Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Leikhópurinn frá Dramaten við komuna til íslands i gær Morgunblaðið/Ámi Sœberg Kungliga Dramatiska Teatern sýnir í Þjóðleikhúsinu: Við erum ákaflega kvíðin -segja þau Lena Nyman og Hans Alfredson LEIKHÓPUR frá „Kungliga Dramatiska Teatern" í Stokk- hólmi kom til landsins í gær. Hópurinn mun sem kunnugt er sýna „En liten ö i havet,“ ieik- gerð Hans Alfredson að Atómstöðinni eftir Laxness, í Þjóðleikhúsinu og verður fyrsta sýning í kvöld, önnur sýning föstudagskvöld og þriðja sýning á laugardags- kvöld. Hópurinn heldur síðan aftur til Svíþjóðar á sunnudag. Morgunblaðið hitti þau Hans Alfredson, höfund og leik- stjóra, og Lenu Nyman sem fer með hlutverk Uglu, við komuna til Keflavíkur i gær og spurði hvernig þeim litist á að flytja verkið fyrir íslendinga. „Við erum ofsalega kvíðin," sagði Lena. „Þetta ert mjög skrýt- in tilfinning, því við höfiim leikið þetta nokkuð oft núna. En hér erum við í rauninni að segja sögu sem allir Islendingar þekkja. Þess- vegna langar okkur til að gera svo mikið vel og þegar maður ætlar að gera sit allra besta verð- ur maður svo kvíðinn fyrir við- tökunum." „Ég kvíði mest fyrir því að Halldóri Laxness líki ekki við leik- gerðina," segir Hans Alfredson. Annars finnst mér alveg stórkost- legt að fá tækifæri til að koma með verkið hingað. Ég er líka óöruggur vegna viðbragða áhorf- enda, því þessi leikgerð er nokkuð frábrugðin því sem íslendingar þekkja. Við leikum þetta mjög létt, þar sem þið aftur á móti, hafið alltaf leikið þetta þungt." Nú virðist hafa borið á dálítið sérkennilegum hugmyndum um ísland í Svíþjóð eftir að þið hófuð sýningar á þessu verki. Þú hefur sjálfur sagt að þú farir fijálslega með efniviðinn. Hefurðu breytt miklu eða bætt inn hugmyndum sem ekki eru í Atómstöðinni? „Já, það er nú þannig að alis staðar er til fólk sem gerir ekki greinarmun á sannleika og sögu. Auðvitað er Laxness ekki að segja frá sönnum atburðum í Atómstöð-. inni og í leikgerðinni leitast ég ekki við að segja frá sönnum at- burðum.' Samt segja bæði sagan og leikritið sannleikann. Atóm- stöðin er byggð á sannleika, þótt hann sé ekki endilaga það sem augað nemur. Ég hafði engan áhuga á að segja sögu um ísland, heldur vildi ég með leikgerðinni setja upp mynd af svíum fyrir Sviþjóð, benda þeim á hvað er að gerast í Svíþjóð í dag. Svíum er alveg sama hvað gerðist í Svíþjóð árið 1947, en þeim er ekki sama hvað er að gerast þar í dag. Ég veit ekki hvort Laxness hefur nokkum tímann ætlað sér að segja sann- leikann, nákvæmlega, en hann sagði vissan sannleika í Atóm- stöðinni, sem á fullt erindi við okkur í dag.“ Leikrit þitt ber undirtitilinn „Saga um vinnukonu." Er Ugla í þínum augum tákn verkafólks, eða hefur hún eitthvað annað táknrænt gildi? »Ég sé hana sem tákn fyrir ísland, lítið land, tákn fyrir Svíþjóð, sem er líka mjög lítið land, miðað við mörg önnur lönd. Hún getur verið tákn fyrir hvaða litla land sem er. Ástarsaga henn- ar og bam hafa líka táknrænt gildi. Ástarsagan er táknræn fyr- ir það þegar litla eyjan hallar sér að einhveijum, bamið fyrir framtí- ðarmöguleikana. Hún er saklausa litla eyjan sem veit ekkert um viðskiptahætti og stjómmál úti í hinum stóra heimi og þegar hún ákveður að ala upp sitt bam, án Hans Alfredson hjálpar ánnarra, þótt hún eigi hennar kost, sýnir hún mikið sjálf- stæði. Hún veit að hún getur að minnsta kosti reynt að komast af sjálf. Það er rétt að ég segist hafa farið fijálslega með efnið. Það þýðir þó ekki að ég hafi samið neitt inn í það sem ekki_ er sam- kvæmt sögunni sjálfri. Ég passa mig að vera bók Laxness mjög trúr. í leikritinu em nær eingöngu setningar úr bókinni. Þó hef ég á nokkmm stöðum sett inn í samtöl það sem aðeins er sagt frá í bók- inni. Ég hef líka tekið vissa þætt út. Til dæmis em beinaflutning- amir ekki í leikritinu. Það er vegna þess að Svíar myndu ekki Lena Nyman skilja hvaða þýðingu þeir hafa og það atriði myndi missa marks. Beinaflutningamir era sér íslenskt atriði. Annað í sambandi við breytingar era söngvamir. En þá byggi ég alla á hugmyndum Laxness, jafnvel úr öðrum bókum hans. Lokasenan er hinsvegar minn tilbúningur. Þar fylgi ég ekki sögunni, heldur byggi á at- burðum sem raunveralega áttu sér stað á íslandi, eftir að Atóm- stöðin var skrifuð.“ segir Hans Alfredson. En þú Lena, sérð þú Uglu fyrir þér sem raunveralega persónu, frekar en tákn og heldurðu að Ugla sé til í þeim nútímaveraleika sem Hans reynir að draga upp mynd af í leikritinu? „Já, ég sé Uglu sem raunvera- lega persónu og ég vildi óska þess að ég væri eins og hún. En ég er það ekki, því miður. Hvort Ugla er til í dag. Kannski ekki nákvæmlega svona, en hún er til í öllu fólki sem berst gegn eyðing- aröflum og hemaði, og hún er til að einhveiju leyti í hverri mann- eskju. Þegar maður leikur þetta hlutverk, finnst manni Ugla tala um hluti sem allir tala um nú til dags og af viðbrögðum áhorfenda veit maður að svo er. Hún segir það sem við viljum öll segja, á einfaldan hátt. í dag vilja allir vera svo klárir þegar þeir viðra skoðanir sínar, en það er mjög íjarri Uglu. Hún þorir að segja hlutina þannig að allt sem er mjög flókið verður einfalt. Öll tilgerð er svo fjarri henni. Þegar maður les bókina, finnst manni Ugla hljóti að vera voða- lega stór og hún er stór, en ekki endilega um sig, heldur er það hennar innri maður sem er stór. Já, ég lít á hana sem stóra persónu. Alls ekki tákn, því það er ekki hægt að leika tákn. Hins- vegar getur vel uppbyggð persóna verið táknræn og áhorfendur skynja hana sem slíka. En það verður gaman, þrátt fyrir allt, að sjá viðbrögðin sem við fáum hér. Annars verðum við bara á ís- landi í þijá daga og sýnum á hveiju kvöldi, svo við höfum ekki svigrúm til að sjá neitt af landinu. Ég kom hingað fyrir 8—10 árum og hélt tónleika í Norræna hús- inu. Þá hafði ég tækifæri til að ferðast dálítið og það var mjög skemmtilegt. Mér þykir það eigin- lega miður að við skulum ekki hafa meiri tíma, vegna þess að margir í hópnum hafa aldrei kom- ið hingað. Við leikum sfðustu sýninguna okkar á laugardags- kvöldið og förum eld—snemma á sunnudagsmorguninn til baka. En, kannski næst,“ segir Lena að tokulm. gsv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.