Morgunblaðið - 12.06.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 12.06.1987, Síða 41
I "1 í MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 41 Minning: Jónas S. Jóns- son forstjórí Fæddur9.júlí 1917 Dáinn 30. maí 1987 Þegar ég kom heim eftir stutta dvöl í París, frétti ég að Siggi frændi væri dáinn. Litlu meira en hálfur mánuður er liðinn frá því ég sat með honum og fleiri ættingjum að ráðgera niðjamót. Hann hafði fyrir löngu átt frumkvæði að því að slíkt niðjamót yrði haldið, þótt það færist fyrir ýmissa hluta vegna, en nú sýndist sem úr þessu gæti orðið og Siggi var potturinn og pannan í skipulagningu mótsins, enda frændrækinn í eðli sínu og málið honum einkar hugleikið. Ég vissi að Siggi frændi gekk ekki heill til skógar, því ekki var langt um liðið síðan hann lá milli heims og helju á sjúkrahúsi en áhugi hans var svo mikill, þegar við ræddum niðjamótið, þar sem ættingjamir áttu að koma saman, kynnast og gleðjast, að ég bókstaf- lega trúði því ekki nema mátulega að neitt alvarlegt gæti gengið að honum. Þó vissi ég það. Ég vissi að brugðið gat til beggja vona um líf hans, ef hann færi ekki varlega. En það var ekki í samræmi við skapgerð Sigga frænda að fara varlega til þess eins að geta lifað, ef hann gat ekki lifað á þann hátt að vera hluttakandi í erfiði lífsins og gleði, ávarpa fólk hressilega og með spaugsyrði á vörum. Við kölluðum hann Sigga frænda, við ættingjamir, en í raun- inni hét hann Jónas Sigurður Jónsson. Sumir þekktu hann ekki undir öðm nafni en Jónas. Þegar hann seinast hringdi í mig til að boða mig á fund um niðjamótið, og þá hafði langur tími liðið frá því við höfðum talast við í síma, sagði hann án þess að kjmna sig: Er þetta Jón Ásmundsson? Já, sagði ég. Þú kannast þá við föðurnafnið þitt? sagði hann. Jájá, sagði ég, og var þá búinn að átta mig á hver þetta mundi vera sem þannig brá á leik. Og þekkirðu mig? sagði hann. Já, sagði ég. Hver er ég? sagði hann. Þú ert Jónas Jónsson, sagði ég. Og þá hló Siggi frændi, því hann vissi sem var að ég hefði ekki þekkt hann, ef hann hefði hringt í mig og sagt: Halló, þetta er Jónas Jóns- son. Ungur fór hann til Danmerkur og lærði garðyrkju, síðan hafði hann í mörg ár garðyrkjustöð í Fossvogi, þar sem enn er stöðin Garðshom á litlum hluta af því svæði sem Siggi frændi hafði umráð Minning: Oskar Isaksen bifreiðastíórí Fæddur 14. október 1923 Dáinn 31. mai 1987 Það er nú svo, á þessum tímum hraða, annríkis og lífsgæðakapp- hlaups, að við hrökkvum í kút er til eyma berst andlátsfregn ein- hvers, sem kemur okkur við, en við höfum misst sambandið við. Árin líða svo hratt. Aðstæður breytast, Qölskyldubönd rofna, vinir ijarlægj- ast, en við gleymum ekki góðum vinum, gleymum því frekar, að vin- áttu þarf að rækta, því vinir em dýrmætir. Allt í einu er einhver dáinn, sem við ætluðum að hafa samband við, seinna, höfðum svo lítinn tíma. Eða kannski var það hlédrægni af því að fjölskyldubönd höfðu rofnað og fjarlægðir aukist. Einn minna „gleymdu" vina, Óskar ísaksen, lézt sunnudaginn 31. maí sl. eftir stutta legu, en hann hafði um skeið kennt þess meins er hreif hann úr þessu lífi. Óskar fæddist 14. október 1923, í Tromvik f Noregi. Hann var elzta bam þeirra góðu hjóna, Margrétar Markúsdóttur frá Kirlqulækjarkoti í Fljótshlíð og Hagerap Isaksen frá Tromvik. Tvö systkina hans era látin. Hanna dó bam að aldri og Markús dó árið 1969. Þau sem eft- ir lifa era: Harald, rafvirkjameistari í Reykjavík, Hafstein, vélsmiður í Njarðvík, Kristinn, bifreiðastjóri í Keflavík og systumar Esther og Erla, báðar húsmæður í Reykjavík. Fjögur fyrstu árin bjó fjölskyldan í Noregi, en flutti sfðan heim til íslands og settist að í vesturbænum, þar sem Óskar bjó alla tíð. Árið 1945, þann 14. október, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Margréti, dóttur Sigurðar Guðmundssonar og Sigurlínar Ein- arsdóttur. Þau eignuðust dótturina Margréti, sem er kennari og hús- moðir. Gréta var alla tíð mikill augasteinn föður síns og hún reynd- ist honum góð dóttir, sem hann gat verið stoltur af. Hún er gift Pétri Gunnarssyni, húsasmið, og eiga þau þrjú böm, þau írisi, Gunnar Þór og Pétur Má. Fjölskyldan var Óskari fjársjóður sem hann var þakklátur Guði fyrir og hann kunni að sýna þeim það. Óskar var svo lánsamur að eiga yndislega konu, sem stóð við hlið hans traust og trú í yfir 40 ár. Þau bundust tryggðaböndum ung og saman stðu þau í stormum og still- um, þroskuðust saman og tengdust æ sterkar. Hlýjan og alúðin milli þeirra var svo sterk og heimili þeirra ber svo ljósan vott um allt hið góða er þau áttu saman. Þar er gott að koma. Óskar var mágur minn í tuttugu ár og jafnframt vinur sem gott var að eiga. Hann tók mér svo hlýlega strax frá þeim degi er ég kom inn í fjölskyldu hans, óharðnaður ungl- ingur. Minningin um þennan góða dreng er mér dýrmætt veganesti. Hann var einstaklega prúður og geðgóður og stalct snyrtimenni. Ég minnist þess aldrei að hafa séð hann reiðan, eða heyrt hann leggja illt orð til nokkurrar manneskju. Alltaf svo ljúfur og hlýr, glaður og Birting afmælis- og minningargreina. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. svolftill prakkari, en jafiiframt til- búinn að hughreysta og græða sár. Óskar hafði stórt hjarta og það kom m.a. í Ijós í umhyggju þeirri og alúð er hann sýndi tengdamóður sinni er sínu ævikvöldi eyddi í hom- inu hjá þeim hjónum, farin að heilsu. Fjölskylda hans naut einnig í ríkum mæli alls þess góða sem hann átti að gefa þeim. Þau vora svo falleg hjón, Magga og Óskar, og það var fegurðin sem kom innan frá sem heillaði mig mest, þessi ró, hlýja og alúð, sem geislaði frá þeim og sýndi á svo augljósan hátt gagnkvæma virð- ingu þeirra og aðdáun. Þau hugðust eiga rólega elli og njóta lífsins sam- an, en við mennimir ráðum ekki alltaf leið okkar í þessu lífí, þar ræður hinn æðri máttur. Öll eigum við okkar bók, lífsbókina, sem eng- inn veit hvenær lýkur. Hver dagur er sem blaðsíða, sem við skulum lesa vel og njóta, því við vitum ekki hvort önnur tekur við er henni lýkur, dagurinn í dag er sá eini sem við eigum vísan. Það er kveðjustund í dag og sorg- in ræður ríkjum í hugum ástvin- anna, en þar kemur, að bók okkar hinna lýkur einnig og þá munum við hittast aftur í æðri heimi, þar sem friður, eining og gleði ríkja. Þangað til munum við heiðra minn- ingu góðs drengs, biðjum Guð að varðveita hann og þökkum fyrir samfylgdina. Kæra vinir sem syrgið. Við Erika sendum okkar hlýjustu kveðjur til ykkar allra héðan að norðan og biðjum Guð að gefa ykkur styrk og blessun. ,Nú legg ég augun aftur. 0, Guð þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt.“ Unnur Þorsteinsdóttír yfír á sinni tíð. Stína kona hans vann með honum að garðyrkjunni af miklum dugnaði, Kristín Krist- jánsdóttir frá Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi, en síðan stofnuðu þau blómabúðina Dögg sem flestir landsmenn munu kannast við. Siggi frændi annaðist fyrram jólaskreytingamar í Austurstræti, þessar fögra skreytingar sem gera Reykjavík svo vinalega í ríki vetrar- ins, þegar jólin nálgast og við horfum til hækkandi sólar. Hann var alla tíð sólarbam. Hann sá allt- af sólskin á næsta degi, þótt skýjað kynni að vera í svip. Óg ef til vill sá hann sólskin í miðri hríð, þegar enginn annar sá sólskin. Lengi vel vissi ég ekki hvemig við voram skyldir, hugleiddi það ekki og vissi þó, en kunni ekki ættfærslur. Siggi frændi var ein- ungis Siggi frændi, og ef ég var spurður hvemig við væram skyldir, sgaði ég einungis: Við eram ná- skyldir. Það vora orð að sönnu því við voram systkinasynir. Hann var sonur Ingveldar Jónsdóttur, ég son- ur Ásmundar Jónssonar. Faðir Sigga frænda var Jón Jónasson, Vestra-Miðfelli í Leirársveit, en Ingveldur frá Akranesi, uppalin að nokkra á Elínarhöfða. Ingveldur og Jónas dóu úr spönsku veikinni 1918 með fárra daga millibili, ung bæði, eða um hálfþrítug. Sonur þeirra, Jónas Sig- urður, var þá á öðra ári. Hann var tekinn í fóstur og alinn upp í Reylq'avík. Önnur Ingveldur varð móðir hans í stað þeirrar sem dáin var. Sú Ingveldur hafði horft á það þegar skútan Ingvar strandaði á Viðeyjarsundi, og mennimir sem klifrað höfðu upp í reiðann, vora smám saman að falla örmagna í sjóinn. Einn þeirra var maður henn- ar. Júlíus hét hann. Með honum hafði hún eignast dóttur, Bergþóra, sem varð systir Jónasar Sigurðar. Ingveldur sú, sem ég nú hef nefnt, var náskyld Jónasi Sigurði, hún Jóhannesdóttir, Ingveldur hin Jónsdóttir, feður þeirra bræður. Ég tel engan vafa að Jónas Sig- urður hafi hlotið bestu umönnun sem hugsast gat hjá þessari nýju móður sinni og seinni manni henn- ar, en ég kynntist þeim báðum lítillega á æskuáram mínum, og þó nóg til að sannfærast um að þar færi gott fólk. Ég gríp pennann í fljótheitum sama dag og ég kem frá útlöndum til að hripa fáein kveðjuorð, þegar mér berst fregn um að Siggi frændi, sem var að ræða við okkur af svo miklum áhuga, sé nú farinn yfir þau landamæri sem við föram öll vegabréfslaus og þá sótti að mér löngun að minnast hans, hve hann var fullur af lífí, því lífi sem stefnir til gleði og vinsemdar og umfram allt til þess að vera líf, og mér dett- ur í hug að hann hafi farið héðan eins og hann vildi fara, því hvemig gat maður með hans skapgerð lifað öðravísi en í fullu fjöri eða að geta sýnst vera í fullu fjöri og mig lang- aði til að segja: Fari Siggi frændi vel. Jón Óskar Hann Jónas í Dögg er farinn heim! Við slíkan atburð myndast ætíð - nokkurt tómarúm hjá þeim sem eftir verða. Skarðið, sem Jónas skil- ur eftir sig, er stórt og vandfyllt. Jónas hafði um langt skeið átt við vanheilsu að stríða, sem við höfum sennilega ætíð vanmetið, því ávallt var hann viðbúinn að takast á við þau verkefni sem honum vora falin. Andlátsfregn hans hefði því ekki átt að koma vinum hans á óvart, en einhvem veginn er það svo að snögg umskipti koma mönn- um ætíð í opna skjöldu. Jónas var svo hress og bjartsýnn á lands- þinginu okkar í vor, er hann var að bjóða vinum sínum í sjötugsaf- mælið sitt í sumar, en svo er hann allt í einu horfinn. Jónas var félagsvera. Þar sem hann var félagi var hann ætíð kall- aður til trúnaðarstarfa. Innan St. Georgs-gildanna var það sama upp á teningnum og annars staðar. Hann var um skeið í forsvari fyrir St. Georgs-gildið í Reykjavík, hann var í stjóm landssamtakanna, hann undirbjó og stjómaði ferðum á Norðurlandaþing og móttöku Norð- urlandabúa á þing hérlendis og hann var í stjóm Faxasjóðs, sem hafði það hlutverk í Heimaeyjargos- inu að taka við erlendu gjafafé og standa fyrir söfnun á fé til kaupa á húsi undir starfsemi skátafélags- ins Faxa í Vestmannaeyjum, en það var formlega afhent sumarið 1974. Þá er enn ótalið að hann hefur um langt skeið staðið að söfnun og sýningu skátaminja og hefur þar bjargað frá glötun mörgum, verð- mætum munum. Allt þetta þökkum við af alhug, og jafnframt vottum við eiginkonu Jónasar og afkomendum innilega samúð okkar. St. Georgs-gildin á íslandi Katrín H. Jónas- dóttir — Minning Fædd 7. febrúar 1904 Dáin 4. júní 1987 Hún amma Katrín er dáin. Hún andaðist í Borgarspítalanum þann 4. júní sl. eftir 3ja vikna sjúk- dómslegu. í raun ættum við að gleðjast með ömmu eftir að hafa lifað í 83 ár hamingjusömu lífí og ávallt við góða heilsu, en söknuður- inn verður alltaf yfirsterkari. Þegar ég hugsa til baka um allt það sem amma hefur gefið mér af hjarta sínu fyllist ég söknuði og hefði svo mikið viljað hafa hana lengur hjá mér. En allt það sem hún var mér og bömum mínum verður helgidóm- ur okkar heimilis og verður aldrei frá okkur tekið. Aðeins 5 ára gömul hóf ég kom- ur mínar ein til ömmu Katrínar og afa Marteins Halldórssonar í Stór- holtinu. Þangað var alltaf svo gott og ætíð var mér tekið opnum örm- um. Öll jólin sem við áttum saman í Stórholtinu og sorgin sem fyllti lítið bamshjarta þegar fjölskyldan var orðin svo stór að ekki var hægt að halda jól saman í Stórholtinu lengur. Og þegar afí dó er ég var aðeins 13 ára gömul var amma mín sterkust af öllum og þerraði burt tár bamabama sinna og leiddi okk- ur inn í framtíðina. Nú er komið að okkar hlutverki. Það er að rækta í hjörtum okkar allt það sem hún hefur gefið af sjálfri sér. Nú er amma Katrín á leið að guðs dyram, þar sem afí bíður henn- ar og tekur hana í sinn faðm. Hafí elskuleg amma mín hjartans þökk fyrir allt sem hún var mér. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir aUt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt“ (V. Briem) Katrín Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.