Morgunblaðið - 12.06.1987, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
Arndís Skúla-
dóttir - Minning
Fædd 25. janúar 1911
Dáin5.júní 1987
Ég var víst bara 16 ára þegar
ég sá Dæju í fyrsta skipti og í
meira en aldarþriðjung hefur hún
ekki einasta verið tengdamóðir mín
heldur líka vinur. Það samband var
alltaf svo sterkt að litlu máli skipti
þó oftast væri langt á milli okkar
og við hittumst sjaldan.
í öll þessi ár var það þessi
ákveðna, smávaxna kona sem setti
mark sitt á umhverfið.
Já, ákveðin var hún: Ég man
alltaf þegar Othar lét klippa sig
burstaklippingu. Hann kom seint
heim þann dag en morguninn eftir,
þegar hún sá hann, sagði hún: „Ég
er að fara í veiðitúr með honum
pabba þínum og ég ætlast til að
þetta verði komið f lag, þegar ég
kem aftur."
Og líka smávaxin: Þegar strák-
amir voru litlir þá var hvar sem
við bjuggum strik á vegg í hálfs
annars metra hæð. Svo til á hveij-
um degi voru menn mældir til að
sjá hvort þeir væru búnir að ná
ömmu Dæju. Það má segja að þeir
hafi ekki verið lengi að ná hæð-
inni. En enga ósk á ég heitari en
þeim takist einhvem tímann að
ná reisn hennar.
Dæja var góð öllum sem henni
kynntust. Harmur okkar er sár, en
við emm öll betri fyrir að hafa feng-
ið að vera með henni.
EUý
Það er skarð fyrir skildi í stórri
fjölskyldu og fjölmennum vinahóp
við fráfall Amdísar Skúladóttur
(Dæju), sem lést í Reykjavík þann
\ 5. þ.m. Söknuðurinn verður tilfinn-
) anlegur hjá okkur öllum, sem
1 nutum samveru hennar og vináttu,
mannkosta og hennar prúða dag-
fars. Söknuðurinn verður og einkar
tilfinnanlegur hjá ungu kynslóðinni,
sem jafnan átti öruggt athvarf hjá
ömmu sinni, eða frænku, sem ávallt
var reiðubúin, með skilningi og
vilja, að rétta hjálparhönd, ef ein-
hver missté sig og hrasaði á
torfærum lífsleiðarinnar, eða til að
gleðjast með glöðum þegar vel
gekk.
Við, jafnaldrar Dæju, sem áttum
samleið með henni á mestu um-
brota- og breytingatímum, sem
verið hafa hjá einni kynslóð í þús-
und ára sögu þjóðar okkar, metum
samfylgd hennar og fordæmi, sem
oft var mörgum okkar gott leiðar-
ljós. Flest okkar kynntust mögru
árunum í uppvextinum. Það var
þolanlegt því við þekktum ekkert
annað. Hitt reyndi meira á, bæði
andlegt og líkamlegt þol flestra
okkar, að komast óskemmd úr þeirri
eldraun, sem okkar kynslóð hefir
lifað og reynt. Sumir komust úr
örbirgð til auðs, aðrir féllu við veg-
inn. En þeir, sem stóðust mátið,
áttu því að þakka, að þeir nutu
stuðnings lífsförunautar og sam-
ferðafólks á borð við Dæju, sem
fómuðu sínum eigin lífsþægindum
svo ættingjar og vinir mættu njóta
þeirra betur.
Það verður með sanni sagt, að
Dæju hafi auðnast það, sem er eftir-
sóknarverðast hveiju foreldri, en
það er bamalán, sem kallað er.
Grundvöllurinn að því hnossi, sem
ekki er hægt að fá úr pöntunarlist-
um, er lagður á heimilinu í uppvexti
bamanna. Arfgengur manndómur
er mikils virði, ef hann fæst. En
hann eyðist fljótt, ef ekki er að
honum hlúð frá upphafi. Það varð
bamalán móðurinnar, að hún skildi
þetta.
Dæja var einkar bamelsk. Varð
strax sem vinur og móðir unglinga
við fyrstu kynni. Ungir sveinar, af
íslensku bergi brotnir í aðra ættina,
sem ekki skildu orð í íslensku,
þurftu ekki á sérstöku tungumáli
að halda til að hænast að Dæju við
fyrstu sýn. Piltamir, sem nú em
fullorðnir menn, syrgja fráfall Dæju
frænku og minnast hennar í þakk-
læti fyrir hlýju og vináttu í þeirra
garð.
Svo er og farið okkur, fjölskyldu,
tengdafólki og vinum Dæju. Við
kveðjum hana nú hinsta sinni í ein-
lægri þökk fyrir samfylgdina. Dæja
verður ávallt með okkur í dýrmætri
minningu og þökk.
Amdís Skúladóttir fæddist á
Blönduósi 25. janúar 1911. Foreldr-
ar hennar vom Skúli Jónsson
kaupfélagsstjóri og kona hans Elín
Theodors. Skúli lést ungur árið
1915. Við stjóm kaupfélagsins tók
þá bróðir Elínar, Pétur Theodors,
sem rejmdist sannur fóstri frænd-
bama sinna. Þau Elín og Skúli
eignuðust fimm böm: Þorvald list-
málara, Theodor lækni, Arndísi,
Brynhildi, gift Ingólfi Möller skip-
stjóra, og Guðrúnu, sem er í
Danmörku. Dæja var gift Hans
Guðmundssyni starfsmanni hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Hann varð bráðkvaddur þann 26.
maí 1967. Þau bjuggu lengst af á
Nesvegi 51. Síðustu árin bjó Dæja
að Dunhaga 23 í Reykjavík. Böm
þeirra em: Othar forstjóri, búsettur
í Bandaríkjunum, Elín Forberg í
Lúxemborg, Lára Sesselja, gift
Þorgeiri Halldórssyni og Hrafn-
hildur.
Útförin fer fram í dag frá Dóm-
kirkjunni. Hún verður jarðsett við
hlið eiginmanns síns. Dagurinn sem
Dæja andaðist hefði orðið gullbrúð-
kaupsdagur þeirra.
Washington, DC,
ívar Guðmundsson
Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín,
því frostið var napurt.
Hún hneigði til foldar in bliðu blöðin sin
við banastrið dapurt.
En guð hana í dauðanum hneigði sér að
hjarta
SigurðurM. Péturs
son — Kveðjuorð
k „Þú hefur gengið um meðal okkar og skuggi
anda þíns hefur verið ljós okkar.
Heitt höfum við unnað þér.
En ást okkar var hljóð og dulin mörgum
blæjum.
En nú hrópar hún á þig og býst til að
standa nakin fyrir augiiti þínu.
Og þannig heftir það alltaf verið, að ástin
þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðar-
stundinni."
(Kahiil Gibran)
Nú er hann afi okkar dáinn. Þrátt
fyrir að það væri búið að undirbúa
okkur undir þessa sorgarfregn vor-
um við ekki undirbúin að heyra
þennan úrskurð.
Hann afí barðist hetjulega við
—»þann sjúkdóm sem hijáði hann
síðustu árin. En afi lifði lífinu fram
á síðasta dag, hann var að skipu-
leggja veiðiferðir og ferðir í
sumarbústaðinn, sem fara átti í í
sumar.
Sumarbústaðurinn Másgerði er
nefndur í höfuðið á þeim afa og
ömmu. A þeim stað mátti glöggt
sjá hvemig mann afí hafði að
geyma. Þar var ætíð svo þrifalegt
og hreint og hann hugsaði ávallt
um hag náttúrunnar fyrst. Þennan
bústað reisti hann í Borgarfirði,
miðja vegu frá honum og bömun-
um, sem búa á Snæfellsnesi.
Þessi bústaður þjónar tilgangi
sínum. Ættingjamir hafa hist þar
reglulega og era margar góðar
minningar tengdar bústaðnum og
afa. Það er okkar ósk að fjölskyldan
verði samheldin sem fyrr þrátt fyr-
ir að stórt skarð sé höggvið. Við
hugsum til Gerðu ömmu á þessari
stundu. Guð gefí þér styrk. Minn-
ingin um afa lifir.
„Því hvað er það að deyja annað en standa
nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga andann ann-
að en að freisa hann frá friðlausum öldum
lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og óQötraður leitað á fund guðs síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn-
ar, mun þekkja hinn volduga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitindinum þá fyrst
munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu
dansa í fyrsta sinn.
(Kahlil Gibran)
F.h. afabama,
Þórdís Jóna Sigurðsdóttir.
Eftirfarandi grein átti að birt-
ast i blaðinu i gær, en vegna
mistaka varð hún viðskila við
greinar sem þá birtust. Höfundur
og aðstandendur eru beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum
Hann Siggi, vinur minn, er dá-
inn. Mig setti hljóðan, er mér var
tilkynnt lát hans. Sigurður Már
Pétursson var kallaður frá okkur
alltof snemma, hann var svo fullur
lífsorku, þar til hann veiktist af
alvarlegum sjúkdómi, sem hann gat
ekki unnið bug á. Siggi tók veikind-
um sínum af mikilli karlmennsku
og trúði því til hinstu stundar að
hann fengi bata. Siggi var vinur
góður og þær era margar ánægju-
stundimar sem við hjónin höfum
átt með Sigga og Gerðu ásamt
fleiri kunningjum bæði á heimili
þeirra og í sumarbústaðnum við
Langá. Það var staður sem Sigga
þótt mjög vænt um, og dvöldu þau
hjónin þar eins oft og við var kom-
ið. Það var oft gestkvæmt í bústað
þeirra, þar vora allir velkomnir. Oft
er við hjónin voram að fara í þenn-
an landshluta, hringdi Siggi og bað
okkur að taka nú lykilinn að Más-
gerði með og gista þar, ef við
vildum. Já, svona var hann Siggi.
Margar minningar koma fram í
hugann um laxveiðifcrðimar, sem
við fóram saman í gegnum árin
ásamt fleiri veiðifélögum. Siggi var
mikill og einlægur Breiðabliksmað-
ur og var ávallt reiðubúinn er til
hans var leitað. Hann var m.a. í
stjóm knattspymudeildar og í aðal-
stjóm UBK um tíma, einnig vann
hann ötuliega að sölu getraunaseðla
og lagði mikla vinnu í félagsheimil-
ið Blikastaði, svo eitthvað sé nefnt.
Þetta vora nokkur fátækleg orð um
vin minn, Sigga. Við hjónin sendum
þér, Gerða mín, okkar innilegustu
samúðarkveðjur og einnig bömum
og öðram ættingjum. Minningin um
góðan dreng lifir með okkur öllum.
Jón Ingi Ragnarsson
og himindýrð tindraði um krónuna bjarta.
Sof, rós mín, í ró, í djúpri ró. (Guðm.Guðm.)
Þetta hugljúfa erindi kom mér í
huga þegar ég var búinn að gera
mér grein fyrir að Amdís Skúladótt-
ir mágkona mín væri öll.
Hægt og hægt rofna tengslin við
unglingsárin. Þegar nærfellt 55 ára
nánum tengslum skyndilega er lok-
ið þá vantar allt í einu eitthvað, sem
alltaf var til staðar. Nú getur mað-
ur ekki lengur spurt, manstu eftir
þessu eða hinu. Allt í einu er kom-
ið stórt tóm þar sem áður vora sterk
tengsl.
Systkini Amdísar vora ' fjögur.
Tveir bræður og tvær systur. Bræð-
umir vora elstir: Þorvaldur listmál-
ari fæddur á Borðeyri 1906, dáinn
1984, Theódór læknir fæddur á
Borðeyri 1908, dáinn 1970. Syst-
umar vora allar fæddar á Blöndu-
ósi, Amdís 1911, Guðrún 1912 og
Brynhildur 1915. Foreldrar þessara
5 systkina vora: Skúli Jónsson
síðast kaupfélagsstjóri á Blönduósi
og eiginkona hans Elín Theódórs.
Skúli andaðist 1915 en Elín 1935.
árið 1926 vora mæðginin öll
komin til Reykjavíkur. Ég kynntist
Amdísi sama kvöldið og ég kynnt-
ist Brynhildi konu minni. Tilvonandi
eiginmaður Amdísar, Hans Guð-
mundsson, var með þetta kvöld og
löngum síðar. Var með okkur góð
vinátta sem entist meðan báðir
lifðu. Hans lést 26. maí 1967 langt
fyrir aldur fram. Amdísi og Hans
varð fjögurra bama auðið. Þau era
Othar fiskvinnslufræðingur, sem
lengi starfaði hjá Coldwater Sea-
food í Bandaríkjunum en starfar
nú í Boston, eiginkona hans er Elín
Þorbjömsdóttir kaupmaður í kjöt-
búðinni Borg. Þau eiga Qóra syni:
Pétur, Óla, Þorbjöm, Hans Bem-
hard og Othar. Allir hafa bræðumir
lokið háskólaprófí í Bandaríkjunum.
Elín, gift Garðari Forberg yfirflug-
virkja hjá Flugleiðum í Luxemburg.
Þau eiga einn son, Garðar. Garðar
mun setjast í Verslunarskóla ís-
lands í haust. Garðari finnst allt
best á íslandi. Garðar og Elín eiga
uppeldisdóttur sem Guðbjörg heitir.
Elín á einnig son frá fyrra hjóna-
bandi, Hans Jóhannsson hljóðfæra-
smið. Lára deildarstjóri í Sjúkra-
samiagi Reykjavíkur er gift
Þorgeiri Halldórssyni deildarsstjóra
hjá Brunabót. Eiga þau þijú böm,
Hrafn, Halldór og Amdísi. Öll hafa
þau lokið stúdentsprófi. Yngst er
Hrafnhildur, starfsmaður hjá Al-
mennum tryggingum. Hennar maki
er Ríkharð B. Bjömsson, einnig
starfsmaður hjá Almennum. Þau
era bamlaus.
Guðrún, systir Amdísar giftist
til Danmerkur. Maður hennar var
Paul Groes-Petersen apótekari í
Bjerringbro á Jótlandi, látinn fyrir
nokkram áram. Stóðu þar hurðir
opnar upp á gátt fyrir alla úr flöl-
skyldu Guðrúnar.
Samgangur var mikill á milli
heimila þeirra systra, Amdísar og
Brynhildar, og þótti flest sjálfsagt
sem önnur vildi. Heimili Amdísar
og Hans var lengi á Nesvegi 51.
Gestkvæmt var mjög á heimili
þeirra hjóna og var sem segull
drægi fólk að þeim. Húsbóndin var
með orðheppnari mönnum og hús-
móðirin listelsk, víðsýn og kær-
leiksrík. Þegar Þorvaldur lá með
brotinn fót í sex vikur á Nesvegin-
um, þá var sem listamannanýlenda
hefði verið stofnuð þar. Vinátta
Þorvaldar og Amdísar var mikil og
tel ég að þau hafi borið virðingu
hvort fyrir öðra.
Heiður sé með minningu Amdís-
ar og Hans. Við hjónin og allt okkar
fólk blessum minninguna um góða
vini.
Meistarinn sagði: „Frið læt ég
eftir hjá yður. Minn frið gef ég
yður.“
Megi sá friður fylgja Amdísi.og
öliu hennar fólki.
Ingólfur MöLler
í dag er til moldar borin tengda-
móðir mín, Amdís Skúladóttir, sem
lést 5. júní eftir skamma legu.
Amdís eða Dæja, eins og allir
kölluðu hana, átti við hjartasjúkdóm
að glíma í rúmlega 7 ár og nú er
þeirri baráttu lokið.
Þessi lágvaxna hugprúða kona
átti slíkan sálarstyrk, að aldrei var
kvartað, þótt oft væri hún sárþjáð
hin síðustu ár.
Ekkert var henni fjær skapi en
að valda öðram fyrirhöfn, en sjálf
var hún ætíð reiðubúin að veita
öðram lið í hvers kyns vanda.
Hún var okkur öllum hin styrka
stoð í lífinu, hún var alltaf á sínum
stað, vakandi yfir velferð fjölskyld-
unnar.
Nú, þegar hún er öll, finnum við
svo mikinn tómleika í sálum okkar,
að mig brestur orð til að lýsa því.
Ég átti því láni að fagna að vera
Dæju nákominn í 30 ár og vil hér
með þakka fyrir allt, sem hún gerði
fyrir mig og mína.
Hjúkranarfólki hjartadeildar
Landspítalans og sérstaklega Þórði
Harðarsyni yfírlækni era færðar
þakkir fyrir frábæra umönnun í
veikindum hennar.
Eiginmann sinn, Hans Guð-
mundsson, missti Dæja fyrir 20
áram, en dánardægur hennar var
einmitt gullbrúðkaupsdagur þeirra.
Það er bjargföst trú mín, að þá
hafi hún og Hans sameinast á ný
fyrir handan, því að eins og segir
í Ferðalokum Jónasar:
„Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífið að skilið.“
Blessum sé minning Dæju
Skúladóttur.
Þorgeir Halldórsson
GunnarF. Guðmunds-
son - Kveðjuorð
Fæddur 12. júní 1912
Dáinn 28. maí 1987
í dag, 12. júní, hefði afi okkar,
Gunnar Ferdinand Guðmundsson,
orðið 75 ára ef hann hefði lifað svo
lengi, en hann lést 28. maí síðastlið-
inn og var jarðsettur 4. þ.m.
Við systkinin voram stundum hjá
afa og ömmu og eigum þeim margt
að þakka. Afi var að eðlisfari mik-
ill dýravinur og hafði gaman af að
annast þau. Seinustu ár átti hann
hesthús í Hafnarfirði og átti hann
þar hesta og kindur. Við fóram oft
með honum þangað og oftast var
hundurinn Lappi með í förinni, en
hann var mikill vinur afa. Lappi er
nú dauður og sjáum við öll eftir
honum.
Afi var mjög léttur í lund og
gamansamur og við áttum saman
margar skemmtilegar stundir, sem
við gleymum seint. Eftirlifandi kona
hans er amma okkar, Friðrika Beta
Líkafrónsdóttir, og saknar hún nú
góðs eiginmanns. Minningamar um
afa era okkur dýrmætar. Við reyn-
um að varðveita þær í þakklátum
huga.
Blessuð sé minning hans.
Margrét Auður Jóhannesdóttir,
Guðmundur Þór Jóhannesson.