Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 56
SKOLAVELTA LEON AÐ FARSCLLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987 VEM) í LAUSASÖLU 50 KR. , _________________________________ Égj 1 g | ' *| \Æ ; r Myndarlegt gos í Geysi Morgunblaðið/Snorri Snorrason GEYSIR í Haukadal gaus á laugardaginn, eftir að hafa feng- ið vænan skammt af sápu. Um tvö þúsund manns lögðu leið sína að hvernum til að sjá gosið, sem var um 50 metra hátt. Ný ríkisstjórn tekur við í dag: Það var Geysisnefnd sem sá um sápugjöf að þessu sinni og ætlar nefndin að endurtaka leikinn laugardag fyrir Verslun- armannahelgi. Átök í Sjálfstæðisflokki um ráðherrastólana þrjá RÍKISSTJÓRN Þorsteins Páls- sonar tekur við völdum á rikis- ráðsfundi kl. 14.30 i dag og verður fundurinn haldinn í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnar- götu. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Þorsteins um ráðherraefni flokksins og verða þeir Friðrik Sophusson, Birgir Isleifur Gunnarsson og Matthías Á. Mathiesen samráðherrar Þor- steins frá Sjálfstæðisflokki. Það var ekki átakalaust að kveða upp úr með það hveijir verða ráð- herrar flokksins, þar sem Þorsteinn Pálsson hafði hugsað sér að um algjöra endumýjun yrði að ræða í —ráðherraliði flokksins, að honum sjálfum undanskildum, en Matthías A. Mathiesen þvertók fyrir að möguleiki væri á að ganga fram hjá honum. Þorsteinn hafði hugsað sér að gera tillögu um Ólaf G. Ein- arsson, formann þingflokksins, en hvarf frá þeirri hugmynd eftir að hafa heyrt hvað fyrsti þingmaður Aveyknesinga, Matthías A. Mathie- sen hafði um þá fyrirætlan hans að segja. Talsverð óánægja er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins með það hvemig ráðherravalið fór. Konumar í þingflokknum eru óánægðar með það að engin kona verður ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn og lands- byggðarþingmenn telja að hlutur landsbyggðarinnar hafí verið fyrir borð borinn. 15 þingmenn flokksins studdu tillögu formannsins um ráð- herralistann, tveir sátu hjá, þeir Matthías Bjamason og Egill Jóns- son, og einn þingmaður var Qarver- andi. Sjá Af innlendum vettvangi „Matthias boðaði átök yrði hann ekki ráðherra" á bls. Sparifé stolið ELDRI maður í Reykjavík varð fyrir skömmu fyrir því óláni að stolið var frá honum bankabók. Áður en hann áttaði sig á þjófn- aðinum höfðu 317 þúsund krónur verið teknar út úr bókinni. Maðurinn hafði skilið bókina eft- ir í úlpuvasa sínum. Einhver fór inn f anddyri heimilis hans og tók bók- ina. Það var ekki fyrr en í gær sem maðurinn áttaði sig á þjófnaðinum og tilkjmnti banka um hvarfíð. Þá var þegar búið að taka allt fé út úr bókinni, 317 þúsund krónur. Tjónið er tilfinnanlegt fyrir manninn, sem hafði sparað féð á langri starfsævi. Misstí fjóra fingurísög SelfoMÍ. VINNUSLYS varð hjá bygginga- fyrirtækinu Selós á Selfossi um hálf átta í gærmorgun þegar einn eigenda fyrirtækisins missti framan af fjórum fingrum vinstri handar f sjálfvirkri vélsög sem hann vann við að lagfæra. Maðurinn var strax fluttur á Sjúkrahús Suðurlands og síðan á slysadeild Borgarspítalans. Tildrög slyssins voru þau að vélin stóð eitt- hvað á sér og maðurinn vann við að lagfæra hana þegar hann festist í henni með þessum afleiðingum. - Sig. Jóns. Oddhóll á Rangár- völlum: Salajarðar dæmd ógild AUKADÓMÞING Rangárvalla- sýslu hefur kveðið upp þann dóm, að samningur Ólafs Jóns- sonar á Oddhóli og Sigurbjörns Eiríkssonar um kaup þess síðar- nefnda á jörðinni, væri ógildur, þar eð um málamyndagerning væri að ræða. Hér er um að ræða þriðja dóminn í málaferlunum um kaupsamning þennan. Aukadómþing Rangár- vallasýslu og Hæstiréttur höfðu áður hafnað þeirri kröfu ólafs að kaupin yrðu dæmd ógild, en nú sex árum eftir að málaferlin hófust, hefur samningurinn verið dæmdur ógildur. Sjá reifun á bls. 33. 22-23. Hús keypt fyrír Stofnun Sigurðar Nordal Menntamálaráðherra hefur ákveðið að kaupa húseignina númer 29 við Þingholtsstræti í Reykjavík undir Stofnun Sig- urðar Nordal sem komið var á laggimar af hálfu mennta- málaráðuneytisins með reglu- gerð á aldarafmæli Sigurðar þann 14. september 1986. Húsið er í eigu Erfðafjársjóðs og er kaupverð þess sex milljónir króna. Húsið var byggt fyrir aldamót, en var síðast í eigu Páls Pálma- sonar ráðuneytisstjóra, sem lést fyrir nokkrum árum síðan. Húsið hefur staðið autt í nokkur ár og þarfnast verulegrar viðgerðar áð- ur en flutt verður inn í það. Stofnunin mun starfa á vegum Háskóla íslands og skal hlutverk stofnunarinnar vera að efla hvar- vetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fomu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði, að sögn Áma Gunnars- sonar, skrifstofustjóra í mennta- málaráðuneytinu. Þingholtsstræti 29 í Reykjavík. Morgunblaðið/KGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.