Morgunblaðið - 12.06.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
33
Rannsókn á máli fast-
eignasalans að ljúka
RANNSÓKN á máli starfsmanns
fasteignasölu, sem handtekinn
var um miðjan maí, hefur gengið
vel og er að mestu lokið.
Maðurinn var handtekinn vegna
gruns um fjárdrátt og fjársvik. í
upphafi voru rannsökuð tíu mál sem
tengdust honum, en síðan hafa bor-
ist fleiri kærur og eru málin nú
hátt á annan tug. Talið er að um
fleiri milljónir króna sé að ræða.
Líklegt er að rannsóknarlögregla
ríkisins ljúki rannsókn í næstu viku
og málið verður þá sent ríkissak-
sóknara. Manninum var sleppt úr
haldi þann 22. maí síðastliðinn, en
þá var hann úrskurðaður í farbann
til haustsins.
Fræðsluferð í fjöru á
vegum Ferðafélags Islands
FERÐAFÉLAG íslands fer laug-
ardaginn 13. júní nk. í fræðslu-
ferð í fjöru við Vatnsleysuvík
suður með sjó. Ekið verður að
Hvassahrauni og gengið í fjör-
una þaðan.
Sumarið 1985 hóf Ferðafélagið
útgáfu á nýrri ritröð, sem ber hei-
tið „Fræðslurit FÍ“. fræðslurit nr.
2 er greiningarrit um fjörulíf og
höfundar þess eru: Agnar Ingólfs-
son, Hrefna Siguijónsdóttir og Karl
Gunnarsson, sem öll eru líffræðing-
ar. Eggert Pétursson teiknaði 143
myndir í ritið af öllum algengustu
lífverum í íslenskri fjöru. Þessi bók
er kjörin handbók fyrir þá sem vilja
skilgreina og skoða sér til fróðleiks
það sem ber fyrir augu f íjöruferð-
um.
í fjöruferðinni á laugardaginn
verða leiðsögumenn þau Hrefna
Siguijónsdóttir og Agnar Ingólfs-
son og ætla þau að kenna þátttak-
endum að greina lífverur fjörunnar
eftir bókinni. Það er ótrúlega §öl-
breytt lífríki í fjörunni og blasir
ekki við augum hins almenna ferða-
manns, því gefst hér einstakt
takifæri að fá leiðsögn sérfræðinga
í því fjölbreytta og forvitnilega lífí
sem er að finna í íjöru.
Brottför í þessa ferð er kl. 11.30
frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin.
(Fréttatilkynning:)
Kópavogur:
Prestarokk í Krossinum
KROSSINN, kristilegt samfélag,
heldur gospeltónleika að Auð-
brekku 2 í Kópavogi á föstudags-
kvöld kl. 22.30. Ágóða af
tónleikahaldinu er varið til upp-
byggingar áfangaheimilis Kross-
ins að Alfhólsvegi 32 í Kópavogi.
Krossinn kallar þessa tónleika
Prestarokk og allir þeir sem koma
fram á tónleikunum hafa boðið fram
vinnu sína án endurgjalds.
Þessir koma fram á Prestarokki
Krossins: Þorvaldur Halldórsson
söngvari, Hjalti Gunnlaugsson, en
hann hefiir gefið út plötu með gosp-
el-tónlist, og dúettinn Takk, en
hann skipa hjónin Ámý og Halldór.
Margir fleiri hljómlistarmenn koma
einnig fram. Stjómandi verður Guð-
steinn Ingimarsson.
Yrðlingarnir níu sem náðust í hlíðum Hestafjalls.
Morgunblaðið/DJ
Unnið refagreni með 9 yrðlingum
Hestfjall í Borgarfirði:
Hvannatúni í Andakíl.
HÁTT í hlíðum Hestfjalls í miðjum Borgarfirði fannst refagreni
og er búið að vinna á tófunni og ná úr greninu níu yrðlingum.
Ekki hefur tekist að ná í refinn ennþá.
Maður sem leið átti um Hest-
fjall rakst á grenið og lét Jón
Blöndal bónda í Langholti vita af
því. Þegar hann kom á staðinn
með Ingimar Sveinssyni kennara
á Hvanneyri var tófan búin að
flytja grenið og hófu þeir þá leit.
Jón gekk fram á tófúna í nánd
við nýja grenið og skaut hana
þar. Refurinn lét hins vegar ekki
á sér kræla þó að þeir félagar
lægju við grenið. Jón tók þá á það
ráð að herma eftir tófu og gagga
við grenis-opið og náði þannig
átta yrðlingum. Sá síðasti var
varari um sig en náðist síðan í
boga.
Jón telur að þetta séu örugg-
lega íslenskir refír en mjög fágætt
mun vera að þeir eigi og komi
upp níu yrðlingum. Veiðistjóri
ætlar að nota yrðlingana til kjm-
bóta og flytja þá á tilraunastöðina
á Keldum.
Tófur hafa sést í vetur og vor
víðar í byggðum Andakflshrepps
og Skorradals. Fyrir ofan byggð
fannst ekkert greni í fyrra. Er
kennt um að lítið sé um ijúpu á
afréttum Borgarfjarðar.
— Diðrik Jóhannsson
Fóstbræður í Þýskalandi:
Héldu tónleíka sem stóðu
Hallgrímskirkjuhátíðin:
yfir í þrjá klukkutíma
Sýnmgin á Kaj
Munk fellur niður
- dagskráin að öðru leyti óbreytt
SÝNING Leikhússins í kirkjunni
á Kaj Munk, sem vera átti á lista-
hátíð Hallgrímskirkju i kvöld
fellur. niður. Að sögn Harðar
Áskelssonar, eins af forsvars-
mönnum hátíðarinnar, er ástæð-
an sú, að leikhópurinn er á förum
til Danmerkur og Svíþjóðar, þar
sem verkið verður sýnt seinni
hluta mánaðarins og þurfti að
koma leikmyndinni i gám vegna
þessa ferðalags.
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir
okkur," sagði Hörður, „og við hörm-
um það mjög að af sýningu á
leikritinu gat ekki orðið á þessari
hátíð, því það hefur mikið verið
spurt um hana.“
Að öðru leyti er dagskrá hátí-
ðarinnar óbreytt í dag. Klukkan
12.30 heldur Hljómskálakvintettinn
hádegistónleika. Kvintettinn skipa
þeir Ásgeir H Steingrímsson og
Sveinn Birgisson, trompetleikarar,
Þorkell Jóelsson, homleikari, Oddur
Bjömsson, sem leikur á básúnu og
Friðberg Stefánsson, túbuleikari. Á
efnisskránni eru Rondeau úr „Sin-
fonies De Fanfares," eftir Jean
Joseph Mouret, Contone nr. 2,
Overture, Aria og Gigue, eftir Jo-
hann Joseph Fux, Contrapunctus
nr. 1 úr Fúgulistinni, eftir J.S. Bach,
0, dolce anima mea, eftir Monte-
verdi, tvær sónötur úr „Hora
Decima," eftir Johann Petzold og
Prelúdía og fúga í e—moll eftir J.S.
Bach. Hinn daglegi tíðasöngur
verður einnig á sínum stað, klukkan
18.00.
0
INNLENT
Frá Signínu Björnsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins í Sopron, Ungverjalandi.
ÞÁ ER Karlakórinn Fóstbræður lagður af stað í hina eiginlegu tón-
leikaferð sína uin Mið-Evrópu. Þeir hafa þegar haldið tvenna tónleika
eftir að alþjóðlegu kórakeppninni lauk í Vestur-Þýskalandi, en þar
hrepptu þeir þriðju verðlaun.
Eftir smá afslöppun að keppni
lokinni lögðu þeir leið sína til Heil-
bronn, borgar með eitthvað yfir 110
þúsund íbúa. Þetta er falleg borg,
umvafin einhveiju stærsta vínrækt-
arhéraði Þýskalands, þar sem áin
Neckar rennur um fagran dal og
þar er einnig sveitin Oedheim. Það
var karlakórinn í þeirri sveit sem
sá til þess að Karlakórinn Fóst-
bræður kom við á þessum slóðum
á leið sinni til Austurríkis, og þama
héldu Fóstbræður einhveija lengstu
tónleika sem þeir hafa haldið til
þessa, tónleika sem stóðu yfír {
u.þ.b. þijá klukkutíma, þó efnisskrá
Fóstbræðra hafi reyndar ekki átt
að vera nema svo sem hálfan annan
tíma, en það er þannig með bless-
aða Þjóðveijana, þeim finnst
ómissandi að halda nokkrar velvald-
ar og snjallar ræður hvenær sem
tilefni kann að vera til og þeir létu
sannarlega ekkert uppá sig standa
að þessu sinni í þeim efnum fremur
en endranær. Þar við bættist að
þeir tóku svo aðeins lagið sjálfir í
hléi, en við söngskrá Fóstbræðra
bættist einnig einsöngur Gunnars
Nýja Galleríið:
Nikulás Sigfússon sýnir
NIKULÁS Sigfússon sýnir vatns-
lita- og akrýlmyndir í Nýja
Galleríinu að Laugavegi 12, 2.
hæð, í Reykjavík.
Á sýningunni era um 30 myndir,
flestar málaðar á þessu eða síðast-
liðnu ári.
Sýningin verður opin kl. 14.00-
22.00 og lýkur á sunnudagskvöldi
14. júní.
Guðbjömssonar, einsöngvara kórs-
ins í þessari ferð, en hann söng
þijú lög við píanóundirleik Jónasar
Ingimundarsonar við gífurleg fagn-
aðarlæti áheyrenda. Fóstbræður
sjálfir sluppu heldur ekki frá áheyr-
endum sínum fýrr en eftir góðan
skammt af aukalögum og dundi þá
lófatakið enn þegar þeir gengu end-
anlega úr salnum eftir kalsama ferð
í roki og rigningu í gegnum Bæjara-
land, sem minnti helst á árlegt regn
og íslenskan storm á Kaldadal, á
leið tii Salzborgar og margblessaða
uppstyttu daginn eftir í gegnum
austurrísku Alapana var komið til
Vínarborgar á föstudagskvöld í
dásamlegu veðri. Þar áttu kórmenn
og konur þeirra undursamlega
hvítasunnuhelgi í 25-30 stiga hita
og með tónleikum Fóstbræðra í
Karlskirkju á hvítasunnukvöldi. Það
var Helmuth Neumann, íslandsvin-
ur og fyrrverandi félagi í Sinfóníu-
hljómsveit íslands, sem hafði veg
og vanda að undirbúningi þessara
tónleika ásamt konu sinni sem er
íslensk. I þeirri gullfallegu Karls-
kirkju var Fóstbræðram einnig
geysilega vel tekið og máttu þeir
bæta við söngskrá sína einum þrem-
ur aukalögum áður en þeir fengu
að ganga á fund íslendingafélags-
ins í Vín, sem hafði reyndar fjöl-
mennt á tónleikana, en það tók á
móti kórnum í dálitlum vínkjallara
rétt hjá Staatsoper, að tónleikunum
loknum. Þar nutu kórfélagar og
konur þeirra matar og drykkjar
góða stund.
Þriðjudagskvöldið 9. júní héldu
þeir konsert í kaþólskri kirkju hér
í Sopron, en Sopron er frekar lítil
borg rétt fyrir innan landamæri
Ungveijalands og Austurríkis. Mið-
vikudaginn 10. júní var svo haldið
af stað áleiðis til Búdapest. Tónleik-
ar kórsins þar verða þó ekki fyrr
en 14. júní svo mönnum gefast
þarna nokkrir dagar til skoðunar-
ferða og hvfldar.
Leiðrétting vegna
myndbirtingar
í Morgunblaðinu sl. miðvikudag
birtist röng mynd með greininni
íslenska í skólum og fjölmiðlum.
Birtist mynd af alnafna og starfs-
bróður höfundar, en meðfylgjandi
er mynd af höfundi greinarinnar
Baldri Ragnarssyni, kennara. Biðst
Morgunblaðið velvirðingar á þess-
um mistökum.