Morgunblaðið - 12.06.1987, Side 56
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
9 GuðjónÚLhf.
91-27233 I
ÉBRUnRBÚT
-AFÖRYGGISÁSTÆÐUM
Nýjungar
í 70 ár
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Fyrstu íslensku
glasabömin fæðast
líklega á næsta ári
VERIÐ er að athuga möguleika hérlendis á að gera hjónum kleift
að eignast börn með tæknifrjóvgun, þar sem egg eiginkonu er fijóvg-
að með sæði eiginmannsins í tilraunaglasi og fijóvgaða egginu síðan
komið fyrir í legi konunnar, sem fæðir barnið með eðlilegum hætti.
Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra hefur skrifað Gunnlaugi
Snædal prófessor bréf og óskað eftir að hann útbúi greinargerð um
hvað þurfi til svo hægt sé að hefja þessar aðgerðir hér á landi á
næsta ári.
Gervifijóvganir hafa farið fram
hér á landi lengi, aðallega með inn-
fluttu sæði frá Danmörku. Nú er
verið að athuga möguleika á að
hefja hér aðgerðir til að hjálpa hjón-
um sem ekki geta átt böm með
eðlilegum hætti þótt eiginmaðurinn
sé ekki ófijór, til dæmis ef virkar
sáðfrumur mannsins eru of fáar.
Aðgerðir sem þessar hafa ekki
verið gerðar hér á landi en eru frek-
ar algengar erlendis. Hinsvegar
hafa íslenskir sérfræðingar yfir
nægri þekkingu að ráða til að gera
Þrír menn
frá Andorra
undir
eftirliti
ÞRÍR menn frá fríríkinu
Andorra sem komu til
landsins á þriðjudag eru
nú undir eftirliti lögregl-
unnar. Að sögn Böðvars
Bragasonar, lögreglu-
stjóra í Reyigavík, hefur
eftirlit með ferðamönnum
verið hert til muna vegna
fundar utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins.
Mennina þijá skorti full-
gilda pappíra.
Óvenju mörgum útlending-
um hefur undanfamar vikur
verið vísað frá landinu við kom:
una til Keflavíkurflugvallar. í
flestum tilvikum hefur þeim
láðst að fá rétta vegabréfsárit-
un, em félitlir eða geta ekki
framvísað farmiða frá landinu.
Böðvar sagði að harðar hefði
verið tekið á slíkum yfirsjónum
en undir venjulegum kringum-
stæðum.
Andorra er sjálfstætt ríki án
formlegrar stjómarskrár, mitt
á milli Frakklands og Spánar.
íbúamir em um 42.000 talsins
og opinbert tungumál er kata-
lónska.
Alvarlega
slasaður eft-
ir fall af
„vinnupalli
MAÐUR slasaðist alvarlega laust
fyrir kl. 18 í gær er hann féll
af vinnupalli við Boðagranda 3 í
Reykjavík.
Ekki er vitað hvemig slysið bar
að, en maðurinn var strax fluttur
á Borgarspítalann. Hann hlaut
- mjög alvarlega höfuðáverka.
slíkar aðgerðir og er verið að kanna
hvaða aðstöðu þurfi til. Ekki þarf
að leggja konur inn á sjúkrahús og
því þarf ekki mikið húsrými til að
hægt sé hrinda þessu í framkvæmd.
„Það er heldur öndvert kerfið hjá
okkur ef við kostum allan þennan
fjölda fóstureyðinga en legðum ekki
í kostnað við að hjálpa fólki sem
svona stendur á um og hefur alla
burði til þess að fæða sitt bam og
ala það upp saman," sagði Ragn-
hildur Helgadóttir í samtali við
Morgunblaðið. Ragnhildur sagði að
þetta ætti að leysa úr vanda margra
hjóna og draga að einhveiju leyti
úr eftirspum eftir tökubömum, þótt
auðvitað geti ekki öll bamlaus hjón
notfært sér þessa aðgerð. Einnig
kæmu ekki upp þau siðferðilegu og
lögfræðilegu álitamál við þessar
aðgerðir sem hafa komið vegna
gervifijóvgana með sæði úr sæðis-
bönkum.
Morgunblaðið/Júlíus
Á myndinni hér að ofan er flugvélin, sem hlekkt-
ist á á flugvellinum á Hvolsvelli. Eins og sjá má
á innfelldu myndinni, er nef flugvélarinnar mikið
skemmt.
Flugslys á Hvolsvelli:
Steytti á ójöfnu í lendingu
TF-SIR, lítilli einkaflugvél,
hlekktist á i lendingu á flugvell-
inum á Hvolsvelli í gær. Eftir
að flugvélin hafði lent steytti
nefhjólið, að sögn flugmanns-
ins, á ójöfnu á flugvellinum og
brotnaði undan.
Flugmaðurinn hélt vélinni uppi,
en þegar hægðist á henni, skall
hún niður með þeim afleiðingum
að farþegi vélarinnar hentist fram
og skaddaðist í andliti. Hann var
fluttur í Borgarspítalann. Flug-
maðurinn slapp hins vegar með
lítils háttar skrámur. Flugvélin er
talin mikið skemmd.
Sjá nánar á hls. 2
Framsóknarmenn svartsýnir á að stjórnarmyndun takist:
Telja að bijóta muni á
fyrstu efnahagsaðgerðum
- vilja að utanríkisviðskipti heyri undir utanríkisráðu-
neyti en Jón Baldvin vill að viðskiptaráðuneyti haldi þeim
ÞRÁTT fyrir fimm klukkustunda
langan viðræðufund í gær með
formönnum Alþýðuflokks, Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
er ekki að sjá að mikið hafi miðað
í samkomulagsátt. Helsta ágrein-
ingsmálið er eins og fyrr um
fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum
og aukna skattheimtu. Morgun-
blaðið hefur heimildir fyrir því
að framsóknarmenn séu nú svart-
sýnir á að myndun þessarar
ríkisstjórnar takist og telji að
ágreiningur um fyrstu aðgerðir
til viðnáms verðbólgu sé svo mik-
m að hann sé nánast óyfirstígan-
legur.
Á fundinum ræddu þeir Þorsteinn
Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson
og Steingrímur Hermannsson um
ágreiningsmálin og sögðust telja, að
fundi loknum, að ágreiningur í land-
búnaðar- og húsnæðismálum væri
ekki óyfirstíganlegur. Þeir hefðu
hins vegar fyrirvara á um að sam-
komulag gæti tekist vegna ágrein-
ings um fyrstu aðgerðir til viðnáms
verðbólgu. Framsóknarmenn telja
ágreininginn svo mikinn, að á honum
geti brotið.
Formennimir ræddu einnig skipt-
ingu ráðuneyta og er svo að skilja
úr herbúðum framsóknarmanna, að
, - 'í
Snæddu langvíuegg og saltfisk
Morgunblaðið/KGA
Þeir Steingrímur Hermannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson hófu fund sinn á þjóðlegri máltíð
í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í Borgartúni 6 í hádeginu í gær. Á matseðlinum var m.a. saltfiskur og
svartfuglsegg (langvíuegg en ekki álkuegg) og kræsingunum skoluðu formennimir svo niður með Agli sterka.
samkomulag gæti tekist um að Þor-
steinn Pálsson yrði forsætisráðherra.
Það mun á hinn bóginn háð því að
Steingrímur Hermannsson fengi ut-
anríkisráðuneytið og utanríkisvið-
skiptin, sem hafa heyrt undir
viðskiptaráðuneytið, en Jón Baldvin
mun gera kröfu til þess að Alþýðu-
flokkurinn fái í sinn hlut fjármála-
ráðuneyti og viðskiptaráðuneyti með
sama verksviði og það hefur í dag.
Jón Baldvin hefði þá f hyggju að
taka sjálfur við viðskiptaráðuneyt-
inu.
Framsóknarmenn, sem Morgun-
blaðið ræddi við í gærkveldi, benda
á að það hafi lengi verið á döfinni
og Þorsteinn Pálsson og fleiri hafí
iðulega bent á skynsemi þess að
setja utanríkismál og utanríkisvið-
skipti undir sama ráðuneyti. Þetta
sé því eðlileg krafa. Segjast þeir
ekki munu hlusta á að ákveðið verði
að hverfa frá slíkum áformum, ein-
ungis fyrir þær sakir að framsóknar-
menn eigi að taka við ráðuneytinu.
Þeir segjast aftur á móti telja að
þessar viðræður geti siglt í strand
áður en þessi nýja verkaskipting
ráðuneyta kemur alvarlega til um-
ræðu. „Ég hef miklu meiri trú á því
að það strandi á ágreiningi um hvaða
leiðir verði famar í viðnámi gegn
verðbólgu," sagði einn forystumaður
Framsóknarflokksins í samtali við
Morgunblaðið í gærkveldi.
Ekki hefur verið ákveðið með
hvaða hætti viðræðunum verður
framhaldið, né hvenær.
Sjá nánar frétt á bls. 31