Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 70
1* v» iCTf ir *r Boltinn rúllar af stað um helgina ■’air \/ » ■ *r 1 r k 1 >r , t fCtfi MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 íslandsmótið 2. deild: ÍBÍ ísfirðingar voru í miklu basli í fyrra og rétt sluppu við fall. Þeir hafa nú ráðið nýjann þjálfara, Helga Ragnarsson, sem bundnar eru miklar vonir við. ísfirðingar hafa einnig misst nokkra af eldri leikmönnum sínum eins og Jón Oddsson, Hauk Magnússon og Rúnar Vífilsson. Þeir byggja nú al- farið á heimamönnum og er liðið mjög ungt. Þeir verða sennilega í sama basli og í fyrra. ÍBV ÍBV hafnað í neðsta sæti 1. deilar í fyrra og féll í 2. deild. Eyja- menn hafa nú fengið frammherj- ann marksækna, Tómas Pálsson, til að þjálfa liðið. Hann lék með Selfyssingum í fyrra. Lið Eyja- manna var talið reynslulítið í 1. deildinni í fyrra en nú hafa þeir á að skipa sama mannskap og ættu að vera reynslunni ríkari. Það verð- ur erfitt að sækja þá heim. Þeir gætu þó átt í basli í upphafi móts vegna þess að nokkrir leikmanna þeirra hafa átt við meiðsli að stríða. • íslandsmótið f knattspyrnu hefst um holgina og verður leikin heii umferð í 2. deild karla. KS Siglfirðingar undir stjórn Gú- stafs Björnssonar urðu í 6. sæti deildarinnar í fyrra. Gústaf verður áfram með liðið og þekkir sig nú betur nyrðra. KS verður með sama lið og í fyrra, nema að Mark Duffi- eld hefur snúið heima aftur úr Garðinum. Heimavöllurinn hefur ávallt verið þeim sterkur og svo verður einnig í ár. Siglfiröingar varða iíklega um miðja deild. Selfoss Selfyssingar náðu fjórða sæti deildarinnar í fyrra og eru greini- lega á uppleiö. Magnús Jónatans- son hefur nú tekið við þjálfun liðsins og er þekktur fyrir allt ann- að en slæmt gengi. Selfossliðið hefur misst Tómas Pálsson og Sig- urð Halldórsson en það ætti ekki að koma að sök þar sem þeir hafa á að skipa góðum mannskap. Sel- foss ætti að vera í toppbaráttunni. Víkingur Víkingar náðu ekki að tryggja sér 1. deildarsætið í fyrra eins og margir höföu spáð. Þeir verða þó að teljast líklegir til þess nú þar sem þeir hafa endurheimt sovéska þjálfarann, Juri Sedov. Besti leik- maður þeirra í fyrra, Andri Mar- teinsson, hefur nú yfirgefið þá og gengið til liðs við KR og Elías Guð- mundsson hefur fylgt Magnúsi Jónatanssyni á Selfoss. Víkingar hafa á að skipa jöfnu og góðu liði. Þróttur Þróttur hafnaði i sjöunda sæti í fyrra. Gengi þeirra var mjög slakt framan af en undir lokin og forð- uðu þeir sér frá falli. Fyrrum leikmaður Þróttar, Gunnar Ingva- son, þjálfar nú liðið. Þróttur hefur fengið nokkra nýja leikmenn. Þeir hafa þó misst sinn besta leikmann frá í fyrra, Kristján Jónsson, sem gekk í Fram. Þróttur veröur líklega um miðja deild. Breiðablik Breiðabliksmenn féllu úr 1. deild í fyrra og hafa örugglega hug á að endurheimta sæti sitt aftur. Jón Hermannsson verður áfram þjálf- ari liðsins. Blikarnir hafa nú misst Guðmund Val Sigurðsson til Þórs, en hafa endurheimt Guðmund Baldursson sem lék á Möltu. Að öðru leiti verður liðið skipað sömu leikmönnum og í fyrra. Blikarnir verða að teljast líklegir til að endur- heimta sæti sitt í 1. deild að ári. Meistarakeppni KSÍ: Fram og ÍA leika á Skaganum á morgun íslandsmeistarar Fram og bik- armeistarar ÍA leika á Akranesi á morgun f meistarakeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á grasvellinum og hefst klukkan 18. Fram lék ágætlega í Reykja- víkurmótinu, en missti titilinn til Vals, tapaði fyrst fyrir Val í riðla- keppninni og síðan í úrslitunum. Liðið er vel undir átök sumarsins búið og sem fyrr er vörnin sterk sem og miðjan. En erfitt verður að fylla skarð Guðmundar Torfa- sonar og Guðmundar Steinssonar í framlínunni. Pétur Ormslev lék frammi í úrslitum Reykjavíkur- mótsins, en hann verður fjarri góðu gamni á morgun, þar sem hann tekur út leikbann. Skagamenn sigruöu í öllum leikj- um sínum í Litlu bikarkeppninni með miklum mun og fengu aðeins eitt mark á sig. Liðið virðist smella vel saman og er líklegt til stórræða í sumar. Meistarakeppnin fer nú fram í 19. sinn. Fram hefur oftast allra sigrað eða fimm sinnum og á nú möguleika á sigri þriðja árið í röð, ÍBK hefur oröið meistari meistar- anna fjórum sinnum, Víkingur, ÍBV og Valur tvisvar hvert félag, UBK og ÍA einu sinni ásamt KR, sem sigraði í fyrstu meistarakeppninni 1969. Guðmundur Haraldsson, milliríkjadómari, dæmir leikinn á Skaganum á morgun. ÍSLANDSMÓTIÐ f knattspyrnu hefst um þessa helgl og verður spiluð heil umferð í 2. deild karla. Keppni þar verður öruggiega eins spennandi f ár og oftast áður. ÍR * *’!eikur nú f fyrsta skipti f 2. deild og verður fróðlegt að fylgjast með gengi þeirra f sumar. Leiftur frá Ólafsfirði sigrði f 3. deild og kom með ÍR upp f 2. deild. Úr 1. deild f fýrra féllu Breiðablik og ÍBV. Morgunblaðið hefur ákveðið að útnefna mann hvers leiks og mun veröaluna þann leikmann í mótslok sem oftast verður kjörinn „Maður leiksins" í sumar. Hér á eftir fer smá úttekt á 2. deildarliðunum og spáð er um gengi þeirra í sumar. Við byrjum á nýliðunum úr ÍR. ÍR IR-ingar leika nú í fyrsta sinn í í 2. deild. Liðið náði athyglisverð- um árangri í 3. deild í fyrra undir stjórn Heimis Karlssonar, sem einnig þjálfar liðið í ár. ÍR-ingar stoppuðu aðeins eitt tímabil í 3. deild. Þeir hafa á að skipa svo til sama liði og í fyrra. Það gæti orð- ið erfitt tímabil framundan hjá þeim, sérstaklega á útivöllum. Heima eiga þeir eftir að hirða mörg stig. Þeir verða líklega í neðri hluta deildarinnar. Leiftur Leiftur sigraði í 3. deild eftir úrslitaleik við (R. Dvöl Ólafsfirðinga í 3. deild var aðeins eitt ár því 1985 léku þeir í 2. deild og endur- heimtu þeir því sæti sitt. Óskar Ingimundarson er þjálfari liðsins eins og í fyrra og þekkir því vel til sinna manna. Hann leikur einnig með liðinu. Litlar breytingar hafa verið hjá þeim. Ólafsfirðingar gætu átt erfitt uppdráttar í sumar en heimavöllurinn er þeim mikilvæg- ur. Einherji Einherji náði sínum besta ár- angri í 2. deild í fyrra, fimmta sæti. Þeir hafa nú misst Njál Eiðs- son sem þjálfaði og lék með þeim í fyrra. Hann leikur nú í 1. deildinni með Val og er skarð hans vand- fyllt. Við þjálfuninni hefur tekið heimamaður, Aðalbjörn Björns- son, og verður fróðlegt að fylgjast með gangi liðsins undir hans stjórn. Einherji verður líklega í neðri hluta deildarinnar. Leikir í 2. deild 1. umferð 16/5 kl. 18.00 17/5 kl. 14.00 17/5 kl. 14.00 17/5 kl. 14.00 18/5 kl. 20.00 2. umferð 22/5 kl. 20.00 23/5 kl. 14.00 23/5 kl. 14.00 23/5 kl. 14.00 23/5 kl. 14.00 3. umferð r 30/5 kl. 14.00 30/5 kl. 14.00 31/5 kl. 14.00 31/5 kl. 14.00 1/6 kl. 20.00 4. umferð 5/6 kl. 20.00 5/6 kl. 20.00 5/6 kl. 20.00 6/6 kl. 14.00 6/6 kl. 14.00 5. umferð 12/6 kl. 20.00 13/6 kl. 14.00 13/6 kl. 14.00 14/6 kl. 20.00 16/6 kl. 20.00 ð.umferð 119/6 kl. 20.00 19/6 kl. 20.00 20/6 kl. 14.00 20/6 kl. 14.00 21/6 kl. 16.00 7. umferð 26/6 kl. 20.00 26/6 kl. 20.00 26/6 kl. 20.00 27/6 kl. 18.00 29/6 kl. 20.00 8. umferð 4/7 kl. 14.00 4/7 kl. 14.00 4/7 kl. 14.00 4/7 kl. 14.00 5/7 kl. 14.00 9. umferð 11/7 kl. 14.00 11/7 kl. 14.00 15/7 kl. 20.00 15/7 kl. 20.00 15/7 kl. 20.00 (R — Einherji KS-ÍBl Víkingur R. — Leiftur ÍBV — Selfoss Þróttur R. — UBK KS — Einherji ÍBf —Selfoss ÍR — Þróttur R. UBK —VíkingurR. Leiftur—IBV Einherji — ÍBÍ ÍBV-UBK Þróttur R. — KS Selfoss — Leiftur Víkingur R. — ÍR KS —VíkingurR. IR-ÍBV UBK — Selfoss ÍBÍ — Leiftur Einherji — Þróttur R. ÍBV-KS Selfoss —ÍR Leiftur — UBK Þróttur R. — IBÍ Víkingur R. — Einherji KS — Selfoss Þróttur R. — Víkingur R. ÍBl-UBK Einherji — ÍBV ÍR — Leiftur Leiftur —KS ÍBV — Þróttur R. UBK-ÍR Selfoss — Einherji Víkingur R. — ÍBÍ ÍBÍ-ÍR KS-UBK Einherji — Leiftur Víkingur R. - ÍBV Þröttur R. — Selfoss ÍBV-lBl IR-KS UBK — Einherji Leiftur—ÞrótturR. Selfoss — Víkingur R. 10. umferð 18/7 Kl. 14.00 18/7 kl. 14.00 18/7 kl. 14.00 18/7 kl. 14.00 18/7 kl. 14.00 H.umferð 24/7 kl. 20.00 25/7 kl. 15.00 25/7 kl. 14.00 25/7 kl. 14.00 25/7 kl. 14.00 12. umferð 28/7 kl. 20.00 29/7 kl. 20.00 29/7 kl. 20.00 29/7 kl. 20.00 29/7 kl. 20.00 13. umferð 6/8 kl. 19.00 7/8 kl. 19.00 7/8 kl. 19.00 8/8 kl. 14.00 8/8 kl. 14.00 14. umferð 14/8 kl. 19.00 15/8 kl. 14.00 15/8 kl. 14.00 15/8 kl. 14.00 15/8 kl. 14.00 15. umferð 20/8 kl. 19.00 22/8 kl. 14.00 22/8 kl. 14.00 22/8 kl. 14.00 22/8 kl. 14.00 16. umferð 28/8 kl. 19.00 28/8 kl. 19.00 29/8 kl. 14.00 29/8 kl. 14.00 29/8 kl. 14.00 17. umferð 5/9 kl. 16.00 5/9 kl. 14.00 5/9 kl. 14.00 5/9 kl. 14.00 5/9 kl. 14.00 18. umferð 11/9 kl. 18.00 13/9 kl. 14.00 13/9 kl. 14.00 13/9 kl. 14.00 13/9 kl. 14.00 ÍBÍ-KS Einherji — ÍR UBK - Þróttur R. Leiftur — Víkingur R. Selfoss — ÍBV Þróttur R. — ÍR Selfoss — ÍBÍ Einherji — KS VíkingurR, —UBK ÍBV — Leiftur ÍR — Víkingur R. ÍBÍ — Einherji KS — Þróttur UBK-ÍBV Leiftur — Selfoss VíkingurR, —KS Þróttur R. — Einherji Selfoss — UBK Leiftur —ÍBÍ ÍBV-lR ÍR —Selfoss ÍBÍ — Þróttur R. KS-ÍBV Einherji —VíkingurR. UBK —Leiftur Víkingur R. — Þróttur R. UBK-ÍBÍ Selfoss — KS ÍBV — Einherji Leiftur— ÍR KS — Leiftur l'R-UBK IBÍ —VikingurR. Einherji — Selfoss Þróttur R. — ÍBV (R-ÍBÍ UBK-KS Leiftur — Einherji Selfoss — Þróttur R. ÍBV—VíkingurR. Þróttur R. — Leiftur ÍBl-lBV KS-lR Einherji —UBK VíkingurR. —Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.