Morgunblaðið - 12.06.1987, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
Hæstiréttur:
Taka gengismunar vegna út-
fluttra sjávarafurða heimil
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
ríkissjóð af kröfum útgerðarfé-
lagsins Útvers hf. á Bakkafirði,
en málið fjallaði um það hvort
ríkisstjórninni hafi verið heimilt
að taka gengismun vegna út-
fluttra sjávarafurða. Komst
Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu
að svo hafi verið, en undirréttur
hafði verið á öndverðum meiði.
Taka gengismunar þess sem
málið snerist um var liður í víðtæk-
um efnahagsráðstöfunum ríkis-
stjómarinnar vorið 1983. Deilt var
um hvort hún væri heimil vegna
ákvæða stjómarskrár og hvemig
skýra bæri lög um ráðstafanir í
sjávarútvegsmálum. Greinin, sem
deilt var um, hljóðar svo: „Þegar
skilað er til banka gjaldeyri fyrir
útfluttar sjávarafurðir, sem fram-
leiddar em fyrir 1. júní 1983, skal
hann greiddur útflytjanda á því
kaupgengi, sem í gildi er, þegar
útflutningsskjöl em afgreidd í
banka við gjaldeyrisskil, að frá-
dregnum 10% gengismun.
Ríkisstjómin kveður nánar á um,
til hvaða afurða ákvæði þetta taki.
Gengismunur skv. 1. mgr. skal
færður á sérstakan reikning á nafni
ríkissjóðs í Seðlabankanum. Fé, sem
á reikninginn kemur, skal ráðstafað
af ríkisstjóminni í þágu sjávarút-
vegsins og sjóða hans...“
í niðurstöðum Hæstaréttar segir,
að af gögnum málsins megi ráða,
að undanþágur þær er ríkisstjómin
veitti hafi aðeins numið tiltölulega
litlum hluta gengismunarins. í 1.
mgr. greinarinnar sé fólgin almenn
regla um gjaldskylduna og þrátt
fyrir orðalag 2. mgr. þyki ekki eiga
að skýra hana rýmra en svo, að
með henni hafi ríkisstjóminni verið
veitt heimild til undanþágu á ein-
stökum tegundöm sjávarafurða
eftir málefnalegu mati. Verði því
ekki talið að um valdframsal hafí
verið að ræða sem hafi farið í bága
við ákvæði stjómarskrárinnar.
Þá komst Hæstiréttur einnig að
þeirri niðurstöðu að ekki yrði á það
fallist að ákvæði laganna um ráð-
stöfun gengismunarins hafí hindrað
töku hans. Þá yrði heldur ekki fal-
list á það með forsvarsmönnum
Útvers hf. að þessi ákvæði um
gengismun og ráðstöfun hans hafí
falið í sér óheimila mismunun milli
útflytjenda. Samkvæmt þessu bæri
að sýkna sjávarútvegsráðherra og
Qármálaráðherra, fyrir hönd ríkis-
sjóðs, af kröfum Útvers. Málskostn-
aður í héraði og fyrir Hæstarétti
var felldur niður.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómaramir Magnús Thoroddsen,
Guðmundur Jónsson, Guðmundur
Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir,
Halldór Þorbjömsson og Magnús
Þ. Torfason og Gaukur Jömndsson,
settur hæstaréttardómari.
VEÐURHORFUR í DAG, 12.06.87:
YFIRLIT á hádegi í gær: Um 700 km suðsuðvestur af Reykjanesi
er 1030 millibara víðáttumikil hæð. Önnur hæð, 1026 millibara, er
yfir norðanverðu Grænlandi.
SPÁ: Hægviðri um land allt. Sums staðar verður skýjað við sjávar-
síðuna en víöa léttskýjað inn til landsins. Hiti á bilinu 6 til 12 stig
um norðanvert landið en 10 til 14 stig syðra.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Fremur hæg breytileg átt.
Víðast léttskýjað inn til landsins en skýjað og sums staðar þoku-
bakkar við ströndina. Hiti á bilinu 8 til 14 stig að deginum en
nokkuð svalara að næturlagi.
g
II, x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind-
V.
Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.
Léttskýjað / / / / / / / Rigning
/ / /
Hálfskýjað * / *
/ * / * Slydda
Skýjað / * /
* * *
Alskýjað * * * * Snjókoma
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
SJ Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
Akureyri hhl 10 v«Aur léttskýjað
Reykjavík n skýjað
Bergen 11 skýjað
Helsinki 18 léttskýjað
Jan Mayen 1 skýjað
Kaupmannah. 18 skýjað
Narssarssuaq 8 skýjað
Nuuk 6 skýjað
Osló 16 úrkomafgr.
Stokkhólmur 14 skýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Algarve 22 léttskýjað
Amsterdam 14 skúr
Aþena 30 heiðskfrt
Barcelona 22 hálfskýjað
Beriln 23 skýjað
Chicago 18 alskýjað
Feneyjar 23 léttskýjað
Frankfurt 21 skýjað
Hamborg 14 skúr
Las Palmas 24 skýjað
London 16 skýjað
LosAngeles 16 alskýjað
Lúxemborg 14 rígnlng
Madrfd 24 skýjað
Malaga 21 skýjað
Mallorca 27 skýjað
Miaml 28 skýjað
Montreal 16 hálfskýjað
NewYork 18 léttskýjað
París 17 skýjað
Róm 27 skýjað
Vfn 22 léttskýjað
Washington 18 hálfskýjað
Winnipeg 16 þoka
Morgunblaðið/Börkur
DÓMKIRKJAN FEGRUÐ
UNNIÐ hefur verið að því
síðustu daga að mála klukkuturn
Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Það stóð til í fyrra að mála tum-
inn, en vegna vætutíðar varð ekki
af því. Auk þess sem tuminn verð-
ur fegraður núna verður málað yfír
þá hluta kirkjunnar, sem verst era
famir. Að sögn Þóris Stephensen,
dómkirkjuprests, verður kirkjan öll
máluð, ef blettun þessi tekst ekki
vel.
Eggjum stolið í Mývatnssveit:
Eggjakassinn áður
notaður hérlendis
Húsavfk.
Austurrikismaðurinn, sem lög-
reglan handtók í Mývatnssveit á
þriðjudagskvöld fyrir stuld á
andareggjum, hafði í fórum
sínum sérstakan kassa tíl flutn-
ings á eggjunum. Greinilegt er á
kassanum að hann hefur áður
verið notaður við flutninga frá
íslandi.
Á miðvikudagskvöld var mannin-
um gert að greiða 25 þúsund króna
sekt fyrir stuld á 15 andareggjum.
Eggin fundust flest í sérstökum
krossviðarkassa sem maðurinn
hafði meðferðis. Greinilegt er á
kassanum að hann hefur áður verið
notaður til flutninga héðan, en fyr-
ir allmörgum áram. Á kassanum
er gamalt merki Loftleiða og miðað
við aðrar merkingar á honum hefur
hann verið sendur frá Keflavík til
Kaupmannahafnar og þaðan til
Vínar.
Við yfírheyrslur bar maðurinn
að hann hefði komið hingað til lands
til að kaupa lundaegg í Vestmanna-
eyjum, en gat litlar skýringar gefið
á því hvers vegna hann var staddur
í Mývatnssveit. Hann kvaðst hafa
haldið að öllum væri fijálst að taka
andaregg og var hann með vasabók
meðferðis, þar sem skráðar vora
upplýsingar um íslenskar andarteg-
undir.
Maðurinn hefur nú verið fluttur
til Reykjavíkur og í dag er honum
gert að mæta hjá útlendingaeftirlit-
inu. í framhaldi af því verður tekin
ákvörðun um hvort manninum verð-
ur vísað úr landi.
Fréttaritari.
Urðargaldur — ný ljóða-
bók Þorsteins frá Hamri
IÐUNN hefur gefið út nýja ljóða-
bók eftir Þorstein frá Hamri.
Nefnist hún Urðargaldur og
geymir fimmtíu ljóð. Efni bókar-
innar skiptist í eftirtalda fjóra
meginþætti: I Gestir, II Ljóðlif,
III Rætur og IV Svipdagar. Út-
gefandi kynnir efni bókarinnar
með svofelldum orðum:
„Hlustum leingur, hlýðum á veð-
ur og orð.“ Þannig kveður Þorsteinn
frá Hamri í þessari nýju bók, í lok
kafla sem nefnist Ljóðlíf. í skáld-
skap hans heyram við jafnan dyn
af veðram samtímans eins og þunga
undiröldu. Skáldið minnir lfka á
rætur þjóðmenningar okkar, land
og sögu. Táknmynd þess gæti verið
stakur, veðraður steinn, „viðnáms-
legur í fasi“. í ljóðum Þorsteins
felst einatt hæglætislegt en þraut-
seigjufullt viðnám gegn glamri og
sýndarmennsku umhverfísins. Ljóð-
astíllinn í Urðargaldri er sem fyrr
hjá skáldinu heill og traustur, nútí-
malegur og klassískur í senn, í fullu
samræmi við það viðhorf til sam-
fellu menningarinnar sem í ljóðun-
um birtist. Hér bregður skáldið fyrir
sig ýmsum formbrigðum, bundnu
formi og lausu. Árið 1984 gaf Ið-
Þorsteinn frá Hamri
unn út Ljóðasafn Þorsteins og Ný
ljóð ári seinna. Urðargaldur er
tíunda ljóðabók hans. Vart munu
önnur samtímaskáld eiga brýnna
erindi að rækja þegar alls er gætt,
eða kunna betur til fþróttar sinnar."
Kápu, spjaldpappír, saurblöð og
titilblöð fyrir köflum bókarinnar
teiknaði Guðrún Svava Svavars-
dóttir. Bókin er 68 bls. Prentun
annaðist Prenttækni en Amarfell
hf. bókband.