Morgunblaðið - 12.06.1987, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
Guðbjörn Guðjónsson í einu af herbergjunum á nýja Hollday Inn hótelinu.
Framkvæmdir við Holiday Inn á lokastigi:
Morgunblaðið/KGA
Fyrstu gestirmr koma
á þjóðhátíðardaginn
„ÞETTA leggst mjög vel í mig
og bókanir sýna að það er
greinilega mikil þörf fyrir
þessa viðbót á gistirými hér í
höfuðborginni," sagði Guð-
björn Guðjónsson, eigandi nýja
Holiday Inn-hótelsins við Sig-
tún, er blaðamaður Morgun-
blaðsins hitti hann að máli í
hótelbyggingunni nú f vikunni.
Byggingarframkvæmdir eru
nú á lokastigi og yfir 100 manns
hafa að undanfömu unnið baki
brotnu við að ljúka verkinu
áður en fyrstu gestirnir koma,
en þeirra er von á þjóðhá-
tíðardaginn, 17. júní. Að sögn
Guðbjöms verður formleg opn-
nn hótelsins þó ekki fyrr en um
eða eftir næstu mánaðamót.
Hótelbyggingin er íslensk
hönnun, unnin af Gunnari
Hanssyni arkitekt og starfs-
fólki hans á teiknistofunni
Lágmúla 9.
Guðbjöm sagði að hótelið yrði
að mestu tilbúið þegar fyrstu
gestimir koma og er þá reiknað
með að öll herbergi verði fullbúin
svo og móttaka og tveir veitinga-
salir. Húsið verður þá fúllbúið að
utan og vonir standa til að lóðin
verði þá einnig fullgerð. Nú þegar
hafa aspir verið gróðursettar á
lóðinni og aðeins er eftir að mal-
bika bílastæðið. Byggingarfram-
kvæmdir hófust í ágúst í fyrra
og þykir með ólíkindum að slík
sem er um 8 þúsund
fermetrar að gólffleti, skuli hafa
risið á aðeins ellefu mánuðum.
Guðbjöm sagði að verkinu hefði
miðað samkvæmt áætlun og
byggingarhraðann mætti að hluta
til þakka hagstæðu veðurfari í
vetur.
Eins og nafnið ber með sér er
hótelið tengt Holiday Inn hótel-
keðjunni þar sem gerðar em
vissar gæðakröfur hvað varðar
aðbúnað og innréttingar. Það
mátti líka glöggt fínna þegar
gengið var um ganga og her-
bergi, sem nú þegar eru fullbúin,
- þykk og dúnmjúk gólfteppin,
allar innréttingar em mjög van-
daðar og baðherbergi lögð
marmara í hólf og gólf.
Guðbjöm sagði að eftirlitsmað-
ur og arkitekt frá Holiday Inn
Frágangur hússins að utan er nú á lokastigi.
Góða veðrið að undanfömu hefur komið sér vel við málningu
hússins að utan.
keðjunni hefðu nýlega verið hér á
Iandi og þeirra væri von aftur nú
í sumar. „Þótt kröfumar séu mikl-
ar af þeirra hálfu og auki óneitan-
lega talsvert við kostnaðinn sé ég
þó betur og betur hversu þýðing-
armikið það er að vera í þessu
samstarfí," sagði hann. „Þar
munar mestu um mjög fullkomið
bókunarkerfí sem teygir anga sína
um allan heim. Sem dæmi get ég
nefnt, að í Þýskalandi einu hafa
á örfáum ámm risið um 40
Holiday Inn hótel og 60 til 70%
af bókunum á þau em í gegnum
þeirra eigið kerfí. Við reiknum þó
ekki með að hlutfallið verði eins
hátt hjá okkur og myndum gera
okkur ánægða með að fá á milli
15 til 20% bókana í gegnum þá,“
sagði Guðbjöm.
Aðspurður sagði hann að erfítt
væri að segja nákvæmlega til um
kostnaðinn við bygginguna á
þessu stigi. Kostnaðaráætlun
hefði gert ráð fyrir um 220 millj-
ónum króna og endanlegur
kostnaður yrði ekki langt frá
þeirri áætlun. Þó væri ljóst að um
einhveija hækkun yrði að ræða,
sem mætti rekja til verðbólgu,
hækkunar á launakostnaði og auk
þess væm nú gerðar meiri kröfur
um hótelbyggingar, sem orðið
hefði að taka tillit til.
Jónas Hvannberg hefur verið
ráðinn hótelstjóri Holiday Inn hót-
elsins og hátt í 60 manns munu
starfa þar í sumar. Að sögn Guð-
bjöms Guðjónssonar lítur mjög
vel út með bókanir fyrstu mánuð-
ina og hefur verið bókað allt fram
í október næstkomandi.
GARÐl JR
S.62-1200 62-1201
Skipholti 5
Asparfell. Faileg 4ra herb. íb.
ofarl. í háhýsi. Mjög gott verð.
Breiðholt — laus. 4ra herb.
ný standsett íb. á 4. hæö. Bílsk.
Laus. Stórar suóursv. Verð 3,9 millj.
Engjasel. 4ra herb.
endaib. á 1. hæö. ib. er 3
svefnherb., stofa, eldhús,
gott baðherb. og sjónvarps-
skáli. Bílgeymsla. Falleg ib.
Verð 3,6-3,7 millj.
Hraunbær. 2ja herb. ib. á 2.
hæð. Góð íb. Verð 2,2 millj.
V
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Gestur Jónsson hrl.
TJöföar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
Selló o g orgel í
Hallgrímskirkju
KIRKJULISTAHATIÐ
Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari.
Orgeltónleikar
Tónllst
Jón Ásgeirsson
Bjöm Steinar Sólbergsson, orgel-
ieikari við Akureyrarkirlgu, lék á
kórorgel Hallgrímskirkju sl. þriðju-
dag og vom það fjórðu tónleikamir
á kirkjulistahátíðinni. Á efnis-
skránni vom verk eftir Buxtehude,
Du Mage, J.S. Bach og Vivaldi.
Fyrsta verkið er nefnt vera Preludía
og fúga í D-dúr en Buxtehude sjálf-
ur notaði aðeins nafnið Preludía.
Form þessara verka em mjög í
anda vinnubragða sem minna á
smíðatækni Frescobaldis og Frober-
gers, þ.e.a.s. em í eins konar
„fantasíu" formi og þá jafnvel með
fleiri en einni „fúguframsögu". Ifyr-
ir þessa fantasíugerð verkanna em
þau oftlega laus í reipunum, þar
sem lögð er meiri áhersla á leik-
tæknibrellur en samfellt tónmál. Á
eftir Prelúdíunni lék Bjöm Steinar
þijá sálmaforleiki og e-moll „ciac-
ona“ eftir Buxtehude.
Úr Orgelbókinni eftir Pierre du
Mage lék Bjöm Steinar fímm lög.
Du Mage var nemandi Marchand,
þess er flúði undan J.S. Bach, en
Du Mage er getið fyrir að hafa leik-
ið við orgelvígslu í Notre Dame
kirlqunni, auk þess sem hann gaf
út Orgelbókina sína árið 1708. J.S.
Inga Rós Ingólfsóttir sellóleikari
og Hörður Áskeisson stóðu fyrir
hádegistónleikum á kirkjulistahá-
tíðinni og fluttu tvö verk, það fyrra
eftir Karl Höller og það seinna eft-
ir Theodor Kirchner. Verk Höllers
nefnist „Improvísasjónir" yfír
sálmalagið Dýrðlegi Jesú. Höller er
Bach átti aðeins eitt verk á þessum
tónleikum en það var sálmforleikur
úr „Orgelbuchlein". Tónleikunum
lauk með orgelumritun J.S. Bach á
a-moll konsertinum, eftir Vivaidi.
Bjöm Steinar er góður orgelleik-
ari, hefur á valdi sínu góða tækni,
sem mun nýtast honum vel með
vaxandi reynslu og þroska í túlkun
og leikrænni útfærslu orgeltónlist-
ar. Hann leikur einum of „beint af
augurn", staldrar lítt við einstaka
tónstemmningar en það mun koma
með árunum, í samvistum við góða
tónlist og svo vel undirbúinn sem
hann er, má vænta mikils af þessum
unga og snjalla orgelleikara.
þýskur tónlistarmaður. Hann lærði
orgelleik hjá Joseph Haas, er var
nemandi Regers. Auk þess að
stunda kennslustörf, en hann er'
skólastjóri tónlistarháskólans í
Miinchen, hefur hann samið sinfón-
íur, einleikskonserta, strengja-
kvartetta, strengjasónötur og
margvísleg verk fyrir orgel og
píanó. Sem tónsmíð eru þessar
„impróvísasjónir" eiginlega orgel-
verk, því hlutverk sellósins er mun
veigaminna og oft aðeins bundið
við tilvitnanir í sálminn. Þó mátti
heyra einstaka tónhendingar, þar
sem reyndi á sellóið og var leikur
Ingu Rósar fallega mótaður og vel
samstilltur. Orgelleikur Harðar
studdi þar vel við.
Seinna verkið, „Tvær hugleiðing-
ar fyrir selló og píanó“, eftir
Kirchner var meira fyrir sellóið og
á köflum ágætlega lagrænt.
Kirchner (1823-1903) var aðallega
kunnur sem kennari en samdi nokk-
ur kammerverk og um það bil 100
verk fyrir píanó. Ekki verður sagt
að tónlist hans sé svipmikil, eftir
því sem dæma má af þessu verki.
Inga Rós lék þetta litla verk af
smekkvísi og með fallegri hljóman,
af þeirri alúð sem góðum tónlistar-
manni sæmir.