Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
51
Furðulegir úrskurðir
tryggingarfélaga
Þetta er sett á blað vegna grein-
ar Þórarins Bjömssonar í Velvak-
anda 3. júlí sl.
Ég er einn af þeim sem hafa
orðið fyrir svona vinnubrögðum
þessara manna sem þú nefnir lög-
fræðinga tryggingarfélaganna. Eg
efa ekki rétt þessara manna „hvað
próf varðar" til þess að kalla sig
lögfræðinga en lengra nær ekki
álit mitt á fræðilegum vinnubrögð-
um þeirra.
Vegna þessarar greinar langar
mig til að koma á framfæri nokkr-
um staðreyndum er skjalfestar eru
varðandi svona \nnnubrögð. Þú seg-
ir að lögfræðingar tryggingarfélag-
anna úrskurði eða dæmi í svona
málum og það er vissulega rétt.
En það er brot á stjómarskrá okk-
ar. Skriflega hef ég það staðfest
frá dómsmálaráðuneytinu að trygg-
ingarfélögin seú ekki dómstóll. Það
þýðir meðal annars að þar sem í
svona málum er verið að sakfella
menn og krefja þá um sektir (sjálfs-
ábyrgð og bónustap) þá verður að
flalla um þessi mál af viðurkennd-
um dómstól. Fyrir slíkum dómstól
standa aðilar jafnt að vígi. En eins
og þetta er afgreitt í dag kveður
annar aðilinn upp dóminn en hinn
fær hvergi nærri að koma.
Grundvallaratriði í stjómarskrá
okkar er að allir þegnar þessa lands
séu saklausir þar til sök þeirra hef-
Vegfarandi hafði samband við
Velvakanda.
„Ég vil koma á framfæri þakk-
læti til starfsmanna bifvélaverk-
stæðis Bílaleigu Húsavíkur. Ég var
á ferðalagi um Mývatnssveit og
Húsavík þegar bfllinn minn bilaði
seint á laugardegi. Vélin bræddi
úr sér. Ég fékk mér því gistingu á
hótelinu á Húsavík, sem var reynd-
ar ódýrt, og á meðan ég svaf gerðu
ur verið kveðin upp af viðurkennd-
um hlutlausum dómstól þar sem
sakbomingur hefur fengið tækifæri
til málsvamar. Þessi grundvallarat-
riði mannréttinda eru fótum troðin
af þessum „lögfræðingum". Eigum
við að trúa því að það sé alveg
óvart?
Þegar ég lenti í svona meðferð
haustið 1985 tók ég saman ýtarlegt
yfírlit um gang mála og sendi öllum
dagblöðunum, útvarpi, sjónvarpi og
öllum þingflokkum alþingis. Engum
þessara aðila fannst það athyglis-
vert að grundvallarmannréttindi
væm fótum troðin af lögvemdaðri
hringamyndun tryggingarfélaga.
Aðeins Dagblaðið og Tíminn birtu
ádrepu um það sem var eftirmáli,
að ég hefði áhuga á að ná sam-
Náttúruunnandi skrifar:
Ég er einn af þeim sem hafa
gaman af því að ganga um Öskju-
hlí-
ðina mér til heilsubótar. Finnst mér
því ansi sorglegt að þessi annars
fallegi og kyrrláti reitur skuli ekki
starfsmenn bifvélaverkstæðisins við
bflinn. Daginn eftir skiluðu þeir
honum á hádegi og hefur bfllinn
ekki slegið feilpúst síðan. Reikning-
ur fyrir þetta var mjög sanngjam
og hefur þessi Húsavíkurferð mín
valdið því að ég mun alltaf hugsa
hlýlega um þennan landshluta.
Finnst mér rétt að segja frá þessu
enda er alltof sjaldan sagt frá því
sem vel er gert.“
bandi við fólk með sams konar
reynslu. Mér bárust þó nokkuð
margar skýrslur og upphringingar
þar sem sambærileg mál vom á
ferðinni. Það vakti strax athygli
mína hvað tvö af trygingarfélögun-
um komu fyrir í mörgum tilfellum,
eða allt upp í 95% annað félagið.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra
að sinni. Það er svo lítið sem hægt
er að birta í hvert sinn hjá Velvak-
anda. En ég get fullyrt það Þórar-
inn, að þjáningarsystkini þín skipta
hundruðum. Og ef allt viðskiptalífið
er tekið með er hópurinn mikið
stærri. Hver ástæðan er fyrir því
að þetta er íátið viðgangast veit ég
ekki. En eitt er víst. Það er ekki
heimska.
Guðbjörn Jónsson
sæta betri meðferð en raun ber
vitni.
í fyrsta lagi fer ákaflega í taug-
amar á mér að það skuli vera leyfð
bflaumferð um hluta Öskjuhlíð-
arinnar. Það fínnst mér algjörlega
óskiljanlegt enda óþarft og einungis
til ama. Ryk og hávaði frá bflunum
setur bara leiðinlegan svip á um-
hverfið.
Annað mál og raunar sínu verra
er hvemig hundaeigendur fara með
Öskjuhlíðina. Þeir virðast líta á
svæðið sem eitthvert alls herjar
hundasalemi. Enginn þeirra virðist
hirða um að hreinsa eftir hundana.
Saklausir vegfarendur geta því átt
von á að rekast á minjar um heilsu-
bótargöngu hundaeigenda á ólík-
legustu stöðum, hvort sem þeir eru
á gangi eða ætla að fá sér sæti í
sakleysislegum lundi.
Það hlýtur að vera skylda þeirra
sem telja sig færa um að halda
hund að sjá til þess að dýrin verði
ekki öðrum borgarbúum til ama.
Slæm umgengni
um Öskjuhlíðina
Góð þjónusta
Þessir hringdu ..
Ung kona á ljósum bíl
Guðrún hringdi:
Hún vill gjaman ná tali af konu
sem var á eftir henni í biðröð við
Bifreiðaeftirlitið siðastliðinn
föstudagsmorgunn. Konan var
ung og á ljósum bfl og hefur ver-
ið númer 40 í biðröðinni. Guðrún
var á hvítum Fiat og þarf að koma
hlut sem er eign konunnar á ljósa
bflnum til skila. Hægt er að ná í
Guðrúnu í sima 21090 á daginn
og í sima 36507 á kvöldin.
Ruddalegir
dyraverðir
Ein undrandi hringdi:
„Ég vil gjaman koma á fram-
færi vanþóknun minni á fram-
komu dyravarðanna á skemmti-
staðnum Casablanca. Svo er mál
með vexti að síðastliðinn föstudag
ætlaði ég að fara inn á þennan
skemmtistað en þá var mér mein-
að um inngöngu á ruddalegan
hátt vegna klæðaburðar mins. Um
leið og ég bað um skýringu kom
annar dyravörður og ýtti mér
burt. Það hefði kannski verið skilj-
anlegt að mér hefði verið meinað
um inngöngu vegna klæðaburðar
ef ég hefði verið í gömlum og
snjáðum fötum en því fór fjarri.
Ég var í fötum sem ég hafði keypt
þennan sama dag. Auk þess hélt
ég að þess væri ekki lengur kraf-
ist að konur væru í kjólum og
karlmenn með bindi þegar farið
er út að skemmta sér. Ég hef
orðið vör við almenna óánægju
með dyraverði á skemmtistöðum
í Reykjavík, þeir virðast allir hafa
einhverja þörf fyrir að sýna vald
sitt. Þessi dónaskapur og það of-
beldi sem þeir beita er algjör
óþarfi."
Yfirgangnr
reykingamanna
Guðrún hringdi:
„Hvers vegna leyfíst þeim sem
reykja að eitra andrúmsloft og
kannski heilsu þeirra sem ekki
reykja? Nýlega kom til mín gest-
ur. Hann keðjureykti á meðan
hann stóð við, sem var nokkuð
langur tími. Þegar hann fór var
ég þurr í hálsi og leið mjög illa í
höfði og þegar ég skyrpti út úr
mér í hvítan vaskinn var munn-
vatnið dökkbrúnt. Ég þekki 17
ára pilt sem ekki reykir en á
vinnustað hans reykja flestir.
Þetta veldur honum miklum
óþægindum. Er það ekki lág-
markskrafa' þeirra sem ekki
reykja að þetta síreykjandi fólk
hafí eitthvert skot þar sem það
getur svalað þessari nautn sinni
án þess að valda öðrum tjóni?"
Góð látúnsbarka-
keppní
Húsmóðir í Breiðholtinu
hringdi:
„Eg vil bara koma á framfæri
þakklæti til Stuðmanna og for-
svarsmanna ríkissjónvarpsins
vegna útsendingar frá úrslitum í
keppninni um látúnsbarkann sl.
sunnudag. Mér fannst þetta frá-
bær þáttur og söngvaramir voru
hver öðrum betri. Betra verður
sjónvarpsefni varla."
Sumarbúðir
Hlíðardalsskóla
Síðasti hópurinn okkar verður
frá 12.-21. júlí
Aldur:
8-13 ára
BMX-hjól
sundlaug
leikfimisalur
kvöldvökur
föndur
sögustundir
og fleira.
Komið og eigið góðar stundir í fögru
umhverfi og góðum félagsskap.
Verð kr. 8.500,-
fyrir 10 daga.
Upplýsingar og innritun
í síma 91-13899.
Möguleiki er á að bæta
fáeinum börnum við.