Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 49
49
MORGUNBLAÐIÐ, HMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
Minning:
Sigmjóna Jóhannes-
dóttirfrá Laxamýri
Fædd 28. maí 1916
Dáin 15. apríl 1987
Síðla sumars 1922 fluttist sex
ára stúlka frá heimili sínu á Laxa-
mýri í Aðaldal suður til Hafnar-
fjarðar frá föður og fímm systrum.
Hún hafði skömmu fyrir jólin árið
áður misst móður sína, sem aðeins
var 46 ára að aldri. Þegar skipið,
sem hún kom með í fylgd foður
síns, lagðist að bryggju, biðu henn-
ar foreldrar mínir, sem tóku hana
að sér til fósturs, en litla stúlkan
og móðir mín voru systkinadætur.
Hún er minnisstæð myndin frá
fyrstu dögum hennar í nýjum heim-
kynnum. Með fagurlega fléttað
hárið og prjónahúfu hvílir fíngerða
telpan með bros á vör í faðmi fóstur-
móður, sem ætíð veitti henni sama
ástríki og eigin bömum og uppeldi
með trú á guð og fagurt fordæmi
sem kjölfestu.
Sigga, eins og hún var oftast
kölluð, kom og var alltaf sem „sann-
ur sólargeisli" í lífi foreldra minna.
Hún var „prúð, síglöð og skemmti-
leg“, eins og faðir minn komst að
orði í bréfí til föður hennar.
Hún lést 15. apríl sl., tæplega
71 árs, eftir margra ára þungbær
veikindi. Útför hennar fer fram á
morgun frá Dómkirkjunni. — Við
ylinn af hugljúfum minningum um
fóstursystur mína vil ég minnast
hennar með nokkmm orðum en
umfram allt þakka þá miklu hlýju,
góðvild og órofa tryggð, sem hún
sýndi fósturforeldrum sínum og
okkur systkinunum.
Siguijóna fæddist á Laxamýri í
Suður-Þingeyjarsýslu 28. maí 1916.
Hún var yngst ellefu bama hjón-
anna Jóhannesar Baldvins Sigur-
jónssonar og Þórdísar Þorsteins-
dóttur. Þau eignuðust sex dætur
og fímm syni, sem allir dóu í
bemsku. Af dætrunum eru auk Sig-
uijónu þtjár fallnar frá, Jóna, 1956,
Snjólaug, 1957, og Soffía, 1985. A
lífi eru Margrét, hjúkrunarkona, og
Líney, rithöfundur.
Jóhannes, faðir Siguijónu, var
elstur bama Siguijóns Jóhannes-
sonar, stórbónda og sveitarhöfð-
ingja á höfuðbólinu Laxamýri, og
konu hans, Snjólaugar Guðrúnar
Þorvaldsdóttur frá Krossum, Ár-
skógsströnd. — Jóhannes var mikill
gáfumaður, stundaði tungumála-
nám í Kaupmannahöfn og lauk
stúdentsprófí. Hann var einkar vel
að sér í enskri tungu og mikill
áhugamaður um grasafræði. Hann
hóf búskap á Laxamýri 1896 í fé-
lagi við Egil bróður sinn og tíu árum
síðar seldi faðir þeirra þeim þessa
miklu kostajörð ásamt fjórum
grannjörðum, sem hann átti. Jó-
hannes lét af búskap 1924 eða
rúmum tveim árum eftir fráfall
konu sinnar.
Þórdís, móðir Siguijónu, var mik-
ilhæf húsmóðir, dóttir Þorstejns
Þorvaldssonar, bónda á Stóru- Há-
mundarstöðum, Árskógsströnd, en
hann var bróðir Snjólaugar á Laxa-
mýri. Voru forldrar Siguijónu því
systkinaböm. — Móðurfaðir Þor-
steins Þorvaldssonar, Baldvin, var
bróðir Hallgríms, föður þjóðskálds-
ins Jónasar.
Fljótt kom í ljós, að Siguijóna
bjó yfir fjöiþættum hæfíleikum og
miklum mannkostum. Henni sóttist
vel allt nám og lauk prófí frá Flens-
borgarskóla vorið 1932. Hún var
skarpgreind, einbeitt og iðin, sjálf-
stæð í skoðunum, aðlaðandi með
létta og glaða lund. Hún var vel
hagmælt, en lét lítið á því bera. Á
skólaárunum samdi hún góðar smá-
sögur, en hún var ritfær vel, víðlesin
og hafði yndi af góðum bókmennt-
um.
Foreldrum mtnum reyndist hún
mikil hjálparhella. Hún passaði okk-
ur systkinin og leiðbeindi og var fús
að aðstoða í verslun fósturföður
síns. Þar var hennar fyrsti skóli í
afgreiðslustörfum.
17 ára fluttist hún til Reykjavík-
ur og fékk samastað hjá Jónu,
systur sinni, sem þá hafði stofnað
heimili. Siguijóna vildi sem fyrst
reyna að standa á eigin fótum í
lífsbaráttunni og það tókst henni
með mikilli prýði.
Hún hóf störf hjá Kaupfélagi
Reykjavíkur, síðar Kron, og var þar
til 1943. Um tíma veitti hún for-
stöðu einni af verslunum Kron í
Reykjavík sem deildarstjóri. Mun
það fátítt, að konur hafí á þeim
árum valist til slíkra trúnaðar-
starfa. — Fólki þótti eftirsóknarvert
að eiga við hana viðskipti. Hún átti
ósvikna þjónustulund, var greiðvik-
in, lipgur og snögg við afgreiðslu
og samviskusöm í trúnaði við hús-
bændur og viðskiptavini.
Á árinu 1943 verða þáttaskil í
lífi hennar. Hún stofnar þá til hjú-
skapar með Baldri Guðmyndssyni,
sem var sonur hjónanna Guðmund-
ar Benediktssonar, gullsmiðs á
Seyðisfirði, ogGuðbjargar Sæunnar
Ámadóttur. Baldur lést 1983. Hann
stundaði lengi ýmis kaupsýslustörf,
var um tíma framkvæmdastjóri Al-
þýðuflokksins og kom fyrr á árum
við sögu í leiklistarlífinu sem góður
leikari.
Þau eignuðust fjögur böm. Eitt
þeirra, Jóhannes Baldvin, dó
skömmu eftir fæðingu, en hin eru:
Gunnlaugur, arkitekt, starfandi í
Köln í Þýskalandi, Guðbjörg Þórdís,
snyrtifræðingur, og Jóna Margrét,
sjúkraliði. Það var gæfa þeirra að
eiga ástríka og samhenta foreldra,
sem létu sér annt um að koma böm-
unum til manndóms og þroska.
Ég á margar bjartar endurminn-
ingar frá heimsóknum til Siguijónu,
Baldurs og baraanna. Þar á heimili
ríkti andi glaðværðar, Ijúfmennsku
og gestrisni. Oftast var tekið lagið,
þegar fjölskyldan kom saman í jóla-
og afmælisboðum, en Sigga var
söngelsk og lék á hljóðfæri. Hún
hafði sjálf notið gleði söngs og
hljóðfæraleiks hjá fósturforeldmm
sínum og lét bömin fljótt læra vers
og vísur. Var með ólíkindum, hversu
snemma þau gátu raulað lög, sér
og öðmm til ánægju.
Siguijóna hafði yndi af samvist-
um við náttúmna og var með opinn
hugann fyrir dásemdum sköpunar-
verksins. í sumarbústaðnum, sem
þau hjónin áttu lengi í Vatnsenda-
landi, kappkostaði hún að kenna
bömunum að þekkja blóm og annan
jarðargróður. Hún naut þess ríku-
lega að vera sem mest í návist
þeirra. Hún var fómfús og gæsku-
rík móðir.
Böm Siguijónu gætu gert að sínu
eftirfarandi erindi í kvæðinu „Til
móður skáldsins", sem föðurbróðir
hennar, Jóhann skáld Siguijónsson,
tileinkaði móður sinni:
„Ég veit, að það besta, sem í mér er
í arfleifð ég tók frá þér.
Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund
sem getur brosað um vorfagra stund
og strengina mína, sem stundum titra
er stráin af náttköldum daggperlum glitra
stemmdi þín móðurmund".
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Arni Gunnlaugsson
t
Utför föður okkar, tengdaföður, sonar og bróður,
EINARS INQA JÓNSSONAR,
prentsmiðjustjóra,
veröur gerö frá Dómkirkjunni ó morgun föstudag 24. april kl. 13.30.
Kristján Ingl Efnarsson, Ásdfs Lllja Emllsdóttir,
Hildur Einarsdóttlr, Sigmundur Hannesson,
Ásdfs Hrund Einarsdóttir, Erling Nasse,
Jón Vilhjálmsson, Erla Jónsson.
t
Faðir okkar,
JÓN GUÐMANN SIGURJÓNSSON,
lést i Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar pálmasunnudag 12. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigrfður Guðrún Jónsdóttir,
Mary Valdfs Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín og móðir,
UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
BrúsastöAum,
er andaöist ó heimili sínu miövikudaginn 15. apríl, verður jarð-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 15.00.
Björn Björnsson,
Sigrfður Þórðar.
t
Eiginkona mín og móir okkar,
HALLDÓRA GUÐLAUG KJARTANSDÓTTIR,
verður jarösungin fró Bústaðakirkju föstudaginn 24. apríl kl. 15.00.
Fyrir hönd tengdamóður, tengdasona og barnabarna,
Guðmundur Már Brynjólfsson,
Sesselja Þ. Jónsdóttir,
Una Marfa Guðmundsdóttir,
Sólrún Erla Guömundsdóttir.
„Einhvers staðar
er einhver að smíða veröld
úr óskum þínum"
(Þorsteinn M Hamri)
Veröld sem hvem mann dreymir
um að líta augum. Veröld sem með
draumum okkar verður jafn fögur
og hún amma. Stundum verður
okkur fótaskortur í framtíðinni og
þá mun reynsla hennar ömmu okk-
ar verða sem klettur í hafróti lífsins.
Við höldum áfram í leit að sannleik-
anum. Amma hefur hlotið hann í
heilu lagi og þess vegna vitum við
að hún er á göngu með honum afa,
sælli en nokkru sinni fyrr, einhvers
staðar í ósk okkar allra.
Kolbrún,
Jónína María,
Sigurjón Baldur.
Hinn 15. apríl lézt frú Siguijóna
Jóhannesdóttir eftir langvarandi
veikindi. Á morgun verður hún jarð-
sett að lokinni útfararathöfn í
Dómkirkjunni í Reykjavík. Með
henni er gengin góð og grandvör
kona, sem innti lífsstarf sitt af hendi
eins og bezt varð á kosið og gengur
nú til móts við það vor og sumar
nýs lífs, sem við trúum að bíði okk-
ar handan móðunnar miklu.
FVú Siguijóna fæddist á Laxa-
mýri í Suður-Þingeyjarsýslu hinn
28. maí 1916. Aðeins 6 ára gömul
fór hún í fóstur til frænku sinnar,
frú Snjólaugar Ámadóttur, og
manns hennar, Gunnlaugs Stefáns-
sonar, kaupmanns í Hafnarfírði.
Þar óíst hún upp allt til 17 ára ald-
urs, að hún fluttist til Reykjavíkur.
Uppvaxtarárin á hinu merka og
þjóðkunna heimili fósturforeldra
hennar hafa áreiðanlega verið eitt-
hvert bezta vegamesti, sem henni
gat hlotnast í lífínu, til viðbótar því
góða atgervi, sem hún hlaut í
vöggugjöf. Þar ólst hún upp sem
eitt bama í systkinahópi og ætíð
síðan voru þau tengd þeim sterku
tilfínningaböndum, sem einkenna
góð systkin. Það var henni miki'A
styrkur í lífínu og fyrir það var hún
þakklát.
Frú Siguijóna giftist Baldrí Guð-
mundssyni árið 1943. Þau eignuð-
ust saman fjögur böm, þar af
komust þijú til fullorðinsára. Elztur
þeirra er Gunnlaugur, arkitekt í
Köln í Vestur-Þýskalandi. Næst
honum að aldri er Guðbjörg Þórdís,
snyrtifræðingur í Reykjavík, og
yngst er Jóna Margrét, sjúkraliði.
Allt er þetta hið bezta fólk, sem
hefur með fullum sóma gegnt sínum
hlutverkum í lífínu.
Framan af ævi sinni hafði vinur
minn, Baldur Guðmundsson,
margvísleg kaupsýslustörf með
höndum. Hann tók síðan við starfí
framkvæmdastjóra Alþýðuflokks-
ins og gegndi því um margra ára
skeið við hinar erfíðustu aðstæður.
Ég efast ekki um, að þeir erfíðleik-
ar hafí oftsinnis komið niður á'
heimili hans, ekki sízt konunni
góðu, sem kvödd er í dag. En hún
var honum stoð og stytta alla tíð
og til viðbótar naut hann ætíð þeirr-
ar eindrægni og samheldni, sem
jafnan einkenndi fjölskyldulífíð.
Síðustu ár sín var Baldur sárþjáður
af þeim veikindum, sem siðan lögðu
hann að velli. Þótt frú Siguijóna
gengi þá heldur ekki heil til skógar
veitti hún honum allan sinn stuðn-
ing meðan hún mátti. Þannig stóðu
þau saman þar til yfír lauk.
Þegar ég mæli nú eftir þessa
látnu öðlingskonu er það gert með
virðingu og þökk fyrir allt hennar
góða lífsstarf. Þegar þessi góðu.
hjón em nú bæði gengin er fullvíst,'
að minning þeirra muni lengi lifa
meðal okkar, sem áttum þau að
vinum og félögum í þeirri löngu
baráttu, sem hreyfing okkar hefur
þegar háð fyrir betra og bjartara
mannlífi á Islandi. Bömum þeirra
votta ég samúð mína við andlát frú
Siguijónu; hún gaf þeim allt sem
hún átti og þess munu þau og niðj-
ar þeirra alla tíð njóta.
Sigurður E. Guðmundsson
t Minningarathöfn um eiginkonu mína, móöur, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐIJÓNSDÓTTUR, Kleppsvegl 28, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.30. Útför verður gerö frá Víkurkirkju laugardaginn 25. apríl kl. 14.00. Jón Hallgrfmsson, Sigurgrfmur Jónsson, Sigrún Scheving, Erien Jónsdóttir, Matthfas Gfslason, Elfn Jóna Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson og barnabörn.
t Maðurinn minn, RAGNAR G. JÓNSSON, RauðalæklB, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 10.30. Guörún Benediktsdóttir.
t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS INGA ÁRNASONAR frá Huröarbaki, Bústaðavegl 69. Guörún Ólafsdóttir, FrlArlk Friðlelfsson, Guðmundur Ólafsson, GuArún Vigfúsdóttlr, Unnur Ólafsdóttir, AlfreA Eymundsson, Alexfa M. Ólafsdóttir, Jens Halldórsson, Ámi Ólafsson, Elsa Kaldalóns Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Helga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t Þökkum auðsýnda samúö og hlýhug viö andlót og jaröarför HELGU JÓNSDÓTTUR, GarAI, Hauganesl. Sórstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.