Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 25.06.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 51 Morgunbladid/Sig.Sigm. SU’ómarmenn við Stóru-Laxá ásamt þremur úr stjóra Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur fyrir framan nýja veiðihúsið. Talið frá vinstri: Jón Baldvinsson formaður SVFR, Ágúst Sigurðsson, Birtingaholti, formað- ur Stóru-Laxárdeildar, Erlingur Loftsson Sandlæk, Högni Björgvins- son Laxárdal, Ólafur Ólafsson og Halldór Þórðarson úr stjórn SVFR. Nýtt veiðihús við Stóru-Laxá Syðra-Langholti. NYTT og veglegt veiðihús við Stóru-Laxá var tekið í notkun laugardaginn 20. júní. Kemur það í stað gamals veiðihúss sem var við bæinn Hólakot en hið nýja hús stendur á fögrum stað á árbakk- anum í landi jarðarinnar Skarðs. Þetta nýja veiðihús mun þjóna veiðimönnum sem stunda veiði á tveim neðstu veiðisvæðum árinnar svo sem gamla húsið gerði. Húsið er teiknað af Guðmundi Magnússyni byggingameistara á Flúðum og byggði hann einnig þetta nýja hús með Júlíusi Sveinssyni bygginga- meistara á Flúðum. í húsinu sem er 87 fermetrar eru fjögur svefiiher- bergi og i hveiju þeirra tvö rúm. Þá er setustofa, eldunaraðstaða, snyrt- ing og geymsla. Heitur pottur er fyrir utan húsið en það er hitað upp með jarðhita. Það er byggt á staðn- um og er allt úr timbri. Flestir veiðiréttareigendur við Stóru-Laxá komu til dálítils hófs þegar húsið var tekið í notkun á laug- ardagskvöldið svo og nokkrir af stjómarmönnum úr Stangaveiðifé- lagi Reykjavíkur og öðrum veiði- mönnum úr því félagi en SVFR hefur haft með sölu á veiðileyfum að gera í Qölmörg undanfarin ár. Stóra-Laxá er talin um 86 km löng en lax gengur ekki nema 5 svonefnd Laxárgljúfur, stoppar þar á allháum fossi og er þetta um helmingur af vegalengd árinnar. Tvö önnur veiði- hús standa við ána, við bæina Hlið og Laxárdal, og eru þau bæði nýleg. — Sig. Sigm. adidas Astronauts jakkar. Stærðir: 140-176 Litir: Ljósblátt - Rautt - Blátt. Verð: kr. 2.840 ÚTIUF Glæsibæ, sími 82922. s T K ER SAMSTILLT LIÐSHEILD SIIMABTHBOÐ: Þurrkublöð í 240 kr. 339,- Kerti B-19, B-21, B-230 kr. 441,- Platínur B-19, B-21, B-230 kr. 178,- Tímareim í 240 kr. 582,- Framdempari í 240 kr. 2.992,- Afturdrempari í 240 kr. 1.570- Framdempari í 144 kr. 1.560- Afturdempari í 144 kr. 1.507- Blaðka í blöndung kr. 305,- Dráttarkrókur á 240 kr. 5.887,- Dráttarkrókur á 740 kr. 6.872,- £ Suðurlandsbraut 16 - sími 691600 Allir hlutar hvers Volvobíls ganga í gegnum stranga skoðun og þolraunir áður en þeir eru metnir hæfir til að taka sæti í liðsheild volvobílsins. Árangur heildarinnar ræðst af frammistööu hvers einstaklings. Einn skussi gæti því haft afdrifarík áhrif. VERTU ÖRUGGUR — VELDU VEL í LIÐIÐ ÞITT. VELDU VOLVOVARAHLUTI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.