Morgunblaðið - 12.06.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
27
til S ovétríki anna
Moskva. Szczecin, Póllandi. Reuter.
TALSMAÐUR sovéska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gœr að ekki
Chernobyl-slysið
Réttarhöld
hefjast 7. júlí
Moskva. Reuter.
RÉTTARHÖLD yfir þeim sem
taldir eru bera ábyrgð á slysinu
í kjarnorkuverinu í Chernobyl ■'
Sovétríkjunum í fyrra, hefjast
7. júlí.
Talsmaður sovéska utanríkis-
ráðuneytisins, Boris Pyadyshev,
sagði á blaðamannafundi í Moskvu
í gær, að réttarhöldin færu fram í
bænum Chemobyl, sem er um 18
km. frá kjamorkuverinu. Verður
erlendum fréttamönnum leyft að
fylgjast með framgangi mála. Ekki
hefur verið sagt hverjar sakagiftir
em né heldur hveijir verði dregnir
fyrir dóm. En orðrómur er uppi um
að það verði fyrrum æðsti stjóm-
andi kjamorkuversins, yfirverk-
fræðingur þess og aðstoðarmaður
hans.
26. apríl í fyrra kviknaði í einum
af fjórum kjarnaofnum versins og
sprakk hann. Gerðist þetta eftir að
starfsmenn versins höfðu sýnt mik-
ið kæmleysi við framkvæmd til-
rauna er yfírvöld sögðu eftir slysið
að þeir hefðu ekki haft neitt leyfi
fyrir. Að minnsta kosti 31 maður
lét lífíð í slysinu, margir slösuðust
og 135.000 manns vom fluttir frá
heimkynnum sínum vegna geisla-
virkni er gætti í mörgum löndum.
Koma Reagans til
V-Berlínar:
Mestu örygg-
isráðstafanir
í áratugi
Vestur-Berlín. Reuter.
LÖGREGLAN í Vestur-Berlín hef-
ur gert mestu öryggisráðstafanir,
sem um getur þar f borg í ára-
tugi, þar sem óttast er, að til
ofbeldisverka komi í framhaldi af
mótmælaaðgerðum, sem efnt verð-
ur til vegna komu Ronalds
Reagans Bandaríkjaforseta þang-
að í dag.
Heimildarmenn í öryggissveitum
borgarinnar sögðu, að 10.000 sér-
þjálfaðir lögreglumenn yrðu í við-
bragðsstöðu, og hefðu 1000 þeirra
komið frá flugleiðis frá Vestur-
Þýskalandi gagngert af þessu tilefni.
Með heimsókn forsetans er verið
að undirstrika stjómmálalegan og
hemaðarlegan stuðning Banda-
ríkjanna við Berlín á 750. afmælisári
borgarinnar.
stæði til að bjóða Jóhannesi Páli
páfa II til Sovétríkjanna á næst-
unni. Páfi hafði látið þau orð
falla í fyrradag i ræðu er hann
hélt í Póllandi, að hann vildi
gjarnan sækja Litháen heim í ár
og taka þátt í hátíðahöldum í til-
efni þess að 600 ár eru liðin síðan
kristni var þar lögtekin.
Árið 1984 kunngerði páfi að
hann hefði ekki fengið leyfi sové-
skra yfírvalda til að heimsækja
Litháen og sögðu talsmenn páfa-
garðs í gær að beiðni um ferðaleyfi
hefði ekki verið endumýjuð. Á
næsta ári eru liðin 1.000 ár frá því
kristni var lögtekin í Rússlandi.
Jóhannes Páll páfi II, baðst í gær
fyrir við gröf foreldra sinna í Kraká
í Póllandi, áður en hann lagði af
stað til börga við Eystrasalt. í gær
söng hann messu í borginni Szezec-
in að viðstöddu fjölmenni. Kom til
átaka er hópur ungs fólks reyndi
að ganga undir fánum Samstöðu,
hinna bönnuðu samtaka verkalýðs-
félaga, að kirkjunni þar sem messan
var. Eru það fýrstu átökin milli lög-
reglu og almennings sem heyrst
hefur um í þessari þriðju Póllands
heimsókn páfa.
í gærkveldi var ráðgert að Lech
Walesa og fjölskylda gengi á fund
páfa. Sagði Walesa við fréttamenn
í gær eftir að vinnu hans við Lenin
skipastöðina lauk, að hann myndi
ræða við páfa af hreinskilni og segja
honum þá skoðun sína að nauðsyn-
legt væri að ' endurskipuleggja
pólskt þjóðlíf á grundvelli kristinnar
hugmyndafræði.
Páfi biðst Fyrir við gröf foreldra sinna.
Reuter
Nýr sjón-
varpssími
Reuter, Tókýó.
JAPÖNSKU fyrirtækin Sony og
Nippon hafa þróað örsmáan sjón-
varpssíma sem fæst fyrir mun
lægra verð en áður hefur tíðkast.
Þeir símar sem nú eru á markaðn-
um kosta um 2,8 milljónir króna og
eru nær eingöngu notaðir af stórfýrir-
tækjum til þess að halda símaráð-
stefnur.
Nýju símana má nota með venju-
Iegu símkerfi. í þeim er myndavél sem
notar háþróaða örflögu og fjögurra
tommu svart-hvítur sjónvarpsskjár.
Þegar þessir sjónvarpssímar koma
á markaðinn í Japan í júlí munu þeir
kosta um 14 þúsund krónur.
MALLORCA
Úrval í fararbroddi. Allt frá því að íslending-
ar fóru fyrst í sólarferðir til Mallorca hefur
Úrval verið í fararbroddi íslenskra ferðaskrif-
stofa á þessari vinsælu eyju og ávallt fundið
bestu staðina á hverjum tíma. Fyrst var það
Magaluf-ströndin, síðan Alcudiaflóinn og
nú það allra nýjasta og besta: SA COMA
STRÖNDIN. Þar dvöldu nokkur hundruð
íslendinga á síðastliðnu sumri við frábærar
aðstæður.
Hinn landskunni og eldfjörugi Kristinn R.
Ólafsson í Madrid verður fararstjóri í
Sa Coma. Hann tekur á móti farþegum
við komuna, skipuleggur skoðunarferðir til
markverðustu staða eyjarinnar og heldur
uppi lífi og fjöri meðan á dvölinni stendur.
Brottför/ Heimkoma: Dagar:
6. júní—20. júní 14 uppselt
20. júní—1 1. júlí 21 uppselt
22. júní—13. júlí 21 laussæti
13. júlí—3. ágúst 20 laus sæti
3. ágúst—24. ágúst 21 örfá sæti laus
24. ágúst—8. sept. 15 örfá sæti laus
7. sept.—28. sept. 21 uppselt
8. sept,—3. okt. 25 laus sæti
3. okt,—31. okt. 28 laus sæti
KOMDU MEÐ TIL MALLORCA
SSiliBiMi
FERÐASKRIFSTOFAN URVAL VAUSTURVÖLL, PÓSTHUSSTRÆTl 13 10I REYKJAVlK
Umboðsmenn Úrvals um land allt:
mmmmm
SlMI 26900
Páfi óvelkominn