Morgunblaðið - 12.06.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
1
Carlzon bjartsýnn
á sameiningu
S AS og Sabena
New York, Reuter.
JAN Carlzon, forstjóri SAS-
flugfélagsins, segist vera bjart-
sýnn á sameiningu SAS og
belgíska flugfélagsins Sabena.
Hann sagði í samtali við Reuter
að enn væru þó margar hindran-
ir i veginum og samningur um
sameininguna lægi ekki fyrir.
Carlzon sagði samningaviðræður
félaganna í fullum gangi og sagði
að fulltrúar SAS myndu fljótlega
gera formlega tillögu um samein-
inguna og útfærslu hennar. Ríkis-
stjómir Belgíu, Noregs, Danmerkur
og Svíþjóðar þurfa að veita sam-
þykki fyrir sameiningunni. Af
sameiningu getur heldur ekki orðið
án samþykkis Evrópubandalagsins.
Stjómendur SAS hafa leitað eftir
sameiningu félaganna til að vera
betur í stakk búnir að mæta sam-
keppni, sem búist er við á flugleið-
um í Evrópu ef Evrópubandalagið
eykur frelsi í flugmálum, eins og
stefnt er að. „Ef við sætum aðgerð-
arlausir yrði SAS að smáfélagi sem
„mataði" stóru félögfin,“ sagði
Carzlon.
Auk sameiningar SAS og Sabena
kveðst Carlzon búast við frekari
sameiningu flugfélaga í Evrópu.
Þau eigi ekki annarra kosta völ ef
samkeppni í fluginu verður gefín
fijáls. Ellegar biðu þau ósigur í
harðri samkeppni frá bandarískum
og asískum flugfélögum.
Að sögn Carlzon hefur ákvörðun
SAS um hugsanleg kaup á hinni
nýju langdrægu breiðþotu McDonn-
ell Douglas, MD-11, verið frestað
til haustsins. Fyrr á árinu lét SAS
taka frá fyrir sig númer í fram-
leiðsluröðinni fyrir 12 flugvélar.
Félagið hefur ekki gert upp við sig
hvort það kaupir MD-11 eða A-340
þotu Airbus-fyrirtækisins.
Á myndinni gefur að lfta hóp flóttamanna, sem bjargað var um borð í kaupskip og komust til Bangkok.
Stöðugur flóttamanna-
straumur frá Víetnam
ERLENT
Reuter, Bangkok.
ENN er stöðugur straumur
flóttamanna frá Víetnam, tólf
árum eftir að stríðinu þar lauk.
Flóttafólkið notar báta sem yfir-
leitt eru hvorki vandaðir né öruggir.
Margir hafa drukknað eða dáið
vegna vatnsskorts og alltaf má eiga
von á árás sjóræningja. Flóttinn er
þó ekki eins hættumikill núna og
áður var enda hefur nokkurrar
aukningar í fjölda flóttamanna orð-
ið vart. Þeir sem ná landi í Asíulönd-
unum í kring verða varir við að
þeir eru ekki mjög velkomnir. Þeir
fá aðeins tímabundið hæli í flótta-
Sovétríkin:
Útlendingar með al-
næmi reknir úr landi
mannabúðum. Vestræn lönd eru
heidur ekki eins fús og áður að
taka við þessum flóttamönnum sem
þeir líta fremur á sem efnahagslega
en pólitíska flóttamenn. Mörg Asíu-
landanna ætla að loka sumum
flóttamannabúðum sínum til að
benda Víetnömum á að þangað
geti þeir ekki leitað lengur. Einnig
hóta þau að flytja flóttamennina
aftur til föðurlands síns, ef vestur-
lönd taka ekki við þeim.
Flestir flóttamannanna segjast
vera að flýja kommúnistastjómina
í Víetnam sem þeir vantreysta og
óttast. í landinu er mikil verðbólga
og vöruskortur.
Thailand er algengasti viðkomu-
staður flóttamannanna, en yfirvöld
þar hafa veitt meira en milljón
flóttamönnum frá Indókína hæli og
geta nú ekki tekið við fleiri nema
þeir sem fyrir eru fari til vestur-
landa.
En yfírvöld ráða ekki við um-
fangsmikið smygl með skipum sem
sigla á milli landanna. Farið er með
mótorhjól og matvörur til Víetnam
og Kampútseu og komið til baka
með flóttamenn sem borga 15-20
þúsund krónur fyrir ferðina.
Nú þegar flóttamannastraumur-
inn eykst til landanna í kring um
Víetnam minnkar hann til landa
eins og Hong Kong, Japan og Indó-
nesíu. Flóttamenn eru famir að
rata á þá staði sem þeir vita að
veita þeim góðar móttökur.
Moskvu, Reuter.
Sovétmenn hafa rekið úr landi
30 útlendinga sem leituðu lækn-
inga þar í landi vegna alnæmis,
að sögn Valentins Pokrovsky,
helzta sérfræðings Sovétmanna
í ónæmisfræði.
Pokrovsky ijáði 7ASS-fréttastof-
unni að nú væru aðeins sjö
alnæmissjúklingar á sovézkum
sjúkrahúsum, þar af einn Sovét-
maður. Hann er 36 ára gamall og
er sagður hafa smitað 14 útlend-
inga. Þeir hafa verið látnir yfirgefa
Sovétríkin.
„Þijátíu útlendingar sem leituðu
sér iækninga hafa verið reknir
heim. Hinir sex munu einnig verða
látnir fara þegar meðferð er lokið,'*
Óeirðir
á tónleik-
umhjá
Bowie
Reuter, MÍIanó.
TBL ATAKA kom á milli lög-
reglu og aðdáenda David
Bowie en hann er nú í hljóm-
leikaferð á Ítalíu.
Aðrir tónleikar hans í þessari
ferð voru haldnirá fótboltaleik-
vangi í Mflanó á miðvikudags-
kvöld. 65 þúsund manns sóttu
hljómleikana og komust færri
að en vildu. 5 þúsund manns
fylgdust með sjónvarpsskjá sem
komið var upp fyrir utan. ólæti
hófust þegar hópur þeirra tók
að skjóta flugeldum og henda
David Bowie
brotnum flöskum og gijóti yfir
á leikvanginn. Lögreglan skarst
fljótt í leikinn. 30 slösuðust en
meiðsli voru ekki alvarleg.
sagði Pokrovsky.
Gefið hefur verið til kynna í
sovézkum fjölmiðlum að alnæmis-
sjúklingar í Sovétríkjunum væru
útlendir námsmenn. Yfírvöld hafa
ákveðið að sækja þá til saka sem
uppvísir verða að því að smita aðra.
Hingað til hafa þrír menn dáið úr
alnæmi í Sovétríkjunum, að sögn
yfirvalda. Um 50 þúsund manns
hafa farið í svokallað alnæmispróf
í Moskvu.
Valda kanarífuglar
lungnakrabbameini?
Wassenar, Reuter.
FÓLKI, sem heldur fugla í búri
sér til yndisauka, virðist hætt-
ara.við að fá lungnakrabba en
öðru fólki að sögn hollensks
læknis í gær.
Peter Holst læknir sagði frétta-
mönnum að rannsóknir hans
sýndu að tíðni lungnakrabba væri
átta sinnum meiri hjá fuglaeig-
endum en öðrum. Fugiahald er
mjög vinsælt í Hollandi, Belgíu
og Bretlandi og krabbamein er
útbreiddara í þessum iöndum en
annars staðar í heiminum.
Holst bætti við að í Hollandi
væri mest um lungnakrabba á
þeim svæðum þar sem fuglahald
væri vinsælast.
Deiiur Breta og írana:
íranir vísa fjórum bresk-
um sendimönnum úr landi
London, Reuter.
ÍRANSKA stjómin vísaði í gær
fjórum breskum sendimönnum
úr landi. Verða þá aðeins tíu
breskir sendimenn eftir í
landinu, þar af einn i frii utan
írans. Enn eru 18 manns í
írönsku sendisveitinni i Bretlandi
en í fyrradag skipaði breska
stjómin þó klerkastjórninni i
Tekheran að fækka um tvo.
Tveggja vikna langar deilur
ríkjanna virðast fara harðnandi.
Bretar lokuðu sendiráði sínu í
íran árið 1979 eftir að byltingar-
verðir hertóku bandaríska sendiráð-
ið í Teheran. Hafa breskir
sendimenn síðan haft aðsetur í
sænska sendiráðinu í Teheran.
Ríkin hafa undanfamar vikur
skipst á að vísa burt sendimönnum
en upphaf núverandi deilna var
handtaka starfsmanns írönsku ræð-
ismannsskrifstofunnar í Manchest-
er þar sem hann var ásakaður um
búðahnupl. Skömmu síðar rændu
íranskir byltingarliðar breska sendi-
manninum Edward Chaplin í
Teheran og börðu hann. Klerka-
stjómin baðst ekki afsökunar á
athæfinu.
Talsmaður breska utanríkisráðu-
neytisins segir að markmið Breta
sé ekki áframhaldandi deilur en
þeir vilji að fjöldi sendimanna í
hvoru ríki sé svipaður. í framhaldi
af því verði síðan reynt að bæta
samskipti ríkjanna til frambúðar.
Talsmaðurinn harmaði síðustu
aðgerðir íranskra yfirvalda. og
sagði þær óafsakanlegar.
Bretar hafa nú alls vísað sjö írön-
um burt frá Bretlandi en íranar
hins vegar 10 Bretum frá íran.
Franska stjómin vísaði nýlega
úr landi átta írönskum stúdentum
að sögn írönsku fréttastofunnar
IRNA. Var því borið við að menn-
imir væm hættulegir öryggi
Frakklands. Frönsk yfírvöld segja
að stúdentamir hafí verið tveir og
báðir í tengslum við hryðjuverkahóp
frá Miðausturlöndum.