Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 37 SKULDADAGAR SOVÉSKA NÝLENDU VELDISIN S taugar til umheimsins, gera það sem Frakkar kalla „auto-decoup- lage“. Þetta er nýjasta útgáfan af því sem Henry Kissinger og Zbigniew Brzezinski nefndu „sjálfs-Finnlandiseringu" fyrir réttum 10 árum. Þetta gæti ekki verið í þágu Vestur-Þýkalands, Vesturlanda eða Atlantsbandalagsins. Þvert á móti á stefna Vestur-Þýskalands að vera sú að styrkja bandalagið og staðfesta veru sína í því enn frekar. Utanríkisstefna Vestur- Þýskalands á að byggjast á hinni gífurlegu velgengni vestræns þjóðskipulags hvort heldur er pólítísk og efnahagsleg, þeim þrótti sem einkennir vestræna menningu og hæfileika Vestur- landa til þess að vera ákveðin, en um leið opin gagnvart Austan- tjaldsríkjunum. Þetta var kjami þess sem leiðtogar Atlantshafs- bandalagsins töldu að yrði því heillavænlegast fyrir tuttugu árum og lýstu í Harmel-skýrsl- unni. Slökunarstefnan eins og hún var skilgreind á sjöunda áratugn- um á efitt uppdráttar nú orðið. Ný tegund slökunar er besta svar- ið við Mið-Evrópuhugmyndinni; slökun sem byggist á raunsæjum hugmyndum um það hvað Evrópa getur orðið og verður að vera. Þar er um að ræða raunverulegt svar við hugmyndinni. Bæði þeim freistingum, sem felast í vest- rænni uppgjöf í trausti þess að Kremlarherrar reynist sannir íþróttamenn, sem og þeim vonum sem bærast í bijóstum manna í Varsjá og Búdapest. Prag og Austur-Berlín. An nýrrar ákveð- innar vestur-þýskrar stefnu hættir Sambandslýðveldið á að gefa mun meira en það þarf á öllum sviðum — menningarlegu, pólítísku og hemaðarlegu. Það væri í senn fáránlegt og sorglegt ef Þjóðverj- ar guggnuðu á sannfæringu sinni, einmitt þegar hnignun marx- ismans verður augljós og Sovét- menn játa að þeim hafí mistekist. Höfundur er sagnfræðingTjr við Erlangen-háskóla. Hann ritar reglulega greinar í vestur-þýsk blöð og tímarit um samskipti Aust- urs og Vesturs. Eftir Otto von Habsburg Tunga og merking orða skiptir nú reginmáli í hugsjónabaráttu stjórn- málanna. Hver sá sem getur fengið andstæðing sinn til þess að nota orðfæri sitt hefur unnið hálfan sig- ur. Nú á dögum notum við iðulega orðfæri marxista, en orðsiíjafræði- legar breytingar í samræmi við pólítískar hneigðir hverju sinni eru áhugamönnum um stjórnmál verð- ugt viðfangsefni. Sovétríkin unnu einn stærsta sig- ur sinn á þessum vígvelli orða eftir fundinn í Jöltu, þegar kommúnist- um tókst að fá hinn fijálsa heim til þess að skipta Evrópu í Austur- og Vestur-Evrópu og ekkert þar á milli. Þetta jók mönnum andlega leti því ávallt er auðveldara að ein- falda flókinn veruleika heldur en að taka á vandanum. Með þessari hræðilegu einföldun gáfu Vestur- landabúar Sovétmönnum lönd eins og Tékkó-Slóvakíu og Ungveija- land í huganum, þrátt fyrir að Vín, sem álitin er vestræn borg, sé aust- ar en Prag. Þetta leiðir hugann að öðru hugtaki, sem reynst hefur mjög áhrifaríkt í pólítískum skiln- ingi þó svo að ekki verði færð nein rök fyrir því. „Þriðji heimurinn". Það fyrirbæri er ekki til. Lönd og þjóðir á yfírborði hnattkúlunnar eru svo mismunandi að út í hött er að setja meirihluta þeirra undir einn hatt. Það er eftirtektarvert að ein- ungis Kínveijar hafa andæft þessu rugli, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa öðrum fremur útbreitt. A Vest- urlöndum hefur hugtakið valdið ranghugmyndum, sem fjöld rangra ákvarðana og ályktana hefur verið byggð á. Þessi ósjálfráða skipting Evrópu í austur og vestur varð næstum því til þess að hugtakið „Mið-Evrópa“ dó út. f ályktunum þings Evrópu- bandalagsins er þessu hugtaki yfirleitt sleppt þó svo að þingmenn- imir ættu að vita betur. Að undanförnu hefur ástandið að vísu batnað að þessu leyti, en langt er enn í land. Hugtakið „Mið-Evrópa“ varð fyr- ir töluverðu áfalli þegar Dónárdalur var margklofinn eftir Fyrri heims- styijöld. Sú sameiningarvitund sem eftir var hvarf nær alveg þegar Rauði herinn hernam mið- og aust- urhémð Þýskalands og beið átekta við dyrastaf Vínarbúa. Pólítískar afleiðingar þessa vom Rússum mjög að skapi. Skipting Evrópu á fundinum í Jöltu var af þessum sökum álitin endanleg af mörgum, jafnvel þó svo að Evrópubúar hefðu átt að gera sér frekari grein fyrir því vegna nándarinnar við svæði það sem um ræddi: Mið-Evrópu. Það er nú fyrst sem einhver breyting hefur á orðið, en það gerð- ist þegar kvamast fór úr hinu kommúníska heimsveldi Kremlar- bænda. Það vom Júgóslavar sem mddu brautina og er orsakarinnar eflaust að leita til þeirra kringum- stæðna, sem ríktu á Balkanskaga þegar Tító stofnaði ríki sitt. í flest- um ríkjum Mið-Evrópu var kommúnismi framandleg stefna — eins konar ok, er hið sovéska her- námslið lét landsmenn ganga undir. Aðeins í tveimur löndum eftir stríð komst kommúnismi á fyrir tilstilli innfæddra. Annað var Júgóslavía, þar sem Tító komst til valda — aðallega með aðstoð Breta frekar en Rússa — og hitt var Albanía. Jafnframt vom það þessi lönd, sem fyrst tóku stefnu óháð Sovétríkjun- um, þó í ólíkar áttir væri. Skriður komst aftur á hugmynd- ina um Mið-Evrópu þegar nokkur Austantjaldsríkjanna reyndu að ráða ráðum sínum sjálf með mism- iklum árangri. Auk áðumefndra ástæðna gegndu Sovétríkin ekki forystuhlutverki sínu innan „aust- ur-blokkarinnar“ sem fyrr vegna margvíslegra innri vandamála. Sov- étríkin urðu einnig fyrir barðinu á „kjarnorkuvopnalömun" þeirri sem Bandaríkin em sögð hafa þjáðst af til skamms tíma. Vegna hins gífur- lega kjarnorkuherafla á kostnað þess hefðbundna glötuðu risaveldin pólítískum sveigjanleika. Menn stunda ekki fiðrildaveiðar með vél- byssu. Vissulega er hefðbundinn herafli Sovétmanna framúrskar- andi, en hættan á stigmögnun hefðbundinna átaka í átt til kjam- orkustríðs er enn haldgóð hand- bremsa á herskáa valdamenn innan Kremlarmúra. I þessu samhengi skyldu menn einnig hafa aðra staðreynd hug- fasta: Með einstaka undantekning- um em jafnvel sanntrúaðir kommúnistar í Mið-Evrópu óá- nægðir með núverandi skipan mála. Þeir hafa megna andúð á hersetu Sovétmanna og finnst þau takmörk, sem Brezhnev-kenningin setur eig- in fullveldi, vera mjög óþolandi, en þrátt fyrir blíðleg orð og önnur vina- hót, þá lifir Mið-Evrópa og hrærist í skugga þeirrar kenningar. Að sjálfsögðu vilja kommúnistar allt til þess vinna að halda völdum, en þeim líkar ekki þær takmarkanir sem núverandi nýlendukerfí setur þeim. Þessi þróun hefur orðið hraðari að undanförnu vegna þess að eitt helsta vopn stalínstímabilsins, þ.e. a.s. algjör einokun og miðstýring fréttamiðlunar, er smám saman að renna valdhöfum úr greipum. Marg- ir hafa orðið til þess að hrósa Mikhail Gorbachev fyrir „glasnost", eða aukna hreinskilni yfirvalda, en færri virðast gera sér grein fyrir að hér er einungis um pólítíska kænsku að ræða. Tækniframfarir á sviði útsendinga og viðtöku hafa orðið til þess að truflanir á frétta- sendingum að vestan eru nú til lítils. Þess vegna hefur Gorbachev breytt um aðferðir. Þar sem ekki er lengur hægt að einangra Austantjalds- þjóðimar þá hefur það ráð verið tekið að sjóða saman eigin útgáfu af þeim fréttum, sem ekki er hægt að halda frá lýðnum. Að telja „glasnost" vera þróun í frelsisátt er rangt. Sovétríkin eru aðeins að laga sig að breyttum aðstæðum, líkt og þau gera nú með auknum sveigjanleika í afvopnunarmálum. í þessum garði vaxa nú upp þjóð- emishreyfíngar í Mið-Evrópu. Að þessu sinni em þær þó í miklu frá- bmgðnar þeim sem blómstraðu á ámnum milli stríða. Þegar rætt er við Mið-Evrópubúa — jafnvel þá sem njóta góðs af einræði kommún- ista, þá hneigist hugur manna til sameinaðrar Evrópu, líkt og gerist vestan járntjalds. Jafnvel stalínista- stjóm Honeckers í Austur-Þýska- landi vaknaði upp af væmm blundi þegar von Berg, einn helsti áætl- anasmiður þeirra og samninga- maður reit grein þar sem hann staðhæfði að árangur Evrópu- bandalagsins ætti að vera Mið- Evrópuríkjunum til fyrirmyndar. Að vísu sá von Berg sig tilneyddan til flótta vestur um múr skömmu síðar, en það segir sitt að maður úr forréttindastéttinni skuli setja slíkt á blað og sýnir svo ekki verð- ur um villst að menn em að vakna til þjóðemismeðvitundar þar austur frá. Sú vakning á sér stað allt frá Eystrasaltsríkjunum til Búlgaríu en merkjanlegust er hún þó í löndum eins og Póllandi og Ungveijalandi. Samstaða fólks, hvort heldur hún er bundin við trúarbrögð, þjóð- menningu eða annað er nú almenn. Sovétríkin reyna að halda aftur af þessari þróun með því að grípa í efnahagstaumana, en um þá halda Sovétmenn í forsæti Comecon. Hvað sem öðm líður er ljóst að framtíð Mið-Evrópu veltur að miklu leyti á stefnu Vesturlanda. í þessu tilliti gerði Evrópuþingið rétt þegar meirihluti mið- og hægrimanna studdu Bettiza-skýrsluna þar sem lagt var til að í viðræðum við Aust- antjaldslöndin skyldi öll áhersla á það lögð að rætt yrði um gagn- kvæma viðskiptasamninga ein- stakra ríkja. Sovétmenn hafa skiljanlega reynt að koma á viðræð- um milli Comecon og Evrópubanda- lagsins með það fyrir augum að viðskipti EB austur yfir múr fari um hendur Comecon. En banda- lögin tvö em gerólík. Comecon er ekkert annað en stofnun ætluð til þess að arðræna nýlendumar, en Kremlarbændur em öldungis ein- ráðir í bandalaginu þó að svo eigi ekki að heita í orði kveðnu. Auk þess þá hefur bandalagið ekki sjálf- stæða stefnu á stjórnmálasviðinu. Þess vegna væri það gersatnlega út í hött ef bandalögin ættu að eiga í gagnkvæmum viðræðum sem jafn- ingjar. Að sjálfsögðu er Sovétríkj- unum fijálst að viðurkenna Evrópubandalagið og það er ekki ólíklegt að svo fari í náinni framtíð, en í því tilviki væri ekki um að ræða viðurkenningu Comecon á EB eða öfugt, heldur einungis gagn- kvæm samskipti við Sovétríkin á sama hátt og EB á við 104 önnur ríki. Vegna breyttra aðstæðna er Mið-Evrópa aftur umræðuverð sem pólítísk eining á landabréfi Evrópu. Skammt fram á veg litið mun valda- jafnvægið í heiminum breytast lítillega. Sovétmenn hafa linað dá- lítið tökin á Mið-Evrópu og þau tök munu linast nokkuð enn. Sovétríkin em síðasta nýlenduveldi heimsins og eiga eftir að fara dalandi sem slíkt. Öll Síbería er ein nýlenda. Frakkar vom fyrir löngu búnir að koma sér vel fyrir i Vestur-Afríku þegar fyrstu Rússamir klifmðu yfir Úralfjöll og héldu í austurátt til þess að nema lönd múhameðstrúar- manna og ýmissa asískra ættbálka. Hlutverk síðasta nýlenduveldisins er hvorki skemmtilegt né þægilegt viðfangs. Atburðir í Alma Ata og Tadjikistan sýna svo ekki verður um villst að ýmsar hræringar em undir fótum ráðamanna í Kreml og ræðir þar þó aðeins um það, sem við Vesturlandabúar verðum áskynja um. Skuldadagar sovéska nýlenduveldisins nálgast óðfluga. Hversu langt er enn í þá er erfítt að segja til um. Eigi að síður er óhætt að fullyrða: Það em straum- hvörf framundan og þau munu veikja það tak, sem Sovétríkin hafa ; á löndum þeim, sem Stalín fékk í sinn hlut á fundinum í Jöltu. Endur- koma Mið-Evrópu, ef svo má að orði komast, mun taka langan tíma og valda miklum breytingum á álf- unni og síðar á heiminum. Endur- sameining Evrópu er ekki bjartsýnisraus, eins og sumir telja, heldur fyrirsjáanlegur vemleiki. Því em framundan dagar þar sem reyna mun á stefnu vestrænna ríkja og sér í lagi Evrópubúa. Höfundurá sæti á þingi Evrópu- bandalagsins. Hann er sonur Karls1 erkihertoga af Austurríki, sem seinna varð Austurríkiskeisari og konungur UngveijaJands. Hann er doktor í stjómmálafræðum og semur greinar og fyrirlestra um alþjóðleg málefni, aukþes sem hann sinnir stjórnmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.