Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 60
- A vqo t írirr'A(7<T AnTT*> T nifiA T£n/TIH70?/ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 t Móðir mín og amma okkar, EMILÍA SIGURÐARDÓTTIR, Grettisgötu 27, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 14. maí. Amalía Sverrisdóttir, Gróta Gunnarsdóttir, Steinn Sigurðsson. t Sonur okkar og bróðir, FRIÐRIK KÁRASON símaflokksstjóri, Dalseli 8, Reykjavlk, sem lést 10. maí sl. í Landakotsspítala veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20. mai kl. 13.30. Sigrún Guðdís Halldórsdóttir, Kári Páll Friðriksson, Áslaug Lilja Káradóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR frá Rafnseyri, Skólavegi 10, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 14. mai. Þórarinn Gunnlaugsson og börn. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, SÚSANNA M. GRÍMSDÓTTIR, Hávallagötu 35, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 14. maí. Sveinbjörn K. Árnason, Stefanía Sveinbjörnsdóttir, Erna S. Mathiesen, Karólína B. Sveinbjörnsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ARNDÍSAR FINNBOGADÓTTUR, Kvisthaga 10, Reykjavik. Kristinn Tryggvason og systkini hinnar látnu. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim vinum og ættingjum fjær og nær sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför manns- ins míns, föður, tengdafööur og afa, GUÐMUNDAR GUÐVARÐARSONAR, Brekkustíg 12, Kristrún Valdimarsdóttir, Þórdis Ágústa Guðmundsdóttir.Guðmundur Örn Sverrisson, Guðrún Valdis Guðmundsdóttir,Atli Bryngeirsson, Kári Ingi Atlason, Atli Ingi Atlason. t Alúðarþakkirfyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Kleppsvegi 28. Jón Hallgrimsson, Sigurgrímur Jónsson, Sigrún Scheving, Erlen Jónsdóttir, Matthias Gislason, Elín Jóna Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURLAUGAR M. JÓNSDÓTTUR, Langholtsvegi 97, Erlingur Brynjólfsson, Sirrý Laufdal, Jón Brynjólfsson, Sjöfn Ólafsdóttlr, Guðrún Brynjólfsdóttir, Eggert Kr. Jóhannesson og barnabörn. Jóhann Hauks- son — Minning Hugljúfar minningar sækja sterkt á hugann þfegar kær bróðir okkar er horfinn yfir móðuna miklu, svo snögglega kvaddur til landsins sem bíður okkar allra. Þung voru þau orð að heyra, að hann Jóhann bróðir væri dáinn. Jóhann var fæddur 24. júlí 1944, sonur hjónanna Steinunnar Jó- hannsdóttur frá Löngumýri í Skagafirði og Hauks Vigfússonar frá Hellissandi og búa þau nú þar. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Anna Aradóttir frá Dalvík. Bjuggu þau þar lengst af en nú síðustu árin í Ásbúð 8, Garðabæ. Eignuðust þau þijár dætur, Steinunni, Dórótheu Elvu og Bjameyju. Jóhann var húsasmiður að mennt, en starfsævi hans var þó mest bundin sjónum og vann hann þá yfirleitt sem matsveinn. Fór svo að hann stofnaði hinum djúpa svefni á heimleið úr sínum síðasta róðri. Minningin um Jóhann er björt og fögur. Hann var iðjusamur og ósérhlífínn með öllu. Minningar lið- inna ára ljóma af hressileika hans og dugnaði. Á heimili sínu var hann sannur eiginmaður og faðir. Það er erfitt að sjá á eftir sínum nánustu, sem að manni fínnst að ættu skilið að lifa áfram með okkur við að skapa og móta tilveruna. En hinn almáttugi kallar oft til sín góða drengi og svo hefur verið nú. Megi styrkur Guðs vaka yfír fjöl- skyldu Jóhanns og öðrum ástvinum hans, til að létta þeim hina miklu sorg. Kveðjur til syrgjandi foreldra okkar. Sérstakar lcveðjur sendum við mágkonu okkar og dætrum, með þeirri vissu að áfram muni sá hreinleiki og dugnaður, sem þær hafa ætíð sýnt, fylgja þeim og styrkja í lífí þeirra. Guð blessi ykkur. Systkini og makar. Jónína Egils- dóttír—Kveðjuorð Fædd 10. ágúst 1928 Dáin 11. maí 1987 Þegar Guðni hringdi og sagði mér lát Jónínu eiginkonu sinnar, kom það miklu róti á hug minn. Þó kom þessi frétt mér ekki á óvart. Ég vissi að hún hafði verið mikið veik í marga mánuði og háð erfitt veikindastríð. Hugurinn reikar aftur í tímann. Það eru orðin meira en 40 ár síðan kynni okkar hófust. Jónína var fædd á ísafirði 10. ágúst 1928, dóttir hjónanna Hrafnhildar Eiðs- dóttur og Egils Jónssonar, og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Árið 1946 kom hún til Siglufjarðar og hóf vinnu hjá Prentsmiðju Siglu- fjarðar. Jónína var lagleg ung stúlka og geislaði af gleði og hlýju. Við kynntumst fljótlega og urðum góðar vinkonur og höfum æ síðan haldið góðu sambandi þó fjarlægð skildi að. Gott var að eiga ungl- ings- og manndómsár á Siglufirði. Samgöngur voru ekki miklar á þessum árum en félagslíf meðal bæjarbúa var fjölbreytt og gott og aðfluttu fólki vel tekið og veit ég að Jónína eignaðist marga góða og trausta vini. Fljótlega eftir komuna til Siglu- flarðar kynntist Jónína mannsefni sínu, Guðna Gestssyni, syni hjón- anna Gests Guðjónssonar skipstjóra og Rakelar Pálsdóttur, og gengu þau í hjónaband 20. febrúar 1950 og eignuðust 4 böm. Þau eru Rak- el f. 22. mars 1948, dó 10 ára gömul, Gestur f. 1949, Hrafnhildur f. 1951 og Egill f. 1952. Eins og áður segir misstu þau hjónin elsta bam sitt, Rakel, aðeins 10 ára gamla og má geta nærri hversu þungt áfall það var. Þung voru spor mín þegar ég fór þangað heim nokkrum dögum síðar og er mér í fersku minni hversu sterk Jónína var. Hennar hald og traust var trú- in og máttur bænarinnar og fullyrði ég að það hafi hjálpað henni yfir marga erfiðleika. Fyrir u.þ.b. 6 vikum heimsótti ég Jónínu á heimili hennar en þá var hún heima um tíma. Við áttum indæla stund saman. Hún talaði um bamabömin sín og sýndi mér mynd Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Þakka hjartanlega sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, SVANLAUGAR LÖVE, Reynimel 86, formanns Kattavinafálagsins. Sérstakar þakkir vil ég færa öllum þeim sem styrktu byggingar- sjóð Kattholts. Gunnar Pátursson. af nýfæddum sonarsyni sínum sem hún hafði ekki séð, því faðir hans, Egill, er búsettur með Qölskyldu sína í Ameríku. Henni auðnaðist þó að sjá bamið stuttu áður en hún dó því Egill kom með fjölskylduna til landsins. Þessi síðasta samveru- stund okkar Jónínu verður mér minnisstæð. Heimilið hennar var fallegt og hlýlegt eins og alltaf áður. Jónína var mikil húsmóðir og móðir. Eiginmaður hennar, böm og bamaböm, áttu hug hennar allan enda reyndust þau henni öll vel í erfiðri baráttu síðustu mánuðina. Gagnvart sjúkdómi sínum virtist mér hún róleg og æðralaus. Nú er komið að kveðjustund. Ég vil að lokum þakka vinkonu minni samfylgdina og tryggðina öll þessi ár og votta eftirlifandi ástvinum hennar innilegustu samúð. Kveðja frá Pali og sonum okkar. Ásta Einarsdóttir Leiðrétting í minningargrein um Áslaugu Sigurgeirsdóttur hér í blaðinu á fímmtudag varð sú prentvilla í einu orði að þar stóð g í stað f. Því hljóð- aði setningin: gerðum milli húsa hefur fækkað_en hér átti auðvit- að að standa ferðum milli húsa hefur fækkað o.s.frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.