Morgunblaðið - 25.06.1987, Page 36

Morgunblaðið - 25.06.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Sölutími verzlana Imeira en 40 ár hefur staðið í samningum verzlunar- fólks og kaupmanna ákvæði um opnun og lokun sölubúða. Allan tímann hefur þetta ákvæði verið báðum aðilum til ills og neytendum til óhag- ræðis." Þannig kemst Hjörtur Jóns- son, kaupmaður í Reykjavík, að orði í grein í Morgunblað- inu í gær um hið gamalkunna deiluefni: opnunartíma sölu- búða. Breyttir atvinnu- og þjóðlífshættir síðustu áratugi valda hvoru tveggja, að fjöldi fólks stundar störf utan „venjulegs" vinnutíma og að hjón vinna bæði utan heimilis. Þegar af þessum sökum þarf verzlunin að breyta hefð- bundnum starfstíma sölu- búða, ef hún vill mæta óskum viðskiptavina sinna. Verzlanir þurfa að vera opnar á þeim tíma sem viðskiptavinir þeirra hafa fijálsan til innkaupa. Enginn vafí er heldur á því að verzlunin í Reylg'avík hefur misst margan spón úr aski til nágrannabæja á liðnum árum, þar sem sölutími verzlana hef- ur verið rýmri — og viðgengist árekstralaust. Þeir, sem mæla gegn frjáls- um sölutíma verzlana, byggja málflutning sinn á tvenns konar röksemdum. I fyrsta lagi segja þeir að vinnutími verzlunarfólks sé of langur fyrir — og ekki á bætandi í því efni. I annan stað stað- hæfa þeir að lengri opnun- artími þýði meiri rekstrar- kostnað verzlunar og þar af leiðandi hærra vöruverð. Fyrra atriðið, lengd vinnu- tíma, er samningsatriði, sem leysa má eftir hefðbundnum samningsleiðum, hér sem annars staðar í veröldinni, til dæmis með því að skipta lengri opnunartíma í vinnu- vaktir. Hlutastörf í verzlun, sem raunar eru ekki óalgeng, falla og vel að lengri sölu- tíma. Sjálfsagt er að verzlun- arfólk, sem aðrir, hafí launakjör í samræmi við breytilegan vinnutíma. Lengri opnunartími leiðir efalítið til eitthvað hærri rekstrarkostnaðar. En verzl- anir, sem færa opnunartíma betur að þörfum neytenda, auka jafnframt. viðskipti, veltu og hagnað, sem væntanlega gerir þeim kleift að mæta auknum kostnaði án umtals- verðrar hækkunar vöruverðs. Ef litið er til vöruverðs í grannríkjum, þar sem sölutími verzlana er víða mun lengri en hér, bendir það ekki til fylgni milli lengri opnun- artíma verzlana og hærra vöruverðs. Breytilegur verzlunartími er einfaldlega hluti af þeirri verzlunarsamkeppni, sem fylgir samtímanum, og leitt hefur til betra vöruúrvals og hagstæðara vöruverðs en ella, ekki sízt hér á höfuðborgar- svæðinu. Reglur á vegum Reykjavík- urborgar hafa til þessa staðið í vegi fyrir því, að nauðsynleg- ur sveigjanleiki fengi að ráða ákvörðunum verzlunareig- enda um það, hvenær þeir veiti viðskiptavinum sínum þjónustu. Nú virðist meirihluti fyrir því í borgarstjórn að af- nema þessar reglur. Það lag á að nýta. Bifreiða- eftirlit Fagna ber því að leyst er deila stjórnar og starfs- manna Bifreiðaeftirlits ríkis- ins, sem verið hefur í fréttaljósi í vikunni. Slys í umferðinni taka alltof stóran toll í mannslífum, meiðslum og eignum, svo mik- ilvægt er að allt öryggiseftirlit bifreiða sé traust og árekstra- laust, sem og hvers konar aðrar slysavarnir í umferðinni. Deila þessi vekur hinsvegar upp spumingar um það, hvort starfsemi Bifreiðaeftirlits ríkisins sé ekki betur komin, að minnsta kosti að hluta til, utan ríkisgeirans. Unnt ætti að vera að skrá bifreiðir án þess að sérstök ríkisstofnun komi til, til dæm- is á pósthúsum eins og gert er í Hollandi. Þá er út í hött að ætla að bílsljórar taki al- mennt þá áhættu að aka bifreið, sem ekki hefur örygg- isbúnað í lagi. Vega- og umferðarlögreglan ætti að geta haldið uppi nauðsynlegu eftirliti með öryggisbúnaði. HEIMSOKN SÆNSKU KONUNGSH JONANNA Góðar móttöku VESTMANNAEYINGAR tóku vel á móti Karli Gústaf Svíakon- ungi og Silviu drottningu þegar þau komu til Eyja í gærmorgun ásamt forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, og fylgdarliði þeirra. Fjöldi heimamanna var mættur á fiugvöllinn til þess að heilsa upp á konungshj ónin og í broddi fylkingar voru Kristján Torfason bæjarfógeti, Ragnar Óskarsson forseti bæjarstjómar, Arnaldur Bjarnason bæjarstjóri og Páll Zóphóniasson ræðismað- ur Svía. Fyrir utan flugstöðvarbygging- una var stigið upp í rútu og haldið af stað í skoðunarferð um Heima- ey. Var fyrst ekið um nýja hraunið því konungurinn hafði lýst yfír áhuga á að fræðast um hvemig heimamenn nota jarðhitann til upp- 1 dag sjá kon- ungshjónin Gull- foss, Geysi og Þingvelli hitunar húsa. Þar fengu gestimir m.a. að sjá á mælum hversu heitt hraunið var. Konungshjónin tóku með sér nokkra hraunmola til minja. Úr hrauninu var ferðinni heitið í heimsókn í ísfélag Vest- mannaeyja. Bömin í Vestmannaeyjum létu ekki sitt eftir liggja. í svokallaðri „Spröngu" var staldrað við og nokkrir ungir Vestmannaeyingar, strákar og stelpur, sýndu konungs- hjónunum hvemig Eyjamenn fara að því að síga í bjarg og spranga. Var þeim fagnað með lófaklappi eftir að þau höfðu leikið listir sínar. Ekki var gestunum til setunnar boðið, því á leikskólanum Kirkju- gerði biðu bömin óþreyjufull eftir að fá að sjá Karl Gústaf, Siivíu og Vigdísi forseta. Þijú böm stóðu við hliðið þegar gestimir komu þangað og færðu þau Birgir Þór og Silja drottningunni og forsetanum blóm sem þau höfðu tínt sjálf og Rósa Konný gaf konungshjónunum teikningu. Heimsókninni til Vestmannaeyja lauk með því að snæddur var hádeg- isverður í Akogeshúsinu. Var gestum boðið upp á sjávarrétti. Síðdegis í gær hittu Karl Gústaf og Silvía Svía sem búsettir eru hér á landi og fleiri gesti í bústað sænska sendiherrans við Fjólugötu Morgunblaðið/RAX Innsiglingin í Vestmannaeyjum skoðuð. Horgunblaðið/RAX Vigdís Finnbogadóttir talar við Rögnu Ragnarsdóttur, 8 ára gamla Sænsku konungshjónin koma á K, stúlku, sem nýbúin var að síga í klettunum inni í „Spröngu". borgarstjórnar, forseti íslands V Benedikt Asgeirsson sendifulltrúi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.