarair sælg'a hug- sjónalegt afl sitt til þess, að ríkið sé betur í stakk búið til að segja fólki, hvað því er fyr- ir bestu, en fólkið að ákveða það sjálft. Viðskiptaráðuneytið var í höndum einhvers vinstri flokk- anna frá 1956 til 1983. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fékk það í sinn hlut við stjómar- myndunina 1983 var loka- skrefíð stigið til þess að gera öllum almenningi kleift að ferðast til útlanda, án þess að mönnum þætti sem þeir væm undir opinberri smásjá í hvert sinn sem þeir keyptu eða not- uðu gjaldeyri. Þetta lokaskref fólst í því, að almenningi var gert kleift að nota greiðslukort á ferðalögum erlendis JErá og með 1. desember 1983. Áður hafði heimild til notkunar greiðslukorta erlendis verið takmörkuð við þá sem vegna starfa sinna, viðskiptaerinda eða fundarhalda gátu sýnt op- inberum yfírvöldum fram á þörf sína fyrir kortin. Jafn- framt vom sérréttindi ríkis- banka til að selja gjaldeyri afnumin, öllum bönkum og sparisjóðum var heimilað að taka upp gjaldeyrisviðskipti. Talsmenn hafta og skömmt- unar á gjaldeyri vom þeirrar skoðunar, að hefðu stjóm- málamennimir ekki hörð tök á því, hve mikið fé fólk fengi til að nota í fríum sínum í útlönd- um, myndi þjóðin á skömmum tíma reisa sér hurðarás um öxl og sóa öllu sínu fé í tóma vit- leysu. Þeir stjómmálamenn, sem þannig töluðu og tala raunar sumir enn, em venju- lega að velta fyrir sér eyri einstaklinga á meðan krónunni er sóað á vegum hins opinbera. Frelsi almennings til að ráð- stafa fjármunum sínum jafnt heima og erlendis hefur ekki orðið þjóðarbúinu til nokkurs tjóns. Nú í sumarbyijun höfum við tækifæri til að hafa stefnu- markandi áhrif á það, hvort haldið verði áfram á braut þess frjálsræðis, sem hér hefur ver- ið lýst með dæmum af sumar- ferðalögum alls almennings, eða horfíð að forsjárhyggju vinstrimennskunnar. í kosn- ingunum á laugardaginn getum við stuðlað að frelsi með því að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn eða kosið opinbera forsjá með því að styðja einhvem vinstri flokkanna. Það er í bestu samræmi við grósku og birtu sumarsins að leggja frjálsræðinu lið og hafna of- stjóm, skömmtunar- og hafta- stefnu. Morgunblaðið óskar lesend- um sínum og landsmönnum öllum. gleðilegs sumars. eftirBjörn Bjarnason Kosningabaráttan að þessu sinni er sérkennileg. Hún minnir að nokkru leyti á jarðhræringar og umbrot, sem eiga sér ókunn upptök og enginn veit, hvað vara lengi. Ef svo fer sem horfir verður erfitt að beija saman stjóm að kosningum loknum. Líkur eru á, að flokkamir verði svo margir á hinu nýja þingi, að annaðhvort þurfi þriggja flokka stjóm með Sjálfstæðisflokknum eða fjögurra flokka stjóm án hans. Hvorugur kostur er góður. Marg- flokkastjómir hafa aldrei setið út kjörtímabilið frá stofnun lýðveldis og koma sjaldan miklu í verk. Kraft- ar ráðherranna fara að mestu í innbyrðis þjark. Á öðru er þörf núna, þegar við blasir, að ekkert má út af bregða til að tökin tapist á verðbólgunni. Nú hefur verið búið svo um hnúta með fijálsræði í vaxtamálum, heimildum til verð- tryggingar og staðgreiðslukerfí skatta, að verðbólgan skellur strax með fullum þunga á okkur öll. Besta leiðin til að forðast það áhlaup er að reisa virkisvegg með atkvæðinu. Áður en kosningabaráttan tók á sig núverandi mynd voru menn al- mennt þeirrar skoðunar, að eftir kosningar yrði helst um tvo kosti að ræða: framhald á samstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins eða stjómarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Við óbreyttar aðstæður virðist hvor- ugt geta verið á dagskrá. Borgara- flokkurinn hefur mglað dæmið. Góð einkunn Flestir áttu von á ósköp hefð- bundinni kosningabaráttu að þessu sinni. Málin virtust liggja nokkuð ljós fyrir. Ríkisstjómin fær almennt góða einkunn. Hún hefur náð því fram í efnahagsmálum, sem að var stefnt. Stjómarhættir hafa verið að þróast í átt til aukins fijálsræðis. Sjálfstæðismenn hafa verið tals- menn breytinga en framsóknar- menn lagt áherslu á að halda í það, sem fyrir er. Eftir að Þorsteinn Pálsson varð fjármálaráðherra hef- ur ríkisvaldið látið skipulega til sín taka við gerð kjarasamninga, sem gengið hafa friðsamlega fyrir sig á hinum almenna vinnumarkaði. Op- inberir starfsmenn hafa þurft að reyna krafta sína á grundvelli ný- fengins samningsfrelsis. Eftir langa og harða samningalotu hefur fund- ,ist lausn á vanda þeirra flestra. Erflðast sýnist fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar og viðsemjendur þeirra að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Með þeim samningum, sem gerð- ir hafa verið við opinbera starfs- menn á undanfömum vikum, er teflt á tæpasta vað í verðbólgustríð- inu. Þar er ekki síður við þá, sem gera kröfur, en hina, sem þurfa að mæta þeim, að sakast. Ekki hefur verið ágreiningur á milli stjóm- málaflokkanna um verkfallsrétt opinberra starfsmanna. Með honum kallar ríkisstjómin, og stjómmála- menn almennt, yfír sig þá hættu, að verkfallsvopninu sé beitt með pólitískum hætti skömmu fyrir kosningar, þegar það er hvað öflug- ast. Þetta hefur gerst núna án þess að kjaradeilur opinberra starfs- manna hafi orðið að beinu kosn- ingamáli. Hinn flokkspólitíski undirtónn er þó öllum ljós. Á einu viðkvæmasta stigi deilunnar, þegar Þorsteinn Pálsson fór á fund hjá sáttasemjara og lagði fram tilboð, sem batt enda á hættulega óvissu um starfsemi sjúkrahúsanna, gat Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, ekki á sér setið og reyndi að gera Þorstein tortryggi- legan. Framsóknarmenn telja sig vafalaust geta gengið talsvert langt á þessari braut, eftir að Þorsteinn Pálsson tók af skarið í sjómanna- deilunni um miðjan janúar og krafðist þess, að farin yrði samn- ingaleið fremur en lagasetningar- leið á grundvelli frumvarps, sem Steingrímur Hermannsson lagði fram, eftir að Alþingi hafði verið kallað saman til þess eins að af- greiða það. Þessi árátta framsóknarmanna að samþykkja tillögur sjálfstæðis- manna með hangandi hendi hefur ágerst í seinni tíð, þótt hún hafí alltaf einkennt þá. Framsóknar- menn voru á móti því að gera Útvegsbankann að hlutafélagi, en samþykktu það þó. Þeir sögðust vera hlynntir því að afnema einokun ríkisins á útvarpi, en sátu þó flestir hjá við atkvæðagreiðslu um málið. Steingrímur Hermannsson taldi flugstöðina á Keflavíkurflugvelli „ansi" stóra og vildi, að Bandaríkja- menn borguðu hana alla. Nú vilja framsóknarmenn, að þessu sé gleymt. Eftir því sem nær hefur dregið kosningum hafa þeir stigið lengra til vinstri. Páll Pétursson, þingflokksformaður, er hinn opin- beri málsvari vinstrimennskunnar í Framsóknarflokknum. Honum hef- ur að vísu verið lítið hampað í kosningabaráttunni. Framsóknar- menn einbeita sér nær alfarið að því að hefja Steingrím Hermanns- son til skýjanna vegna starfa hans í ríkisstjóminni. Hefur jafn per- sónubundin kosningabarátta í þingkosningum aldrei verið háð af nokkrum íslenskum stjómmála- flokki. Menn frekar en málefni Barátta flokkanna hefur nokkuð einkennst af því að upphefja frekar menn en málefni. Aðdragandinn að stofnun Borgaraflokksins varð að einvígi þeirra Þorsteins Pálssonar og Alberts Guðmundssonar. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hefur mjög tengt framgang Alþýðuflokksins við for- mannsstörf sín og fer ekki leynt með, að hin nýju andlit á listum flokksins eigi það sér að þakka að vera þar. Ólafur Ragnar Grímsson, sem skipar annað sæti á lista Al- þýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi, hefur verið auglýstur með þeim hætti, að í hugum flestra er hann að verða tákn Alþýðubanda- lagsins. Framsóknarmenn fá stjöm- ur í augun vegna Steingríms og Guðmundar G. Kvennalistinn er undantekning. Á hans vegum hafa einstakir fram- bjóðendur ekki verið mjög í sviðs- ljósinu. Kemur það í sjálfu sér ekki á óvart, þar sem tveir reyndustu frambjóðendur flokksins, þær Guð- rún Ágnarsdóttir (Reykjavík) og Kristín Halldórsdóttir (Reykjanesi), gefa ekki kost á sér nema til tveggja ára setu á Alþingi. Ekki hefur held- ur borið mikið á málefnum Kvenna- listans. Er það helst í greinum hér á síðum Morgunblaðsins, sem þau em kynnt, og í auglýsingum í Helg- arpóstinum. Kannanir benda á hinn bóginn til þess að fylgi Kvennalist- ans aukist jafnt og þétt. Kvennalistakonur vita ekki frek- ar en aðrir hvemig á að skýra stöðuga fylgisaukningu þeirra. Eitt er víst, að þær fara ótroðnar slóðir og hafna viðteknum skoðunum eins og ef til vill kom best fram, þegar það var gagnrýnt með vísan til ákvæða stjómarskrárinnar, að þær ætluðu að bjóða þingmenn fram til þingsetu í tvö ár, þegar kjörtímabil- ið er fjögur ár. Þá sagði Kristín Halldórsdóttir einfaldlega í Morg- unblaðsgrein: „Kvennalistinn er heiðarleg tilraun til að skapa stjóm- málavettvang við hæfi kvenna. Ef kerfíð hentar ekki fólki er að okkar mati réttara að laga kerfið að fólk- inu en fólkið að kerfínu . . . Meginregla kvennalistakvenna er að skoða allt og skilgreina upp á nýtt og nú frá sjónarhóli kvenna." Þá hefur það vakið athygli mína, að kvennalistakonur svara jafnan fyrir sig. Sé að þeim vikið á prenti fylgir svargrein frá þeim rétt á eft- ir. Þær halda í heiðri þá gömlu og góðu reglu að láta engu ósvarað og láta engan eiga neitt inni hjá sér. Því miður verður hið sama ekki sagt um aðra stjómmála- flokka. Er ekki vafí á að það hirðuleysi hefur aukið á óreiðu í pólitíkinni. Mönnum, sem ekki svara einarðlega fyrir sig og sinn málstað, getur tæplega þótt mjög mikið til hans koma. Enn er til þess að líta, að í stjómmálabarátt- unni eimir eftir af þeirri kurteisi í deilum við konur að leyfa þeim að hafa síðasta orðið. Færri ágreiningsmál Þegar stjómmálaforingjar em spurðir um með hveijum þeir geti hugsað sér að starfa að kosningum loknum fá menn yfírleitt hið staðl- aða svar, að fyrir kosningar sé ótímabært að svara því. Þar með er gefíð til kynna, að allir flokkar séu jafn hæfír til samstarfs. Við þessar aðstæður er eðlilegt, að fólki fínnist sem ágreiningsmálin milli flokkanna séu færri en áður. Áður fyrr var þó unnt að ganga að því sem vísu, að deilt væri um utanríkis- og vamarmál. Alþýðu- bandalagið hefur þó altént verið þeirrar skoðunar, að við eigum að segja okkur úr Atlantshafsbanda- laginu og reka herinn úr landi. Nú er þessu ekki lengur að heilsa, al- þýðubandalagsmenn þora að minnsta kosti ekki að halda þessum baráttumálum umbúðalaust á loft fyrir kosningar. Nú deila þeir Ólaf- ur Ragnar Grímsson og Steingrím- ur Hermannsson um það, hvor þeirra hafi fyrr lagt til eftir leið- togafundinn síðastliðið haust, að ísland yrði „griðastaður" eða „frið- arstöð". Minna er lagt upp úr því að velta fyrir sér, hvað í þessu felst. Einar Ólafsson, rithöfundur, lýsir því með þessum hætti í Tímanum 11. mars síðastliðinn: „Þess vegna hljótum við að skilja hugmynd for- sætisráðherra um friðarstöð á íslandi svo að hann ætli að leggja til að íslendingar segi upp her- stöðvasamningnum, gangi úr Atlantshafsbandalaginu og lýsi yfir hlutleysi.“ Ég hef ekki séð þessari skoðun andmælt í Tímanum en grein Ein- ars var valinn hinn virðulegasti staður og gat ekki farið fram hjá neinum lesanda blaðsins. Eins og þeir Steingrímur og Ólafur Ragnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.