Morgunblaðið - 25.06.1987, Blaðsíða 72
STERKTKDRT
Framtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
aaaa (*&&*> * SUZUKI
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Arnarungi
í hreiðri
LAXVEIÐIMENN á ferð á
Vesturlandi gengu fram á
þennan amarung'a við hreiður
skammt frá ánni þar sem menn-
irnir hðfðu verið við veiðar.
Unginn var hinn rólegasti og
hafði gætt sér á bleikju er veiði-
mennina bar að garði.
Skömmu áður höfðu mennimir
orðið varir við amapar sem flaug
hátt yfir svæðinu. Þeir gerðu sér
þó ekki grein fyrir því að þeir
væru staddir í nánd við amar-
hreiður. Foreldrar ungans virtust
rólegir þrátt fyrir hina óboðnu
gesti sem höfðu skamma viðdvöl
við hreiðrið. í hreiðrinu kenndi
ýmissa grasa og á botni dyngjunn-
ar var hanski.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Kristinn Haukur Skarphéð-
insson, deildarstjóri í Náttúm-
fræðistofnun íslands, að vitað
væri um 35-40 amapör sem héldu
sig flest á svipuðum slóðum á
landinu vestanverðu.
Jón Baldvin:
Verkfalli
vegagerð-
armanna
frestað
VERKFALLI vegagerðar-
manna hefur veríð frestað fram
yfir allsheijaratkvæðagreiðslu.
Samningar voru undirrítaðir
laust upp úr klukkan 20 í gær-
kveldi.
Samkomulag náðist í gærkveldi
meðal samninganefnda vegagerð-
armanna og ríkisins hjá sáttasemj-
ara ríkisins og voru samningar
undirritaðir. Ásmundur Vilhjálms-
son, lögfræðingur Vinnumála-
nefndar ríkisins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að þetta sam-
komulag væri á svipuðum nótum
og þeir samningar sem Vinnu-
málanefnd ríkisins hefur að
undanfömu gert við verkalýðs-
félög innan Alþýðusambands
íslands.
í kjaradeilu skógræktarmanna
virtist biðstaða seint í gærkvöldi
og litlar vonir um samkomulag.
Ræðst í dag hvort mál-
efnaleg samstaða næst
Kópavogur:
BíU ónýtur
eftír árekstur
HARÐUR árekstur varð á mót-
um Borgarholtsbrautar og
Urðarbrautar i Kópavogi f gær-
kveldi.
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn heldur vantróaðir
JÓN Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins
greindi fréttamönnum frá því í
gær, að fundi hans með for-
mönnum Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks loknum, að
það myndi liggja fyrir að iokn-
um fundi formannanna síðdegis
í dag, hvort málefnalegt sam-
komulag gæti tekist og ef
niðurstaðan yrði jákvæð, þá
myndu flokksráð kölluð saman
á laugardag og þingflokkar á
laugardagskvöld.
Jón Baldvin skýrði frá því, að
það væri ekki af völdum alþýðu-
flokksmanna, * sem dregist hefði
að taka ákvörðun, og vísaði slíku
algjörlega á bug. Hann sagði að
lokaafgreiðslu formannanna á
uppstokkun ráðuneyta og því,
hvort af henni yrði, hefði verið
frestað þar til á fundi þeirra í dag.
Sjálfstæðismenn og framsókn-
armenn sögðust í gærkveldi ekki
telja mikið samningshljóð í Jóni
Baldvini og töldu að hann hefði
látið undir höfuð leggjast að
greina frá staðreyndum mála á
fundinum með fréttamönnum.
Kváðust þeir vægast sagt vantrú-
aðir á að til þess kæmi að
samkomulag tækist með formönn-
unum og flokksráð flokkanna yrðu
kvödd saman á laugardag. Voru
sumir þeirra fremur þeirrar skoð-
unar að þessum viðræðum yrði
slitið að loknum formannafundin-
um í dag.
Jón Baldvin sagði alþýðuflokks-
menn hafa sett fram málamiðlun-
artillögur í kaupleiguíbúðamálinu
Röð atburða orsök Suðurlandsslyssins:
Lestunaraðferð ábótavant
og björgunarbátar dugðu illa
AÐFERÐ sem beitt var við lestun flutningaskipsins Suðurlands,
sem fórst austur af landinu í desember síðastliðnum, var ábóta-
vant, að þvi er fram kemur í skýrslu Rannsóknamefndar sjóslysa.
Þá segir i skýrslunni að sfldartunnur f lest skipsins hafi ekki ver-
ið nægilega sterkar, stöðugleiki skipsins hafi veríð of lítill og
björgunarbátar dugað illa við þær aðstæður sem voru á slysstað
þegar skipið fórst.
Á fundi með fréttamönnum, þar
sem efni skýrslunnar var kynnt,
kom meðal annars fram að lestun-
araðferð á síldartunnum, sem nú
er beitt um borð í íslenskum skip-
um, sé frábrugðin gamalli hefð-
bundinni aðferð við lestun
jíldartunna. Neðsta lagið sé ekki
1681, eins og áður var gert og bil
hafí verið á milli tunna í neðsta
lagi, sem gerði það að verkum,
að þegar skipið fékk á sig brotsjó-
inn og upp frá því umtalsverða
slagsíðu, hafi átt sér stað þunga-
flutningur í skipinu fr& stjórnborða
yfír til bakborða. Þessa niðurstöðu
byggir Rannsóknamefnd sjóslysa
á mynd Kristjns Benediktssonar
af lestun skipsins, sem birt var í
Morgunblaðinu 18. desember
síðastliðinn, skömmu áður en Suð-
urland lagði upp í sfðustu för sfna.
Rannsóknamefnd sjóslysa lagði
þó á það áherslu, að röð atburða
hefði orsakað slysið. Auk þess sem
lestunaraðferð var ábótavant vom
síldartunnumar ekki af þeim
styrkleika er krefjast ætti miðað
við álag um borð í skipum af þess-
ari stærð. Þá segir að stöðugleiki
skipsins hafí verið of lítill og björg-
unarbátar hafi dugað illa við
þessar aðstæður,
Sjá skýrslu Rannsóknar-
nefndar sjóslysa á bls.39.
og hann hefði skilið það svo að
tekist hefði „heiðursmannasam-
komulag", en svo væri ekki. Það
mál væri enn óleyst.
Sjá nánar Af innlendum vett-
vangi bls. 31.
Ekki urðu alvarleg slys á fólki,
en önnur bifreiðin er nánast ónýt
að sögn lögreglu. Hún sagði þessi
gatnamót mjög varasöm. Borgar-
holtsbrautin er aðalbraut og
stöðvunarskylda á Urðarbrautinni.
Þeiryngstu sparka íEyjum
KNATTSPYRNUMENN í 6. flokki fiölmenntu til Vestmannaeyja í
gær, en þar hefst Tommamótið f dag. Myndin var tekin þegar Her-
jólfur kom til Eyja og sést einn hópurinn ganga fylktu liði niður
landganginn. Nær 700 böm taka þátt f mótinu,