Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
45
Minning:
Þórleifur Sigur-
björnsson sjómaður
Fæddur 18. júlí 1914
Dáinn 7. maí 1987
Þórleifur Sigurbjömsson, sjó-
maður í Olafsfirði, andaðist í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
7. maí sl. eftir skamma sjúkdóms-
legu.
Þórleifur fæddist á Sveinsstöðum
í Grímsey 18. júlí 1914 og voru
foreldrar hans hjónin Sigrún Ind-
riðadóttir og Sigurbjörn Sæmunds-
son útvegsbóndi. Þórleifur ólst upp
í stórum systkinahópi, en hann átti
7 systur, sem allar komust til full-
orðinsára. Einnig eignuðust foreldr-
ar hans yngri son, sem andaðist
nýfæddur.
Þórleifur hóf snemma að leggja
heimili sínu lið eins og þá var siður
og nauðsyn. Byijaði hann sjóróðra
með föður sínum sjö ára gamall,
en auk þess þurfti að sinna skepnu-
haidi og heyöflun og nýta þau
hlunnindi eggjatöku og fuglaveiði,
sem afkoma heimila í Grímsey
byggðist á.
Þórleifur gekk í barnaskóla í
Grímsey og naut þar kennslu Stein-
ólfs Geirdal, sem var merkilegur
maður, er um margt var á undan
sinni samtíð. Auk þess dvaldist
Þórleifur um stuttan tíma á
Húsavík og nam þá m.a. sund í
sundlaug, sem byggð var í Reykja-
hverfi. Þótti Þórleifur á þeim árum
liðtækur knattspyrnumaður og ent-
ist honum knattspyrnuáhuginn
ævilangt.
Árið 1937 kvæntist Þórleifur
Aðalheiði Karlsdóttur frá Garði í
Ólafsfirði, mikilhæfri konu, sem á
síðari árum hefur orðið þekkt fyrir
ritstörf sín. Þau hófu búskap í
Grímsey og eignuðust þar 3 börn.
Heita þau Sólveig Anna, húsmóðir
í Ólafsfirði, gift Einari Þórarins-
Fædd 16. desember 1897
Dáin 29. mars 1987
Þó að nú sé nokkuð um liðið síðan
amma dó langar mig að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Amma, Oddný Þ. Erlendsdóttir,
fæddist í Felli í Breiðdal og var
einkabam foreldra sinna. Þau fluttu
síðan frá Felli til Breiðdalsvíkur og
byggðu þar eitt af fyrstu húsunum
sem þar risu. í þessu húsi bjó amma
síðan með sína fjölskyldu eftir að
hún giftist. Amma giftist 1917
Þorgrími Guðmundssyni, en hann
var lærður smiður eða snikkari eins
og þá var kallað. Afi var dáinn
áður en ég fæddist og minnist ég
hans einungis af stórri mynd sem
amma hafði alltaf í herbergi sínu.
Þó held ég að ég geti fullyrt að
hjónaband þeirra hafi verið mjög
farsælt enda þurfti samhentar
hendur til að sjá heimilinu far-
borða, en amma og afi eignuðust
15 börn og eru 9 þeirra nú á lífi.
Eins og að líkum lætur eru því af-
komendur ömmu orðnir margir, en
ekki veit ég nákvæmlega töluna á
þeim. Amma hafði hinsvegar slíka
hluti á hreinu og fylgdist af áhuga
með velferð þeirra og tók ávallt
málstað þeirra fyndist henni á ein-
hvern hallað. Það sýnir líka hug
ömmu að um hver jól fengu allir
i
syni; Karl Garðar, tæknifræðingur
á Akureyri, kvæntur Freyju Eð-
varðsdóttur og Sigrún, húsmóðir í
Ólafsfirði, gift Gesti Sæmundssyni.
Þau Þórleifur og Aðalheiður
bjuggu í fyrstu á prestssetrinu í
Miðgörðum, en þá var prestslaust
í Grímsey. Síðan byggði Þórleifur
nýbýli í landi Sveinsstaða og kallast
það Sveintún.
Þórleifur gerði sjómennsku að
ævistarfi sínu. í Grímsey reri hann
í fyrstu á opnum bátum, en síðan
eignaðist hann í félagi við mág sinn,
Óla Bjarnason, lítinn mótorbát,
„Hafölduna", og gekk sú útgerð
vel, þar til bátinn rak upp í ofviðri
og eyðilagðist, en hafnaraðstaða
var þá bágborin í Grímsey.
Eftir 10 ára búskap í Grímsey
hennar afkomendur pakka frá
henni. Augljóslega þurti mikla út-
sjónarsemi til að sjá fyrir svo stórri
fjölskyldu sem amma og afí höfðu
fyrir að sjá og sótti afi sjó og stund-
aði búskap samhliða smíðum. Eftir
fluttu þau Þórleifur og Aðalheiður
búferlum til Ólafsfjarðar, þar sem
þau bjuggu síðan. Þórleifur stund-
aði sjómennsku bæði frá Ólafsfirði
og eins fór hann á vertíðir sunnan-
lands á vetrum eins og algengt var
meðan fiskiskipafloti og hafnir
Norðlendinga voru ófullkomnari en
síðar varð. Fyrir allmörgum árum
keypti hannn ásamt tveimur félög-
um sínum lítinn vélbát er „Anna“
nefndist og stunduðu þeir eftir það
dagróðra frá Ólafsfirði. Urðu þá
þáttaskil í lífi Þórleifs að því leyti,
að hann gat nú verið daglega sam-
vistum við fjölskyldu sína. Þórleifur
starfaði við útgerð Önnu fram til
ársins 1983. Þórleifur hlaut viður-
kenningu sjómannasamtakanna á
Ólafsfirði á sjómannadaginn 1985
fyrir 60 ára sjósókn.
Hann var vinnusamur maður sem
ekki fé-I! verk úr hendi. Þegar heilsa
hans var farin að bila síðustu árin
sneri hann sér að því að dytta að
ýmsu við heimili sitt og aðstoða fjöl-
skyldu sína á ýmsan hátt. Hann
ákvað að koma sér upp sumarhúsi
í nágrenni Ólafsfjarðarbæjar og
hafði nýlokið við það, þegar kallið
kom.
Þórleifur var móðurbróðir þess,
sem þessar línur ritar, en hann var
elskaður af systrum sínum og okk-
ur systrabörnunum og fjölskyldum
okkar var hann afar kær frændi.
Hann var glaðlyndur og fjörugur
og kætti jafnan huga okkar í æsku
jafnframt því sem hann sýndi vel-
ferð okkar ætíð áhuga. í starfi var
hann kappsfullur, en jafnframt ró-
lyndur og æðrulaus og frá honum
geislaði hlýju til samstarfsmanna
og samferðafólks.
Þau Þórleifur og Aðalheiður áttu
tæplega 50 ára hjúskap að baki er
hann lést. Heimili þeirra hefuur
jafnan staðið opið vinum og vanda-
mönnum og hefur það borið
húsráðendum góðan vitnisburð.
Þótt söknuður ríki í hjörtum fjöl-
skyldunnar og annars samferða-
fólks Þórleifs ríkir einnig þakklæti
í hugum þeirra, sem nutu samvista
við Þórleif Sigurbjörnsson.
Guð blessi minningu hans.
Björn Friðfinnsson
að afi dó, árið 1956, stundaði amma
smábúskap í mörg ár og held ég
að það hafi veitt henni mikla
ánægju, enda var hún í eðli sínu
náttúrubam. Eftir fráfall afa flutti
amma til Þórðar, sonar síns, og
Mareyjar, konu hans, og naut síðan
umönnunar þeirra fram á síðasta
dag.
Amma hafði í gegnum árin pijón-
að ófáa sokka og vettlinga á
bamabömin, en þau nutu hennar í
ýmsu öðru, því t.d. á undirrituð
henni leskunnáttu sína að þakka.
Hún kenndi okkur þremur í einu
og enda þótt við hefðum sjálfsagt
stundum frekar viljað fara út að
leika okkur datt okkur ekki í hug
að skrópa úr þessum lestímum hjá
ömmu. Hún var hæglát ogþolinmóð
og það fór líka svo að öll lærðum
við þessa list að lokum. Amma
flíkaði aldrei tilfinningum sínum né
skoðunum, en þó held ég að hún
hafi verið trúuð kona. Alltaf síðan
ég man eftir hlustaði hún á sunnu-
dagsmessuna í útvarpinu og lestur
Passíusálmanna. Þegar ég heyri
messu í útvarpi á sunnudögum
koma upp í hugann þægilegar
minningar um ilminn af sunnudags-
matnum og ömmu þar sem situr
og hlustar á messuna.
Það er einkennileg og tómleg til-
finning að vera búin að missa
ömmu, en eftir standa ljúfar minn-
ingar sem munu lifa áfram með
okkur afkomendum hennar.
Barnabarn
Hótel Saga Simi 12013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
Lokað
frá kl. 12.00 í dag, nniðvikudag, vegna jarðarfarar frú
JÚLÍU MAGNÚSDÓTTUR.
Nýform, Hafnarfirði.
OddnýÞ. Erlends-
dóttir - Minning
Júlía Magnús-
dóttir - Minning
„Ó amma, ó amma, æ ansaðu mér,
því ég er að gráta og leita að þér.
Fórstu út úr bænum, fórstu út á hlað,
fórstu til Jesú á sælunnar stað.“
(Gamall húsgangur úr Flóa.)
I dag, miðvikudagin 8. júlí, verð-
ur amma okkar Júlía Magnúsdóttir
til moldar borin frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði. Amma Júlía var fædd
á Kolholtshelli, Villingaholtshreppi
í Flóa, 9. ágúst 1903. Ung fluttist
hún til Hafnarfjarðar og bjó þar æ
síðan. Oft sagði hún okkur krökk-
unum sögur frá heimaslóðum
sínum, sem var mjög gaman að
hlusta á, því þær voru henni svo
kærar.
Alltaf gátum við leitað til ömmu
og afa ef eitthvað bjátaði á, þau
stóðu alltaf með opna arma tilbúin
til að hjálpa, og aldrei kom fyrir
að við færum svöng þaðan. Afi hét
Bjarni Erlendsson og var húsa-
smíðameistari, hann lést 9. desem-
ber 1984. Amma og afi giftu sig
24. nóvember 1923 og bjuggu á
Suðurgötu 49 í Hafnarfirði nær
allan sinn búskap. Þau eignuðust 7
börn sem öll eru búsett í Hafnar-
firði.
Margar góðar minningar koma
upp í huga okkar á sorgarstundu,
til dæmis þessi vísa hér að ofan sem
amma söng oft fyrir okkur þegar
við vorum lítil. Það er alltaf sárt
að missa þann sem manni þykir
vænt um. En við getum huggað
okkur við, og verið stolt af að eiga
góðar minningar um elskulega og
góða ömmu.
Amma lést að kveldi 26. júní á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði eftir
erfíða sjúkralegu. Við viljum þakka
öllu starfsfólki St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði fyrir góða umönnun í
hennar veikindum. Öllum aðstand-
endum hennar sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Ragnheiður, Ingi,
Hulda Sólveig, Guðrún
og Sverrir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
KRISTINN SIGURJÓNSSON
fyrrum bóndi,
Brautarhóli,
Biskupstungum,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl.
14.00. Jarðsett verður að Torfastöðum.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna
er bent á Sjúkrahús Suðurlands og Biskupstungnasjóö.
Kristrún Sæmundsdóttir,
Sigriður G. Kristinsdóttir, Alfreð R. Jónsson,
Arnleif M. Kristinsdóttir, Kjartan Runólfsson,
Hrefna Kristinsdóttir, Eirfkur Þ. Sigurjónsson,
Bjarni Kristinsson, Oddný K. Jósefsdóttir,
Sigurjón Kristinsson, Jón S. Kristinsson,
Ragnar Ragnarsson, Steinunn Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
VILBERGS GUÐMUNDSSONAR
rafvirkjameistara,
Sörlaskjóli 22,
Reykjavík,
fer fram frá Neskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent Slysavarnafélag íslands.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Jóhannes Vilbergsson, Guðrún Andrésdóttir,
Guðmundur Vilbergsson, Helga Guðmundsdóttir,
Vilberg Vilbergsson, Anna Kristfn Kristinsdóttir,
Sigurður Vilbergsson, Lilja Benediktsdóttir
og barnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.