Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 Dómnefnd um veitingn lektorsstöðu óbreytt Jónatan Þórmundsson prófessor skip- aður fulltrúi rektors í nefndinni REKTOR Háskóla íslands hefur skipað Jónatan Þórmunds- son, prófessor í lagadeild, fulltrúa sinn í dómnefnd sem fjalla á um veitingn lektorsstöðu í félagsvísindadeild. Ákveðið var á fundi félagsvísindadeildar í gær að dómnefndin yrði að öðru leyti óbreytt. Hana skipa Gunnar Gunnarsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Svanur Kristjánsson. Hlekktist á í lendingu á Hvolsvelli LÍTILLI einkaflugvél hlekktist á við lendingu á flugvellinum á Hvol- svelli síðdegis í gær. Farþegi í vélinni slasaðist talsvert í andliti að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli og var fluttur i Borgarspítalann. Það var um kl. 16.45 að TF-SIR, einshreyfils flugvél af gerðinni Piper Cherokee 140, hlekktist á í lendingu á grasflugvellinum á Hvolsvelli. Menn, sem voru við vinnu í um 1,5 km fjarlægð, urðu vitni að slysinu og fóru strax á slysstað og tilkynntu það síðan lögreglunni. Farþegi vélar- innar fékk aðhlynningu hjá héraðs- lækni, en var síðan fluttur í Borgarspítalann í Reykjavík. Eigandi og flugmaður vélarinnar hlaut aðeins skrámur og glóðarauga. Vélin er mikið skemmd og óvíst er hvort unnt verður að gera við hana. „Eftir að ég hafði lent vélinni, steytti nefhjólið á ójöfnu og brotnaði undan," sagði Guðfinnur Guðmanns- son, eigandi og flugmaður TF-SIR, í samtali við Morgunblaðið. „Ég hélt vélinni áfram uppi, en eftir að hrað- inn minnkaði skall vélin niður." Guðfinnur taldi að völlurinn væri á Morgunblaðið/Júlíus Guðfinnur Guðmannsson mörkum þess að vera boðlegur, vegna þess hve ójafn hann væri. Að sögn Guðfinns höfðu þeir verið að taka myndir af þorpinu og var þetta annað flug þeirra þann daginn. „Það er auðvitað hörmulegt að farþegi minn skyldi slasast, en það er hins vegar ljóst, að ef við hefðum haft þriggja punkta öryggisbelti hefð- um við gengið heilir út og óskaddaðir. Ég mun því ekki fljúga með öðru vísi belti framar," sagði Guðfinnur að lokum. Þriggja punkta öryggis- belti nær bæði yfir axlir og mitti, en ekki aðeins um mitti. Jón Steinar Gunnlaugsson lög- maður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, eins umsækjenda um lektorsstöðuna, ritaði Þórólfi Þórlindssyni, forseta félagsvísinda- deildar, bréf í lok maí þar sem hann segir dómnefndina ónauðsynlega og leggur til að hún verði lögð nið- ur. I bréfinu koma líka fram efasemdir hans um hæfni dóm- nefndarmanna til að dæma Hannes Hólmstein réttilega. „Við ræddum um þessa megin- kröfu Jóns Steinars á fundinum og það var ákveðið að láta dómnefnd- ina standa óbreytta," sagði Þórólfur Þórlindsson í samtali við Morgun- blaðið. „Við viljum hafa dómnefnd eins og við höfum alltaf gert og gefum okkur að hún sé vel skipuð. Félagsvísindadeild fór fram á að rektor skipaði fulltrúa sinn í dóm- nefndina og fögnum við því að það hefur verið gert. Félagsvísindadeild hefur fyrir nokkru sett fram skráðar reglur um störf dómnefndarmanna. Ég bind vonir við að þær leiði til þess að dómnefndarstörfín verði markviss- ari, en þau verða alltaf matsatriði. Það hlýtur að vera kostur fyrir dómnefndarmenn og umsækjendur að ákveðnar reglur séu fyrir hendi um hvað eigi að meta og hvemig." Dómnefndin var skipuð á fundi félagsvísindadeildar í lok apríl. Þá var dómnefndinni heimilað að leita umsagnar hjá erlendum fræði- mönnum um hæfni umsækjenda. Þórólfur sagði að þetta væri þó aðeins hægt að gera vissu marki því verk umsækjenda eru mörg á íslensku. „Helst hefðum við viljað að erlendur maður sæti í dómnefnd- inni, en við fundum engan sem var læs á íslensku," sagði hann. Gert er ráð fyrir að niðurstaða dómnefndarinnar liggi fyrir í sept- ember. UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDUR ATLANTSHAFSBANDALAGSINSIREYKJAVIK Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eins og venja er á fundum af þessu tagi sáu gestgjafamir um dag- skrá fyrir maka fundargesta. Hópmynd eiginkvenna utanrikisráð- herranna, sendiherra hjá NATO i Brussel og háttsettra embættis- manna var tekin á tröppum Höfða, móttökuhúss borgarstjómar. í fremstu röð má sjá meðal annarra Katrínu Fjeldsted; borgarfull- trúa, og Sigríði Þ. Mathiesen, eiginkonu Matthiasar A. Mathiesen utanríkisráðherra, sem sáu um móttökuna. Eiginkonur utanríkisráðherranna: Tískusýning og skoðunarferð EIGINKONUR utanríkisráðherra NATO og sendiherra rikjanna sextán í Brussel þáðu hádegisverð i boði frú Sig- rúnar Þ. Mathiesen á Hótel Borg í gær. Að þvi búnu fór hópurinn í skoðunarferð um borgina. Um kaffileytið tók Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi á móti konunum í Höfða. í hádegisverðarboðinu fór fram argestum gefíst þó lítill tfmi til tískusýning á íslenskum ullarvörum innkaupa í höfuðborginni þar sem frá Rammagerðinni og íslenskum dagskráin er fullskipuð og flestir heimilisiðnaði, auk skartgripa frá gestanna fara frá landinu eftir há- Jens gullsmið. Hætt er við að fund- degi í dag. Matthías Á. Mathiesen á fundi með íslenskum fréttamönnum: Ræddi lyktír hvalkjöts- málsins við Genscher Varðist frétta af ráðherrafundinum MATTHÍAS Á. Mathiesen utanríkisráðherra átti síðdegis í gær fund með íslenskum fréttamönnum í Hagaskóla þar sem hann skýrði frá viðræðum ráðherra Atlantshafsbanda- lagsins og einkafundum sínum með erlendum ráðamönnum. Matthías sagði lokaðan fund ráð- herranna hafa hafist klukkan hálf þrjú og hefði hann staðið fram til klukkan sex. Kvað hann ályktanir hafa verið lagðar fram en vildi ekki láta uppi hvort sameiginleg afstaða rikja Átlantshafsbandalagsins varð- andi viðræður stórveldanna um upprætingu Evrópuflauganna hefði verið mótuð. Kvaðst hann ekki geta látið það uppi fyrr en í lok fundar- ins á hádegi í dag. Ráðherramir munu halda áfram viðræðum fyrir hádegi en fundinum lýkur klukkan tólf og hefst þá fréttamannafundur Carringtons lávarðar, fram- kvæmdastjóra NATO, í Há- skólabíói. Matthías vildi ekki láta uppi hvort ágreiningur væri um orðalag lokaályktunar fundarins. Aðspurður um hvort ráðherramir myndu ná samkomulagi um orðalag hennar kvaðst Matthías vera bjart- sýnn. Hann vildi á hinn bóginn ekki segja hvort ráðherramir myndu binda stuðning sinn við upprætingu Evrópuflauganna þeim skilyrðum að stórveldin semdu jafnframt um bann við framleiðslu efnavopna, helmingsfækkun langdrægra kjam- orkuflauga og niðurskurð hefð- bundins herafla. Matthías sagðist hafa átt fund með Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, strax eftir að lokuðum fundi ráðherranna lauk síðdegis í gær. Kvaðst hann hafa látið I ljós óánægju íslenskra stjómvalda varð- andi lyktir „hvalkjötsmálsins". Sagði hann Genscher hafa skýrt afstöðu sína og hefði hann verið bundinn af lögum sem tekið hefðu gildi um síðustu áramót. Hefðu yfir- völd í Hamborg farið eftir þessum lögum þegar hvalkjötið var kyrrsett þar. Matthías kvaðst hafa sent Genscher bréf og lýst yfir óánægju sinni með að hvalkjötið skyldi hafa verið kyrrsett. Genscher hefði leyst málið á þann hátt að senda kjötið aftur til íslands. Kvaðst Matthías hafa greint þýska utanríkisráð- herranum frá því í gær að íslensk stjómvöld væm ekki ánægð með þær málalyktir. íslendingar ættu heimtingu á því að mark yrði tekið á skjalfestri yfírlýsingu stjómvalda um að kjötið væri ekki af hvölum, sem væru í útrýmingarhættu. Kvað Matthías Genscher hafa svarað því til að ekki hefðu verið aðrir mögu- leikar til að leysa þetta mál. Matthías sagðist ætla að ræða við George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fyrir hádegi í dag og yrðu hvalveiðar íslendinga þar efst á baugi. Ekki fékkst ná- kvæm tímasetning fundar þeirra. Fréttamenn á fjórða hundrað RÚMLEGA 330 frétta- og tæknimenn höfðu skráð sig í fréttamannamiðstöðinni í Hagaskóla í gær. Af þeim voru um fimmtíu íslendingar. Þetta mun vera áþekk tala og á öðrum fundum utanríkisráðherranna að sögn starfsmanna fréttaþjónustu Atlantshafsbandalagsins. Stærstu hópamir komu frá Þýskalandi, Bandarflq'unum og Ítalíu. Fjölmiðlar í öllum NATO ríkjunum eiga fulltrúa en auk þess eru hér staddir fréttamenn frá Kína, Japan, Sovétríkjunum, Ungveijalandi og Sviss. Um 15 sjónvarpsstöðvar nýta sér aðstöðu til beinna sjónvarps- útsendinga frá Hagaskóla og voru tæknimenn Ríkisútvarpsins önnum kafnir við að miðla efni um gervihnetti um allan heim í gær. Kvikmyndatökumenn frá fréttastofum Visnews, Video- pool og Cable News Network voru að störfum fyrir þær sjón- varpsstöðvar sem ekki senda menn hingað til þess að ijalla um fundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.