Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 90-110 þús. krónur fyr- ir 42 stunda vinnuviku Laun flugumf er ðarst] óra: Ekki samkomulag um að vísa sameiginlega lögmæti verkfallsboðunar til Félagsdóms EKKI varð samkomulag um að visa sameiginlega lögmæti boðaðs verkfalls Félags flugumferðastjóra til Félagsdóms á fundi hjá ríkis- sáttasemjara í gær. Fundinum lauk án þess að til nýs væri boðað og segir Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkis- ins, að ríkið muni höfða mál fyrir Félagsdómi. „Það kom okkur dálítið á óvart, miðað við yfirlýsingar þeirra, að þeir skyldu ekki vilja standa sam- eiginlega með okkur að þessari málsmeðferð," sagði Indriði. Hann sagði að mánaðarlaun flugum- ferðastjóra með álögum, þ.m.t. vaktaálagi, væru 90-110 þúsund krónur á mánuði fyrir 42 stunda vinnuviku. Hann sagði að flugum- ferðastjórum hefði verið boðið það sama og samið hefði verið um við aðra ríkisstarfsmenn, en að mati þeirra væri það alltof lítið. Þá hefði samninganefnd ríkisins, til við- bótar, einnig verið með tillögu um það að færa hluta aukagreiðslna inn í föst mánaðarlaun, en það skilaði sér meðal annars í auknum lífeyrisréttindum. Félag flugumferðastjóra hefur boðað verkfall frá klukkan 8 að morgni mánudagsins 25. maí næstkomandi. Félagið telur sig hafa verkfallsrétt samkvæmt samningsréttarlögum opinberra starfsmanna, sem tóku gildi í vet- ur, og vísar til þess að í verkfalls- boðun komi fram að félagsmenn muni þrátt fyrir verkfallið sinna nauðsynlegustu öryggisgæslu, sjúkra- og neyðarflugi, flugi sem nauðsynlegt er végna varna lands- ins og flugi tengdu löggæslu, svo sem landhelgisgæslu, í samræmi við 19. grein 3. tölulið samnings- réttarlaga. Félagið vísar á bug lögmæti skrár þeirrar, sem lögð var fram sem fylgisskjal með frum- varpi til samningsréttarlaga, og tekur til þeirra sem ekki hafa rétt til verkfalls. Slíka skrá eigi að leggja fram 1. febrúar ár hvert og það hafí ekki verið gert. Ekki hafí verið haft samráð við félagið um gerð slíkrar skrár, eins og kveðið sé á um í lögunum og félagið hafí mótmælt innan tilskilins tíma þeirri skrá, sem lögð var fram með frumvarpinu. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Á Grænlandssundi er 993 millibara djúp lægð og önnur álíka við Hvarf, báðar á leið norðaustur. SPÁ: Framan af degi verður rigning á suðaustur- og austurlandi en léttir til síðdegis með vestan eða norðvestan golu. í öðrum lands- hlutum verður suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir á víð og dreif. Hiti á bilinu 6 til 9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Suölæg eöa suðvestlæg átt og ýmist rigning eða skúraveður um landið sunnan- og vestanvert. Norðaustanlands verður úrkomulítið. Hiti á bilinu 5 til 10 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j Q'J Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 súld Reykjavík 5 rígning Bergen vantar Helsinki 11 skúr Jan Mayen 1 alskýjað Kaupmannah. 9 rigning Narssarasuaq 1 súld Nuuk -2 akýjað Osló vantar Stokkhólmur 8 skúr Þórshöfn S alskýjað Algarve vantar Amsterdam 10 rigning Aþena 21 alskýjað Barcelona 18 lóttskýjað Berifn 14 skýjað Chicago 10 heiðskfrt Feneyjar 17 skýjað Frankfurt 11 skýjað Hamborg 10 skúr Las Palmas 22 lóttskýjað London 12 skúr Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg vantar Madrfd 23 lóttskýjað Malaga 23 lóttskýjað Mallorca 19 alskýjað Miami 26 skýjað Montreal 10 skúr NewYork 14 súld Parfs 10 skúr Róm 18 skýjað Vfn 1S skýjað Washington 17 skúr Winnipeg 14 heiðskfrt Morgunblaðið/Einar Falur. Fulltrúar ríkisins og flugumferðarstjóra ræðast við hjá sáttasemjara i gær. Lengst til hægri er Indriði Þorláksson, formaður samninga- nefndar rikisins, og síðan Árni Þorgrímsson, formaður Féiags flugumferðarstjóra, og Jón Árni Þórðarson, varaformaður. Sakadómur: Verjendur banka- sljóranna kröfð- ust frávísunar MÁL ákæruvaldsins gegn sjö bankastjórum Útvegsbanka íslands var þingfest í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Veijendur bankastjó- ranna lögðu fram kröfu um að málinu yrði vísað frá dómi og er úrskurðar þar um að vænta eftir helgina. Bankastjóramir sjö, sem ákærðir voru fyrir vanrækslu og hirðuleysi í starfí 1982-1985 vegna viðskipta bankans við Haf- skip hf., eru þeir Axel Kristjáns- son, Halldór Guðbjömsson, Lárus Jónsson, Ólafur Helgason, Ár- mann Jakobsson, Bjami Guð- bjömsson og Jónas Rafnar. Veijendur þeirra byggðu fráví- sunarkröfu sína á því, að ríkissak- sóknari hljóti að hafa staðið frammi fyrir því álítaefni, þegar ákæra var gefín út, hvort hún ætti jafnframt að beinast að bank- aráðsmönnum. Þeir bentu á að Albert Guðmundsson hafí verið formaður bankaráðs frá 1982 til júní 1983 og komið hafí fram að ríkissaksóknari hafí fengið pen- ingalán hjá Albert, þegar hann gegndi stöðu fjármálaráðherra. Þá hafí bróðir ríkissaksóknara verið varaformaður bankaráðs árið 1985. Ríkissaksóknari verði því að teljast svo riðinn við málið eða aðila þess að honum hafi borið að víkja sæti. Þegar verjendur höfðu lagt fram frávísunarkröfu sína gerði sækjandi málsins, Bragi Steinars- son, vararíkissaksóknari, athuga- semd við hana. Hann sagði meðal annars að við rannsókn málsins hafi enn engin þau efni eða atriði komið fram sem bendi til refsiá- byrgðar eða veiti gmndvöll til saksóknar gegn neinum bankar- áðsmanni Útvegsbankans árin 1982-1985. Því breyti engu þótt bróðir ríkissaksóknara hafí verið kjörinn af Alþingi í bankaráð Út- vegsbankans í desember 1984. Ríkissaksóknari sé því ekki á neinn hátt svo viðriðinn málið eða aðila þess að honum beri að víkja sæti. Krafðist Bragi þess að frávísun- arkröfunni verði hafnað og málið tekið til dómsmeðferðar á grund- velli útgefinnar ákæru. Pétur Guðgeirsson, sakadómari, mun að öllum líkindum úrskurða umn frávísunarkröfuna á mánu- dag. Ekki er enn ljóst hvort Pétur mun kveðja til meðdómendur í málinu, en líklegt þykir að svo verði. Veijendur bankastjóranna eru hæstaréttarlögmennimir Þor- steinn Júlíusson, Helgi V. Jónsson, Eiríkur Tómasson, Sveinn Snorra- son, Hákon Ámason, Benedikt Blöndal og Gunnar M. Guðmunds- son. Viðræður flugmaima og viðsemjenda: Sammngar stutt á veg komnir VIÐRÆÐUR standa nú yfir við Félag íslenskra atvinnuflug- manna um nýjan kjarasamning og eru samningar stutt á veg komnir. Síðasti samningafund- urinn var á miðvikudaginn var og annar fundur hefur ekki verið boðaður, en Vilhjálmur Þórðarson, formaður félagsins, sagði í gær í samtali við Morg- unblaðið, að hann byggist við að af nýjum fundi yrði fljót- lega. Hann vildi ekki gefa upp launakröfur félagsins í samn- ingunum að svo komnu máli. Ennþá er einnig ósamið við Flugfreyjufélag íslands. Síðasti samningafundurinn var fyrir um mánuði síðan og hefur annar fund- ur ekki verið ákveðinn. Sigurlín Scheving, formaður félagsins, seg- ir kröfur þess svipaðar og samið hafí verið um við opinbera starfs- menn undanfama mánuði og krafa væri gerð um 33-35 þúsund króna lágmarkslaun. Hún nefndi að flug- freyjur hefðu ekki vaktaálag ofan á laun sín og skæru þær sig úr öðrum stéttum, sem ynnu á öllum tímum sólarhrings alla daga vi- kunnar, hvað það snerti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.