Morgunblaðið - 12.06.1987, Page 37

Morgunblaðið - 12.06.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 37 Baldvin Baldvins- son - Kveðjuorð Fæddur 22. nóvember 1918 Dáinn 30. maí 1987 Eftir langa og stranga sjúk- dómslegu er Baldvin Baldvinsson, vinur minn, fallinn. Ég kynntist Baldvin, eða Venna, eins og hann var ávallt kallaður í kunningjahópi, þegar ég flutti ungl- ingur í Norðurgötuna á Siglufírði. Venni bjó þá með móður sinni, Jó- hönnu Hansdóttur, í Norðurgötu 27, á homi Þormóðsgötu, en ég var í nr. 16 á homi Eyrargötu. Kjami þess samfélags, sem seinna hlaut nafnið Norðurgötustrákamir, var á milli okkar. Með þeim mæðginum, Jóhönnu og Venna, var mjög kært. Hjartahlýja og blítt viðmót ein- kenndi Jóhönnu og í litlu íbúðinni hennar var alltaf nóg pláss fyrir þessa fyrirferðarmiklu gaura, fé- laga Venna, sem þá þegar þóttust menn með mönnum. Þó alvara lífsins sýndi Venna snemma á sér hina hliðina var lund hans ávallt létt og glettni frekar flíkað en sút, enda oft stutt í leiftr- andi fyndni. Þegar ég kom inn í þetta ein- kennilega strákasamfélag fannst mér svífa yfír vötnunum andi þeirr- ar siðfræði, sem best er í íslend- ingasögum og Hávamálum. Það var andi karlmennsku og drengskapar. Þetta bar Venni í fari sínu og þess vegna var hann góður félagi. Á þeim sérkennilega tíma, sem kallaður hefur verið „síldarárin", einkenndist lífíð af vinnu og meiri vinnu, og þær tómstundir sem gáf- ust, voru nýttar til hins ýtrasta. Minninff: IngibjörgS. Jónsdótt- irfrá Staðarbjörgum FæddSl.maí 1919 Dáin 3. júní 1987 í dag verður jarðsungin frá Fríkirlq'unni í Reykjavík ömmusyst- ir mín og nafna, Ingibjörg Sólveig Jónsdóttir, frá Staðarbjörgum við Hofsós. Dolla fæddist á Staðar- björgum 31. maí 1919. Hún var yngst fjögurra bama þeirra Jóns R. Jónssonar útvegsbónda og Guð- rúnar Sveinsdóttur konu hans. Dolla aflaði sér góðrar menntun- ar á þeirra tíma mælikvarða, bæði í hússtjórnarskólanum á Laugalandi og á Hallormsstað. Allur vefnaður og handavinna sem eftir hana ligg- ur er einstaklega vel unnin enda var verklagni og vandvirkni henni í blóð borin. Alla ævi vann hún svo við það sem hún kunni best. Að námi loknu kenndi hún hannyrðir og stýrði sumarhóteli á Hofsósi en starfaði síðan nokkur sumur hjá Vigfúsi í Hreðavatnsskála. Þegar Dolla flutti svo til Reykjavíkur upp úr 1950 vann hún fyrst um nok- kurra ára skeið við matseld á Keflavíkurflugvelli en réðst síðan til starfa hjá eldhúsi Landspítalans þar sem hún vann óslitið í 27 ár. Dolla var alla tíð ákaflega trú uppruna sínum eins og títt er um Skagfírðinga. Þrátt fyrir áratuga- langt nábýli við Amarhól og Bemhöftstorfu vom Þórðarhöfði og Drangey henni ávallt kærari. Svart- fugl, hákarl og siginn fískur þóttu henni meiri kræsingar en stórar steikur. Skín við sólu Skagafjörður var hennar þjóðsöngur. Samt var hún alls enginn sveitamaður á möl- inni. Hún sigldi til útlanda og bar heim með sér alls konar gjafír og gull sem þóttu ekki eiga sinn líka þegar ég var að slíta bamsskónum á Sauðárkróki. Reykjavíkurheim- sóknir til hennar vom samfelld ævintýr, með tilheyrandi búðarferð- um og gjöfum. Og Dolla var vinur vina sinna og einstaklega trú og trygg. Hún var foreldrum slnum ætíð stoð og stytta og annaðist móður sína af sérstakri umhyggju. Þótt hallaði undan fæti á síðari ámm vom bestu mannkostir nöfnu minnar þó ævin- lega augljósir. Hún var með eindæmum bamgóð og gefín fyrir að gleðja smáfólkið í kringum sig, og reyndar þá eldri líka því hún átti einkar létt með að sjá spaugi- Iegu hliðamar á málunum. Hún umgekkst það sem henni var kært og þá sem henni þótti vænt um með einstakri virðingu sem erfitt er að lýsa en gott að muna. Nú þegar ég kveð nöfnu mína í hinsta sinn og þakka henni fyrir samfylgdina vil ég um leið þakka öllu því ágæta samferðafólki sem greiddi henni götu á lífsleiðinni og þá sérstaklega þeim heiðurshjónum á Nýlendugötu, Sigurlaugu Jóns- dóttur og Narfa Þórðarsyni, og Qólskyldu þeirra. Blessuð sé minning Ingibjargar S. Jónsdóttur. Ingibjörg S. Bragadóttir Venni var félagslega sinnaður og starfaði mikið í Knattspymufé- lagi SigluQarðar. Hann var markmaður í liði félagsins, bæði í yngri og eldri flokkum, eldsnöggur, áræðinn og ömggur. Þeir em senni- lega ekki margir markmennimir sem geta státað af því, að hafa varið þijár vítaspymur í sama leikn- um. Það gerði Venni og fannst það ekki umtalsvert. Seinustu árin, sem Venni var hér á Siglufirði, vann hann mikið starf fyrir yngri flokka knattspymufé- lagsins og kom þar fram eldhugur og samviskusemi, sem ætíð ein- kenndi Venna, og hæfileikinn til að miðla öðmm. Þegar annir sumarsins vom allar og heimskautaveturinn gekk í garð tók við hjá okkur eins konar sam- bland af orlofí og atvinnuleysi en það þýddi ekki aðgerðarleysi. Venni hafði yndi af söng — var reyndar bjartur og tær tenór og starfaði í kómum hans Jónatans Ólafssonar, og oft skemmti hann okkur félögum sínum með því að taka lagið. Ég held að Venni, Jónas og Fúsi hafí verið þeir einu Norður- götustrákanna,' sem ekki vom alveg laglausir, og við hinir nutum þess er Stenka Rasin „Vaggaði sér á bámm í vestan blæ“ og hverflyndi kvenna var tíundað í La donna e mobile. Venni fór suður, eins og það hét og heitir reyndar enn, um tvítugt, og lærði jámsmíði. Á þeim ámm mun hann hafa kynnst eftirlifandi eiginkonu sinni, Þrúði Finnboga- dóttur. Þau settu saman bú, bjuggu í Reykjavík og eignuðust góð böm. Venni vann í fjölmörg ár hjá BP og vann sér traust og virðingu yfír- manna og vinnufélaga. Venni hafði áhuga á hestum og hestamennsku og kom sér upp góðri hestaeign. Hann hafði yndi af að umgangast hesta og taldi þá reyndar hafa mannsvit. Þessi áhugi á hestum stóð, eftir því sem ég best veit, á gömlum merg. Seinasta sumarið, sem Venni var hér nyrðra, vann hann í vegavinnu uppi í Sigluíj arðarskarði. Þá kom hann um hverja helgi í bæinn hest- ríðandi á gráum gæðingi. Bíll kom ekki til greina. Þá kom hann ávallt við á lögreglustöðinni til þess að heilsa upp á mig, en ég var þá að stíga mín fyrstu spor í lögreglunni. Svo kom hann Grána í geymslu sunnan undir Friðbjarnarhúsinu og þar fór vel um hann. Þrúður, eða Dúa, eins og Venni kallaði hana, reyndist honum góður lífsförunautur og kom það m.a. glöggt fram í umhyggju hennar í erfíðum veikindum vinar míns, þeg- ar dró að leikslokum. Mér fínnst eins og ég sé að kveðja kæran leikbróður. Líf okkar, þessara ungu manna, var samt ekki neinn dans á rósum, en einhvem veginn var hægt að taka erfiðleik- unum með brosi á vör í fylgd með Venna. Ég votta Þrúði og öðram að- standendum Baldvins mína dýpstu samúð og þá tel ég mig einnig mæla fyrir munn allra Norðurgötu- strákanna sem enn hjara. Bragi Magnússon t Jarðarför MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR GRÖNVOLD, Reynimel 23, sem andaöist 9. þ.m. í Landakotsspítala, fer fram fró Dómkirkj- unni mánudaginn 15. júní kl. 13.30. Aöstandendur. Bróðir minn, t GUÐJÓN KRISTJÁNSSON, Hafnargötu 101, Bolungarvfk, verður jarðsunginn frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Kristján Krlstjánsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI JÓNSSON, Foldahrauni 40, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, 9. júní, veröur jarðsettur frá Landakirkju iaugardaginn 13. júní kl. 11.00. Ásta Haraldsdóttir, Magnús Bjarnason, Unnur Gígja Baldvinsdóttir, Ágústa Björk Bjarnadóttir, Anton Örn Kærnested, Ásta Birna Bjarnadóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÍSEY SKAFTADÓTTIR, Vestmannabraut 26, Vestmannaeyjum, er lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 6. júní, veröur jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, í dag, föstudaginn 12. júní, kl. 14.00. Heiömundur Sigurmundsson, Guörún Jóhannsdóttir, Arnar Sigurmundsson, Marfa Vilhjálmsdóttir, Róbert Sigurmundsson, Svanhildur Gfsladóttir, Ingólfur Sigurmundsson og barnabörn. ! t Ástkær móðir okkar, tengdamóöir. amma og langamma. ELENORA ÞÓRÐARDÓTTIR, Þórufelli 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Helga Hjaltadóttir, Helga Ósk Margeirsdóttir, Guömundur Þorkelsson, Ingibjörg Margelrsdóttir, Sveinn Pálsson, Margrét G. Margeirsdóttir, Haraldur Sigurösson, Friðjón Margeirsson, Fjóla Jónsdóttir, Kjartan H. Margelrsson, Hulda Ólafsdóttir, Jón Hreiðar Margeirsson, Sigurbjörg Baldursdóttir, Birna K. Margeirsdóttir, Árni Jónasson, Anna S. Margelrsdóttir, Þórir Lúövfksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR frá Sigiufirði. Olga Pólsdóttir, Þorbergur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir vinsemd við útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS BENEDIKTSSONAR. Þakkir til ráðamanna og annars starfsfólks, sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks í Viðinesi fyrir hlýhug og frábæra hjúkrun. Anna Jónsdóttir, Vilborg Benediktsdóttir, Halldór Jóhannsson, Karl Benediktsson, Hannes Benedlktsson, Gróta Óskarsdóttir, Klara Benediktsdóttlr, Sigurjón Þórarinsson, Benedikt Benediktsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR JÓSEFSDÓTTUR, Bárugötu 4, Reykjavfk. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á deild 1A, Landakoti. Magnús V. Ágústsson, Edda Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúöarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlót og útför sambýlis- manns míns, föður og afa, SNORRA FRIÐLEIFSSONAR, Viöjulundi 1, Akureyrl. Starfsfólki Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri þökkum við þó góðu umönnun sem það veitti í veikindum hans. Margrét Guömundsdóttir, Gylfl Snorrason, Margrét Snorradóttir, Slgrföur Snorradóttlr og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.