Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 71 Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í dag: Litli og stóri á Wembley Bob Hennessv á Enalandi. Frá Bob Hennessy á Englandi. í DAG beinast augu flestra knatt- spyrnuunnenda í Evrópu að Wembley-leikvanginum í London. Úrslitaleikur Coventry og Totten- ham, litla og stóra, í ensku bikarkeppninni er á dagskrá og hann verður í beinni útsendingu í flestum löndum Evrópu og loks- ins fá ítalir að sjá leikinn beint. Coventry hefur aldrei spilað í úrslitum bikarkeppninnar, en sama verður ekki sagt um Tottenham. Liðið hefur sjö sinnum leikið til úrslita og ávallt borið sigur úr být- um. Ray Clemence, markvörður Spurs, hefur leikið fleiri bikarúr- slitaleiki en nokkur annar. Leikur- inn í dag verður hans fertugasti og annar á Wembley og auk þess hefur hann leikið tuttugu og einn úrslitaleik víðs vegar í Evrópu. Clemence lék sinn fyrsta bikarúr- slitaleik á Wembley 1971, þegar Liverpool tapaði 2:1 fyrir Arsenal eftir framlengdan leik. Þessi 38 ára snillingur var í sigurliði Liverpool 1974 og hann varð einnig bikar- meistari með Spurs 1982. Clemence gengur samsíða Steve Ogrizovic, lærisveini sínum, út á völlinn í dag. Ogrizovic hefur aldrei leikið á Wembley, en þrisvar Hálfmaraþon íslandsmeistaramótið f hálf- maraþoni verðu á morgun og hefst klukkan 10.30 í Lækjargötu í Reykjavfk. Á sama stað og tfma hefst sjö km skemmtiskokk og geta allir tekið þátt, en skráningu lýkur f Lækjargötunni hálftfma fyrir hlaup. í dag er hægt að tif- kynna þátttöku hjá Sighvati Dýra Guðmundssyni (s. 83069) og er skráningargjald hundrað krónur. verið varamaður Clemence með Liverpool. Richard Gough, fyrirliði Spurs, fæddist í Svíþjóð, leikur fyrir Skot- land og vinnur fyrir sér í London. Brian Kilcline, fyrirliði Coventry, á norska konu, er með víkingablóð í æðum og kallaður „killer". Bæði liðin hafa gefið út plötu í tilefni leiksins. Skífa Coventry heit- ir Go for It, en hjá Spurs er það Hot Shot. Chris Waddle og Glenn Hoddle gáfu út sérlag, Diamond Likes, og er það í 15. sæti. Stuttgart tapaði Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur- Þýskalandi. STUTTGART tapaði sfnum fyrsta heimaleik í vetur í gærkvöldi og færðist í níunda sæti bundeslig- unnar. Dortmund vann HSV og Uerdingen gerði jafntefli heima. Stuttgart tapaði 4:2 fyrir Glad- bach. Hochstatter skoraði fyrsta markið, en Stuttgart með Ásgeir í fararbroddi sótti stíft og Merkle jafnaði í byrjun seinni hálfleiks. Sókn heimamanna hélt áfram, en Bruns skoraði úr skyndisókn og Rahn bætti þriðja marki Gladbach við skömmu síðar. Merkle minnk- aði muninn á 77. mínútu, en Rahn átti síðasta orðið. Dortmund vann HSV 4:3 í einum besta leik vetrarins. Dortmund rótt slapp við fall í fyrra, en hefur skor- að flest mörk í ár, 60 talsins, og er í 3. sæti. Lárus lék með Uerdingen en Atli var á bekknum í 1:1 jafntefli gegn Bremen. Leikurinn var slakur en úrslitin sanngjörn. Morgunblaöið/Þorkell • Frá leik Hafnfirðlnga og Reykvíkinga í Seljaskóla í gærkvöldi. Geir Sveinsson svffur hér inn af línunni**" með miklum tilþrifum. Hafnfirðingarnir, Óskar Ármannsson og Pétur Petersen, fylgjast með framvindu mála. Bæjarkeppni HSÍ og RUV: Hafnfirðingar og Garðbæingar leika til úrslita Leeds á réttri leið LEEDS vann Oldham 1:0 á Elland Road í fyrsta leiknum í úrslita- keppninni um sæti f 1. deild næsta keppnistímabil. Hörðustu aðdáendur Leeds segja að félagið hafi ekki viljað fara sjálfkrafa upp, heldur sett stefnuna á úrslitakeppnina, því hún gæfi svo mikið í aðra hönd. Mikið rétt, tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur voru á leiknum, en þeir þurftu að bíða lengi eftir sigur- markinu — Keith Edwards skoraði á síðustu mínútunum. Þá léku Ipswich og Charlton á Portman Road og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Leikið er heima og að heiman og sigur- vegarar í þessum leikjum keppa síðan um lausa sætið. Gillingham vann Sunderland 3:2 í keppni um sæti í 2. deild og Wig- an tapaði á heimavelli fyrir Swindon með sömu markatölu. Aldershot vann Bolton 1:0 og Colchester tapaði 2:0 heima fyrir Úlfunum í keppni um sæti í 3. deild. • Howard Kendall. England: Kendall stjóri ársins HOWARD Kendall, fram- kvæmdastjóri Everton, var f gær útnefndur framkvæmdastjóri ársins f Englandi. Þetta var í annað sinn á þrem- ur árum sem Kendall hlýtur þessa útnefningu. Hann stjórn- aði liði Everton í vetur með frábærum árangri. Margir af lykil- mönnum Everton voru meiddir í upphafi keppnistímabilsins og því er árangur hans enn betri fyrir bragðið. Þetta var í 11. sinn á 15 árum sem framkvæmdastjóri Liverpool eða Everton hlýtur þennan eftir- sótta titil. HANFIRÐINGAR og Garðbæingar leika til úrslita f bæjarkeppni HSÍ á sunndaginn. Hafnfirðingar unnu Reykvfkinga, 32:30, í Selja- skóla og Garðbæingar unnu Akureyringa fyrir norðan, 31:30, eftir framlengingu. Leikurinn Hafnafjarðar og Reykjavíkur var mjög jafn til að byrja með og var staðan 8:8 um miðjan fyrri hálfleik. Reykjavíkurúr- valið tók síðan góöan endasprett og náði fimm marka forskoti fyrir leikhlé, 19:14. í seinni hálfleik komu Hafnfirð- ingar ákveðnir til leiks og náðu að jafna leikinn þegar 10 mínúturvoru til leiksloka, 25:25. Síðan var jafnt upp 29:29 þegar 3 mínútur voru eftir. Þá var Árni Friðleifsson rek- inn af leikvelli og áður hafði Per Skaarup verið útilokaður. Hafnfirð- ingar nýttu sér þetta vel og stóðu uppi sem sigurvegarar. Leikurinn var ekki mjög góður en spenna allt fram á síðustu mínútu. Hafnfirðingar léku þó meira sem liðsheild og var það sem skóp sigurinn í lokin. Héðinn og Gunnar voru bestir í liði þeirra. Hjá Reykjavík voru Júlíus og Skaar- up bestir. MÖRK Reykjavfkur: Júlíus Jónasson 7/3, Per Skaarup 6, Siggeri Magnússon 3, Bjarki Sigurðsson 3, Konráð Olavson 2, Þorsteinn Guðjónsson 2, Geir Sveinsson 2 og Guðmundur Pálmason og Guðmund- ur A. Jónsson eitt. MÖRK Hafnafjarðar: Héðinn Gilsson 9, Óskar Ármannsson 8/2, Gunnar Bein- teinsson 6, Pétur Petersen 3, Guðjón Árnason 2 og Ingimar Haraldsson, Stefán Kristjánsson, Sigurjón Sigurðsson og Ein- ar Hjaltason eitt mark hver. Akureyringar byrjuðu betur gegn Garðbæingum fyrir norðan. Þeir komust í 5:1 og höfðu þriggja marka forystu í leikhléi, 13:10^® Garðbæingar náðu svo að jafna í fyrsta sinn í leiknum þegar 10 mínútur voru til leiksloka og höfðu eins marks forskot þar til Akur- eyringum tókst að jafna, 27:27, þegar sex sekúndur voru til leiks- loka og varð því að framlengja. í framlengingunni höfðu Garð- bæingar frumkvæðið en heima- menn jöfnuðu jafn harðan. Garðbæingar skoruðu síðan sitt 31. mark þegar 18 sekúndur voru eftir og unnu. Mörk Akureyrar: Jakob Jónsson 6, Guðmundur Guðmundsson 6, Pétur Bjarnason 6, Eggert Tryggvason 5, Jón Kristjánsson 3, Friðjón Jónsson 2 og Sig-_ urpáll Aðalsteinsson 2. Mörk Garðbœinga: Gylfi Birgisson 9, Einar Einarsson 9, Skúli Gunnsteinsson 6, Sigurjón Guðmundsson 4, Hafsteinn Bragson 2 og Páll Björgvinsson 1. Landsbankahlaupið: Góð þátttaka SKRÁNING í Landsbankahlaupið, sem byrjar klukkan 10.30 í dag, gekk vel f vikunni og stefnir í mjög góða þátttöku. Mikill straumur var í afgreiðslur Landsbankans í gær, en hlaupið fer fram á 26 stöðum á landinu. Flestir koma til með að hlaupa í Laugardalnum í Reykjavík og er þar gert ráð fyrir meira en 500 keppendum. Ekki er of seint að skrá sig, bara mæta tímanlega á keppnisstað, en hlaupið byrjar eins og fyrr segir klukkan 10.30 í dag. ESSO íslandsmótið 2. deild í dag kl. 18.00. ÍR — Einherji á gervigrasinu í Laugardal. ÍR og Esso félög á réttrí leið. ESSO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.