Morgunblaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1987
55
Bikarkeppni kvenna:
Þrjátíu mörk í
þremur leikjum
Miklir yfirburðir liðanna úr 1. deild
ÞRÍR leikir fóru fram í 1. umferA
bikarkeppni kvenna f knattspyrnu
f gærkvöldi. Akranes, KR og ÍBK,
sem öll leika f 1. deild, léku gegn
liðum úr 2. deild og sigruðu með
miklum yfirburðum.
Fram og KR léku á Framvelli.
KR-stúlkurnar höfðu yfirburði á öll-
um sviðum, en gleymdu vörninni,
þegar staðan var 4:0 og Sesselja
Ólafsdóttir skoraði fyrir Fram. KR
bætti einu marki við fyrir hlé, en
þrátt fyrir aragrúa tækifæra í
seinni hálfleik skoraðu Vestur-
bæingarnir aðeins tvö mörk í
seinni hálfleik og KR vann því 7:1.
Helena Ólafsdóttir og Sigrún Sæv-
arsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor
og Jóna Kristjánsdóttir eitt mark.
Keflavík vann Aftureldingu 9:0
eftir að staðan hafði verið 2:0 í
hálfleik. Inga Birna Hákonardóttir
skoraði fjögur mörk, Helga Eiríks-
dóttir 3, Anna María Sveinsdóttir
og Ágústa Ásgeirsdóttir sitt hvort
markið.
Flest voru mörkin á Selfossi, en
þar vann Akranes 13:0 eftir að
hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálf-
leik.
Colin West frá
Glasgow Rangers
til Feyenoord
Frá Bob Hennessy á Englandl.
GRAEME Souness, fram-
kvæmdastjóri Glasgow Rangers f
Skotlandi, seldi Colin West f gær
til Feyenoord f Hollandl fyrir 200
þúsund pund.
West, sem er 24 ára miðherji,
lék með Sunderland í fimm ár, fór
til Watford 1984 og til Rangers í
fyrra. Hann átti erfitt með að kom-
ast í liðið, því Ally McCoist hélt
stöðunni og svo átti hann við
meiösli aö stríða.
Notts County greiddi í gær 25
þúsund pund fyrir Geoff Pikes hjá
West Ham. Pikes er 30 ára miðvall-
arleikmaður og hóf að leika með
West Ham fyrir 11 árum.
Mark Hughes gekk ekki of vel
með Barcelona í vetur og vildi
Manchester United gjarnan fá
hann aftur. Af því varð ekki og um
helgina hafnaði Barcelona tilboði
frá Tórínó á Ítalíu í kappann. Barc-
elona greiddi um 120 milljónir
íslenskra króna fyrir Hughes, en
Tórínó bauð um 90 milljónir í leik-
manninn, sem nú er á brúðkaups-
ferðalagi í Bandaríkjunum.
( þjálfaramálum bar helst til
tíðinda að Bobby Cambell var ráð-
inn til QPR sem þjálfari og til að
finria nýja menn. Cambell var lát-
inn fara fara frá Portsmouth, þegar
Alan Ball var ráðinn og fyrir
skömmu þurfti Portsmouth að
borga Campell 80 þúsund pund í
skaðabætur, þar sem samningur-
inn var ekki útrunninn.
Fram-Völsungur:
Leikdagur
óákveðinn
LEIK Fram og Völsungs (1. deild
karla, sem vera átti á sunnudag-
inn var, var frestað þar sem
flugválin, er átti að flytja leik-
menn Völsungs til Reykjavfkur,
bilaAi. Ekki hefur enn veriA ákveA-
ið hvenær leikurinn verður, en
erfrtt er að finna lausan dag.
Landsleikir U-18:
Leikið við
Færeyinga
ÍSLENSKA landsliAið f knatt-
spymu skipað lelkmönnum 18 ára
og yngri lelkurtvo landslelki gegn
jafnöldrum sfnum frá Færeyjum
f vikunni.
Fyrri leikurinn verður á Kópa-
vogsvelli í kvöld og hefst klukkan
20, en á föstudaginn veröur leikið
í Laugardalnum og byrjar sá leikur
kiukkan 19. Uppistaða íslenska
liðsins verður sú sama og í þeim
þremur leikjum, sem liðið hefur
leikið í Evrópukeppninni í sumar.
4. deild C
LÉTTIR - VÍKVERJI
1 : 7
F|.l»lkJ» U J T MfirV Stlg
VlKVERJI 6 6 0 1 20:4 15
HVERAGERÐI 6 5 0 1 16:3 16
SNÆFELL 5 3 0 2 16: 15 9
HAFNIR 6 1 0 5 9: 23 3
LÉTTIR 5 0 0 6 4: 19 0
4. deild E
HVÖT - NEISTI
7:0
Fj.MkJa u J T Mörk Stlg
HVÖT 6 5 0 1 25:4 15
UMFS 6 6 0 i 20:6 15
NEISTI 6 2 1 3 6: 15 7
KORMÁKUR 5 1 1 3 7: 20 4
ÁRROÐINN 5 0 0 5 2: 16 0
Maechler fyrstur í „Tour de France“
Erich Maechler frá Sviss leiðlr nú „Tour de France“-hjólreiðakeppnina sem er nýlega byrjuð. Keppni
hófst í Austur-Berlfn að þessu slnni, f tilefni af 7S0 ára afmæli borgarinnar. Sjöunda leið keppninnar
var hjóluð f gær; frá Epinal til Troyes f Frakklandi. Maechler hefur klæðst „gulu treyjunni", sem sá
er hefur forystuna klæðist ætfð, á fjórum sfðustu leiðum. Á myndinni gefur Maechler sár tfma til
að rabba Iftillega við Alain Delon, franska leikarann þekkta, sem fylgdist með keppni f gær. Það var
ítalinn Guido Bontempi sem sigraði f sjöunda hlutanum f gær. í gær voru hjólaðir 211 km. og fór
ítalinn þá leið á 6:08,17 klukkustundum.