Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 16. MAÍ 1987
væri í hreppsnefnd, einn væri kjör-
inn af starfsfólki og síðan ættu
ijármagnseigendur einn stjómar-
mann. Hann sagðist ekki trúa því
að þessir menn sem nú hefðu kom-
ist jrfír meirihluta í Frosta með
50,006% virks hlutafjár ætluðu sér
að dreifa valdi.
Fékk ekki bréf
Ragnar Þorbergsson sagðist hafa
starfað frá því hann kom til Súða-
víkur 15 ára gamall og greitt öll
sín gjöld til sveitarfélagsins. Hann
sagði að sér kæmi það mjög á
óvart, að hvorki hann né kona hans
hefðu fengið bréfið frá Frosta hf.
með tilboði um kaup á hlutabréfum.
Síðan sneri hann sér að málefnum
Frosta hf. og sagði að Börkur Aka-
son hefði viljað stjóma fyrirtæki
sínu sjálfur og honum hefði ekki
verið sama hveijir störfuðu hjá hon-
um. Nú væri þetta orðið öðruvísi.
Nú væri svo ólundarlega og illa að
málum staðið að einsdæmi væri.
Nú er lítil klíka að komast yfír allt
í Súðavík. Hann sagðist aumkva
ákveðna menn. Góða drengi, sem
þekkja ekki til mála, og vita ekki
hvað að baki býr.
Spurning um mann-
réttindi
Óskar Elíasson vildi mótmæla því
að um valdabaráttu tveggja manna
væri að ræða. Hann sagði að oddvit-
inn hefði aldrei viljað svara sér til
um, hvað að baki byggi, að vilja
fara einn með völd hreppsins í stjóm
Frosta. Nú væri það komið í Ijós.
Hann ætlaði sér að ráða öllu. Þetta
er fyrst og fremst spuming um
mannréttindi okkar hér í byggðar-
laginu sagði hann.
Ráðinn til 6 mánaða
Ingimar Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Frosta sagðist ekki
vilja blanda sér í deilur innan
hreppsnefndar um málefni Frosta
hf. Hann sagðist halda að það hefði
verið upphaf einhverrar mikillar
ógæfu að hann skyldi hafa verið
búsettur úti á ísafirði þegar stjóm
Frosta kom að máli við hann og
bauð honum starf framkvæmda-
stjóra á síðasta ári. Hann sagðist
háfa verið upphaflega ráðinn til 6
mánaða og hefði hann sett tvö skil-
yrði. Að hann yrði búsettur á
Isafirði á meðan reynslutíminn
stæði og að hann fengi bifreið til
umráða. Hann sagði að sá tími
hefði mnnið út í mars og síðan
hefði verið unnið að framtíðarskip-
an mála. Hinsvegar sagðist hann
vera reiðubúinn til að hverfa nú
þegar frá störfum fyrir fyrirtækið
ef Súðvíkingar óskuðu þess.
Búið að selja
Hann sagði að skeytið frá Guð-
mundi Heiðarssyni hefði komið of
seint og þá hefði að auki verið búið
að selja öðmm mestallt hlutaféð.
Þá gat hann þess að Magnús Þor-
gilsson hefði óskað eftir því að
Frosti tæki einbýlishús upp í kaup
á hlutabréfum, en stjómin hefði
hafnað því. Heiðar Guðbrandsson
var ekki rekinn eins og staðhæft
hefur verið, heldur hefði átt að
brejrta starfssviði hans, en Heiðar
ekki viljað Una því og þess vegna
hætt.
Hann sagði að sér hefði verið
tekið vel af öllum sínum samstarfs-
mönnum, því hefði honum sámað
þegar hann væri nú borinn þungum
sökum. Að því væri látið liggja að
hann hefði komið hér eins og þjófur
að nóttu til að stela fyrirtæki. Við
það ætti hann erfítt að sætta sig.
30 milljónir
undir borðið
Heiðar Guðbrandsson sagði að
Tog hf. væri eingöngu pappírsfyrir-
tæki sem nota ætti til að kaupa
ijármuni hluthafanna. Það sem Iægi
á bak við kaupin á Frosta væri það
að þeir væm að semja um kaup á
nýjum skuttogara í staðinn fyrir
Bessa. Þá fengju þeir greiddar 30
milljónir króna undir borðið. Þaðan
kæmu peningamir til að greiða
hlutabréf pappírsfyrirtækisins.
Hann sagði að nær væri að gefa
íbúum Súðavíkur þessa upphæð.
Að lokum sagði hann að það væri
ætlun Auðuns Karlssonar að stela
Frosta hf. og Álftfirðingi hf.
Óvægin apart-
heid-stefna
Halldór Jónsson bað menn að
minnast þess þegar íranskeisara
var steypt af stóli — þá vom öll
vandamál írans honum að kenna.
Sama var upp á teningnum í Kína
þegar fímmmenningaklíkunni var
steypt. Á sama hátt virtist að allt
sem aflaga færi í Súðavík væri
Auðuni Karlssjmi að kenna. En
getur Auðunn staðið á bak við alla
hluti? Getur hann allstaðar verið?
Hann sagði að umfjöllunin í §öl-
miðlum um málefni Frosta hf. hefði
verið með eindæmum. En Helgar-
pósturinn ætti þó öll metin. Þar
hefði lýsandi frásögn tveggja
manna úr plássinu verið borin uppi
af rætni og illmælgi í götustráka-
stíl. Sér fyndist að í Súðavík væri
rekin óvægin apartheid-stefna.
Hann spurði fólk hvort það tryði
því að slík rætni og níð sem borið
væri á þá sem fyrir atvinnulífínu
stæðu yrðu til að fólk fengist til
að setjast að í Súðavík.
Peningar Súðvíkinga
Elías Þorbergsson hreppstjóri
vildi fá að vita hvemig Togsmenn
ætluðu að fjármagna hlutabréfa-
kaupin. Sagðist hafa heyrt um að
kaupa ætti nýtt skip. Ef þar væru
einhveijirpeningar í spilinu þá ættu
Súðvíkingar þá og gætu keypt
hlutabréfín fyrir peningana.
Auðveldara að
splundra en
byggja upp
Ólafur Þ. Þórðarson þingmaður
Framsóknarflokksins varaði við
hatrömmum deilum í svo litlu bæj-
arfélagi. Hann sagði að auðveldara
væri að splundra en byggja upp.
Benti hann á að Halldór Magnússon
sveitarstjóri og Börkur Ákason
hefðu alltaf verið á öndverðum
meiði í pólitík. Það hefði þó ekki
komið í veg fyrir að þeir gætu unn-
ið saman að hagsmunamálum
byggðarlagsins. Hann benti á að
Tog hf. hefði ekki verið stofnað
fyrr en 23. apríl, en þó hefði ekki
verið tekið tillit til tilboðs sem kom
í lok febrúar. Hann talaði um
bandarískar leikreglur, þar sem
menn hefðu meirihluta eða ekkert.
Hlutabréf fyrir milljón
Ragnar Þorbergsson tók aftur til
máls og ítrekaði að sér hefðu ekki
verið boðin hlutabréf í Frosta hf.
til kaups. Sagðist hann hefðu kejrpt
hlutabréf fyrir að minnsta kosti eina
milljón ef honum hefði gefíst kostur
á því.
Stór orð fallið
Steinn Ingi Kjartansson sveitar-
stjóri sagði að lausiing hefði komið
upp þegar Börkur Ákason seldi hlut
sinn í Frosta hf. og flutti burt. Síðan
hefðu mörg stór orð fallið, en þó
væri leið til sátta. Skoraði hann á
málsaðila að leita lausnar og sagð-
ist reiðubúinn að endurskoða alla
afstöðu sína til málsins ef það gæti
orðið til að liðka fyrir lausn á vanda-
málinu.
Tillaga hreppstjórans
Elías Þorbergsson hreppsstjóri
lagði fram eftirfarandi tillögu: Ég
legg til að fundurinn fordæmi þau
vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið
í sambandi við sölu Frosta hf. á
eigin hlutabréfum til Togs hf.
Tillaga skólastjórans
Helgi J. Hauksson skólastjóri
lagði fram eftirfarandi tillögu: Legg
til að fundurinn taki ekki til at-
kvæðagreiðslu tillögu Elíasar
Þorbergssonar, en skora á aðila
málsins að leita allra leiða til sátta
og meðal annars að fá utanaðkom-
andi óháðan og traustan aðila til
milligöngu.
Tillaga Helga var felld með 28
atkvæðum gegn 19. Síðan var til-
laga Elfasar samþykkt með 33
atkvæðum gegn 16.
- Úlfar
Mörg slys
hafa orðið á
fjórhjólum
1000 hjól komin til landsins
UMFERÐARRÁÐ vekur athygli
á að síðustu vikur hafa orðið
mörg slys á svokölluðum fjór-
hjólum — sum þeirra alvarleg.
E.t.v. þarf þetta ekki að koma á
óvart. Engin veltigrind er á þjól-
unum og þar af leiðandi eru
ökumenn þeirra gjörsamlega
óvarðir ef eitthvað ber út af. Við
bætist að fæstir hafa hjálm á
höfði.
Algengustu slysin verða með
þeim hætti að menn ætla sér um of
í „klifri" á hjólunum, þannig að þau
sporðreisast og ökumenn lenda und-
ir þeim. Afleiðingar eru beinbrot,
höfíiðáverkar, brákaðir hryggjarlið-
ir og margháttuð önnur meiðsl.
Umferðarráð varar því við gá-
leysilegri notkun Qórhjóla og hvetur
ökumenn þeirra eindregið til þess
að nota hjálm. Minnt er á að nýlega
gengu í gildi reglur um torfæru-
tæki þar sem m.a. er kveðið á um
að ökumenn þeirra skuli hafa öku-
réttindi. Einnig að þeim megi ekki
aka í almennri umferð og ekki fljrtja
á þeim farþega. Þá eru í reglunum
ákvæði um að skrá skuli torfæru-
tæki og þess vegna á að vera á
þeim skráningamúmer og skrán-
ingarskírteini skal ávallt hafa
meðferðis í akstri. Skráningar-
skyldan leiðir til þess að nú ber
eigendum torfærutækja skylda til
að kaupa ábyrgðartryggingu vegna
tjóna og slysa er þau kunna að
valda.
Umferðarráð ítrekar að frestur
til að skrá torfærutæki rann út 1.
maí sl. Mun nú lögregla sjá til þess
að eftir reglum verði farið í þessum
efnum, þ. á m. að stjómendur Qór-
hjóla hafí tilskilin réttindi. Jafti-
framt eru foreldrar og forráðamenn
unglinga sem torfærutækjum aka
minntir á að hér er um hættuleg
„Ieikföng" að ræða. Sú viðvörun á
reyndar við ökumenn þeirra á öllum
aldri. (Fréttatilkynningf)
Nú á að skrá fjórhjól sem torfærutæki. Á myndinni er Hjálmtýr Júliusson, bifreiðaeftirlitsmaður
á Selfossi, að leggja siðustu hönd á skoðun og skráningu Xb-202.