Morgunblaðið - 25.06.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.06.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 Skólinn er samstarf nemenda og kennara Frá slitum Gag*nfræðaskólans í Hveragerði eftirHalldór Sigurðsson Laugardaginn 16. maí síðastlið- inn var Gagnfræðaskólanum í Hveragerði slitið við hátíðlega at- höfn í Hveragerðiskirkju. Athöfnin hófst með því að Skólahljómsveit Hveragerðis spilaði, undir stjóm Kristjáns Ólafssonar tónlistarkenn- ara. Síðan flutti sóknarpresturinn, sr. Tómas Guðmundsson, hugvekju. Skólastjórinn, Valgarð Runólfs- son, tók síðan til máls og kom hann víða við í ræðu sinni. Gat hann meðal annars um mikilvægi þess að samstarf nemenda, kennara og foreldra væri forsenda þess að skólastarfíð gengi vel og svo ég vitni beint í ræðu hans, sagði hann meðal annars: Sem betur fer hafa samskipti og samvinna foreldra og kennara stóraukist hin síðari ár, ekki síður hér í Hveragerði en ann- ars staðar. Áður fyrr vildi brenna við að litið væri á skólann sem lok- aða stofnun þar sem kennarar hefðu alræðisvald sem betur fer hefur þetta breyst, skólamir hafa opnast, foreldrar em velkomnir þangað, ekki aðeins til að ræða skólagöngu einstakra bama, heldur og til að ræða hvert það mál sem gæti orðið skólastarfínu til heilla, félagsmál ýmiskonar og uppeldismál almennt og fl. Skólinn á að vera miðpunktur í menningarlífi fólks, ekki síst í litlu samfélagi eins og Hveragerði og Ölfusi. Og hann á ætíð að vera oq rekkar Eigum á lager og útvegum með stuttum fyrirvara allar gerðir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari BÍLDSHÖFÐA 16 SÍML672444 opinn til funda og samkomuhalds á menningarsviðinu. Gríska orðið schole þýðir ekki aðeins fræði og fræðasetur heldur einnig hvíld. Það er í raun mjög auðskilið þegar grannt er skoðað því þeir sem stunduðu nám iðkuðu fræði sín í hinum fomu, grísku skólum, fengu sérstaka undanþágu eða hvíld frá almennri vinnu, vom fijálsir. Og sá er einmitt megintil- gangur með skólahaldi, að gera menn fijálsa, að leysa menn undan þrældómi fáfræði og fordóma en kenna fólki að byggja skoðanir sínar á rökrænum gmnni á athugun ogíhygli á hlutlægni og þekkingu. Og hafí okkur foreldmm og kennur- um tekist sameiginlega að vekja með nemendum þrá til að öðlast slíkt frelsi, þá er vel. Eftir að skólastóri hafði lokið máli sínu léku tvær ungar stúlkur, þær Jóna Valdís Ólafsdóttir og Guðrún Rut ísigmarsdóttir, tvíleik á flautu undir stjóm Kristjáns Ól- afssonar tónlistarkennara og síðan lék strengjatríó, þær Kristín Ólafs- dóttir, Sonja Hansen og Jóna Valdís Ólafsdóttir, tvö lög. Sfjómandi var Gústaf Óskarsson kennari. Ávörp fluttu formaður nemenda- ráðs, Svanur Már Sævarsson, en hann flutti kveðjur og þakkir 9. bekkinga, fulltrúi foreldrafélags, Þómnn FViðriksdóttir, og formaður skólanefndar, Guðmundur Ingva- son. Að síðustu afhentu kennarar og skólastjóri nemendum skírteini sín. Kynnir við skólaslitin var Ágústa Ævarsdóttir, en hún sat í nemendaráði í vetur. Blómlegt félagslíf var í gagn- fræðaskólanum í vetur. Fyrir utan hefðbundin „diskótek", sem haldin vom með jöfnu millibili, var farið í leikhús og m.a. sáu nemendur leik- ritið Djöflaeyjan rís. Haldnar vom 3 kvöldvökur í félagsheimilinu Bergþóm þar sem foreldrar tóku þátt í öllum undirbúningi sameigin- lega með nemendum. Vom þetta mjög vel heppnaðar kvöldvökur þar sem boðið var upp á kaffihlaðborð og fjölbreytta skemmtidagskrá. Síðan tóku allir sem einn þátt í dansi fram á nótt. Var ákaflega ánægjulegt að sjá unga sem „gamla“ dansa trylltan dansinn. Þökkum við kvenfélaginu fyrir lánið á húsinu, en félagsheimilið er ákaf- lega hentugt fyrir kvöldvökur sem þessar. Jólakvöldvakan var haldin í hinu stórglæsilega Hótel Örk. Höfðum við fyrr um veturinn feng- ið að halda þar diskótek og sendum við eigenda og starfsmönnum bestu þakkir. Jóladagskráin var hefð- bundin með hugvekju, söng og leikþætti. Eins lék skólahljómsveit Hveragerðis jólalög. Síðan var gengið í kringum jólatré og undir- leik önnuðust kennarar gagnfræða- skólans og gerðu þeir mikla lukku og var það rætt manna á meðal að þessi hljómsveit ætti framtíð fyrir sér. í nóvember buðum við 7.-9. bekk Grunnskólans á Hellu i heim- sókn og þeir buðu okkur síðan heim síðar um veturinn. Voru þessar heimsóknir ánægjulegar í alla staði og Hellubúar góðir heim að sækja. 20. mars var síðan haldin árs- hátíð og er það að sjálfsögðu aðalskemmtun vetrarins. 9. bekk- ingar höfðu í nokkum tíma æft leikritið „Fyrsta öngstræti til hægri“ eftir Om Bjamason og var það frumsýnt við húsfylli á árshátí- ðinni. Tóku allir 9. bekkingar þátt í uppsetningunni og leystu þeir, hver og einn, sitt verkefni vel af höndum. Stærstu hlutverkin vom í höndum þeirra Ágústu Ævarsdótt- ur, Guðjónu Sigurðardóttur og Halldór Sigurðsson Guðbjargar Bjömsdóttur. Margir aðrir vom einnig með stór hlutverk. Leikstjóri var Halldór Sigurðsson kennari en um búninga og ótal önnur verkefni sá Þómnn Friðriks- dóttir og þökkum við henni sérstak- lega. Nemendur endurtóku síðan sýninguna fyrir fullu húsi. Margt fleira var á dagskrá, m.a. gerðu 8. bekkingar grín að kennumm sínum í leikþætti og afhent vora verðlaun til skákmeistara skólans, Oddgeirs Ottesen, nemanda úr 7. bekk. Kristján Jóhannesson, sveit- arstjóri, gaf verðlaunin og kann skólinn honum bestu þakkir fyrir. Arshátíðin var haldin í hinu vina- lega Hótel Ljósbrá og fæmm við eiendum þess bestu þakkir. Helgina 28.-29. mars var farið í skíðaferð upp í Hamragil. Var þar „sofíð" eina nótt og kvöldvaka hald- in á laugardagskvöldið. Var þá sungið og skemmt sér í orðsins fyllstu merkingu. Vomm við sérlega heppin með veðrið, glampandi sól báða dagana. í marsmánuði fómm við kennar- ar skólans ásamt skólastjóra í náms- og kynnisferð til Reykjavíkur og sáu þá foreldrar um kennsluna þann daginn. Skólastjóri var þá formaður foreldrafélagsins Magnea Ámadóttir. Að sögn „skólastjórans" var þetta heilmikill dagur en „kenn- aramir kenndu hin ólíklegustu fög sem öll áttu rétt á sér og er það að mínu viti gagnlegt bæði fyrir foreldra og nemendur að taka 9. bekkur Gagnfræðaskólans í Hveragerði setti upp leikritið „Fyrsta öngstræti tíl hægri“ eftir Örn Bjamason. Myndin er tekin á æfingu. Fiskeldisþjónustan hf. Birkigrund 47, Hugbúnaður fyrir strandeldi sími 42576. Eldisútbúnaður. Þjónusta. Ráðgjöf. minnst einn svona dag á hveijum vetri. Að vori fer 9. bekkur ætíð í skóla- ferðalag og fóm þau nú sem oft áður „hringinn" og tókst ferðin í alla staði vel, nemendur vom hvar- vetna Hvergerðingum til sóma. Allt fé er safnast hafði um veturinn rann í ferðasjóð og síðasta átakið við söfnunina var það að 9. bekking- ar dönsuðu í sólarhring, en höfu áður gengið í hús og safnað áheit- um. Safnaðist miklu meira en nokkur hafði þorað að vona og munaði ekki minnst um höfðinglega gjöf frá Gísla, forstjóra dvalar- heimilisins. Fæmm við Hvergerð- ingum bestu þakkir fyrir hve vel þeir tóku á móti nemendum. For- eldrar komu hér mikið við sögu svo sem svo oft áður í vetur. Vom þeir til skiptis á vakt og sáu um að all- ir hefðu nægilegt að borða og drekka. Fjölbreytt íþróttalíf var einnig í skólanum í vetur, haldnar bekkjar- keppnir í mörgum greinum. Að- staða fyrir íþróttir er sérlega góð, 50 m sundlaug og svo til nýtt íþróttahús. Gagnfræðaskólinn hefur verið til húsa í leiguhúsnæði, en nú fer loks að hylla undir það að gagnfræða- skólinn komist í raunveml'egt skólahús, hið fyrsta síðan hann var stofnaður haustið 1965. í nýja hus- næðinu verður m.a. samkomusalur með leiksviði. Mun þá aðstaða nem- enda til félagslífs gjörbreytast, en húsnæðisleysið hefur oft háð okkur illa, bæði við hið hefðbundna nám á félagsstarf. í upphafi greinar þessarar gat ég um að skólastóri hefði í ræðu sinni getið um mikilvægi samstarfs í skóla og tel ég því vel við eiga að ljúka þessari grein með því að vitna á ný í ræðu hans og gera orð hans að lokaorðum þessarar grein- ar. Skóli er samstarf nemenda og kennara, þeirra sem fræða og hinna sem vilja fræðast, og ekki eingöngu það heldur og hjálpsemi, vinátta, virðing fyrir skoðunum annarra kurteisi og fleira — Þ.e.a.s. mannleg samskipti í hinum margbreytileg- ustu myndum. Höfundur er kennari við Gagn- fræðaskólann íHveragerði. Níundi ársfundur Parísarsamningsins: Samþykkt til- laga Islands um endurvmnslu- brensluefnis kjamaofna TILLAGA íslands, um sérstakar ráðstafanir vegna nýrra endur- vinnslustöðva fyrir brennsluefni kjarnaofna, var samþykkt með nokkrum breytingum á 9. árs- fundi Parísarsamningsins um varnir gegn mengun sjávar frá landsstöðvum. Fundurinn var haldinn dagana 1.-3. júní sl. í Cardiff í Wales og sóttu hann fulltrúar 12 aðildarríkja auk fulltrúa Efnahagsbandalagsins. Margar þjóðir lýstu yfír stuðningi við þau sjónarmið íslands að stað- all Alþjóða geislavamaráðsins um hámarksgeislun væri ófullnægjandi þegar meta ætti mengunaráhrif frá losun geislavirkra efna í sjó, segir í frétt frá Siglingamálastofnun. Til- laga íslands var borin fram m.a. vegna áforma um að reisa stóra endurvinnslustöð fyrir brennsluefni kjamaofna í Dounreay á Skotlandi. Fleiri tillögur vom samþykktar á fundinum. Til dæmis var samþykkt að skora á samningsríki að banna smásölu á þeim tegundum af botn- málningu skipa sem innihalda lífræn efnasambönd tins. Þetta var gert vegna vaxandi ótta um meng- un þessara efna í sjó. Einnig vom samþykkt ný takmörk á losun olíu frá landsstöðvum. Fulltrúi íslands á fundinum var Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.