Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 56
SIERKTKDRT Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Kjaradeilurnar: Múrarar sömdu Inótt SAMNINGAR tókust í deilu Múrarafélags Reykjavíkur og vinnuveitenda þeirra I nótt. Bankamenn boðuðu verkfall í gær frá og með 8. maí nk. til að leggja áherslu á kröfur sínar um breytingu á launakerfi. Bankamenn lögðu fram kröfur sínar á fundi hjá sáttasemjara í gær og frestuðu þá viðsemjendur þeirra fundi fram til föstudags. í gær boðaði ófaglært starfsfólk ^•Ííjúkrahúsinu á Húsavík og dvalar- heimilinu Hvammi verkfall 29. og 30. apríl og síðan ótímabundið frá 11. maí. Rafvirkjar og línumenn hjá ríkinu komu til fundar við viðsemjendur sína hjá ríkissáttasemjara í gær og var annar fundur boðaður á morg- un. Þá funduðu leiðsögumenn og viðsemjendur þeirra hjá sáttasemj- ara í gær og hefur annar fundur verið boðaður kl. 11.30 í dag. "Alþingiskosning-- arnar á laugardag: Rúmlega 171 þús- und eru á kjörskrá ÁÆTLAÐ er að kjósendur á . kiörskrá í alþingiskosningunum á laugardaginn verði um 171.400. Þar af verða kjósendur í Reykja- vík um 67.400. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar er kjörskrárstofn í Reykjaneskjördæmi 39.200, í Vest- urlandskjördæmi 10.100, í Vest- fjarðakjördæmi 6.800, í Norður- landskjördæmi vestra 7.300, í Norðurlandskjördæmi eystra 17.900, í Austurlandskjördæmi 9.000 og í Suðurlandskjördæmi 13.600. Búast má við einhverri fjölgun á kjörskrá á kjördag, þegar kjör- stjómir hafa lokið við að kveða upp úrskurði vegna kærumála. Morgunblaðið/Júlíus Hannes Snorrí Helgason farþegi í TF-KEM, á heimili sinu á Egils- stöðum í gærkvöldi. Giftusamleg nauðlending í Smjörfjöllum: Tveir komust af „Enginn tími til að verða hræddur,“ segir farþeginn Egilsstöðum, frá Helga Bjamasyni blaðamanni Morgunblaðsins. TVEIMUR mönnum var bjargað úr flaki eins hreyfils flugvélar sem nauðlenti á austanverðri Smjörfjallsheiði miili Vopnafjarðar og Hér- aðsflóa á áttunda tímanum í gærkvöldi. Mennina sakaði ekki. Ahöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF tók mennina um borð þar sem þeir voru á gangi til byggða, tæpa þijá kílómetra frá lendingarstaðn- um og flutti þá til Egilsstaða. Flugvélin er talin lítið skemmd og mun áhöfn þyrlunnar freista þess að ná henni niður af fjallinu í dag. Flugvélin sem er af gerðinni Cessna 152 og ber skrásetningar- stafína TF-KEM var á leiðinni frá Vopnafirði til Egilsstaða. Um kl. 19.33 tilkynnti flugmaðurinn til Flugmálastjómar í Reykjavík að hann ætti við hreyfílbilun að stríða. Fjórum mínútum síðar heyrði Fok- ker Friendship flugvél sem var á Hátíð í tilefni afmæl- is Halldórs Laxness í TILEFNI af 85 ára afmæli Halldórs Laxness efnir mennta- málaráðherra tíl afmælishátíð- ar I Þjóðleikhúsinu á afmælisdegi skáldsins í dag, sumardaginn fyrsta. „Að þessu sinni verða þau hjón- in bæði viðstödd hátíðardag- skrána í Þjóðleikhúsinu, en oft hefur staðið þannig á að þau hafa verið erlendis á stórhátíðum sem þessum," sagði Sveinn Einarsson leikstjóri sem sér um undirbúning hátíðarinnar. Hátíðin hefst með ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands. Sfðan mun Matt- hías Johannessen fjalla um skáldskap Halldórs og Sigurður Pálsson flytur honum kveðjur frá Rithöfundasambandi íslands. Einsöngvaramir Sigrún Hjálm- týsdóttir og Kristinn Sigmunds- son syngja lög eftir sjö tónskáld við ljóð Halldórs. Undirleik annast þau Anna Guðný Guðmundsdóttir og Jónas Ingimundarson. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les kafla úr íslandsklukkunni. Leikaramir Gísli Halldórsson, Jón Sigur- bjömsson og Jakob Þór Einarsson flytja stuttan kafla úr Krístnihaldi undir jökli, undir leikstjóm Sveins Einarssonar. Hátíðin hefst kl. 14 og er öllum heimiil ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. TF-KEM er eins hreyfils vél af gerðinni Cessna 152. leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur merki frá neyðarsendi. Leit hófst umsvifalaust. Flugmaðurinn Halldór Bergsson starfsmaður í flugtuminum á Egils- stöðum og farþeginn Hannes Snorri Helgason fjármálafulltrúi hjá RA- RÍK eru báðir í hópi eigenda vélarinnar. Hannes Snorri sagði í samtali við Morgunblaðið að mótor vélarinnar hefði drepið á sér yfir heiðinni. Flugmaðurinn hefði gert viðeigandi ráðstafanir og tilkynnt til Flugmálastjómar að hann yrði að nauðlenda. Hannes lýsti aðdraganda nauð- ' lendingarinnar og lendingunni þannig: „Við leituðum að lendingar- stað og höfðum nokkuð rúman tíma til þess. Þegar flugmaðurinn taldi sig hafa fundið nokkuð góðan stað lenti hann vélinni og tókst það vel. rÍörðu VOPNAFJÓRBUR' 1 -j ? Hér nauðlenti TF-KEM J/Héraðs- mh/fiói f 20 km [I 'H j>\ \ oi Þetta er efst á heiðinni og flatt e nokkuð grýtt þannig að véli skemmdist mikið í lendingunni. Þa var nóg að gera á meðan á þess stóð, þannig að ekki var tími til a vera hræddur. Ég reyndi þó a undirbúa mig sem best undir nauc lendinguna. Vélin stöðvaðis snögglega en við algerlega ómeidd ir.“ Sagði Hannes að hægra hjí vélarinnar hefði rifnað af í lending unni og framhjólið. Einnig hefi komið gat á skrokk vélarinnar fyri aftan hægra hjólið. Hannes Snorri bað sérstakleg fyrir þakkir til þeirra sem tóku þál í leit og björgun þeirra félaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.