Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
Geðheilbrigðismál
bama og unglinga
eftir Borghildi
Maack
Almenn vanræksla til margra ára
og skortur á markvissri stefnu
stjómvalda í málefnum bama og
unglinga hefur leitt til þess, að
þörfum þeirra hefur ekki verið
sinnt. Böm og unglingar hafa orðið
útundan í geðheilbrigðismálum eins
og annars staðar og hefur engin
stefnubreyting orðið þar á sl.
kjörtímabil.
Rangfærslur í skýrslu
heilbrigðisráðuneytisins
í Morgunblaðinu þ. 12. apríl sl.
birtist skýrsla M heilbrigðisráðu-
neytinu og eru þar m.a. taldar upp
þær „framfarir", sem orðið hafa í
geðheilbrigðismálum bama og
unglinga á lqortímabilinu
1983—1987. Þar er tvennt nefnt:
Bamageðdeild Borgarspítalans á
Kleifarvegi 15, sem ekki er til! Við
Kleifarveg 15 er rekið vistheimili
fyrir böm, ekki bamageðdeild.
Unglingageðdeild Landspítalans við
Dalbraut. Þessi deild er enn ekki
tekin til starfa! Verið er að end-
umýja húsnæðið sem deildinni er
ætlað til afnota, en ríkið keypti
gamalt húsnæði af Reykjavíkur-
borg og gert er ráð fyrir að þar
verði unglingageðdeild með rými
fyrir 6—8 einstaklinga.
í geðheilbrigðismálum fullorð-
inna hefur verið gert mikið átak.
Má þar nefna byggingu geðdeildar
Landspítalans og endurbyggingu
og bættan aðbúnað á Kleppsspítala,
(sem nú ber nafnið geðdeild Land-
spítalans við Kleppsveg.) Þetta er
vel þótt enn sé þörf átaka, svo sem
í stóraukinni göngudeildarþjónustu,
aukinni endurhæfíngu, fjölgun
áfangastaða og meiri félagslegri
aðstoð.
í heilbrigðismálum bama og
unglinga þarf stórátak strax. Það
myndi ekkí síst leiða til þess, að
færri fullorðnir munu eiga við geð-
ræn vandamál að stríða. Síðar meir.
Eins og fjárhagsstaða væntan-
legrar unglingageðdeildar er í dag,
verður ekki gjörlegt að hefja starf-
semina á þessu ári. Starfandi
unglingageðdeild er ekki til í
landinu, svo augljóst er, að stjóm-
völd hafa ekki metið slíkt starf sem
forgangsverkefni.
I febrúar 1984 lagði Guðrún
Agnarsdóttir þingkona Kvennalist-
ans fram eftirfarandi fyrirspum á
Alþingi: „Hveijar eru aðstæður í
heilbrigðiskerfínu til að sinna geð-
rænum vandamálum bama og
unglinga?“ Síðan hefur unglinga-
geðdeildin komist nokkuð á legg
eins og að framan greinir.
Geðheilbrigðisþjónusta bama
hefur verið í fjársvelti. Að vísu
keypti ríkið það húsnæði, sem
bamageðdeildin hefur verið til húsa
í frá 1970, en það var í eigu
Reykjavíkurborgar. Árið 1970 var
opnuð Bamageðdeild Bamaspítala
Hringsins með framlagi Kvenfé-
lagsins Hringsins. Þessi deild ber
nú nafnið Bama- og unglingageð-
deild Landspítalans (BUGL).
Bamageðdeildin hefur yfír þremur
deildum að ráða, legudeild fyrir 6
böm, dagdeild fyrir sex böm og
göngudeild þar sem vinna 5 sér-
fræðingar.
Vert er að geta þess hér, að þrátt
fyrir mjög fært starfsfólk, hefur
göngudeild lengi verið ill-starfrækj-
anleg sökum húsnæðisskorts. Sama
máli gegnir í raun um hinar tvær
deildimar, húsnæðisskortur stendur
starfínu þar líka fyrir þrifum. Þó
er þessi starfsemi sú eina sinnar
tegundar í landinu og þjónar því
allri landsbyggðinni. Gefur augaleið
að þetta nægir engan veginn þeirri
þörf, sem er á meðferðarþjónustu.
Fyrirbyggjandi starf tengt
bama- og unglingageðdeild er ekk-
ert, enda ekki gert ráð fyrir því í
íjárveitingu auk þess sem framan-
greindur húsnæðisskortur göngu-
deildar stendur í veginum fyrir
starfínu þar.
í umræddri skýrslu heilbrigðis-
ráðuneytisins segir eftirfarandi:
„Fáar þjóðir hafa jafn góða heil-
brigðisþjónustu og við íslendingar
eða jafn greiðan aðgang að slíkri
þjónustu." Þegar heilbrigðisráðu-
neytið sendir út slíka staðhæfingu
hefur núverandi geðheilbrigðisþjón-
usta fyrir böm og unglinga a.m.k.
ekki verið höfð til viðmiðunar. Það
getur ekki verið greiður aðgangur
að því sem alls ekki er til!
Skólahúsnæði bama og ungl-
ingageðdeildar Landspítalans er á
sömu hrakhólum og önnur starf-
Borghildur Maack
„Kvennalistinn vill aðra
forgangsröðun verk-
efna en nú verandi
stjórnvöld og hefðum
við Kvennalistakonur
því látið þarfir barna
og unglinga sitja í fyr-
irrúmi til að mynda
fyrir áfengisverslun í
Kringlunni, en sú búð
fékk fjárveitingu sem
nam 40 milljónum
króna.“
semi bamageðdeildarinnar. Þar
þarf skjótra úrbóta við. Auk bama
á legudeild er stór hópur bama, sem
nýtur göngudeildarþjónustu og
stundar nám í skólanum. Forsvars-
fólk BUGL hefur til lengri tíma
barist fyrir bættri aðstöðu skólans
en án árangurs.
Það sem gera þarf til úrbóta er:
— Stækkun bamageðdeildar.
— Stækkun skólahúsnæðis.
— Auka fjárveitingar til reksturs
starfsemi bama- og unglingageð-
deilda, m.a. þarf að fjölga starfs-
fólki, sem annast fræðslu og
fyrirbyggjandi starf.
— Styrkja alhliða bamavemd.
— Auka félagslega aðstoð til bama
og ljölskyldna þeirra.
Mikilvægt er, að öll ákvarðana-
taka um stefnumótun í heilbrigðis-
málum eigi sér stað sem næst
vettvangi.
Forgangsröðun
verkefna
Kvennalistinn vill aðra forgangs-
röðun verkefna en núverandi sijóm-
völd og hefðum við Kvennalistakon-
ur því látið þarfir bama og unglinga
sitja í fyrirrúmi til að mynda fyrir
áfengisverslun í Kringlunni, en sú
búð fékk fjárveitingu sem nam 40
milljónum króna. Og í fyrirrúmi
fyrir risnukostnaði ráðuneyta sem
nam 400 milljþnum á kjörtímabil-
inu, svo aðeins séu nefnd tvö sláandi
dæmi um forgangsröðun verkefna
hjá stjómarflokkunum. Kvennalist-
inn vill beita sér fyrir breyttu
verðmætamati og þá um leið
breyttri forgangsröðun verkefna —
forgangsröðun sem ber með sér
virðingu fyrir samábyrgð einstakl-
inganna í þjóðfélaginu.
Höfundur starfar við Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans.
Hún skipar 12. sæti & framboðs-
lista Kvennalistans íReykjavík.
Tvennskonar
aðferðir notaðar
við gerð skoðana-
kannana hér á landi
Elías Héðinsson, lektor við Háskóla íslands.
Undanfarið hefur hver skoð-
anakönnunin af annarri
verið birt um fylgi stjómmála-
flokka og samtaka. Misjafnar
aðferðir eru notaðar við gerð
þessara kannana og borið hefur
á því að leikmenn ættu erfítt
með að átta sig á því í hveiju
munurinn liggur. Morgunblaðið
ræddi við Elías Héðinsson, lektor
í aðferðafræði við Háskóla ís-
lands, um helstu einkenni þeirra
aðferða sem notaðar em við gerð
skoðanakannana hér á landi.
„Flestar skoðanakannanir eru
úrtakskannanir og í slíkum könn-
unum er tilgangurinn sá að
alhæfa út frá svörutn tiltölulega
fámenns hóps, sem myndar svo-
kallað úrtak, yfír á mun stærri
hóp. En til þess að slíkt sé mögu-
legt þarf úrtakið að uppfylla viss
skilyrði. Meginforsendan er sú
að úrtakið sé valið á þann hátt
að alger tilviljun ráði hveijir
lenda í úrtakinu.
— Hvaða munur er á þeim
aðferðum sem notaðar em við
gerð skoðanakannana hér á
landi?
Fjórir aðilar stunda um þessar
mundir nokkuð reglubundnar
skoðanakannanir hérlendis,
SKÁÍS, DV, Hagvangur og Fé-
lagsvísindastofnun Háskóla
„Kvótakannanir
fræðilega
ófullkomnar,“
segir Elías
Héðinsson,
lektor í
aðferðafræði
íslands. Þessir aðilar nota tvenns
konar aðferðir. Annars vegar era
Félagsvísindastofnun og Hag-
vangur, sem nota svokölluð til-
viljunarúrtök sem unnin era upp
úr þjóðskrá að fengnu leyfí
Tölvunefndar og Hagstofu Is-
lands og mikið er lagt upp úr því
að hafa upp á þeim einstakling-
um sem lenda í úrtakinu. Þetta
er gert til að tryggja að úrtakið
endurspegli raunveralega þjóð-
ina, það er sýni rétt hlutföll af
þjóðinni hvað varðar þætti eins
og búsetu, aldur, kyn, starf o.s.
frv. og það er mjög mikilvægt
að þessi hlutföll raskist ekki.
Úrtaksstærðin hjá Félagsvísinda-
stofnun er 1.500 manns í stjóm-
málakönnunum, en þeim mun
stærra sem úrtakið er, þeim mun
nákvæmari verða niðurstöðum-
ar.
Hins vegar er svo sú aðferð
sem DV og SKÁÍS nota við
skyndikannanir. Þar er í raun
ekki hægt að tala um úrtak, þó
það sé oftast gert, heldur er not-
aður nokkurs konar kvóti. Talað
er við ákveðinn fjölda einstakl-
inga, oftast 600-800 manns. í
þessum könnunum er samsetning
„úrtaksins" ekki ákveðin í upp-
hafí, heldur ákveðið að ná í
tiltekinn fjölda einstaklinga og
þess aðeins gætt að búseta og
kynferði sé í réttum hlutföllum
við þjóðina. Ekki er vitað hvort
hópurinn endurspeglar þjóðina
að öðra leyti. Ákveðinn fjöldi
símanúmera er valinn úr síma-
skrá. Ef ekki svarar í einu númeri
er einfaldlega hringt í það næsta
og kvóti fylltur, t.d. talað við 300
konur og 300 karla. I þessum
könnunum er ekki vitað um þætti
eins og aldur og starf.
Fræðilega era kvótakannan-
imar ófullkomnar. Það er auðvit-
að hægt að gera hlutina án þess
að uppfylla ströngustu kröfur og
útkoman verður alveg þokkaleg,
en eins og ég hef bent á þekkjum
við ekki skekkjumar.
— í sumum löndum, t.d. í
Bandaríkjunum, er ekki mögu-
leiki á þjóðskrárúrtökum og þess
vegna algengast að notuð séu
símanúmeraúrtök. Era þá kann-
anir þar í landi ómarktækar að
þínu mati?
„Nei, því það era margvíslegar
aðferðir notaðar til að velja síma-
númer á tilviljunarkenndan hátt.
Til að halda tilviljunareiginleik-
um úrtaksins eru númer ákveðin
fyrirfram og þeim haldið inni í
könnuninni, ef ekki svarar er
reynt aftur, en nýjum númerum
ekki bætt inn í könnunina. í ann-
an stað er séð til þess að tilviljun
ráði við hvem er talað á heimilinu
eftir að samband hefur náðst.
Þetta er gert á ýmsan hátt. Mér
er ekki kunnugt um að notuð séu
hér á landi nein af þeim atriðum
sem tryggt geta tilviljunareigin-
leika símanúmeraúrtaka. Enda
veldur slíkt örugglega meira
umstangi en að nota þjóðskrárúr-
tök.
En nú hefur það sýnt sig að
kannanir DV hafa komist ótrú-
Iega nálægt úrslitum kosninga?
Niðurstöður fara oft saman í
báðum gerðum kannana, en kvó-
takönnunum fylgir áhættuþáttur
Morgunblaðið/Júlíus
sem ekki er hægt að meta. Það
er ósköp stutt reynsla komin á
kosningakannanir þeirra, en það
hefur sýnt sig erlendis að kvóta-
kannanir hafa gengið ágætlega
í nokkur skipti, en síðan brugð-
ist. Hins vegar nýtist sá kostur
að hægt er að Mmkvæma þess-
ar kannanir á mjög skömmum
tíma, jafnvel rétt fyrir kosningar.
Það skiptir ekki svo litlu máli ef
breytingar á fylgi eiga sér stað
á síðustu dögunum, auk þess sem
margir ákveða sig síðustu dag-
ana. En hluti eins og sveiflur á
fylgi Kvennalistans í Reykjavík
og Alþýðubandalagsins í tveimur
nýlegum könnununum DV sem
gerðar vora með stuttu millibili
er ekki ólíklegt að rekja megi til
lítilla úrtaka og ófullkominnar
úrtaksgerðar. Það má segja að
fullkomlega réttmætt sé að nota
ólíkar aðferðir við gerð skoðana-
kannana, en það verður að greina
rækilega frá þeim forsendum
sem könnun byggist á og þeim
§ölda svara sem einstakar pró-
sentur eru reiknaðar út M,
þannig að fólk geti sjálft áttað
sig á út frá hveiju er gengið.