Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 Farþegum Flugleiða hefur fjölgað um 30% VERULEG aukning hefur orðið bæði í farþegaflutningum og bókunum í millilandaflugi Flug- leiða það sem af er þessu ári miðað við síðasta ár. Þannig hefur farþegafjöldi aukist um tæplega 30% og það sem af er hafa bókanir aukist um 15%. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar blaðafulltrúa Flugleiða hefur félagið flutt 73.700 farþega það sem af er þessu ári á flugleið- inni milli Evrópu og Norður- Ameríku. Á sama tíma í fyrra höfðu Flugleiðir flutt 57.200 far- þega á þessari flugleið og er aukningin 28,8%. Þá hafa Flug- leiðir flutt 66.800 farþega milli íslands og Evrópu á móti 52.000 farþegum í fyrra sem er 28,2% aukning. Alls hafa bókanir verið 267.000 það sem af er árinu á móti 232.000 í fyrra sem er um 15% aukning. Sæmundur sagði að skýringa á þessari aukningu sé heíst að leita í auknum ferðalögum íslendinga, en komur íslendinga til landsins á þessu ári hafa aukist um 26,9%. Einnig hafa ferðamenn frá Norð- urlöndum aukið komur sínar hingað og eiga helgarferðir, sem Flugleiðir hafa selt þar, sinn þátt í því. Fannst lát- inn í hlöðu UNGUR vinnumaður á bæn- um Hnjóti í Vestur-Barða- strandarsýslu fannst látinn í hlöðu við bæinn á fimmtudag. Ekki er vitað hvernig dauða hans bar að, en rannsóknar- lögreglan vinnur að máiinu. Maðurinn, sem er 22 ára, fannst látinn í hlöðunni á fimmtudagskvöld og var með áverka á höfði. Lögreglan á Patreksfirði óskaði eftir aðstoð Rannsóknarlögreglu ríkisins við að upplýsa hvemig dauða mannsins hefði borið að. Sam- kvæmt upplýsingum rannsókn- arlögreglu bendir ekkert til annars en að um slys hafí verið að ræða. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu. Maður hrellir telpur við Breiðagerð- isskóla LITLAR telpur hafa orðið fyrir áreitni manns við Breiðagerðis- skóla að undanförnu og hefur maðurinn sýnt þeim kynfæri sín. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu hefur nokkrum sinnum orðið vart við mann í nágrenni Hvassaleitisskóla, sem hefur sýnt svipaða tilburði við ungar stúlkur. Foreldrar í hverfínu hafa óskað eft- ir því að há girðing við skólann verði fjarlægð, þar sem hún veiti manninum skjól til að iðka þennan ógeðfellda leik. Rannsóknarlög- regla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. Morgunblaðið/Kristján Amgrímsson. John Travolta ásamt unnustu, foreldrum og fylgdarliði fyrir utan Hótel Esju í gærkvöldi. Hópurinn var að leggja af stað i veitingahúsið Broadway. TRAVOLTA Á ÍSLANDI BANDARÍSKA kvikmyndastjaman, söngvarinn og dansarinn John Travolta kom á einkaþotu sinni til íslands um kl. 18.00 í gær ásamt níu manna fylgdarliði. Þeirra á meðal voru foreldrar hans og kærasta. Hann er á leið sinni vestur um haf til Bandaríkjanna og heldur för sinni áfram i dag. Travolta var að koma frá kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Hann hafði búist við að fá verð- laun fyrir kvikmyndaleik sinn á hátíðinni, en sú ósk hans rættist ekki. Travolta bjó á Hótel Esju í nótt og ætlaði að sjá sýninguna „Allt vitlaust" í Broadway í gærkvöldi eftir að Björgvin Halldórsson hafði boðið honum þangað. Travolta er sem kunnugt er þekktastur fyrir leik sinn í dans- og söngvamyndunum „Saturday Night Fever" og „Grease", sem sýndar voru hér á landi fyrir nokkrum árum við miklar vinsældir. Upplagseftirlit Verslunarráðs í október til mars: Morgnnblaðið selt í 47.363 eintökum á dag MORGUNBLAÐIÐ var selt í til mars 1987, samkvæmt upp- 47.363 eintökum að meðaltali á lagseftirliti Verslunarráðs dag á tímabilinu október 1986 íslands. Á sama tímabili árið Bylgjan safnar fé fyrir Vímulausa æsku: Milljónir hafa safnast ÞAÐ var mikið um að vera á Bylgjunni gær, en þá hófst mara- þonútsending til styrktar Vímu- lausri æsku. Frá því kl. 10 f gærmorgun hefur hlustendum Bylgjunnar staðið til boða að fá leikið lag að eigin vali gegn lág- marksgreiðslu. En það tryggir þó ekki að viðkomandi fái að hlusta á lagið sitt til enda því aðrir geta fengið lagið tekið af með þvi að borga hærri upphæð. Um mið- nætti höfðu með þessu móti safnast nær 2.5 miRjónir króna. „Þátttakan og viðtökumar allar hafa verið hreint með ólíkindum. Við höfum ekki haft undan og fólk því þurft að bíða eftir lögunum sínum. Það hafa staðið yfír samskot í fyrirtækjum og upphæðimar farið hæst í 100 þúsund. Hagvirki greiddi þá upphæð fyrir að fá lagið „Heim í Búðardal" leikið. Það hefur komið okkur geysilega á óvart hvað fólk er örlátt," sagði Páll Þorsteinsson á Bylgjunni þegar Morgunblaðið leit þar við í gærkvöld. Hann sagði að það væri sérstaklega gaman að sam- eina söfnun til styrktar góðu málefni og skemmtilegan leik og hann teldi víst að Bylgjan ætti eftir að endur- taka söfnun af þessu tagi til styrktar einhverju öðru góðu málefni. „Það má segja að það kerfí sem við kom- um okkur upp hafi fljótlega sprung- ið. Við settum í upphafi upp 300 króna lágmarksupphæð, en síðan voru að berast hér inn á borð til okkar tugir þúsunda. Við höldum áfram til miðnættis laugardag," sagði Páll. áður var blaðið selt í 45.085 ein- tökum og er aukningin 2.278 eintök eða 5,05%. í tölum upplagseftirlitsins um sölu blaða og tímarita, sem birtar voru í gær í fjórða sinn, kemur fram að seld eintök af Degi á Akureyri voru á umræddu tíma- bili 5.401 eintak, á móti 4.908 eintökum árið áður og nemur aukningin 10,04%. í upplagstölun- um eru eingöngu innifalin greidd eintök, en ekki tíundað hve mörg eintök hafa verið prentuð. Morg- unblaðið og Dagur eru einu dagblöðin sem taka þátt í upplags- eftirlitinu. Upplagseftirlit Verslunarráðs- ins birti í gær einnig tölur um seld eintök að meðaltali árið 1986 hjá tveimur tímaritum. Gestgjaf- inn var seldur í 7.930 eintökum og Heilbrigðismál í 6.554 eintök- um. Eftirtalin tímarita, sem hafa áður verið með í eftirlitinu eða höfðu óskað eftir aðild, skiluðu ekki upplýsingum eða tilkynntu að þau væru hætt aðiid: Mannlíf, Gróandinn, Viðskipta- og tölvu- blaðið, Æskan, Skinfaxi, Tímaritið Heimsmynd, Stefnir og Þjóðlíf. ©' INNLENT Voru gagnlegar köimunarviðræður - segir Þorsteinn Pálsson um fund með forystumönnum Alþýðuflokksins ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sop- husson, varaformaður hans, ræddu í nokkrar klukkustundir við formann og varaformann Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, og Jóhönnu Sigurðardóttur, siðdegis í gær. Fulltrúar beggja flokk- anna vörðust frétta í gærkvöldi. Sögðu þetta hafa verið gagnlegar könnunarviðræður og Þorsteinn Pálsson vildi ekki tjá sig um fram- hald stjórnarmyndunarviðræðna sinna. Morgunblaðið/Þorkell. Ungmenni tóku á móti óskum um lög. Á myndinni eru Gunnar Fjal- ar Helgason og Ólöf Kristinsdóttir. „Þetta voru könnunarviðræður við Alþýðuflokkinn, sem spönnuðu mjög vítt svið og voru gagnlegar," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið. „Þetta voru ekki samningaviðræður og engar tillögur voru lagðar fram. Báðir aðilar reif- uðu sjónarmið sín til þess að kanna málefnastöðuna. Ég tel að fundurinn hafi verið gagnlegur. Að loknum þessum ítarlegu könnunarviðræðum við Alþýðuflokkinn, munum við meta stöðuna og ákveða við hveija við óskum að eiga könnunarviðræður við næst. Það hefur ekki verið ákveðið hvort rætt verður við fulltrúa allra stjórn- málaflokkanna, sem eiga fulltrúa á Alþingi, en svo gæti farið. Það er ekki víst og það er heldur ekki ákveðið við hvaða flokk við ræðum við næst. Við erum ekki enn búnir að setja ákveðið stjómarmynstur niður. Við viljum kanna hug fleiri aðila áður en við leggjum slíkt mat á stöðuna. Það er ljóst að nokkum tíma tekur að mynda ríkisstjóm í þeirri flóknu stöðu, sem upp er kom- in að loknum þessum kosningum. Það er heldur engin hengingaról í einhverri dagsetningu eins og síðast, þegar ríkisstjóm var mynduð," sagði Þorsteinn Pálsson. Ekki tókst að ná tali af forystu- mönnum Alþýðuflokksins í gær- kvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.