Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 71
Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í dag:
Litli og stóri
á Wembley
Bob Hennessv á Enalandi.
Frá Bob Hennessy á Englandi.
í DAG beinast augu flestra knatt-
spyrnuunnenda í Evrópu að
Wembley-leikvanginum í London.
Úrslitaleikur Coventry og Totten-
ham, litla og stóra, í ensku
bikarkeppninni er á dagskrá og
hann verður í beinni útsendingu
í flestum löndum Evrópu og loks-
ins fá ítalir að sjá leikinn beint.
Coventry hefur aldrei spilað í
úrslitum bikarkeppninnar, en sama
verður ekki sagt um Tottenham.
Liðið hefur sjö sinnum leikið til
úrslita og ávallt borið sigur úr být-
um.
Ray Clemence, markvörður
Spurs, hefur leikið fleiri bikarúr-
slitaleiki en nokkur annar. Leikur-
inn í dag verður hans fertugasti
og annar á Wembley og auk þess
hefur hann leikið tuttugu og einn
úrslitaleik víðs vegar í Evrópu.
Clemence lék sinn fyrsta bikarúr-
slitaleik á Wembley 1971, þegar
Liverpool tapaði 2:1 fyrir Arsenal
eftir framlengdan leik. Þessi 38 ára
snillingur var í sigurliði Liverpool
1974 og hann varð einnig bikar-
meistari með Spurs 1982.
Clemence gengur samsíða
Steve Ogrizovic, lærisveini sínum,
út á völlinn í dag. Ogrizovic hefur
aldrei leikið á Wembley, en þrisvar
Hálfmaraþon
íslandsmeistaramótið f hálf-
maraþoni verðu á morgun og
hefst klukkan 10.30 í Lækjargötu
í Reykjavfk. Á sama stað og tfma
hefst sjö km skemmtiskokk og
geta allir tekið þátt, en skráningu
lýkur f Lækjargötunni hálftfma
fyrir hlaup. í dag er hægt að tif-
kynna þátttöku hjá Sighvati Dýra
Guðmundssyni (s. 83069) og er
skráningargjald hundrað krónur.
verið varamaður Clemence með
Liverpool.
Richard Gough, fyrirliði Spurs,
fæddist í Svíþjóð, leikur fyrir Skot-
land og vinnur fyrir sér í London.
Brian Kilcline, fyrirliði Coventry, á
norska konu, er með víkingablóð
í æðum og kallaður „killer".
Bæði liðin hafa gefið út plötu í
tilefni leiksins. Skífa Coventry heit-
ir Go for It, en hjá Spurs er það
Hot Shot. Chris Waddle og Glenn
Hoddle gáfu út sérlag, Diamond
Likes, og er það í 15. sæti.
Stuttgart
tapaði
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur-
Þýskalandi.
STUTTGART tapaði sfnum fyrsta
heimaleik í vetur í gærkvöldi og
færðist í níunda sæti bundeslig-
unnar. Dortmund vann HSV og
Uerdingen gerði jafntefli heima.
Stuttgart tapaði 4:2 fyrir Glad-
bach. Hochstatter skoraði fyrsta
markið, en Stuttgart með Ásgeir í
fararbroddi sótti stíft og Merkle
jafnaði í byrjun seinni hálfleiks.
Sókn heimamanna hélt áfram, en
Bruns skoraði úr skyndisókn og
Rahn bætti þriðja marki Gladbach
við skömmu síðar. Merkle minnk-
aði muninn á 77. mínútu, en Rahn
átti síðasta orðið.
Dortmund vann HSV 4:3 í einum
besta leik vetrarins. Dortmund rótt
slapp við fall í fyrra, en hefur skor-
að flest mörk í ár, 60 talsins, og er
í 3. sæti.
Lárus lék með Uerdingen en
Atli var á bekknum í 1:1 jafntefli
gegn Bremen. Leikurinn var slakur
en úrslitin sanngjörn.
Morgunblaöið/Þorkell
• Frá leik Hafnfirðlnga og Reykvíkinga í Seljaskóla í gærkvöldi. Geir Sveinsson svffur hér inn af línunni**"
með miklum tilþrifum. Hafnfirðingarnir, Óskar Ármannsson og Pétur Petersen, fylgjast með framvindu
mála.
Bæjarkeppni HSÍ og RUV:
Hafnfirðingar
og Garðbæingar
leika til úrslita
Leeds á réttri leið
LEEDS vann Oldham 1:0 á Elland
Road í fyrsta leiknum í úrslita-
keppninni um sæti f 1. deild
næsta keppnistímabil.
Hörðustu aðdáendur Leeds
segja að félagið hafi ekki viljað
fara sjálfkrafa upp, heldur sett
stefnuna á úrslitakeppnina, því
hún gæfi svo mikið í aðra hönd.
Mikið rétt, tæplega þrjátíu þúsund
áhorfendur voru á leiknum, en
þeir þurftu að bíða lengi eftir sigur-
markinu — Keith Edwards skoraði
á síðustu mínútunum.
Þá léku Ipswich og Charlton á
Portman Road og lauk leiknum
með markalausu jafntefli. Leikið
er heima og að heiman og sigur-
vegarar í þessum leikjum keppa
síðan um lausa sætið.
Gillingham vann Sunderland 3:2
í keppni um sæti í 2. deild og Wig-
an tapaði á heimavelli fyrir
Swindon með sömu markatölu.
Aldershot vann Bolton 1:0 og
Colchester tapaði 2:0 heima fyrir
Úlfunum í keppni um sæti í 3. deild.
• Howard Kendall.
England:
Kendall
stjóri
ársins
HOWARD Kendall, fram-
kvæmdastjóri Everton, var f gær
útnefndur framkvæmdastjóri
ársins f Englandi.
Þetta var í annað sinn á þrem-
ur árum sem Kendall hlýtur
þessa útnefningu. Hann stjórn-
aði liði Everton í vetur með
frábærum árangri. Margir af lykil-
mönnum Everton voru meiddir í
upphafi keppnistímabilsins og
því er árangur hans enn betri
fyrir bragðið.
Þetta var í 11. sinn á 15 árum
sem framkvæmdastjóri Liverpool
eða Everton hlýtur þennan eftir-
sótta titil.
HANFIRÐINGAR og Garðbæingar
leika til úrslita f bæjarkeppni HSÍ
á sunndaginn. Hafnfirðingar
unnu Reykvfkinga, 32:30, í Selja-
skóla og Garðbæingar unnu
Akureyringa fyrir norðan, 31:30,
eftir framlengingu.
Leikurinn Hafnafjarðar og
Reykjavíkur var mjög jafn til að
byrja með og var staðan 8:8 um
miðjan fyrri hálfleik. Reykjavíkurúr-
valið tók síðan góöan endasprett
og náði fimm marka forskoti fyrir
leikhlé, 19:14.
í seinni hálfleik komu Hafnfirð-
ingar ákveðnir til leiks og náðu að
jafna leikinn þegar 10 mínúturvoru
til leiksloka, 25:25. Síðan var jafnt
upp 29:29 þegar 3 mínútur voru
eftir. Þá var Árni Friðleifsson rek-
inn af leikvelli og áður hafði Per
Skaarup verið útilokaður. Hafnfirð-
ingar nýttu sér þetta vel og stóðu
uppi sem sigurvegarar.
Leikurinn var ekki mjög góður
en spenna allt fram á síðustu
mínútu. Hafnfirðingar léku þó
meira sem liðsheild og var það
sem skóp sigurinn í lokin. Héðinn
og Gunnar voru bestir í liði þeirra.
Hjá Reykjavík voru Júlíus og Skaar-
up bestir.
MÖRK Reykjavfkur: Júlíus Jónasson 7/3,
Per Skaarup 6, Siggeri Magnússon 3,
Bjarki Sigurðsson 3, Konráð Olavson 2,
Þorsteinn Guðjónsson 2, Geir Sveinsson
2 og Guðmundur Pálmason og Guðmund-
ur A. Jónsson eitt.
MÖRK Hafnafjarðar: Héðinn Gilsson 9,
Óskar Ármannsson 8/2, Gunnar Bein-
teinsson 6, Pétur Petersen 3, Guðjón
Árnason 2 og Ingimar Haraldsson, Stefán
Kristjánsson, Sigurjón Sigurðsson og Ein-
ar Hjaltason eitt mark hver.
Akureyringar byrjuðu betur
gegn Garðbæingum fyrir norðan.
Þeir komust í 5:1 og höfðu þriggja
marka forystu í leikhléi, 13:10^®
Garðbæingar náðu svo að jafna í
fyrsta sinn í leiknum þegar 10
mínútur voru til leiksloka og höfðu
eins marks forskot þar til Akur-
eyringum tókst að jafna, 27:27,
þegar sex sekúndur voru til leiks-
loka og varð því að framlengja.
í framlengingunni höfðu Garð-
bæingar frumkvæðið en heima-
menn jöfnuðu jafn harðan.
Garðbæingar skoruðu síðan sitt
31. mark þegar 18 sekúndur voru
eftir og unnu.
Mörk Akureyrar: Jakob Jónsson 6,
Guðmundur Guðmundsson 6, Pétur
Bjarnason 6, Eggert Tryggvason 5, Jón
Kristjánsson 3, Friðjón Jónsson 2 og Sig-_
urpáll Aðalsteinsson 2.
Mörk Garðbœinga: Gylfi Birgisson 9,
Einar Einarsson 9, Skúli Gunnsteinsson
6, Sigurjón Guðmundsson 4, Hafsteinn
Bragson 2 og Páll Björgvinsson 1.
Landsbankahlaupið:
Góð þátttaka
SKRÁNING í Landsbankahlaupið,
sem byrjar klukkan 10.30 í dag,
gekk vel f vikunni og stefnir í
mjög góða þátttöku.
Mikill straumur var í afgreiðslur
Landsbankans í gær, en hlaupið
fer fram á 26 stöðum á landinu.
Flestir koma til með að hlaupa í
Laugardalnum í Reykjavík og er
þar gert ráð fyrir meira en 500
keppendum. Ekki er of seint að
skrá sig, bara mæta tímanlega á
keppnisstað, en hlaupið byrjar eins
og fyrr segir klukkan 10.30 í dag.
ESSO
íslandsmótið 2. deild
í dag kl. 18.00.
ÍR — Einherji
á gervigrasinu í Laugardal.
ÍR og Esso félög á réttrí leið.
ESSO