Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 Minning: Sigríður J. Júníus- dóttirfrá Syðra-Seli Fædd 28. maí 1907 Dáin 7. maí 1987 Föðursystir mín, Sigríður Júnía Júníusdóttir frá Syðra-Seli í Stokks- eyrarhreppi, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 7. maí og verður jarðsett þar laugardaginn 16. maí. Sigríður fæddist á Syðra- Seli 28. maí 1907 og var hún yngst átta bama foreldra sinna, og eru þau nú öll látin. Faðir Sigríðar Júníu var Júníus Pálsson, f. 1861, d. 1932, bóndi og sýslunefndarmaður á Syðra-Seli, bónda og hreppstjóra á Syðra-Seli Jónssonar og Margrétar Gísladóttur frá Kalastöðum, en hún var iánsöm yfirsetukona. Böm þeirra voru tólf. Sum af þeim ásamt afkomendum sínum urðu þekktir organistar, tónskáld, hljóðfæra- smiðir og söngmenn. Móðir Sigríðar Júníu var Sigríður Jónsdóttir f. 1866, d. 1944, bónda og formanns Adólfssonar í Grímsfjósum á Stokkseyri og konu hans Þuríðar Grímsdóttur bónda á Brú í Flóa. Bæði voru foreldrar Sigríðar Júníu af Bergsætt. Böm Sigríðar og Júníusar voru: Páll eldri f. 1888, d. sama ár; Páll yngri f. 1889, frækinn glímumaður, drukknaði 1920 frá eiginkonu, Þórdísi Eyjólfsdóttur frá Skipagerði á Stokkseyri og ófæddum syni, Páli Júníus, en hann ólst upp á Syðra-Seli; Sigríður eldri fædd 1892, hjúkrunarkona. Hún dó í Kaupmannahöfn 1927, ógift og bamlaus; Bjami fæddur 1893, bóndi á Syðra-Seli, ókvæntur og bamlaus. Hann bjó eftir lát föður síns með móður sinni og systrum á Syðra-Seli og lést árið 1967; Jón fæddur 1895, stýrimaður í Reykjavík, var kvæntur Jónínu Jónsdóttur hreppstjóra í Munda- koti, Eyrarbakka. Hann lést 1967; Þuríður fædd 1897, dáin 1975 í Reykjavík. Hún var ógift og bam- laus; Ágústa fædd 1899, giftist eftir að hún fluttist til Reykjavíkur frá Syðra-Seli Jóni Magnússyni kaup- manni á Stokkseyri og var seinni kona hans. Hún dó 1973; Sigríður Júnía sem fæddist 1907 var því langyngst 8 alsystkina. Júníus átti með unnustu sinni, Ingveldi á Syðra-Seli Erlendsdóttur bónda í Pétursey í Mýrdal, eina dóttur. Ingveldur dó af slysforum 1883. Dóttir þeirra var Margrét, fædd á Syðra-Seli 1882, ijómabú- stýra og forstöðukona pöntunarfé- lags Baugsstaðaijómabús. Margrét bjó lengstum á Kalastöðum og Vestri-Móhúsum og dó 1970. Margrét og Guðrún Andrésdóttir í Hellukoti áttu hugmyndina að því, að Baugsstaðaijómabúið er nú varðveitt sem minjasafn. Sigríður og Júníus ólu upp Guð- björgu Jónsdóttur, sem komu til þeirra átta ára gömul. Hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Er- lendsdóttur, vinkonu Sigríðar, og Jóns Guðbrandssonar, Hólmi á Stokkseyri. Þau hjón voru af Víkingslækjarætt og Lækjarbotna- ætt. Guðbjörg er nú ein eftir af bama- hópnum á Syðra-Seli, komin langt yfír áttrætt. Hún er greind vel og dugmikil eins og ættmenn hennar allir. Eiginmaður Guðbjargar var Gísli Guðmundsson, sjómaður frá Þjóðólfshaga í Holtum, sem lést 1971. Syðra-Sel stendur á fögmm stað í Selsheiði fyrir ofan Stokkseyri. Þar em falleg heiðarvötn og dælur með ijölskrúðugu fuglalífí. Fjalla- hringurinn er víður og stórfengleg- ur, útsýni til allra átta. En Syðra-Sel var engin kostajörð og unnið var hörðum höndum við að byggja upp stórt íbúðarhús með sameinuðu átaki foreldra og systk- ina. Foreldrar Sigríðar Júníu vom bæði miklum mannkostum búin. Júníusi vom falin sýslunefndarstörf lengi. Auk búskaparins stundaði hann sjóinn, var lengi formaður. Oft var til hans leitað við dýralæk- ingar. Hann var þar liðtækur þótt ólærður væri. Búskapurinn á Seli hvíldi ekki síður á herðum Sigríðar konu hans og bömum þeirra. Ég minnist ömmu á Syðra-Seli. Hún var harðdugleg til allra verka fram á efri ár en hlý og hvetjandi við bamaböm sín. Oft brýndi hún fyrir mér gildi vinnunnar og taldi hana mestu blessun sem manninum gæti hlotnast af gjöfum Guðs. Sigríður Júnía ólst upp hjá ástrík- um foreldrum í samhentum, glöðum Minning: Zophonías Zophonías son bifreiðastjóri Fæddur6.júlí 1906 Dáinn 10. maí 1987 Haustdagur í Vatnsdal árið 1946. Lítil telpa klædd blárri kápu með hettu stendur á hlaðinu á Ásbrekku og virðir fyrir sér sjóndeildarhring- inn. Móðir hennar hafði látizt um vorið frá eiginmanni og íjórum bömum. Vinafólk föður hennar bauðst til að taka litlu stúlkuna á meðan á skólagöngu hennar stæði. Þetta voru Guðrún Einarsdóttir og Zophonías á Blönduósi. Nú er rútan hans Zophóníasar komin fram á Brekku og beið þess að flytja far- þegann út á Ós. Zophonías snarast inn í bílinn og opnar dyr hans, svo að telpan geti setzt upp í. Litla stúlkan hefur að vísu komið á heim- ili þeirra hjóna áður. Þá var hún í fylgd ömmu sinnar og nöfnu, Sigur- laugar Guðmundsdóttur frá Ási. Dætumar hefur hún líka hitt og tilhlökkun og dálítill kvíði bærist í bijósti hennar, er hún klifrar upp í bílinn, í framsætið við hlið bílstjór- ans. Hann ræsir „fákinn" þeirra tíma og bifreiðin þumlungast út dalinn eftir mjóum, holóttum og krókótt- um veginum. Kvíða hennar lægir, þegar suðandi vélarhljóðið syngur á leiðinni til nýju heimkynnanna við sjóinn. Zophonías var svo traust- vekjrndi bifreiðastjóri á hveiju sem gekk, þau tuttugu ár sem hann hélt uppi áætlunarferðum í Vatns- dalinn, tvisvar í viku hverri. Ræsi voru fá og stundum voru lækirnir ísi lagðir. Þá brast oft klakaskörin undan bílhjólunum og ekkert gat hjálpað nema hæfni stjórnandans að komast yfír allar þær torfærur sem á leið hans gátu legið. Þar brást honum aldrei bogalistin. Bif- reiðin var honum eins og pensill listmálaranum eða bogi fiðlaranum. Dvölin á heimili hjónanna varð þeg- ar til kastanna kom alls sex vetur og síðan tvö sumur við benzínaf- greiðslustörf o.þ.h. hjá BP, sem þau höfðu umboð fyrir á staðnum, í lítilli búð á syðri bakka Blöndu. Heimili þeirra Guðrúnar og Zop- honíasar var sannkallað menning- arsetur. Bóklestur var mikið stundaður, enda prýddi það fjöldi góðra bóka. Húsfreyjan hafði einnig yndi af ræktun fagurra blóma, var hannyrðakona hin mesta og stjóm- aði heimilinu af miklum myndar- skap. Oft var gestkvæmt á heimilinu, en þau voru sannkallaðir höfðingjar heim áð sækja, enda búið sem bezt að gestum að fomum sið í allri matargerð. Boðið var upp á rammíslenzkt viðurværi eins og slátur, súrmeti alls konar, reyktan og saltaðan mat ásamt öðru góð- gæti. Stundum komu góðir hagyrð- íngar eða skáld í heimsókn og heyrðist þá oft kveðin góð staka eða vísukom, en Guðríin hafði ósvikna gleði af slíkum mannfund- um og þeirri þjóðlegu íþrótt andans, sem skáldskapurinn er. Stundum var farið í ferðalög fram í Blöndudal eða Svínadal og einkar minnisstæðar ferðirnar fram að Bjamastöðum á vetuma í heim- sókn til Pálma bróður hans sem þar bjó ásamt fjölskyldu sinni. Ijöm í túni botnfrosin og ísinn svo tær, að löng strá stararinnar vom eins og steypt í gler, ef legið var ofan á ísnum og horft til botns. Zophoní- as var stundum með okkur Kol- brúnu á sleða á tjörninni og skemmtum við okkur þá konung- lega. Ymsar aðrar ferðir vom famar, sem ég kann vart að nefna lengur, en alltaf reyndist stjómand- inn farsæll, hvert sem leið lá. Þannig vil ég muna hann með styrk- ar hendur á stýri, horfandi fram á veginn. Atlæti hjónanna við telpuna var ekki síðra en við þeirra eigin böm. Móðir hans, Guðrún Pálmadóttir, var líka heimilisföst hjá þeim og ekki sparaði hún hlýjuna í garð litlu stúlkunnar. Mörg flíkin spratt full- búin úr höndum hennar og bar hagleik hennar til sauma fagurt vitni. í októberlok haustið 1985, þegar Guðrún Emarsdóttir átti merkisafmæli kom ég norður og dvaldi hjá þeim fáeina daga ásamt Sigríði dóttur þeirra, sem búsett er á Eiðum í Suður-Múlasýslu. Við rifjuðum upp minningar frá æsku- ámnum og mikið naut ég þess að minnast við þennan bemskuheim minn og líta augum ýmislegt smá- legt þama á gamla heimilinu. Elsku Guðrún mín, Kolla, Sigga og Dússi. Þetta áttu að vera fáein kveðju- orð frá fósturbarninu en urðu einungis fátækleg minningarbrot. Ég votta ykkur og íjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Drengur góður er genginn. Hann er lagður af stað í hinztu förina, sem bíður okkar allra. Blessuð sé minning hans. Sigurlaug Ásgrímsdóttir systkinahópi. Hún var snemma glæsileg ung stúlka, hávaxin, grönn. Hún var fijálsleg í fasi, fríð sýnum og glaðleg. Alla tíð var stutt í spaug og glettni hjá henni. Hún fór eins og annað ungt fólk á þeim tímum fljótlega að vinna fyrir sér. Bömin á Syðra-Seli áttu eflaust öll sína æskudrauma um að fá að menntast, enda öll greind og bók- hneigð. Sigríður Júnía unni mjög æskustöðvum sínum og var alla tíð mjög frændrækin og trygglynd. Það varð hlutskipti Sigríðar Júníu að flytjast ung til Vestmannaeyja og þar undi hún vel hag sínum og eign- aðist nýja vini. Hún giftist 14. október 1941 eftirlifandi eigin- manni sínum, Eysteini Jóhanni sjómanni Eysteinssyni, bónda í Hildisey í Landeyjum Gunnarsson- ar. Hann er mikill mannkostamað- ur, ljúflingur í viðkynningu og traustur heimilisfaðir. Til Vest- mannaeyja fluttist með móður sinni elsta dóttir hennar, Sigrún Júnía, fædd 25. febrúar 1938. Faðir henn- ar, Einar Geir, múrari í Reykjavík Guðmundsson, bónda í Þjóðólfs- haga í Holtum, var unnusti Sigríðar Júníu. Þær mæðgur dvöldust saman á Syðra-Seli fyrstu æviár Sigrúnar Júníu, en hún var jmdi og eftirlæti allra ástvina sinna. Sigrún Júnía var hannyrðakennari. Hún giftist 25. desember 1963 Ástráði Magn- ússjmi húsasmíðameistara, bónda á Uppsölum í Eiðaþinghá, Jóhanns- sonar. Þau bjuggu í Egilsstaða- kauptúni í Hörgsási 4. Þau eiga 3 efnileg börn. Þar eystra bjuggu Sigríður og Jóhann eftir gosið í Eyjum 1973, en fluttst til Eyja aftur. Sigrún Júnía lést vorið 1983 langt um ald- ur fram, öllum harmdauði, enda hvers manns hugljúfí. Sigríður og Jóhann eignuðust saman 2 efnileg- ar dætur. Þær eru: Selma, fædd 1942, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Gunnari skipstjóra Jónssyni, skipstjóra í Vestmannaeyjum, Guð- mundssonar. Þau eiga 3 böm; Elín Bjamey, fædd 1944, gift Svavari kaupmanni Sigmundssyni sjómanns í Vestmannaeyjum, Karlssonar. Þau eiga einnig 3 böm. Sigríður og Jóhann undu vel hag sínum í Eyjum við mikið bamalán, umvafín ástúð og virðingu niðja sinna og tengdasona, bæði þar og fyrir austan. Það var notalegt að koma á hlýlegt heimilið þeirra á Skólavegi 36 og þau vom ævinlega hress og fögnuðu gestum. Þegar ég heimsótti hana síðasta vorið 1983, eftir lát Sigrúnar Júníu, sá ég best hvert hún sótti innri styrk og hugarró. Jafnvel sár ástvina- missir megnaði ekki að buga hana. Hún hafði byggt trú sína á bjargi, sem bifast getur ei í stormum lífsins. Næst sá ég hana sársjúka fyrir páska á spítala í Reykjavík, en þar var hún í viku til staðfesting- ar ólæknandi sjúkdómi. Hér gafst okkur skyldfólki hennar og vinum tækifæri til að kveðja hana, æðm- lausa og óbugaða, áður en hún fór aftur á skírdag með dætmm sínum til Eyja, en þar lést hún tæplega áttræð 7. maí. Við Páll og böm okkar sendum Jóhanni og ijölskyldu hans allri innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þeim minningu ást- ríkrar eiginkonu, móður og ömmu. Sjálf átti frænka mín ömgga von um upprisu og eilíft líf og endur- fundi fyrir Jesúm Krist. „Sælir em dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Þeir skulu fá hvíld frá erfíði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Opinbemn Jóhannesar 14. 13. v. Guðrún Jónsdóttir Guðni Ölafsson í Flekkudal - Kveðja í dag, laugardag, verður frændi minn, Guðni Ólafsson bóndi í Flekkudal, kvaddur hinstu kveðju og jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós. Guðni fæddist í Flekkudal í Kjós. Foreldrar hans vom þau Ólafur Einarsson bóndi í Flekkudal og kona hans, Sigríður Guðnadóttir, ættuð frá Éyjum i Kjós. Guðni var alla ævi sína til heimil- is í Flekkudal, fyrst í foreldrahúsum en eftir lát föður síns árið 1935, tók hann við búinu ásamt Guð- mundi bróður sínum, sem síðar hætti búskap. Síðan var Guðni bóndi í Flekkudal til dauðadags. Bústýra hjá honum var Guðný syst- ir hans. Hjá þessum elskulegu systkinum var ég í sveit í tíu sumur sem bam og unglingur. Frá þessum ámm á ég hugljúfar minningar í umsjá þeirra systkina. Guðni frændi minn var fremur dulur maður og hafði sig lítt í frammi en bjó að sínu. Þótt ekki væri hann langskólagenginn var hann víðlesinn og því fróður um marga hluti og hafði þessi hægláti, hlédrægi maður mótandi áhrif á unglinginn sem komst undir hans vemdarvæng og nýtur hann þeirra áhrifa enn í dag. Nú þegar ég kveð þennan frænda minn er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að kynn- ast og njóta handleiðslu góðs drengs. Blessuð sé minning hans. Úlfar Kristmundsson Óli S. Hallgríms- son — Kveðjuorð Hann langafí minn, Óli Svavar Hallgrímsson, Stórholti 24, er dá- inn. Hann er núna uppi á himninum að fylgjast með okkur. Hann horfír á okkur en samt sjáum við hann ekki. Ósýnilegur engill. I gær var hann jarðaður. Oft leiddi ég hann niður í kjallara til að ná í kökur handa ömmu. En við afí nældum okkur sko alltaf í smá súkkulaðibita í leiðinni! Já, hann langafi, sem kíkti með mér í ísskáp- inn til að ná í Svala, sem hann hafði kejrpt hjá kaupmanninum á horninu. Én hvað! Stundum tók afí vitlausa fernu og ætlaði að gefa mér kaffíijóma með röri! Stundum fórum við langafí og rökuðum af okkur skeggið inn í stofu með fínu rakvélinni hans. Þá mátti nú vart á milli sjá hvor okkar var fínni, ég eða afí, báðir nýrakaðir og með axlabönd! Elsku langamma, Guð veri með þér, alltaf. Ég ætla að vera dugleg- ur að heimsæka þig. Andri Freyr Ólason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.