Morgunblaðið - 25.06.1987, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.06.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 49 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Ég á dóttur, fædda 17.1. 1977 kl. 11.02. Okkur kemur illa saman og ég læt hana allt- af æsa mig upp. Getur þú ráðlagt mér hvemig best er að kom fram við hana til að laga samband okkar. Það sem fer í taugamar á mér er að hún er alltaf sein, er áhuga- laus og virðist skorta allan metnað. Sjálf er ég fædd 5.7. 1955 kl. 4.10. Með kæru þakk- læti.“ Svar: Dóttir þín hefur Sól rísandi í Steingeit, einnig Merkúr og Mars í sama merki, Tungl og Miðhiminn em í Bogmanni og Venus í Fiskum. Þú sjálf hefur Sól, Mars og Úranus risandi í Krabba, Tungl f Steingeit og Merkúr og Venus í Tvíbura. Aldurinn Þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur af dóttur þinni þegar hún verður eldri. Eg trúi því ekki að margföld Steingeit spjari sig ekki. Kort hennar í heild bendir a.m.k. ekki til annars. Ég held að aldur hennar skipti máli í þessu sambandi, a.m.k. veit ég um mörg böm sem hafa verið áhugalaus og löt yngri en hefur síðan gengið ágætlega. Tímabil Dóttir þín hefur Tungl í Bog- manni, sem getur táknað ákveðið kæmleysi og agaleysi. Tunglið er hins vegar sterkast í bemsku. Því er líklegt að áhrif Steingeitarinnar eigi eft- ir að aukast. Undanfarin þijú ár hefur Neptúnus sfðan verið í sfðasta hluta Bogmanns og fremst í Steingeit. Því getur fylgt ákveðið draumlyndi, aukin þörf fyrir svefn og það að vera utan við sig. Það lag- ast sfðan með tímanum. Þú ættir því ekki að hafa áhyggj- ur. Neptúnusarorku er annars gott að beina inn á listræn svið. Þú ætti því að athuga hvort dóttir þín væri fáanleg til að læra tónlist, fara á nám- skeið f myndlist o.þ.h. Framkvœmda- orka Það sem skilur á milli korta ykkar er m.a. Mars og fram- kvæmdaorka ykkar. Þú hefur Mars/Úranus í samstöðu og vilt þvf að framkvæmdir gangi snöggt fyrir sig. Dóttir þín hefur hins vegar Mars í Stein- geit sem táknar að hún vill skipuleggja og fara sér að engu óðslega. Hún vill enn- fremur spara orku sína. Þetta táknar einfaldlega að þið emð á ólíkri bylgjulengd. Það þýðir því lítið að æsa þig upp eða ætlast tll þess að hún vinni á sama hraða og þú. Ef þú ert síðan að hamast í henni er útkoman einungis sú að þrjósk og stíf Steingeitin dregur sig í skel, verður óömgg og fer að efast um verðleika sína. Það að þú æsir þig upp er vísbending um að þú viljir að hún sé eins og þú sjálf eða að þú ráðir ekki við þína eigin spennu sem kemur frá Mars/ Úranusi. Vandinn er þvf ekki síður þinn en hennar. Fullkomn- unarþörf Að endingu má geta þess að þú hefur Tungl f Steingeit og síðan Satúmus f afstöðu við Tungl og Sól. Það táknar að þú ert kröfuhörð við sjálfa þig og umhverfið og hefur ákveðna fullkomnunarþörf. Slíkt er ágætt svo framarlega sem það lamar ekki sjálfa þig og kallar á of miklar kröfur. Mín ráðlegging er sú að þú slappir af og sjáir hvemig málin þróast. Jafhframt ættir þú að varast að setja þitt gild- ismat yfir á dóttur þína en reyna f staðinn að kynnast henni, hennar orku og hraða. Það sem böm þarfnast síðan oft er einungis að þeim sé gefinn tími. GARPUR GRETTIR lí LVKTEVPANC7I- ÉG VEIT TIL HVEKS PAP ER DYRAGLENS TTKOiR PA8BI ÞlMN PESS\ VIRKI- \\7Z , LEC3A U' ó, TA.- 06 _ c> _ < hamn teoii? LIICá’AHE-IMILi^L _FRl£INN. FERDINAND !!!!!!!!S!!!!!!!!!!!!!!!?!!!!!l!!!!?!!!!f!???!!!!!i!!!!ilS‘t!!t!!!!!!l!!!!!!!!!!!!!???t!!r SMAFOLK J3jultu '&uxrrja- | curu-C , g jTumk | öfaiaFvuUL-jyuuiiMt. | 6ETTIN6 ALL VOUR ‘‘THANK VOO'5 " UIR.ITTEN AHEAP OF TIME, I OR AKE TNE5E FOR LA5T VEAR ? HAHA HAHA!! /0-30 THESE ARE FOR 1980' / ^ Kæri afi og amma. Þakka Ertu að skrifa öll þakkar- Eða eru þessi fyrir Þessi eru fyrir árið 1980. ykkur fyrir jólagjöfina. bréfin fyrirfram, eða síðasta ár? hvað? HA HA HA HA HA!! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Framhjáhlaup“ er það kallað þegar sagnhafí stelur slag á smátromp með því að læðast fram hjá hæsta trompi vamar- innar. Oft leiðir þetta til þess að trompslagur vamarinnar étur upp slag, sem félagi ætti ella á hliðarlit. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁD87 ¥ÁKG6 ♦ D843 ♦ 7 Vestur ♦ K95 ♦ 983 ♦ G9762 ♦ K5 Austur ♦ 106 - ♦ D10742 ♦ 10 ♦ D10832 Suður ♦ G432 ♦ 5 ♦ ÁK5 ♦ ÁG964 Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3spaðar Pass 5 spaðar Pass Pass 6spaðar Pass Pass ♦ DIO , ♦ 10 Útspil vesturs er hjartanía. Sérðu vinningsleiðina? Hún er þannig: Drepið á hjartaás, laufí spilað á ás og spaðadrottningu svínað. Spað**í- ásinn tekinn, hjartakóngur og hjarta stungið heim. Síðan er lauf stungið í blindum, og þá er staðan þessi: Norður ♦ 8 ♦ G ♦ D843 ♦ - Vestur Austur í- II ♦ G9762 ♦ - +D108 Suður ♦ G ♦ - ♦ ÁK5 ♦ G9 Nú er tímabært að spila tíglunum. Þegar tígullengdin kemur í ljós hjá vestri er fjórði tígullinn stunginn heima og laufí spilað. Spaðaáttan verður slagur á framhjáhlaupi og slagir vam- arinnar á trompkóng og hjartadrottu falla saman. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Við skulum líta á handbragð heimsmeistara unglinga í flokki 19 áira og yngri, Arencibia frá Kúbu. Hér hefur hann hvítt gegn Armas f úrslitakeppni kúbanska meistaramótsins í ár. Byijunin er Nimzo—indversk vöm. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - Bb4, 4. e3 - 0-0, 5. a3 — Bxc3+, 6. bxc3 — b6, 7. Re2 — Ba6, 8. Rg3 - Rc6, 9. e4 - Ra5, 10. Bg5 - h6, 11. h4 (fyrsta mannsfómin) — He8, 12. „ e5 — hxg5, 13. hxg5 — Rh7, 14. Re4 - Bb7. 15. Rf6+! (þetta heitir að tefla beint af augum á góðri fslensku) - gxf6, 16. Hxh7! - Be4, 17. Hh3 - fxg5, 18. Dh5 - f6, 19. Be2 - De7, 20. Dh8+ - Kf7, 21. Hh7+ - Kg6, 22. Hh6+ og svartur gafst upp. Þessi ævintýralega skák færði Arencibia meistaratitil Kúbu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.