Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Að orða á íslensku EVRÓPA Á MILLIAUSTURS OG VESTURS N eyðarútgangnr þýskra vmstrímaima Um það bil hálft er liðið frá því íslenska málfræðifé- lagið efndi til ráðstefnu, sem bar yfírskriftina: Að orða á íslensku. Meginefni þeirra erinda sem þar voru flutt birtist í fylgiblaði Morgunblaðsins, Menning/listir, í gær. Allir er unna íslenskri tungu og vilja framgang hennar sem mestan ættu að kynna sér það rækilega, sem um var rætt á þessari ráðstefnu málfræðing- anna. Aldrei verður nægilega oft ítrekað, að ræktun málsins sjálfs, lestur þess og íhygli þeg- ar það er fest á blað skipta sköpum fyrir stöðu þess og framtíð. Með nýrri tækni í fjarskipt- um, bættum samgöngum og auknum samskiptum af öllu tagi við aðrar þjóðir eykst áreitni á íslenskuna. Engum er það betur ljóst en blaðamönnum, sem starfa við að þýða fréttir af er- lendum atburðum á íslensku, hve mikilvægt er, að vel sé stað- ið að allri orðasmíð og auðskilin og viðurkennd hugtök séu fyrir hendi um flest það, er gerist undir sólinnni. Fátt er til að mynda fjarlægara lifi og störf- um íslendinga en allt er lýtur að vígbúnaði, hernaðartækni og herfræði. Á hinn bóginn snýst samtíminn að verulegu leyti um þessa þætti og sú skoðun er í hávegum höfð, að fjöregg mann- kyns sé í höndum þeirra, sem ráða yfír flóknustu og öflugustu vopnunum. Við værum næsta utangátta í veröldinni, ef ekki hefðu verið smíðuð orð á íslensku yfir flest það, sem hæst ber í umræðum um þessi mál, orð eins og fælingarmáttur, ógn- aijafhvægi, stýriflaugar, geim- vamir o.s.frv. Jón Hilmar Jónsson, deildar- stjóri við Orðabók Háskólans, komst þannig að orði í erindi sínu á ráðstefnunni: „Gildi orð- asmíðar og nýyrðastarfsemi verður naumast dregið í efa. Um tilganginn hljóta menn að mestu leyti að vera sammála: að gera íslenskt mál svo þjált og notadrjúgt sem verða má til að tjá þá nýju þekkingu og reynslu sem íslenska málnotend- ur varðar um í nútímaþjóðfélagi. Því umfangsmeiri og sérhæfðari sem þessi starfsemi verður því meiri ástæða er tii að hafa þetta hugfast svo að orðasmíðin hneigist ekki til að verða mark- mið í sjálfu sér til yndisauka þeim lærðu mönnum sem hana stunda." Með aukinni sérhæfíngu verða fleiri svið tungunnar utan seilingar hins almenna málnot- anda. Hjá þessu verður ekki komist en því ber að fagna, sem fram kom á ráðstefnu málfræð- inganna, hve mikil áhersla er lögð á íðorðasmíð hjá mörgum hópum. Allt það starf auðveldar okkur að hugsa, skrifa og vinna á íslensku, þótt ekki notum við nema lítið brot af nýyrðunum, sem þar verða til, í samtölum eða venjulegum blaðagreinum. Ráðstefna íslenska málfræði- félagsins um að orða á íslensku var sótt af sérfæðingum og áhugamönnum um íslenska tungu. Viðfangsefni ráðstefn- unnar snertir á hinn bóginn vegferð okkar allra sem íslend- inga. Ef við gætum ekki orðað á íslensku værum við ekki íslensk þjóð. Umbrot í Evrópu að fer ekki fram hjá neinum sem fylgist með þróun al- þjóðamála, að þar er margt í deiglunni. Athyglin beinist mest að viðræðum stórveldanna um afvopnunarmál; þar er ekki lengur rætt um að takmarka ijölda kjarnorkuvopna heldur beinlínis um að fækka þeim. Sýnist samkomulag um fyrsta skrefíð á þeirri braut vera á næsta leiti. Á vettvangi Evrópuþjóða er ekki aðeins rætt um aukna sam- vinnu þeirra innan Evrópu- bandalagsins heldur einnig yfír jámtjaldið á milli austurs og vesturs. í Morgunblaðinu í dag, hér við hliðina á forystugrein- inni, eru birtar tvær greinar um Evrópu á milli austurs og vest- urs. Ánnars vegar ritar Otto von Habsburg, sem situr á þingi Evrópubandalagsins og er af- komandi Austurríkiskeisara, um „endurkomu Mið-Evrópu“, þann dag þegar gert verður upp við sovéska nýlenduveldið, sem Iagði undir sig lönd í Mið-Evr- ópu. Hins vegar andmælir Michael Stuermer, vestur-þýsk- ur sagnfræðingur, kenningunni um uppgang Mið-Evrópu þvert á skiptinguna milli austurs og vesturs sem uppgjöf fyrir Kremlveijum. Hér verður ekki lagður dómur á skoðanir þessara tveggja höf- unda. Sem Evrópuþjóð og þátttakendur í samstarfí vest- rænna lýðræðisríkja er okkur á hinn bóginn nauðsynlegt að fylgjast með þessum umræðum um framtíð álfu okkar. EftirMichael Stuermer Skyldi vera líf eftir dauðann? Mið-Evrópuhugmyndin, eða „Mitteleuropa" virðist leiða rök að því. Fyrir fímm árum var þetta orð varla að finna nema í málfari sagnfræðinga, en í dag hefur „Mitteleuropa" mun víðari og ógn- væplegri merkingu. í Vestur-Þýskalandi og sér í lagi í hinni klofnu Berlín nota menntamenn á vinstri vængnum þetta orð til þess að vekja ljúfsár- an söknuð eftir hinni gömlu Mið-Evrópu, sem þeir sjá í rós- rauðu ljósi fortíðarinnar. Fram- undan sjá þeir sameinað Þýskaland, eitt og sjálfstætt og laust úr hinu vestræna eyki. Það sem torræðast við þessa draumsýn er andúðin á öllu vestrænu, sem að baki liggur. Helstu formælend- ur Mið-Evrópuhugmyndarinnar virðast ganga út frá því að hverfi bandarískar hersveitir fra Evrópu muni Rauði herinn sjálfkrafa flytja tjöld sín upp á hásléttu Asíu. Þegar litið er til hinnar við- kvæmu stöðu afvopnunarvið- ræðna risaveldanna er ljóst að aukið vægi Mið-Evrópu vísar veg- inn til þess að eftirmálar Seinni heimstyijaldar verði að engu hafð- ir þó svo að menn muni seint segja það berum orðum. Til þess að skilja hvað að baki liggur er hollt að rekja uppruna hugtaksins „Mitteleuropa". Und- anfarin 140 ár hefur orðið nefni- lega verið í leit að merkingu. Á miðri nítjándu öld var átt við til- raun Habsborgara til þess að gera germönsku ríkin að efnahagslegri heild, en þannig hugðust þeir vera raunveruiegir valdhafar allra ríkjanna. I byijun þessarar aldar var Mið-Evrópuhugmyndin notuð til þess að færa rök fyrir forystu- hlutverki Þýskalands — ekki Austurríkis. Árið 1915 reit Fried- rich Naumann, þýskur klerkur og stjórnmálamaður, bók sem nefnd- ist „Mitteleuropa", en þar var kynnt sú hugmynd að Þýskaland skyldi í það minnsta ná milli Rínar og Dónár. Hitler komst manna næst því að búa til eina heild, sem nefnst gæti Mið-Evrópa, en áður en yfír lauk urðu herferðir hans til þess að útiloka nær möguleik- ann á öflugri Mið-Evrópu. Á meðal margra annarra afleiðinga valdatímabils Hitlers var skipting Evrópu að hildinni lokinni. Eitt af því sem án efa laðar fólk að Mið-Evrópuhugmyndinni er hversu óljós hún er. I Aust- urríki er rætt um Mið-Evrópu sem menningarsvæði, sem nái frá Kraká í norðri til Trieste í suðri. Frá Salzburg til Belgrað og Búda- pest. Þessi skilgreining innifelur ekki Þýskalöndin tvö í sér, enda hentar það Austurríkismönnum vel. Þeir líta á „Mitteleuropa" sem land gáfumannaklíkna og kaffí- húsa. í Vestur-Þýskalandi er lagður nokkru meiri pólítískur skilningur í hugtakið. Sumir foringjar jafn- aðarmanna og græningja samein- ast í von sinni eftir pólítísku kraftaverki þar sem Bandaríkja- menn taka pokann sinn og fara burt frá Þýskalandi og skömmu síðar fari Rússamir til síns heima. Þrátt fyrir að til séu ótalmörg til- brigði við stefíð um Mið-Evrópu, þá hefur hugmyndin þegar haft töluverð áhrif svo sem þau að sameina vinstrimenn í Mið-Evr- ópu. (Franskir sósíalistar líta hinsvegar til hugmyndarinnar með hryllingi.) Einn af leiðtogum þýskra jafnaðarmanna, Peter Glotz, notar „Mitteleuropa" sem kosningaslagorð og segir það vera einu leið Þjóðveija frá „firringu" og öðru sem því fylgir að vera „amerísk nýlenda", en Glotz dreg- ur gjaman upp mynd af grodda- fengnum bandarískum kúrekum, sem níðast á viðkvæmum evrópsk- um sálum. Stefnuskrá Glotz minnir um margt á það sem kall- að var austro-marxismi, en það var einkennilegt og strangt guð- spjall, sem sett fram fyrir löngu síðan í þeirri von sem ekki rættist að það megnaði að halda saman þeim þjóðum sem byggðu Aust- urríska keisaraveldið. Orðagjálfur Glotz um Mið- Evrópu er í raun hluti and-vest- rænnar hneigingar sem lengi hefur gætt á vinstri væng Jafnað- armannaflokksins. Sem dæmi má geta ræðuhalda jafnaðarmanna þegar þess var minnst árið 1945 að 40 ár voru liðin frá stríðslok- um. Þá margítrekuðu jafnaðar- menn það að helsta skylda flokksins væri að stríða gegn fé- lagslegum grundvelli fasismans og var átt við Sambandslýðveldið og kannski öllu frekar þann hátt sem er á efnahagsmálum og vill svo til að er einnig ríkjandi í Bandaríkjunum. En það hefur fleira gerst en orðin tóm. Þegar jafnaðarmenn hófu hinar vægast sagt óvenju- legu viðræður sínar við Kommún- istaflokk Austur-Þýskalands (til þess að í orði kveðnu væri ekki rætt við þarlend stjómvöld) var markmiðið að skapa margum- rædda Mið-Evrópu. 1985 luku leiðtogar jafnaðarmanna við gerð samkomulags — á tímabili gengu þeir svo langt að kalla það upp- kast að sáttmála — við austur- þýska kommúnistaflokkinn um efnavopn. Árið eftir var gengið frá svipuðu samkomulagi um und- irbúning kjamorkuvopnalauss svæðis í hjarta Evrópu. Talsmenn Jafnaðarmannaflokksins halda því fram að þess háttar utanríkis- pólítík á vegum stjómarandstöðu- flokks sé réttlætanlegur þáttur kosningabaráttu, til þess fallinn að minna kjósendur á slökun- artímabilið þegar Willy Brandt var kanzlari Vestur-Þýskalands. Þessar viðræður ristu þó mun dýpra en jafnaðarmenn vildu vera láta. Ekki einu sinni franskir og ítalskir kommúnistar gengu svo langt í verstu firosthörkum Kalda stríðsins. Líkt og breski Verka- mannaflokkurinn hefur Jafnaðar- mannaflokkurinn þýski þá opinberu stefnu að landið skuli vera í Atlantshafsbandalaginu, en stefna flokksins grefur sífellt und- an vamaráætlunum bandalagsins á meginlandi Evrópu. Sigur Kristilegara demókrata, flokks Helmuts Kohl, í janúar sl. þýðir að jafnaðarmenn þurfa a.m. k. ekki bráð að hafa áhyggjur af því að efna loforðin sem þeir gáfu austur-þýskum. Núverandi stjóm mið- og hægrimanna virðist traust í sessi og almennt hafa banda- menn Vestur-Þjóðveija ekki áhyggjur af þessum málum og velta ekki einu sinni vöngum yfír öðmm þáttum Mið-Evrópuhug- myndarinnar. En jafnvel þótt að Jafnaðarmannaflokkurinn endur- heimti ekki stjómartaumana í þessari lotu þá spegluðu úrslitin óheillavænlega þróun. Fylgi græningja jókst verulega og í sama mæli valþröng jafnaðar- manna, en þeir þurfa að fara að gera upp við sig hvort þeir eigi að snúast til vamar gegn græn- ingjum eða reyna að lifa í sátt og samlyndi við þá. Að vissu marki verður ekki hjá komist því að líta á Mið-Evrópu- hugmyndina sem raunvemlega hugarfarsbreytingu meðal þeirra sem gefa þessum málum gaum. Hún siglir í kjölfar þeirrar breyt- ingar sem varð á áhrifum Bandaríkjanna í Evrópu — bæði á menningar- og pólítíska sviðinu — í kjölfar Víetnam-stríðsins og Watergate. Það frelsi, auðlegð og þjóðfélagsjöfnuður sem fjóðveijar Við Berlínarmúrinn er tviskipting njóta er ekki lengur talið árangur styrkrar stjómar og kjamorkufæl- ingar. Þeir Þjóðveijar, sem ekki muna hörmungar stríðsins og fá- tæktina fyrstu árin eftir það, líta á velmegunina sem sjálfgefínn rétt hvers og eins, sem ekki verði frá honum tekinn. Mið-Evrópu- hugmyndin er neyðarútgangur margra frá Atlantshafsbandalag- inu og samfélagi vestrænna þjóða. Öðmm er hún ávísun á heimsslit. Staðfesting bandalagsins Austan múrs hefur hugtakið „Mitteleuropa" nokkuð aðra merkingu. Orðsendingar frá aust- ur-þýsku kirkjunni og öðram gefur til kynna að litið sé á hug- myndina sem svar við gjaldþroti kommúnismans, loforð um betri tíma og lausn frá eymd og helsi. En fyrir bæði Þýskalöndin er Mið-Evrópuhugmyndin samt sem áður blandin sjálfseyðingarhvöt. Hún felur í sér að Þýskaland muni sjálfviljugt skera á allar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.