Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 4" Verkaskipting kynj- anna hefur verið mjög skýrt afmörkuð í Afríku frá ómunatíð. Uppeldi stúlkna mið- ar að því að gera þær að góðum húsmæð- rum. Þessi Pókot- stúlka malar maís með steini. Slík vinnu- brögð eru nú víðast hvar úr sögunni. Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu: Ljósmynd/Kjartan Jónsson Ljósmynd/ValdÍ8 Magnúsdóttir Dæmigerð stelling húsmóður - við pott- ana. Það er mikil vinna að undirbúa eina einustu máltíð. Fyrst þarf að ná í eldivið, síðan að koma upp eldi. Vatnið ber hún heim á sjálfri sér. Engar vélar auðvelda henni störfin. 55 Bara kona U „Hvað á ég að gera þegar maðurinn minn vill ekki lengur vera lengur hjá mér? Nú, þegar ég er búin að fæða mörg böm, er ég víst ekki eins falleg og ungu stúlkumar og því dvelur hann alltaf hjá nýju konunni sinni. Hann kemur nú orðið bara þegar ég er búin að hirða maísinn af akurskikanum mínum og fer á brott með meg- nið af afrakstrinum til hinnar konunnar. Eg er skilin eftir með lítilræði, sem á að nægja mér og öllum bömunum til framfærslu Ljósmynd/Valdís Magnúsdótir Komung móðir í Pókothéraði í Kenýu. Þær sem fæða syni eru „góð- ar“ konur. Þær eru mönnum sfnum til sóma. út árið. Islendingur, sem alist hefur upp við starf rauðsokkahreyfíngar og séð konur fá flest þau „rétt- indi“ sem karlar hafa haft í gegnum tíðina, sér fljótt er til Afríku kem- ur, að þar er margt öðruvísi. Kona — hvað er hún? Frá fomu fari hefur aðskilnaður kynjanna verið mjög mikill í Afríku. Konur hittast og ræða sín mál og karlar sín. Á mannamótum sitja karlar sér og konur sér. Samfélag- inu er algjörlega stjómað af karlmönnum, og engum hefur dott- ið í hug að önnur skipan mála væri til, enda er litið svo á að konan hafi bara vit á við bam. Uppeldi stúlkna miðar allt að giftingu, að fæða böm og sjá um heimili. Piltur í giftingarhugleiðing- um tekur með sér ættmenni sín og gengur á fund foreldra þeirrar stúlku, sem hann hefur augastað á. Sé málaleitan hans vel tekið, eru haldnir fundir, þar sem gengið er úr skugga um að ekki sé of náinn skyldleiki á milli ungmennanna tveggja og að hvorar tveggja ætt- imar samanstandi af sómafólki. Eitt mikilvægasta umþingunarefnið er brúðarverðið. Frá ómunatíð hefur það yfírleitt verið greitt í kúm, og er svo víða enn. Hér er ekki verið að selja konuna í eiginlegri merk- ingu, heldur ber frekar að líta á þetta sem eins konar tryggingar- kerfí foreldra stúlkunnar eða elli- styrk. Það hefur oft sýnt sig að sé brúðarverð hátt, hugsar maðurinn betur um konuna en þegar það er lítið sem ekkert. Áður fyrr var gengið frá öllum málum án þess að stúlkan væri spurð álits. Slíkt viðgengst víða enn í dag, en nú verður það æ algengara að stúlkan fái að ráða, hveijum hún vill giftast. Eftir að brúðarverðið hefur verið innt af hendi, er konan í rauninni eign mannsins. Manngildi hennar kemur skýrast í Ijós við bamsfæð- ingar. Frá fomu fari hafa menn litið svo á að hún sé eins konar akur fyrir sæði mannsins. Á sama hátt og fræjum, sem sáð er, spíra og verða að plöntum, sem tilheyra eig- anda akursins, eru þau böm, sem kona fæðir, algjörlega eign manns- ins í mörgum afrískum samfélögum (ekki öllum), enda er litið svo á að þau komi í heiminn eingöngu vegna sæðisins, sem hann sáði í akur sinn. Menn hafa ekki vitað um egg kon- unnar. Skilji hjónin síðar meir, fer konan slypp og snauð til föðurhúsa — þaðan sem hún kom — bamlaus. Þetta er undirstaðan undir þá trú að maðurinn sé æðri er konan. Kona, sem getur ekki eignast böm, er einskis virði. Hún er mis- heppnuð, hversu mikla mannkosti sem hún kann annars að hafa. Ástæðan er sú, að Afríkumenn líta svo á, að þótt þeir deyi, lifí þeir áfram í sonunum og minningu af- komendanna við það, að þeir minnast þeirra með nafni. Þetta er þeirra skilningur á lífínu eftir dauð- ann. Þeir lifa þannig óeiginlega í afkomendunum. Falli nafn þeirra í gleymsku, hættir hið eiginlega framhaldslíf þeirra, og þeir verða hluti af hinni ópersónulegu anda- veröld. Ógæfa konunnar er sýnu meiri en mannsins, því að hann getur reynt að geta böm með ann- arri konu og bætt þannig úr vanda sínum, en óbyijan á ekki neinn sér nákominn, sem heiðra mun minn- ingu hennar eftir hennar dag. Bamleysið er óendanleg ógæfa og skömm fyrir hana sjálfa og fjöl- skyldu hennar, sem varir alla ævi. Þar sem líf föðurins lifír ekki áfram í dætrunum, er það líka ólán ef kona fæðir bara stúlkur. Víða má maðurinn fá sér aðra konu, eignist konan hans þijár stúlkur í röð án þess að fæða son. Sú kona sem fæðir manni sínum syni og stýrir heimili sínu vel, nýtur virðingar — hún er vel lukkuð. Staða konunnar hjá Pókotmönnum Flest af því sem nú hefur verið sagt á við um Pókotmenn í Kenýu. Þeir hafa venð hirðingjar frá fomu fari og því átt margar kýr og marg- ar konur. Nú hafa flestir þeirra tekið sér fasta bólfestu og leggja stund á akuryrkju. Þeir eiga ekki eins margar kýr og áður og því ekki eins margar konur. Eitt sinn er ég var við guðs- þjónustu í einum af söfnuðunum okkar, tók ég eftir konu sem var forsöngvari í almenna söngnum. Hijúf rödd hennar skar sig út úr. Það var greinilegt að hún naut þess að syngja. Hún heitir Súsana. Ég spurði hana um líf konunnar í um- hverfí hennar. Hún tjáði mér að skyldur kvennanna væru að sjá um mest allt sem gera þyrfti. Þær bera heim vatn, hálftíma gang hvora leið. Það er þeirra verk að höggva eldivið og bera hann heim, sjá um alla matargerð og bamauppeldi. Þær hugsa um húsdýrin, plægja akrana og gæta þeirra fyrir dýram og fuglum. „Hvað gera þá mennim- ir,“ spurði ég. „Þeir taka lífínu með ró, heimsækja hver annan og slá upp drykkjuveislum." Mér varð á að hugsa, að það væri ekki auðvelt að vera ófrískur í þessu samfélagi. Eftir að hafa búið á meðal Pókot- manna í nokkur ár hef ég gert mér það ljóst, að staða konunnar er ekki góð. Reyndar er hún misjöfn eftir hreppum og heimilum, en því miður sér maður allt of mörg dæmi um, að illa er farið með konumar. Kona, sem giftist eins og lög gera ráð fyrir, hefur ætt sína að bak- hjarli, ef vandamál koma upp. En þau verða að vera mjög alvarleg til þess að ætt hennar skerist í leik- inn, enda er hennar fólk mjög tregt til að taka við henni aftur, ef til hjónaskilnaðar kemur, því þá verður að brauðfæða hana og jafnvel end- urgreiða brúðarverðið. Hún getur ekki staðið á eigin fótum vegna þess að hún á ekkert land til þess að brauðfæða sig af. Sökum mennt- unarskorts á hún litla eða enga möguleika á að fara út á vinnu- markaðinn. Er leið á samtalið fékk ég að vita, að Súsana hefði fætt 7 böm og misst tvö þeirra. Margar ná- grannakonur hafa misst fleiri, enda er engin sjúkraþjónusta í nágrenn- inu. Maðurinn hennar á aðra konu. „Ertu ánægð með það,“ spurði ég. „Nei,“ svaraði hún, „en við eigum engra kosta völ“. Eg hef reyndar lagt þessa spum- ingu fyrir margar konur og aldrei fengið annað svar. Því meir sem ég hugleiði stöðu konunnar í fjöl- kvænisþjóðfélagi, verður ástæðan æ skýrari fyrir mér. Afrískar konur era ekkert frábragðnar kynsystrum sínum á íslandi. Þær verða af- brýðisamar. Eitthvað innra með þeim mótmælir því kröftuglega að þurfa að deila eiginmanni sínum með annarri eða öðram konum. Inngangur stúlkna í hjónaband er umskum, þar sem ytri kynfæri þeirra eru meira og minna skorin af og möguleikar þeirra til að njóta kynlífs því gerðir mjög litlir. í tengslum við umskumina er þeim kennt, hvemig þær eigi að haga sér sem eiginkonur og húsmæður, hvemig þær eigi að þóknast mönn- um sínum. Þar er þeim m.a. kennt að það sé skylda mannsins og rétt- ur að beija þær með priki fyrir yfírsjónir þeirra eins og annarra bama hans. Þegar hann fúllnægir réttlætinu verður hún að þegja og ekki má hún streitast á móti. Oft er réttlætinu fullnægt undir áhrif- um áfengis. — Það er svo alltaf matsatriði, hvað er yfirsjón og hve þung refsingin skuli vera. — Rík áhersla er lögð á, að þegar mannin- um þóknast að fá sér aðra konu, eigi sú sem fyrir er að fara með honum að ná í hana og sýna á þann hátt í verki, að hún samþykki ráða- haginn, hveijar sem tilfínningar hennar kunna að vera. Grandvöllur Qölkvænis er yfír- Ieitt eigingimi karlmanna. Sá, sem á margar konur, nýtur meiri virð- ingar en sá, sm á fáar eða bara eina. Állt miðar að því að upphefja húsbóndann. Konan er tæki til þess. Nýir tímar Þjóðfélagið er nú á geysilegu breytingaskeiði og hefur svo verið undanfama áratugi. Fjölskyldan hefur ekki farið varhluta af því. Með almennri skólaskyldu hafa stúlkur fengið að læra í síauknum mæli. Það hefur sýnt þeim, að þær geta lært ekki síður en piltar. Þær læra um menningu annarra þjóða og að þær séu ekki akur mannsins. Þetta allt saman, ásamt kenningu kristindómsins um að konan sé óendanlega dýrmæt í augum Guðs og að hann geri manninum ekki hærra undir höfði, höfðar eðlilega mjög til þeirra. Að fá að heyra að þær séu elskaðar og mikils metnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.