Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 55 Söngtónleikar í Ytrí- Njarðvíkurkirkju eftir Bjarna J. Gíslason Föstudaginn 1. maí sl. hélt Steinn Erlingsson, bariton-söngvari, tón- leika í Ytri-Njarövíkurkirkju, við undirleik David Knowles. Steinn er Suðumesjabúum að góðu kunnur, hann söng með Karla- kór Keflavíkur um áraraðir og hafði þar mörg einsöngshlutverk á hendi. Þá hefur hann sungið með Kirkju- kór Keflavíkurkirkju og farið með honum til ísraels sem einsöngvari. Einnig hefur Steinn sungið með Skagfirsku söngsveitinni og víða komið fram á skemmtunum og við hátíðlegar athafnir. Árið 1985 lauk Steinn einsöngv- araprófi frá Söngdeild Tónlistar- skóla Garðabæjar, þar sem hann naut handleiðslu Snæbjargar Snæ- bjamardóttur. Efnisskrá tónleikanna var bæði vönduð og fjölbreytt, innlend og erlend lög og óperuaríur. íslensku lögin Mánaskin eftir Eyþór Stefáns- son, Þú ert eftir Þórarin Guðmunds- son og Nótt eftir Áma Thorsteins- son vom ljúf og áferðarfalleg í meðferð Steins, en þróttmikil rödd hans naut sín betur í lögum eins og t.d. „On the road to Mandaley" eftir Oley Speaks og Hraustir menn eftir Sigmund Romberg, en þar fór hann á kostum. Best fannst mér Steini takast í Largo at Factotum, úr Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini, þar sem reynir mikið á Steinn Erlingsson söngvari. söngvarann hvað sönghæfni og túlkun varðar. Undirleikur David Knowles var frábær og auðsýnt að þar er mikill hæfileikamaður á ferðinni. Tónleikamir vom vel sóttir og hylltu þakklátir áheyrendur lista- mennina með blómum og innilegu lófataki, urðu þeir að endurtaka mörg laganna. Höfundur er fyrrv. lögregluþjónn íKeflavik og tónlistarunnandi. Allir geta troðið upp á vísnakvöldi NAMSKEIÐ UM AMARKAÐINN Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Námskeiðið verður í umsjá Sigurðar B. Stefánssonar og Gunnars Helga Hálfdánarsonar með aðstoð starfsmanna Fjárfestingarfélags íslands, Kaupþings og Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans. Námskeiðið er ætlað starfsfólki í fjármáladeildumfyrirtækja, opinberra sjóða og lífeyrissjóða og öllum þeim sem hafa áhuga á verðbréfaviðskiptum. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar í síma 621066. Síðastliðið haust efndi Stjómunarfélag íslands til námskeiðs um Verðbréfamarkaðinn. Námskeiðið þótti vera mjög tímabært því þekking á eðli þessa markaðar hefur ekki vaxið til jafns við umfang hans á undanfömum ámm. Nú hefur verið ákveðið að endurtaka námskeiðið ef næg þátttaka fæst. Á námskeiðinu hefur verið fjallað um eftirtalda þætti: - Stefnumótun í íjármagnsuppbyggingu. - Mat á fjármagnsþörf. - Æskileg fjármagnsuppbygging. - Helstu tegundir veröbréfa á innlendum markaöi og helstu form þeirra erlendis. - Þáttur verðbréfa (hlutabréfa og skuldabréfa) í fjárhagslegri uppbyggingu fyrirtækja, rekstri og fjárfestingu. - Tæknilega hliðin: útreikningur gengis, affalla, ávöxtunar og annars kostnaðar. - Tímaáætlanir við útgáfu og sölu verðbréfa. - Skattalegar ívilnanir við verðbréfakaup. - Breytingar á sparifjármarkaðinum og samanburður við ávöxtun spamaðar í viðskiptalöndunum. - Samanburður á núverandi spamaðarformum. - Helstu sjónarmið við ákvarðanatöku í verðbréfaviðskiptum: Einstaklingar - fyrirtæki - stofnanir. - Kröfur Verðbréfaþings íslands - tengsl við verðbréfasala - tengsl við fjölmiðla. - Ávöxtun innlends sparifjár í erlendum verðbréfum og/eða erlendum gjaldeyri. - Markaðssetning verðbréfa. |-|— Tími og staðar: 20.-21. maíkl. 13.00-17.00 í Ánanaustum TÓNLISTARFÉLAGIÐ Vísna- vinir heldur svokallað „opið kvöld“ nk. mánudag, 18. maí. Verður það frábrugðið venjulegu vísnakvöldi að því leyti að öllum er frjálst að troða þar upp. í fréttatilkynningu frá Vísnavin- um segir að slík kvöld hafi alltaf mælst mjög vel fyrir þegar félagið hefur staðið fyrir þeim og oft hefur Frá vísnakvöldi. Vinstrisósíal- istar með fund Vinstrisósíalistar efna til fund- ar laugardaginn 16. maí nk. kl. 14.00 að Hverfisgötu 105. Á fundinum verður framtíð vinstrisósíalista rædd og ný viðhorf sem skapast hafa í vinstrihreyfing- unni eftir kosningar. framsögumenn verða Einar D. Bragason, Gestur Guðmundsson og Bima Þórðardóttir. hæfileikafólk einmitt stigið sín fyrstu skref í sviðsljósinu við þessi tækifæri. Vísnavinir hvetja því alla, sem heima sitja og hafa ekki hing- að til þorað að láta til sín heyra, að mæta á „opna kvöldið" og leika þar listir sínar. „Opna vísnakvöldið" verður að þessu sinni haldið í Duus-húsi og hefst það kl. 20.30. HRINGDU SÍMINN ER 691140 691141 P»«gnnt>Iahíi» NtPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUMÁ LAGER: kúplingar,kveikjuhluti;bremsuhluti, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA FREMSTIR í VARAHLUTUM BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.