Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
47
Kammerkór gleðilegt sumar
frá Miinster
_______Tóniist
Jón Ásgeirsson
Kammerkór frá Munster í West-
falen hefur verið á ferðalagi hér á
landi, sungið á Akureyri, Húsavík,
á Laugum og í Reykjavík laugar-
daginn fyrir páska. Þá mun kórinn
og hyggja á tónleika í Skálholti á
páskadag. Samkvæmt efnisskrá er
kórinn stofnaður á þessu ári en
þegar betur er lesið mun það ekki
vera rétt, því kórinn á að baki nokk-
urt starf og hefur m.a. tekið þátt
í söngkeppnum allt frá 1983.
Viðfangsefni kórsins eru
margvísleg, allt frá kirkjuverkum,
nýjum og gömlum, til veraldlegrar
tónlistar eins og madrigala, evróp-
skra þjóðlaga, negrasálma og
barbershop-söngva. A tónleikunum
í Gamla bíói sl. laugardag flutti
kórinn mardrigala, þjóðlög frá ýms-
um löndum en síðast á efnisskránni
voru barbershop-söngvar og dæg-
urlög. Aðrir tónleikar sem fyrir-
hugað var að halda í Hallgríms-
kirkju, þar sem flytja átti tónverk
eftir ýmsa meistara tónlistarsög-
unnar, hefðu líklega verið meiri og
betri skemmtan. Því miður féllu
þeir tónleikar niður, þar sem kórinn
var veðurtepptur fyrir norðan.
Skemmtitiltektir, eins og ítalska
salatið og undarlegur samsetningur
um lagið Silunginn, eftir Schubert,
má sjálfsagt skemmta sér við á
góðri stundu, en heldur er þetta
ókræsilegur samsetningur til hlust-
unar á söngtónleikum.
Þrátt fyrir gamallúin dægurlög
söng kórinn eitt og annað af fal-
legri tónlist, madrigala eftir Bennet,
Weelkes og þjóðlög frá ýmsum lönd-
um, og svo sem eins og heyra mátti
í dægurlögunum var söngur kórsins
mjög áferðarfallegur og hefði því
trúlega verið ágæt skemmtan í að
heyra eitthvað af þeim verkum, sem
kórinn söng á Akureyri og Húsavík.
Annað atriði er vert að gaumgæfa,
að nauðsynlegt er fyrir þá er hyggja
á tónleikahald að hafa samband við
fjölmiðla, bæði til að auglýsa og fá
birtar fréttir, því annars er næstum
sjálfgefið að áheyrendur láta sig
vanta. Auk þess ber að hafa í huga
að framboð á tónleikum er mjög
mikið, svo að hljómleikagestum er
nauðugur einn sá kostur, að velja
og hafna, og það gera þeir svo sann-
arlega.
MALLORKA
S
^■/2 \ t i
Royal Torrenova
Gististaður í sérflokki.
Ferftaskrifstofa, Hallveigarstig 1 símar 28388 og 28580
Ég kýs
ðisflokkinn
vegna þess að reynslan hefur sýnt að honum er einum
treystandi til að mæta kröfum ungs fólks um aukið frjáls-
ræði. Ungt fólk hafnar pólitískri og efnahagslegri forsjó
ríkisvaldsins.
Pálmar Sigurðsson,
körfuboltamaður, Hafnarfirði.
Á RETTM LEIÐ ... X-D
í/V/V^K