Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
Handknattleikur:
Gunnar þjálfar
Stjörnuna
• íslenski landsliðshópurinn. F.v. Vigdís K. Guðmundsdóttir, formað-
ur B.S.Í., Ármann Þorvaidsson, TBR, Gunnar Björgvinsson, TBR, Njáll
Eysteinsson, TBR og Jóhann Kjartansson, þjálfari. Krjúpandi, f.v.
Guðrún Júiíusdóttir, TBR, Ása Pálsdóttir, TBR og Guðrún Gísladóttir,
"*lA.
Badminton:
ísland í 14. sæti
UNGLINGALANDSLIÐIÐ í bad-
minton tók um páskana þátt í
Evrópukeppni unglinga f badmin-
ton, sem fram fór í Varsjá í
Póllandi. Var keppt bœði í liða-
keppni og einstaklingskeppni, en
íslenska liðið hafnaði f 14. sœti.
„Fyrirkomulag keppninnar var þó
þannig að 14. sœtið gefur ekki
raunhæfa mynd af styrk liðsins,11
segir Jóhann Kjartansson, þjálfari
og bendir á að lið Norðmanna
hafi hafnað f þvf áttunda, en
Norðmennina hefur fslenska liðið
unnið f tvfgang.
„Það skiptir líka máii að menn voru
þreyttir þegar til úrslitaleiks við
Pólverja kom, voru þá samdægurs
búnir að leika gegn Spánverjum
og Svisslendingum," segir Jóhann,
en fyrirkomulag keppninnar er
þannig að liðunum 22 var skipt í
fjóra hópa eftir styrkleika og lentu
Islendingar í þriðja hóp, sem var
svo aftur skipt í tvo riðla. íslenska
liðið sigraði í sínum riðli, en tapaði
4:1 fyrir heimamönnum, sem sigr-
uðu í hinum riölinum.
Þá var keppt í einstaklingsflokkum
og gekk íslensku keppendunum
ekki nógu vel, að sögn Jóhanns.
Nokkrir komust í 2. umferð, en
enginn umfram það. „Þó okkur
hafi ekki gengið nógu vel, þá er
samt óhætt að segja að þeta
stefnir allt upp á við. Það vantar
dáiitla hörku í hópinn og metnað,
en það kemur," segir Jóhann.
GUNNAR Einarsson hefur verið
ráðinn þjálfari handknattleiksliðs
Stjörnunnar úr Garðabæ. Hann
tekur við af Páli Björgvinssyni og
mun þjálfa meistara- og 2. flokk
félagsins næstu 3 til 4 árin.
„Stjórnin og leikmenn stóðu
frammi fyrir því vandamáli að velja
milii Gunnars og Páls. Páll náði
góðum árangri með liðiö í vetur
og við berum hlýar tilfinningar til
hans. Niðurstöðurnar urðu þær að
Gunnar varð fyrir valinu. Ástæð-
urnar voru aðailega þær að
Gunnar er að koma heim eftir
þriggja 3 ára íþróttanám í Noregir
og er því með ferskar hugmyndir.
Hann mun einnig starfa sem
íþróttafulltrúi Garðabæjar," sagði
Guðjón Friðriksson, stjórnarmaður
í Stjörnunni í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Gunnar þjálfaði og lék með
Stjörnunni frá 1980 til 1984 og
kom þeim upp úr 3. deild í þá
fyrstu. Síðan þjálfaði hann Fred-
riksborg/ski í norsku 1. deildinni
með góðum árangri 1985 og 1986.
Jafnframt því að þjálfa meistara-
og 2. flokk félagsins næstu 3 til 4
árin mun hann taka við starfi
íþróttafulltrúa Garðabæjar.
Gunnar Einarsson.
NM íkörfubolta:
Gott að vinna tvo leiki
- segir Einar Bollason, landsliðsþjálfari
Frá Skúla U. Sveinssyni, blaðamanni Morgunblaösine I Danmörku
ÍSLENSKA landsliðið leikur fyrsta
leik sinn á Norðurlandamótinu f
körfubolta hér f Horsens f Dan-
mörku f dag og verður leikið gegn
H ■<> II
FIAT UNO
VERDFRÁ 283
i---ÞÚS.KR.
• •
SKIPTIKJOR
Dæmi:
Peningar
Lán til 6 mán.
Eldri bifreiö
kr. 70.000
kr. 63.000
kr. 150.000
Nýr FIAT UNO kr. 283.000,-
Sýnmgarsalurinn
er opinn virka daga frá kl. 09:00-18:00
og laugardaga frá kl. 13:00-18:00.
Umbooio Skeifunni 8 s. 91-68 88 50
Norðmönnum. Erfiður leikur, eins
og raunar allir leikir mótsins, og
búast menn við jafnri og
skemmtilegri keppni, þvf sjaldan
eöa aldrei hafa liðið verið eins
jöfn og einmitt nú.
Við sögðum frá því í gær hvern-
ig landsliðið er skipað. „Það var í
sjálfu sér ekki erfitt að velja þenn-
an hóp. Eftir að Ijóst var hverjir
kæmist í þessa ferð var ekki um
svo marga aö ræða. Við verðum
að reyna að vera með eins hávax-
ið lið og mögulegt er, þaö höfum
við lært í gegnum tíðina og þó við
eigum mikiö af litlum og snjöllum
leikmönnum heima duga þeir ekki
þegar komið er í keppni sem
þessa," sagði Einar Bollason,
landsliðsþjálfari er hann var spurð-
ur um valið á landsliðinu.
„Við erum dálítið spenntir að
sjá hvernig okkur gengur í þessu
móti. Við eigum möguleika á að
vinna öll liðin ef við hittum á góðan
leik. Við erum farnir að narta í
hælana á þeim þó svo við eigum
eftir að sína að við séum jafn góðir.
Ég held að við getum verið án-
ægðir með að vinna tvo leiki hér
og allt umfram það er mjög gott.
Á síöasta Norðurlandamóti urðum
við í 4. sæti, eins og reyndar á
næstu tveimur mótum þar á und-
an, og ef við náum að vinna tvo
leiki núna færumst við líklega upp
í 3. sætið, sem væri mjög gott.“
Já, Einar telur að viö eigum
möguleika á verðlaunasæti á
Norðurlandamótinu að þessu
sinni. Ef það á að takast þurfa
strákarnir að leika vel, og ekki er
einu sinni víst að það dugi, þvi hin
iiðin eru mjög áþekk að styrkleika
og allt getur gerst í íþróttum.
Svíar eru núverandi Noröur-
landameistarar og hafa því titil aö
verja. Þeir, ásamt Finnum og Norð-
mönnum urðu jafnir að stigum, en
Svíar unnu á hagstæðara inn-
byrðis skori. Það var mál manna
að þá heföu Norðmenn trúlega
verið með besta liðið, en þeir uröu
að láta sér lynda 3. sætið.
Á síðasta Norðurlandamóti tap-
‘aði ísland stórt fyrir Finnum,
munaði um 40 stigum er flautað
var til leiksloka, en töpuðu hins
vegar með fjórum stigum fyrir
Svíum. Við höfum aldrei unniö
Svía í körfubolta og aðeins einu-
sinni Finna, það var í Keflávík eftir
framlengdan leik. Norðmenn slóg-
um við út í Evrópukeppninni, sælia
minninga, og Dani eigum við að
geta unnið, þó svo þeir séu á
heimavelli að þessu sinni.
Róðurinn verður erfiður hjá
landsliðinu, en strákarnir eru til-
búnir að gefa sig alla í þessa
keppni til að sem bestur árangur
náist. ísland hefur trúlega aldrei
haft á að skipa eins sterku lands-
liði í körfubolta og menn lifa því í
voninni um að strákarnir geri góða
hluti hér í Horsens.
Tekstokkurað
vinna Norðmenn?
Frá Skúla Svelnssynl, blaAamannl MorgunblaAsins I Danmörku.
ÞAÐ er langt frá þvf aö dagskré
íslenska landsliðsins í körfu-
bolta sé auðveld. Æfing á
hverjum morgni og leikur síðari
hluta dags. Gamanið byrjar fyrir
alvöru f dag, með mikilvægum
og erfiöum leik gegn Norö-
mönnum.
Dagskrá mótsins er annars
þannig að í dag leika fyrst Danir
og Svíar, síðan (slendingar og
Norðmenn. Á morgun leika
Finnar fyrst við Norðmenn, síðan
er leikur á milli íslendinga og
Svía og loks leika Finnar sinn
annan leik þann daginn og þá
gegn Dönum.
Svíar og Norðmenn leika
fyrsta leikinn á laugardag og
Finnar og íslandingar þann
næsta. En síðasti leikur dagsins
verður á milli Dana og Norð-
manna. Á sunnudag, sem er
síðasti dagur mótsins, leika Svíar
og Finnar og síöasti leikur móts-
ins er á milli Dana og íslendinga.
Það má lesa út úr niðurröðun-
inni hjá frændum vorum Dönum,
að þeir telja úrslitaleikinn vera á
milli Svía og Finna og eftir þann
leik ætla þeir sór að vinna fslend-
inga fyrir fullu húsi áhorfenda.
Vonandi kemur ekki til þess!
Ef marka má æfingu hjá lands-
liðinu síðegis í gær munu þeir
Pálmar Sigurðsson, Guðni
Guðnason, ívar Webster, Guð-
mundur Bragason og Valur
Ingimundarson hefja leikinn í dag
gegn Norðmönnum.