Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 29 Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: Rekstrarafgangnr 6,2 milljónir króna Húsavík. AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingeyinga fyrir árið 1986 var haldinn 7. maí sl. á Húsavík. Fundinn sátu um 120 fulltrúar, auk félagsstjórnar og varastjórn- ar. Fram kom í ræðum stjómarfor- manns, Baldvins Baldurssonar, og kaupfélagsstjóra, Hreiðars Karls- sonar, að rekstur félagsins hefði gengið nokkru betur en næstu árin þar áður, og varð nú rekstraraf- gangur kr. 6,2 milljónir, sem að hluta má þakka minni verðbólgu og lægri fjármagnskostnaði. Fjárfestingar félagsins á árinu námu nál. 24 milljónum króna og lausafjárstaða var lengstum erfið. Mikil umræða varð um rekstur félagsins og þó einkum verzlunar- starfsemina, og greint var frá starfi nefnda, sem að þeim málum höfðu unnið á árinu. Margir tóku til máls og ýmsar hugmyndir voru fram bornar. Uthlutað var úr Menningarsjóði KÞ styrkjum til karlakórsins Hreims og Sumarbúða við Vest- mannsvatn, kr. 65.000 til hvors aðila. Böðvar Jónsson og Egill Gústafs- son höfðu lokið kjörtíma sínum í stjóm og vom endurkjömir. Fundurinn samþykkti tillögu frá Bárðdæladeild þess efnis, að skipuð skyldi þriggja manna nefnd til að endurskoða samþykktir félagsins í heild. Er henni ætlað að ljúka störf- um fyrir deildarfundi á næsta ári. Aðalfundur Mjólkursamlags KÞ var haldinn á Húsavík 12. maí. Hlífar Karlsson samlagsstjóri greindi frá þvi í skýrslu sinni, að innvegin mjólk árinu 1986 hefði orðið 6.789.168 1 frá 126 innleggj- endum. Rúmlega 99% mjólkurinnar fóru í fyrsta flokk og meðalfita var 3,96%. Starfsemi samlagsins gekk vel á árinu og kostnaðarhækkanir hlut- fallslega litlar, enda tókst að greiða bændum fullt mjólkurverð án að- stoðar verðmiðlunarsjóðs. Birgðir osta hafa þó farið vaxandi og em áhyggjuefni. Fimm framleiðendur hlutu viður- kenningu fyrir frábær mjólkurgæði. — Fréttaritari Rauði kross Islands: Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands heldur námskeið í skyndi- hjálp í Ármúla 34 (Múlabæ). Námskeið þetta hefst miðviku- daginn 20. maí nk. kl. 20.00 og stendur yfir í fimm kvöld. Leiðbeinandi á námskeiðinu verð- ur Guðlaugur Leósson. Á námskeið- inu verður leitast við að veita sem almennasta þekkingu um skyndi- hjálp. Meðal annars verða kennd viðbrögð við öndunarstoppi, bein- brotum og bmna og sýnd myndbönd um ýmsa þætti skyndihjálpar. Talið er nauðsynlegt að fólk fari á slíkt námskeið á þriggja ára fresti til að halda þekkingunni við. Námskeiði þessu lýkur með verk- efni sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum og er þátttaka öllum heimil. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 387. þáttur Haraldur Guðnason í Vest- mannaeyjum skrifar mér svo: „Sæll og blessaður, Gísli Jóns- son. Enn sem fýrr þakka ég þætti þína í Mbl. Nú fara útlendu ferða- langamir að koma sem sumir nefna túrhesta og þykir fyndið. Þá er talað um ferðaiðnað. Mér skilst að iðnaður sé oftast tengdur ýmiskonar framleiðslu. Kann bet- ur við ferðaþjónustu, eða eigum við að segja ferðamannaþjónusta? í útvarpi og blöðum er oft sagt að mál bíði dómsmeðferðar. Er ekki nóg að segja að mál bíði dóms? Áhafnarmeðlimur fínnst mér ljótt orð.. Oft er átt við skipverja (ef limurinn er til sjós). En ef hann er í flugáhöfn? Flugliði? Er það nothæft? Orðafar morgunpósta_ þykir stundum miðlungi gott. I ágúst sl. var talað um að taka sjansa og horfa í apparöt. 26.2. Talað um nemendur sem „verða að fá meira kennslu- magn“. Það er eiginlega magnað þetta magn af öllum sköpuðum hlutum. í umfjöllun vígslu flugstöðvar- innar: „Er þig ekki farið að hlakka til“, og 14. janúar 1986: „Þeim kvíðir fyrir“ (morgunpóstur). „Gæmóttin" þeirra í fjölmiðlun- um þótti furðulegt málblóm. í útvarpsleikriti fyrir nokkru kom svo „fyrragær" útúr einum leikar- anum, og er þá komið nokkurt samræmi. í útvarpi kom þessi setning: „Þar sem skipið kæmi til með að verða staðsett." Hvemig mundir þú, Gísli, orða þetta? Sumir ættu kannski að fara „til endurhæf- ingu“ (o.fl. dæmi lík). Nú er víst ekki við hæfi lengur að tala eða skrifa um kaup og sölu, allt er markaðssett. Eitthvað „dúkkaði upp“ í útvarpi í fyrra- dag. Ekki kann ég við það, að sum- ir stjórnendur útvarpsþátta bjóða „góða kvöldið", segja „takk fyrir“ og „ókey“ og jafnvel „bæbæ“ (sumir þeirra stjórnendur svokall- aðir). Oft furðar mig á því, að stjómendur unglingaþátta fá að leika lausum hala í fjölmiðlum með tilgerð og allskonar bull. Hættum nú nöldri í bili. „Nú er vorið gengið í hönd“ (ein fjöl- miðlafjólan). Bestu kveðjur og gleðilegt sum- ar.“ ★ Bestu þakkir færi ég líka Har- aldi fyrir bréf hans fyrr og síðar og hug hans til móðurmálsins. Mun ég nú reyna að víkja að sum- um_ efnisatriðum í bréfi hans. Ég er víst að einhveiju leyti ábyrgur fyrir túrhestunum. Þetta er gamansöm eftirlíking á því fyrirbæri sem Helgi Hálfdanarson kallar þjóðskýringu, en Halldór Halldórsson kenndi mér í skóla að nefna alþýðuskýringu (þýðing á þ. Volksetymologie). Þetta er svona í stíl við það, þegar kerling- amar breyttu operation, í merk- ingunni uppskurður, aðgerð, í opinsjón (þegar sést í allt opið!) og niveakrem í nefjakrem. Þeim var ekki kunnugt um að niveus á latínu er snjóhvítur, en vissu hins vegar að sumir báru téð krem á nefíð á sér. Ég hef margsinnis mælt með orðinu ferðaþjónusta (eða ferða- útvegur) í staðinn fyrir túrisma. Og má ég þá skjóta því hér inn, að gefnu tilefni, að nú hefst ferðatíðin fyrir alvöru, ekki ferðavertíðin. Það er hreint með ólíkindum hvemig búið er að mis- þyrma orðinu vertíð í öllum mögulegum samsetningum, líklega fyrst til þess að reyna að þýða enska orðið season. Menn hafa jafnvel talað um knatt- spymuvertíð og kosningavertíð. Ver í vertíð merkir veiðistöð. Þar af koma samsetningar eins og verbúð, vermaður og marg- nefnd vertíð, þ.e. tíðin þegar menn fara í verið og em í verinu. Það er orðtak að allir séu ógiftir í verinu, en það er önnur saga. Vetrarvertíð lauk núna á mánu- daginn var, þá var lokadagur. Daginn eftir hófst vorvertíð. Við getum svo sagt að á sumr- in sé ferðatíð og knattspymutíð, en á vetuma skíðatíð og hand- boltatíð. „Ferðavertíð" og „skíða- vertíð" og annað af því sama tæi er bull. Ég er ekki nógu fróður um dómgæslu og réttarfar til þess að svara spurningunni um dóm og dómsmeðferð. Bið ég sérfróða menn í hópi lesenda að svara þessu. Orðið meðlimur (d. medlem, þ. Mitglied) þykir mér afar leiðin- legt. Ég nota það aldrei sjálfur og ráðlegg nemendum mínum að sniðganga það eftir föngum. Sjálfsagt er að nota orðið skip- veiji, þegar það á við, og ég held að flugliði dragi býsna langt um menn í áhöfn flugvéla. Um tökuorð úr ýmsum annar- legum málum er ekki hægt að gefa neina algilda, einfalda reglu. Slík orð hafa borist inn í málið frá öndverðu, og ekki hvarflar að mér að bannfæra þau öll. En auð- vitað verður í því efni að gæta mikils hófs. Og getum við ekki sett eftirfarandi lágmarksskilyrði: Tökuorð skal því aðeins fá þegn- rétt í máli okkar, að það lagi sig að íslenskum framburðar-, beyg- ingar- og stafsetningarreglum? Síðan kemur til smekkur og við- horf að öðru leyti. Hvers konar stíl erum við að skrifa, hátíðlegan eða hversdagslegan, bókmál eða talmál? Mér fínnst koma til greina að nota orðin apparat (flt. apparötj og sjans (séns), svona í vissum samböndum og stíltegundum. Og svo er hér í lokin kveðskapur eft- ir K.N., auðvitað til gamans, en ekki til eftirbreytni hér heima á Fróni! Hættu að dansa og gætni gleym, griptu sjansið maður. Taktu kvensu og töltu heim. Tell your friends to do the same. Og um hund (sem ekki skildi íslensku!): Beija og skamma þyrfti þig, þrællinn grimmi, svei þér. Hættu að gjamma og glefsa í mig, go to hell and stay there! Meira um bréf Haralds Guðna- sonar síðar. Meinatæknafélag íslands 20 ára: Afmælissýning í Tanngarði um helgina Meinatæknir að störfum. MEINATÆKNAR vinna að rann- sóknum sem notaðar eru við greiningu og meðferð sjúkdóma. Rétt 20 ár eru frá því Meina- tæknafélag íslands var stofnað og eru nú 360 skráðir í félagið. Meinatæknar starfa á rann- sóknastofum sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðva, í Blóðbankanum og víðar. Meinarannsóknum hefur fleytt fram á þeim 20 árum sem liðin eru frá því meinatæknar stofn- uðu félag. Áður fyrr voru gerðar fáar rannsóknir, sem fólust aðallega í smásjárskoðun og einfaldari efna- greiningu. Nú er öldin önnur. Þróun í aðferðafræði og tækjabúnaði hef- ur leitt til nákvæmari og markviss- ari rannsókna — og mun fleiri. í sýklafræði er leitað að bakterí- um sem valda sjúkdómum, er þar skemmst að minnast leitar að salm- onellabakteríu í fermingarveislu- gestum í Dölum. í veirufræði er unnið að sjúk- dómsgreiningu, með ræktun og mótefnamælingu. Tilgangur með ónæmisfræði- rannsóknum er að fylgjast með varnarkerkfi líkamans, greina ónæmisbilun og ofnæmi. Meinatæknar í Blóðbankanum flokka blóð sjúklinga og blóðgjafa, mæla mótefni og gera smitsjúk- dómarannsóknir. Með rannsóknum í meinefna- fræði er fylgst með efnaskiptum og vökvajafnvægi líkamans og starfsemi ýmissa líffæra svo sem nýma, lifrar, hjarta og kirtla. Rannsóknir í blóðmeinafræði leggja gmnn að greiningu á blóð- sjúkdómum og eftirliti og meðferð ýmissa sjúkdóma, bæði góðkynja og illkynja. Meinatæknar á rann- sóknastofu í lífeðlisfræði gera rannsóknir á starfsemi hjarta, lungna, nýma, maga og fleira. Þeir em við hjartaþræðingar og gera hjartalínurit. Meinatæknar í líffærameina- fræði meðhöndla veíjasýni sem tekin em í skurðaðgerð eða við krufningu. í ísótóparannsóknastofu em gerðar rannsóknir á blóðsýnum og fólki með geislavirkum efnum. Meinatæknar skoða í rafeinda- smásjá það sem ekki er hægt að greina með venjulegri smásjá. Með þeim er hægt að rannsaka innri líffæri fmmanna. Á rannsóknastofu Krabbameins- félags íslands í fmmufræði er leitað að krabbameinsfmmum í sýnum frá leghálsi kvenna, lungum, bijóstum og fleiri sýnum. Með litningarannsóknum má fínna orsök andlegra og líkamlegra galla. Þá fínnast æ fleiri tengsl milli illkynja sjúkdóma og litninga- breytinga. Við þetta vinna meinatæknar og margt fleira. Til að kynna þessi störf verður haldin sýning í húsi Læknadeildar við Vatnsmýrarveg í Reykjavík, Tanngarði, laugardag- inn 16. maíkl. 16—18 ogsunnudag- inn 17. maí kl. 14—18. Þar gefst tækifæri til að kynnast störfum meinatækna, sjá þá að störfum og á myndum á vinnustöð- um. Tilvalið tækifæri fyrir nemendur í framhaldsskólum að kynna sér starfíð og aðra þá sem vilja fræðast. En meinatæknar sinna fleiru en rannsóknum. Dæmi um það má sjá á sýningunni. Þar sýna listamenn úr röðum meinatækna verk sín, olíumálverk, grafík, vefnað, gler- myndir og skúlptúr. Sýningin er öllum opin. Kvenfélags- kaffi í Odd- fellow-húsinu Á sunnudaginn, 17. maí, verður barnaguðsþjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefst að vanda kl. 11.00. Kl. 14.00 sama dag verður guðsþjónusta í kirkjunni. Safnað- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari, en Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Pavel Smíd. Fermd verður Aníta Rut Ásmundsdóttir, Lækjarási 4, Reykjavík. Að lokinni messu bjóða kvenfélags- konur Fríkirkjunnar eldri kirkjugest- um til kaffídrykkju í Oddfellow-hús- inu. Er ekki að efa, að þar verður vel og rausnarlega að verki staðið. Það er von okkar, að sem flestir vel- unnarar Fríkirkjunnar leggi leið sína í Oddfellow-húsið á sunnudaginn kemur. Kaffídrykkjan hefst klukkan rúmlega þijú. (Frá Fríkirkjunni í Reykjavík)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.