Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 52
8*3 52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987 t Móðir mín, tengdamóöir og systir okkar, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Ingólfsstrœti 7B, lést 23. þessa mánaöar. Kristín Stefónsdóttir, Geir Sigurðsson, SiguröurT. Magnússon, Jón B. Magnússon. + LÁRUS INGÓLFSSON, Fannarfelli 10, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 6. júní. Jarðarförin hefur farið framm í kyrrþey að ósk hins látna. Vandamenn. t Eiginmaöur minn, REYNIR GUÐMUNDSSON bóndi Nýja-Bœ, lést í Landspítalanum 22. júní. Ólöf Guðbrandsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, JÚLÍUS B. ANDRÉSSON, Álfaskeiði 64c, andaöist á Sólvangi þriöjudaginn 23. júní. Soffía Ólafsdóttir. t Konan mín, móöir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR, Ljósheimum 4, Reykjavík, fyrrum húsfreyja f Króki, Grafningi, veröur jarösungin frá Langholtskirkju í Reykjavik föstudaginn 26. júní kl. 13.30. Jarðsett veröur sama dag að Ulfljótsvatni í Grafningi. Eglll Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Áslaug Guömundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Sæunn Guðmundsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Elfa Guðmundsdóttir, Erlingur Guðmundsson, JóhannesJóhannsson, Guðmundur Jóhannesson, Magrét Emilsdóttir, Pótur Geirsson, Þorbjörg Hilbertsdóttir, Sigurður Mar, Ólafur Sveinbjörnsson, Gylfi Guðjónsson, Hrönn Sveinsdóttir, Helga Thoroddsen, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabarn og tengdabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARÍA LEÓPOLDÍNA ÞORGEIRSDÓTTIR, Skipholtl 45, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar eru beönir að láta Hjartavernd eða Slysavarnafélagiö njóta þess. Hjördís H. Kröyer, Benedikt Guðmundsson, Guðmundur Geir, Sigurbjörg, Haraldur Ingi, Ingibjörg, Hafsteinn Þór, Lfsbet og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faöir, tengdafaðir og afi, RAGNAR MAGNÚSSON, Fögruklnn 25, Hafnarfirði, lést aö kvöldi 18. júní. Jarðarförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 10.30 föstudaginn 26. júní. Guðný Ósk Elnarsdóttir, Þórlaug Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför móður okkar, SÓLEYJAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hólabergl 56, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Börnln. Gunnhildur Bjöms- dóttir, Grænumýri Fædd 16. október 1899 'Dáin 24. maí 1987 Enn er genginn einn fulltrúi alda- mótakynslóðarinnar, sem með þrotlausri vinnu og nægjusemi lagði grunninn að þeiri velmegun, sem við búum við. Einn fulltrúi hinna mörgu, sem ekki áttu kost á skóla- göngu, en þráðu að komast til mennta. Foreldrar Gunnhildar voru sr. Björn Jónsson á Miklabæ og kona hans Guðfínna Jensdóttir. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Var henni æskuheimili sitt ætíð mjög hugstætt. Einn vetur var Gunn- hildur við nám í Reykjavík. Um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Hún var ekki kröfuhörð fyrir sig, aðrir áttu ætíð að sitja fyrir. Hæfíleikann til náms átti hún þó í ríkum mæli. Einn vetur var hún við kennslu á Húsavík og átti þaðan ljúfar minningar. Eftir að faðir hennar missti sjónina las hún mikið fyrir hann og skrífaði bréf. Hún var alltaf tilbúin að fóma sér fyrir aðra. Árið 1926 giftist Gunnhildur Jóni Þ. Stefánssyni frá Þverá. Bjuggu þau á ýmsum stöðum, þar til þau festu kaup á Grænumýri — áður Hjaltastaðakoti — og bjuggu þar. Þau eignuðust tvo syni, Bjöm, sókn- arprest á Akranesi, giftur Sjöfn Jónsdóttur frá Akranesi, og Stefán, bónda í Grænumýri, kona hans er Inga Ingólfsdóttir frá Akranesi. Fýrir rúmum 30 árum flutti ég í næsta nágrenni við þau Jón og Gunnhildi og hófust þá okkar kynni. Ég mun ekki gleyma hve vel þau tóku þessum nýja granna. Lestrar- félagið Vorboðinn átti sitt athvarf í Grænumýri. Þar var bókasafn þess geymt. Félag þetta var einkum fyrir böm og unglinga, en þau voru jafnan aufúsugestir hjá þeim hjón- um. Jón var umsjónarmaður félags- ins, og átti Gunnhildur þar stóran hlut að máli. Gunnhildur hafði óvenjumikla hæfileika til þess að laga sig að aðstæðum og sætta sig við sitt hlut- skipti. Hún sá aðeins það góða í hverri manneskju, en lagði sig ekki eftir því sem miður fór. í amstri hversdagsins gleymdi Gunnhildur ekki sínum hugðarefnum. Hún átti sér sinn hugarheim, þar sem hún dvaldi löngum. Hennar heimur var bókin. Hún las ekki aðeins eigið + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁGÚST HINRIKSSON, Gunnarsbraut 30, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkjunni föstudaginn 26. júní kl. 10.30. Eirfka Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför móðursystur okkar, GUÐMUNDU Þ. EYJÓLFSDÓTTUR, Ásvallagötu 63, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 25. júní kl. 15.00. Kristfn V. Haraldsdóttir, Eyjólfur Þ. Haraldsson. + Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóöir, GEIRÞRÚÐUR HILDUR BERNHÖFT, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. júní kl. 13.30. Sverrir Bernhöft, Hildur Bernhöft, Þórarinn Sveinsson, Sverrir V. Bernhöft, Ásta Denise Bernhöft, Ingibjörg Bernhöft, Bjarnþór Aðalsteinsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU G. GUÐLAUGSDÓTTUR, Fjólugötu 9, Akureyri. Svala Geirsdóttir, Vilhjálmur Hafberg, Gfsli Geirsson, Gurli Geirsson, Brynja Geirsdóttir, Sigurður Vlðarsson, Hanna Margrót Geirsdóttlr, börn og barnabörn. + Alúöarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR SIGTRYGGSSONAR, Melhaga 9. Fyrir hönd aðstandenda. Guörún Jónsdóttir. tungumál, heldur einnig Norður- landamálin. Gunnhildur var vel ritfær og hafði mjög fagra rithönd, sem hún hélt ótrúlega lengi. Hún skrifaði allmarga þætti um látna sveitunga fyrir Sögufélag Skagfírð- inga, einnig á hún frásagnir í Skagfírðingabók. Eftir að Gunnhildur og Jón hættu búskap voru þau brúarverðir við Héraðsvötn í fímm sumur og oft fram undir jólaföstu. Þetta var þeim dýrmætur tími. Þama fundu þau starf, er þau gátu sinnt, þótt kraft- ar væru famir að dvína. Þau sögðu: „Það er gott að fínna að geta ein- hvers staðar gert gagn.“ Þau hjón vom mannblendin og nutu þess að vera sest að á krossgötum. Þótt húsakynnin við brúna væm ekki stór, var þar ævinlega nóg rými fyrir þá er að garði bar, en þeir vom margir. Þegar Stefán og Inga tóku við búi í Grænumýri áttu Jón og Gunn- hildur þar sitt góða athvarf. Jón lést árið 1976. Gunnhildur dvaldi á Sjúkrahús- inu á Sauðárkróki síðustu Qögur árin. Hún var sátt við það hlut- skipti og þakklát fyrir allt, sem fyrir hana var gert. Er henni dapr- aðist svo sjón að hún gat ekki lengur lesið, sagði hún að það yrði að taka því, sem að höndum bæri. Ekki eitt æðmorð, þótt hennar hug- arheimur hefði lokast. Þannig var Gunnhildur. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst slfkum persónuleika. Nú em grannamir góðu horfnir yfír móðuna miklu. Blessuð sé minning þeirra. Sonum þeirra og flölskyldum sendi ég samúðarkveðj- ur. Helga Bjarnadóttir frá Frostastöðum Leiðrétting í tilvitnuðu erindi í kveðjuorð- um um Lilju Bjamadóttur hér í Morgunblaðinu á þriðjudag er ekki farið rétt með það. Hér er um að ræða áttunda erindið úr kvæðinu „Móðir mín“ eftir Einar Benediktsson og er svohljóð- andi: Ef bæri ég heim mín brot og minn harm, þú brostir af djúpum sefa. Þú vógst upp björg á þinn veika arm, þú vissir ei hik eða efa. I alheim ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endArgjaldslaust. Tekið er við greiuum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.