Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 50
r-rS . Ví>í»r cé avjh imwwnt
50 _______________________MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
Hjónaminning:
Karlína Jóhannsdótt- I
ir og Flosi Pétursson I
Karlina
Fædd 8. apríl 1901
Dáin 14. apríl 1987
Flosi
Fæddur 2. júlí 1902
Dáinn 3. janúar 1987
Það varð ekki langt á milli þeirra.
Okkur, vinum og frændum, þótti
það síður en svo undarlegt. Það
,náin voru þau hvort öðru að í vit-
und okkar voru þau eitt; og sjálf-
sagt ekki einungis í hugum okkar
heldur líka í raun.
Kynni þeirra hófust á fögrum
sumardögum í Eyjafirði árið 1929.
Hún hét Karlína og var Jóhanns-
dóttir, hann Flosi Pétursson. Þau
voru náskyld, systraböm, en höfðu
þó ekki kynnst fyrr en þetta sumar
þegar þau voru bæði komin undir
þrítugt. Karlína var fædd 8. apríl
1901, dóttir hjónanna Sigríðar
Jónsdóttur frá Laugalandi á Þela-
mörk og Jóhanns Ámasonar frá
Hvammkoti á Höfðaströnd. Flosi
var fæddur 2. júlí 1902, sonur hjón-
anna Kristínar Jónsdóttur, systur
Sigríðar, og Péturs Gunnarssonar
frá Torfum í Eyjafirði, en þau
bjuggu síðan lengi í Sigtúnum. Þeg-
ar þetta sumar rennur upp hefur
Flosi veirð um skeið við trésmíða-
nám á Akureyri hjá Hjalta Sig-
urðssyni. Hann heldur heim um
vorið til að hjálpa foreldrum sínum
í sumarönnum. Karlína hefur alist
upp í fóreldrahúsum í Skagafirði,
gerst ung sýsluskrifari hjá Kristjáni
Linnet sýslumanni og flust með fjöl-
skyldu hans til Vestmannaeyja er
hann tekur við bæjarfógetaembætti
þar. Hún gegnir fleiri störfum en
skriftum hjá Linnet. Hún dvelst á
heimili hjónanna, sinnir þar venju-
legum húsverkum, er bamfóstra og
raunar partur af fjölskyldunni um
árabil. Tengsl hennar við Linnets-
fólkið verða það sterk að þau bresta
ekki meðan ævi varir. Karlína veik-
ist alvarlega seint á þriðja áratugn-
um en sigrast á veikindunum og
heldur til sumardvalar til frænku
sinnar og manns hennar í þann
sæludal sem Eyjafjörður er. Þess
er vænst að þar nái hún sér eftir
sjúkleikann.
Þannig var högum þeirra háttað
sumarið góða og síðan áttu þau
samleið alla tíð. Þau gifust 20. maí
1930 og reistu heimili sitt á Akur-
eyri. Þar fæddust þeim synimir
tveir, Skúli málarameistari, ráðs-
maður Menntaskólans á Akureyri,
og lngvi rakarameistari.
Eg man þau við Hamarsstíg en
lengst við Oddeyrargötu. Til þeirra
var gott að koma. Þau vom ólík
ásýndum þó skyld væru. Flosi var
vörpulegur maður og karlmannleg-
ur, svipmikill og lagði frá honum
bjamyl eins og mörgum frændum
hans af Gilsætt. Karlína var fremur
lág vexti og grönn, fríð kona og
brosmild, og átti hlýju aflögu fyrir
umhverfi sitt eins og maður henn-
ar. Þegar við, frændfólkið á Siglu-
fírði, dvöldumst á Akureyri eða
áttum leið þar um var jafnan kom-
ið til Köllu og Flosa. Óll áttum við
þar gott athvarf. Ég og systkini
mín tvö stunduðum nám í Mennta-
skólanum á Akureyri og nutum
þess að eiga þau að. Og alllöngu
síðar, þegar dóttir mín var í MA,
átti hún þar hauka í homi sem þau
hjón vom.
Öll þessi ár stundaði Flosi iðn
sína en Karlína sinnti heimilisstörf-
um. Hann vann löngum hjá Stefáni
Reykjalín byggingameistara. Sam-
starf þeirra var með afbrigðum
gott og vinátta Stefáns honum mik-
ils virði. Um langan aldur var hann
yfírsmiður við hina nýju heimavist
Menntaskólans á Akureyri. Tókust
góð kynni milli hans og Þórarins
Bjömssonar skólameistara. Flosa
fór eins og mörgum öðmm, að því
betur sem hann kynntist meistara
þeim mun meira dáði hann mann-
kosti hans og gáfur. Þórarinn kunni
líka vel að meta Flosa, verkhyggni
hans og trúmennsku. í ræðu, sem
hann flutti við opnun setustofu í
heimavistinni, sagði hann m.a. um
Flosa: „Er gaman að fínna, hve
samgróinn hann er orðinn húsinu
og hefur fengið á því eins konar
föðurást, svo að honum líður illa,
ef þar fer eitthvað afíaga eða hon-
um fínnst því misboðið á einhvem
hátt.“
Hjónaband Karlínu Jóhannsdótt-
ur og Flosa Péturssonar varði hálfa
öld og nærri sjö ámm betur. Það
einkenndist af því að ást þeirra
þvarr ekki í áranna rás, miklu held-
ur að hún styrktist. Gagnkvæm
virðing, eindrægni og takmarka-
laust traust mótuðu samskipti
þeirra. Heimili þeirra var hlýtt og
notalegt, kyrrlát vin á erilauðnum
þess neyslusamfélags sem metur
fólk fremur eftir því sem það á en
því sem það er. Hvorugt þeirra
kunni þær listir að sýnast fyrir
mönnum. Sýndarmennska þrífst
ekki þar sem em sannar manneskj-
ur, heilsteyptar og heiðarlegar.
Síðustu æviárin vom Flosa Pét-
urssyni erfíð. Hann var farlama
maður, gat vart tjáð sig, og vissu
fáir hvort hann næmi mál manna
eður ei. Á þeim dimmu dögum sýndi
Karlína hvað í henni bjó. Þótt hún
hefði sjálf löngum verið heilsutæp
var eins og henni ykist þróttur er
þrek hans þvarr. Fyrst annaðist hún
hann á nýja heimilinu þeirra á Dval-
arheimilinu Hlíð; síðar, þegar hann
lá máttvana í sjúkrahúsi, leið varla
sá dagur að hún gengi ekki þangað
til að sitja hjá honum, vera honum
stoð, eiga með honum stund, vinin-
um sínum kæra. Hún kunni ekki
að bregðast; hún gat ekki hlíft
sjálfri sér ef henni fannst þörf fyrir
krafta sína; hún tók af heilindum
undir með Stephani G.:
„Hvar sem mest var þörf á þér,
þar var best að vera.“
Ef til vill var það ekki tilviljun
að drengskaparímynd forfeðra
vorra var ekki síður bundin konum
en körlum. „Ég var ung gefín
Njáli," mælti Bergþóra, „og hef ég
því heitið honum að eitt skyldi
ganga yfír okkur bæði.“ Þær hafa
lifað margar slíkar á landi voru ald-
imar allar síðan Bergþóra gekk
hinsta sinni til hvílu með manni
sínum og dóttursyni. Ein þeirra var
Karlína Jóhannsdóttir.
Þegar sjúkdómsstríði Flosa slot-
aði, 3. janúar í Vetur, fannst Karlínu
hlutverki sínu hér á jörð lokið. Þó
að hún héldi skýrleika sínum, minni
og óvenjulegu andlegu fjöri til
hinstu stundar hafði hún raunar
aldrei gengið heil til skógar síðan
hvíti dauðinn ógnaði henni ungri.
En henni hafði gefíst óskýranlegur
kraftur meðan ástvinur hennar
þurfti á styrk að halda.
„Og nú fór sól að nálgast æginn
og nú var gott að hvíla sig.“
Karlína Jóhannsdóttir fékk hægt
andlát 14. apríl. Hún hafði lifað
fallega og henni auðnaðist að deyja
fallega.
Guð blessi þau hjónin bæði og
ástvinum þeirra minningar sem
hvergi slær á skuggum eða fölskva.
Ólafur Haukur Árnason
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
ELÍNAR EIRÍKSDÓTTUR SÖEBECH
frá Ökrum.
Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimiiisins í Seljahlíð,
lækna og hjúkrunarfólks deildar 5-B, Borgarspítalanum.
Sigríður Söebech,
Kristjana Quinn,
Sunna Söebech,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
HERMANNS G. HERMANNSSONAR
trósmíðameistara,
Njðlsgötu 92,
Reykjavfk.
Dýrlaug Hermannsdóttir,
Björg S. Hermannsdóttir,
Ingvi Þorsteinsson,
Unnur Jónasdóttir,
Jóhannes Bergstelnsson,
Gunnar Gfslason,
Inga L. Guðmundsdóttir,
Páll Sigurðsson.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
INGIBJARGAR J. HALL.
Sólrún Kjartansdóttir,
Kormákur Kjartansson,
Ingvi Þór Kormáksson,
Ársæll Þór Ingvason.
Hólmfríður Frlðsteinsdóttir.
Dagrún Ársælsdóttir,
LOKAÐ
Skrifstofa okkar verður lokuð eftir hádegi föstudaginn
24. apríl vegna jarðarfarar EINARS INGA JÓNSSONAR,
prentsmiðjustjóra.
Ólafur Þorgrímsson, hrl.,
Kjartan Reynir Ólafsson, hrl.
Lokað
Vegna útfarar EINARS INGA JÓNSSONAR, prent-
smiðjustjóra, verður prentsmiðjan lokuð á morgun,
föstudag 24. apríl
LETURprent,
Síðumúla 22.
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Skírlífi
Ég er ekki alinn upp á trúræknu heimili. Mér þætti fróðlegt
að vita hvort Biblían segir nokkuð um kynmök fyrir hjónaband.
Ég er þakklátur fyrir þessa spumingu því að hún bendir
til þess að þú viljir gera það sem er rétt, þó að þú hafí til
þessa verið ófróður um hvemig Guð vill að við breytum.
Já, Biblían segir margt um líkamlegt samneyti fyrir hjóna-
band. Hún segir skýrum orðum svo að ekki verður um villst
að kynmök fyrir hjónaband séu á móti vilja Guðs og að við
verðum krafín reikningsskapar ef við bijótum gegn honum
í þessu atriði. Biblían segir:
„Það er vilji Guðs að þér verðið heilagir. Hann vill að þér
haldið yður frá frillulífí (ensk þýðing: frá siðleysi í kynferðis-
málum), að sérhver yðar láti sér lærast að lifa hjúskaparlífí
við konu sína eina, í heilagleika og heiðri en ekki í gimdar-
bruna" (1. Þess. 4,3—5). Eitt boðorðið hljóðar svo: „Þú skalt
ekki drýgja hór“ (2. Mós. 20,14).
Það er nauðsynlegt að þú skiljir hvers vegna Guð hefur
gefíð þessi fyrirmæli. Meginástæðan er sú að Guð hefur
gefíð mannkyninu hjónabandið. Hann hefur sett fjölskyld-
unni ákveðið takmark sem aðeins verður náð innan vébanda
hjóanbandsins.
Guð vill t.d. að hjónabandið sé reist á gagnkvæmum kær-
leika og trausti. Kynmök utan hjónabandsins eyðileggja þetta
traust, enda gerir sá sem gengur í hjónaband heit frammi
fyrir Guði þar sem hann lofar hinum aðilanum, og honum
einum, tryggð og ást.
Fleira mætti segja um þetta mál, en ég vil leggja mikla
áherslu á þetta: Þó að svo kunni að vera að þú hafír ekki
hlotið trúarlegt uppeldi máttu vita að Guð elskar þig. Hann
skapaði þig og hann vill að þú þekkir sig á persónulegan hátt.
Ennfremur: Hann lætur sér annt um hvaðeina í lífí þínu.
Hann vill að þú varðveitir hreinleikann af því að honum er
i mun að hjónaband þitt, þegar þar að kemur, beri einkenni
virðingar og gleði.
Já, ég hvet þig til hreinlífís. En ekki það eitt: Ég býð þér
að snúa þér af öllu hjarta tilk Jesú Krists. Stígðu skrefíð í
trú með því að bjóða syni Guðs að koma inn í líf þitt og til-
veru. Það er ekki víst að þú skiljir allt en þetta verður
upphaf þess að þú eignast nýtt líf með Guði. Það veitir þér
dýrlegri gleði en nokkuð annað sem þú hefur kynnst.